Fleiri fréttir

Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta

Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll.

Hælisumsóknum fækkaði í Evrópu en fjölgaði á Íslandi

Hælisumsóknum í þeim löndum sem við berum okkur saman fækkaði mikið árið 2016. Á Íslandi er þróunin allt önnur en árið 2016 sóttu þrefalt fleiri um hæli en árið á undan. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir erfitt að finna útskýringar á þessari þróun.

Forsætisráðherra boðar samvinnu við mótun peningastefnunnar

Forsætisráðherra vonar að endurskoðun peningastefnunnar verði lokið innan árs í samvinnu við þing og vinnumarkað. Breytt stefna geti vonandi stutt við lægra vaxtastig í landinu og þar með stuðlað að varanlegum friði á vinnumarkaði. Nýir ráðherrar munu sækja námskeið í vinnubrögðum stjórnarráðsins á næstu dögum.

Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins

Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins.

Segir daga Baghdadi vera talda

Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að leiðtogi Íslamska ríkisins sé mikið á ferðinni til að forðast árásir.

Gylfi aðstoðar Benedikt áfram

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir