Fleiri fréttir

Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans

Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar

Áætlun vegna ljósmæðradeilu

Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðs­áætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið.

Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur

Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað.

Kominn tími á að þetta hefðist

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær.

Hafna stöðvun á Þingvallavegi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu Landverndar um stöðvun framkvæmda við Þingvallaveg enda hafi framkvæmdaleyfi ekki verið gefið út.

Formannsskipti eftir kjör í VM

Guðmundur Helgi Þórarinsson hafði betur gegn nafna sínum, Guðmundi Ragnarssyni, í kjöri til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar

Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna.

Vorið breiðist út um Kóreuskagann

Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu.

Katrín segir mikilvægt að endurskoðun almannatrygginga gangi hratt

Forsætisráðherra leggur áherslu á að starfshópur sem á að endurskoða almannatryggingakerfið vinni hratt, vegna óánægju bæði öryrkja og eldri borgara með ýmsar skerðingar í kerfinu. Þingaður Flokks fólksins segir sambúðarfólk á lífeyri skattlagt um 20 prósent umfram aðra skattgreiðendur.

Krefjast ævilangs fangelsis yfir Akilov

Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra.

Trump heitt í hamsi í viðtali við vinina á Fox

Bandaríkjaforseti fór mikinn um meinta spillingu innan FBI og hagsmunaárekstra saksóknara í viðtalið við Fox og vini. Hótaði hann því að grípa inn í hjá dómsmálaráðuneytinu vegna Rússarannsóknarinnar.

Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi

Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi.

Sjá næstu 50 fréttir