Styrkur til að kanna hagkvæmni veiða á sæbjúgum í Gíneu Heimsljós 13. maí 2020 14:33 Ljósmynd: AS Aurora Seafood, íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi, hefur fengið forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu, úr samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. „Við ætlum að skoða hvort til séu heimildir um að sæbjúgu hafi fundist á ákveðnum svæðum í Gíneu með það fyrir augum að kanna möguleikann á atvinnuveiðum,“ segir Davíð Freyr Jónsson framkvæmdastjóri Aurora Seafood. Með forkönnunarstyrknum ætlar fyrirtækið kanna sjálfbæra nýtingu á sæbjúgum eða öðrum vannýttum auðlindum úr sjó í Gíneu með veiðarfærum sem hafa verið þróuð á Íslandi. Aurora Seafood sérhæfir sig í sjálfbærri nýtingu botnlægra dýra og markmið verkefnisins er að greina hvort tækifæri séu til nýtingar á sæbjúgum eða öðrum hryggleysingjum sem ekki er verið að nýta í dag. “Við komum til með að afla gagna frá vísindamönnum og sjómönnum. Stefnt var að því að eiga fundi með fulltrúum þessara hópa ásamt samstarfsaðila okkar í Gíneu, en vegna COVID-19 verður um fjarfund að ræða,” segir Davíð Freyr og bætir við að niðurstöður forathugunar eigi að liggja fyrir um næstu áramót. Styrkurinn til Aurora Seafood er fjórði styrkurinn sem utanríkisráðuneytið veitir úr samstarfssjóðnum. Á síðasta ári fengu Marel og Thorigs styrk og fyrr á þessu ári var veittur styrkur til Creditinfo Group hf. til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Gínea Mest lesið „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Innlent Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Innlent Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Innlent
Aurora Seafood, íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi, hefur fengið forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu, úr samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. „Við ætlum að skoða hvort til séu heimildir um að sæbjúgu hafi fundist á ákveðnum svæðum í Gíneu með það fyrir augum að kanna möguleikann á atvinnuveiðum,“ segir Davíð Freyr Jónsson framkvæmdastjóri Aurora Seafood. Með forkönnunarstyrknum ætlar fyrirtækið kanna sjálfbæra nýtingu á sæbjúgum eða öðrum vannýttum auðlindum úr sjó í Gíneu með veiðarfærum sem hafa verið þróuð á Íslandi. Aurora Seafood sérhæfir sig í sjálfbærri nýtingu botnlægra dýra og markmið verkefnisins er að greina hvort tækifæri séu til nýtingar á sæbjúgum eða öðrum hryggleysingjum sem ekki er verið að nýta í dag. “Við komum til með að afla gagna frá vísindamönnum og sjómönnum. Stefnt var að því að eiga fundi með fulltrúum þessara hópa ásamt samstarfsaðila okkar í Gíneu, en vegna COVID-19 verður um fjarfund að ræða,” segir Davíð Freyr og bætir við að niðurstöður forathugunar eigi að liggja fyrir um næstu áramót. Styrkurinn til Aurora Seafood er fjórði styrkurinn sem utanríkisráðuneytið veitir úr samstarfssjóðnum. Á síðasta ári fengu Marel og Thorigs styrk og fyrr á þessu ári var veittur styrkur til Creditinfo Group hf. til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Gínea Mest lesið „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Innlent Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Innlent „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Innlent Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Innlent Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Innlent Breskar konur stíga fram og ásaka Tate um nauðgun Erlent Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Erlent Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Innlent Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Innlent Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Innlent