Fleiri fréttir

Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum.

Leggja niður vopn en sleppa við fangelsi

FARC-skæruliðarnir í Kólumbíu hafa undirritað friðarsamkomulag við Kólumbíustjórn eftir að hafa staðið í hernaði í meira en hálfa öld. FARC-liðar lofa að leysa upp fíkniefnaiðnað sinn en sleppa við fangelsi játi þeir afbrot sín

Kalífinn leiddi bæn og guð ýtti á pásu

Íslenskir ahmadyyia-múslimar heimsóttu alþjóðlega ráðstefnu trúfélagsins á Englandi um þarsíðustu helgi. Eini maðurinn með óþægilega nærveru á staðnum var austurrískur nýnasisti.

Næsta skref að fá túrtappa og dömubindi á öll salerni í Verzló

Næsta baráttumál Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands er að fá túrtappa og dömubindi á öll salerni skólans. Þetta kom fram í viðtali við formenn félagsins þær Eddu Marín Ólafsdóttur og Helenu Björk Bjarkadóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi

Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greingingunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum.

Davíð Þór verður prestur í Laugarneskirkju

Davíð Þór Jónsson er nýr prestur í Laugarneskirkju en frá þessu greinir Aðalbjörg S. Helgadóttir formaður sóknarnefndar Laugarnessóknar á Facebook-síðu kirkjunnar.

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir algjörlega raunhæft að samþykkja breytingar á stjórnarskrá fyrir kosningar en hann lagði fram frumvarp þess efnis í dag. Alþingi muni starfa fram í september og hugsanlega fram í október.

Herdís sækist eftir 5. sæti

Herdís Anna Þorvaldsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 3. septeber næstkomandi.

Öðruvísi þróun en fyrir hrun

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum eða um 2,2% bæði í júní og júlí. Hækkun undanfarna tólf mánuði nam 12,4% í lok júlí. Hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segist þrátt fyrir þetta ekki óttast bólumyndun.

Sjá næstu 50 fréttir