Fleiri fréttir

Hermaður flúði frá Norður-Kóreu

Rétt rúmt ár er frá því að annar hermaður flúði yfir sameiginlegt öryggissvæði ríkjanna á landamærunum og var skotinn af fyrrverandi félögum sínum norðan megin við landamærin.

Sjóliðarnir fluttir til Moskvu

Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu.

RÚV fær tapið bætt

Boðað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla verður lagt fram í janúar og kveður á um endurgreiðslur vegna ritstjórnarkostnaðar fyrir árið 2019.

Mikil tímamót fyrir Borgarlínu

Viðræðuhópur leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Borgarstjóri segir áfangann mikinn. Segir mikilvægt að samstaða ríki á milli ríkis og sveitarfélaganna.

Kaldar kveðjur frá Alþýðusambandinu

Stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda finnst húsnæðissjálfseignarstofnun ASÍ senda skrýtin skilaboð með því að semja við IKEA um innréttingar í íbúðir sínar. Ósáttir með að ekki hafi verið leitað til þeirra.

Íbúar skammaðir fyrir snjómokstur

Akureyrarbær hefur gefið út tilkynningu til bæjarbúa um að þeim sé óheimilt að moka snjó frá heimilum sínum í botnlanga gatna, á gangstéttir eða aðra hluta gatna þar sem vegfarendur eiga leið um.

Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20

Valdamestu leiðtogar heims mættu til fundar í argentínsku höfuðborginni í gær. Skrifað var undir nýjan NAFTA-samning. Rússar gagnrýna aflýsingu á fundi Trumps og Pútíns. Trump ræddi við forseta Kína um tollastríð ríkjanna.

Eldur í vinnuskúrum

Eldur kom upp í vinnuskúrum í Úlfarsárdal við Lambhagasveg í nótt.

Einn mesti gagnaleki sögunnar

Persónulegum upplýsingum 500 milljóna gesta Starwood-hótelfyrirtækisins stolið. Meðal annars bankaupplýsingum, netföngum, vegabréfsnúmerum og heimilisföngum. Lekinn langt frá því að vera sá mesti.

Börðust skipulega, ötullega og faglega

 Málþing verður á Kjarvalsstöðum í dag í tilefni aldarafmælis Vísindafélags Íslands. Meðal frummælenda er Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur. Hún fjallar um kvennabaráttu á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar.

George Bush eldri látinn

George H.W. Bush var 41. forseti Bandaríkjanna og þjónaði í embætti í eitt kjörtímabil. 1989 til 1993

Embættismenn skili hagsmunaskráningu í Reykjavík

Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds.

Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu

Ríkisstjórnin fagnaði því í dag að eitt ár er liðið frá því hún var mynduð. Forsætisráðherra segir stjórnina hafa áorkað miklu á fyrsta ári sínu og framlög til samfélagslegra verkefna hafi verið aukin um níutíu milljarða í tveimur fjárlögum hennar.

Inga óttast ekki helmings fækkun í þingflokknum

Tveir þingmenn Flokks fólksins sem komu fram á Klaustursupptökunum voru reknir úr þingflokknum í dag. Þeir halda enn sæti sínu á þingi en forysta Flokks fólksins vill að þeir segi af sér.

Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu

Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Klaustursupptökurnar, framtíð Wow air og aldarafmæli fullveldis Íslands er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18.30.

Sjá næstu 50 fréttir