Fleiri fréttir

Forseti deildarinnar til sumars 2018

Ásgeir Jónsson, dósent við Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn deildarforseti hagfræðideildar skólans fram til sumars 2018.

29 dauðsföll rakin til óveðursins

Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að hreinsa til hjá sér eftir stórhrílðina sem gekk yfir landið um helgina. Víða féllu rúmlega níutíu sentimetrar og því nokkuð verk sem bíður fólks að moka út bíla sína og frá útidyrahurðum.

Fólk komið yfir nírætt fast á bráðadeild

Fjögur hundruð sjúklingar sem komnir eru yfir nírætt voru á síðast ári fastir á bráðadeild Landspítalans í meira en sólarhring þar sem nærri allar deildir spítalans voru fullar. Yfirlæknir segir ástandið óásættanlegt. Dæmi eru um fólk dvelji á bráðadeildinni í allt að fimm sólarhringa.

Snjómagnið fest á filmu

Íbúar austurstrandar Bandaríkjanna eru nú í óðaönn við að grafa sig út af heimilum sínum eftir mesta snjóbyl í áraraðir.

Ferðabanninu í New York aflétt

Sjö þúsund flugferðum var frestað um helgina vegna bylsins og mun áhrifa þeirra gæta í flugsamgöngum áfram fram á mánudag.

Hlakka til framtíðarinnar

Albanska Telati fjölskyldan er í skýjunum yfir að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi í gær, en þau eru fyrstu Albanarnir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli Útlendingalaga. Þau eru full tilhlökkunar fyrir framtíðinni.

Flytja hefur þurft tugi sjúklinga á milli spítala

Bilun í tölvusneiðmyndatæki á Landspítalanum í Fossvogi ógnar öryggi sjúklinga á bráðamóttökunni. Flytja hefur þurft tugi sjúklinga, sem margir hverjir eru mjög veikir, í sneiðmyndatöku á Landspítalanum við Hringbraut en slíkt reynist sjúklingunum erfitt.

Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann

Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás.

Óttast um vinkonur sínar í Sýrlandi

Maya Moubarak er sýrlensk, fædd á Íslandi en hefur búið bæði í Damaskus og Reykjavík. Hún þekkir af eigin reynslu hvað er mikilvægt til að aðlagast íslensku samfélagi og aðstoðar flóttafólk frá Sýrlandi.

Icelandair aflýsir flugi vegna veðurofsa

Snjóbylurinn Jónas geisar nú í mið- og austurríkjum Bandaríkjanna og hefur Icelandair fellt niður þrjár ferðir til Bandaríkjanna vegna veðurs.

„Hvað með að bjarga flóttamönnunum?“

Hugo Brady, ráðgjafi Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB, segir mikilvægt að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og tryggja þurfi ytri landamæri Evrópu svo hægt sé að ráða betur við þann mikla fjölda flóttamanna sem enn streymir til álfunnar.

Sjá næstu 50 fréttir