Fleiri fréttir

Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi

James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar.

Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu

Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga.

Segir Fossvogskirkju stefna í gröfina sökum fjárskorts

Formaður Kirkjugarðasambands Íslands segir að það vanti um 500 milljónir uppá rekstur kirkjugarða hér á landi og þær 50 milljónir sem fjárlaganefnd leggur til að renni til kirkjugarðanna sé skammgóður vermir.

Tvö og hálft ár fyrir innbrotið í Gullsmiðju Óla

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot.

Dregur úr halla Skakka turnsins

Nokkuð hefur dregið úr halla Skakka turnsins í Pisa á síðustu árum og hefur verið haft á orði að hann kunni að standa frammi fyrir tilvistarkreppu.

Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu

Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar.

„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“

Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins segir börn í Jemen í stöðugri hættu. Elín var nýlega við störf í Jemen meðal annars í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest.

Annie Lööf gefst upp

Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins.

Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði

Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar.

May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit

Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir.

Þingið slær met í stundvísi með fjárlög

Atkvæðagreiðsla um fjárlög eftir 2. umræðu hefur ekki farið fram jafn snemma á þessari öld. Góður andi í þinginu hjálpar til en einnig ný lög um opinber fjármál.

Erdogan segir MDE elska hryðjuverk

Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk.

Sjá næstu 50 fréttir