Fleiri fréttir

Erfitt að halda uppi löggæslu í fíkniefnamálum sökum álags

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 63 kíló af hörðum fíkniefnum í fyrra, rúmlega fjórfalt meira en árið á undan. Lögreglustjóri segir embættið vera í vandræðum með að halda uppi löggæslu í málaflokknum. Álag á lögreglumönnum sé gríðarlegt.

208 nemendur brautskráðir úr HR

Brautskráðir voru 208 nemendur úr Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gær. 153 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi.

Punxsutawney Phil spáir snemmbúnu vori

Dagur múrmeldýrsins (e. Groundhog Day) var haldinn hátíðlegur í bandaríska bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna í dag.

Æfðu viðbrögð við snjóflóðum í Bláfjöllum

Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin.

For­eldrar skora á stjórn­völd að stöðva brott­vísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barna­sátt­mála SÞ í málum barna

Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla.

Trump að öllum líkindum sýknaður á mið­viku­dag

Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi.

Farage ítrekaði hatur sitt á ESB í kveðjuræðu

Bretar hafa ellefu mánuði til að ná samkomulagi um framtíðar fyrirkomulag samskipta sinna við Evrópusambandið eftir að Bretland yfirgaf sambandið formlega klukkan ellefu í gærkvöld.

Landsmönnum heldur áfram að fjölga

364.260 manns bjuggu á Íslandi í lok ársins 2019 og fjölgaði landsmönnum um 1.400 á síðustu þremur mánuðum ársins. Þar af voru 186.960 karlar og 177.300 konur.

„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“

Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa.

Haukur er orðinn 450 kíló

Holdanautið Haukur á einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti í Flóahreppi er orðinn 450 kíló en hann er aðeins sjö mánaða. Haukur þyngist um tæplega tvö kíló á dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við íbúa Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um skjálftahrinu sem þeir fundu vel fyrir í gærkvöld. Einnig verður fjallað um Wuhan-veiruna og ásakanir á hendur blómainnflytjendum. Þetta og margt fleira á slaginu 18.30.

Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar

Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst.

Sjá næstu 50 fréttir