Fleiri fréttir

Spennti upp glugga og rændi íbúð

Ýmislegt kom inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt, til dæmis var tilkynnt um innbrot og þjófnað í hverfi 104 þar sem gluggi var spenntur upp og farið inn.

Öflugur jarðskjálfti í Albaníu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Albaníu í morgun með þeim afleiðingum að minnst sex eru látnir og að minnsta kosti 300 slasaðir. Óttast er að tala látinna muni hækka.

Þriðjungur dómara settur tímabundið

Fjórir landsréttardómarar hafa óskað eftir leyfi til 1. júlí 2020. Óskað hefur verið eftir setningu dómara í þeirra stað. Einn til viðbótar er í námsleyfi til 1. mars og hefur dómari verið settur í hans stað. Fjórir til viðbót verða settir tímabundið án auglýsingar.

Skilnaðarferlið er tæki ofbeldismanna

Kynjafræðingur sem starfar í Kvennaathvarfinu hefur rannsakað skilnaði og sáttameðferð sem skylduð er með lögum. Segir hún ferlið notað af ofbeldismönnum og að konur, oft erlendar og í slæmri stöðu, semji um hvað sem er til að losna úr hjónabandi.

Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð

Prófessor í Háskóla Íslands segir að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk. Aðjunkt í lögum við Háskólann í Reykjavík segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög geti ekki starfað sem stjónmálaflokkar eða nýtt sjóði í framboð. Formaður VR hefur nú viðrað slíkar hugmyndir.

Yfir milljón múslimar í fangabúðum

Á sunnudag voru birt skjöl sem lekið hafði verið úr gagnagrunni kínverska Kommúnistaflokksins. Í skjölunum kemur fram að á bilinu ein til ein og hálf milljón múslima er í keðju fangabúða í vesturhluta landsins. Markmiðið er að endurmennta múslima.

Mega urða á Bakkafirði þrátt fyrir nálæga fiskhjalla

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Halldórs fiskvinnslu og fleiri um að fella úr gildi starfsleyfi Umhverfisstofnunar til að urða sorp í Slökkum, nærri þéttbýli Bakkafjarðar í Langanesbyggð.

Samherjamenn undirbúa varnirnar

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot.

Segir kostnaðar­samara fyrir Kín­verja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna

"Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“

Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins

Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna.

Náðist með tvö kíló af kókaíni í Leifsstöð

Íslenskur karlmaður er nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur haldlagt á fimmta tug kílóa af sterkum fíkniefnum það sem af er ári.

Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn

Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum.

Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar

Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm.

Úti­lokar ekki frum­kvæðis­rann­sókn

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins.

Páfi segir viðræður eina vopnið

Frans páfi heimsótti japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí í dag og vottaði fórnarlömbum kjarnorkuárásanna árið 1945 virðingu sína.

Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti

"Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein á Vísi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í fréttaskýringarþættinum Kompás á Vísi og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku, sorglegt.

Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning

Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva.

Slæm loftgæði í Reykjavík

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær.

Íslendingar jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki

Umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólk hefur aukist nánast í öllum heimshlutum á síðasta áratug, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í dag. Íslendingar eru jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki en könnunin náði til 167 þjóða og var unnin af fræðastofnuninni Legatum Institute í Bretlandi. Tadsíkistan er í neðsta sæti listans.

Hyggst vinna sína vinnu áfram

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins.

Robin­son játar aðild að flutningnum

Norður-írski flutningabílstjórinn sem sakaður er um aðild að dauða 39 sem fundist látin í gámi vöruflutningabíls í Grays í síðasta mánuði, hefur játað sök vegna ákæru um aðstoð við ólöglega fólksflutninga.

Þjónustuhlé í þyngdarleysi

Þjónustulið Red Bull liðsins í Formúlu 1 tókst á við nýstárlega áskorun á dögunum. Þjónustuliðið framkvæmdi þjónustuhlé í þyngdarleysi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni.

Sjá næstu 50 fréttir