Fleiri fréttir

Stefnir í fangaskipti við ISIS

Yfirvöld í Jórdaníu segjast tilbúin til að láta Íslamska ríkið fá Sajida al-Rishawi í skiptum fyrir flugmann sem samtökin hafa hótað að taka af lífi.

Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall

Nýr forsætisráðherra Grikklands að ríkið muni semja við lánadrottna um 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína.

Verkföll lama Noreg í dag

Meðlimir í stærstu verkalýðsfélögum Noregs ætla í tveggja tíma verkfall í dag til þess að sýna megna óánægju með breytingar á vinnulöggjöfinni sem ríkisstjórnin hefur lagt til. Verkfallið mun lama stóran hluta landsins en til að mynda myn lestarkerfið stöðvast auk þess sem vinnustöðvun verður á leik- og grunnskólum og í fjölmörgum stofnunum.

Slóst við lögreglumenn

Dópaður karlmaður lenti í ryskingum við lögreglumenn og hafði í hótunum við þá uns hann var yfirbugaður og settur í járn. Þetta gerðist í heimahúsi í austurborginni laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi, eftir að húsráðendur kölluðu eftir aðstoð, þar sem maðurinn var með óspektir og neitaði að fara.

Starfsemin sett í óvissu

Hafnfirska ungbarnaleikskólanum Bjarma verður að óbreyttu lokað eftir hálft ár. Ástæðan er fækkun leikskólabarna í bænum.

Nýr samningur fyrir Mýflug

Sjúkratryggingar Íslands hafa framlengt samning um sjúkraflug við Mýflug til eins árs. Samningurinn gildir til ársloka 2015.

Þrjú nálgunarbönn felld úr gildi

Hæstiréttur hefur á þremur dögum fellt úr gildi þrjú nálgunarbönn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn mönnum sem grunaðir eru um brot gegn fyrrverandi sambýliskonum sínum.

Nornahraun heldur áfram að þykkna

Sýnileg virkni í eldstöðinni í Holuhrauni var með minnsta móti þegar vísindamenn dvöldu norðan Vatnajökuls við mælingar í liðinni viku.

Grímseyingar vilja lokaðan íbúafund

Boðuðum íbúafundi í Grímsey hefur verið frestað og nýr fundur ekki verið boðaður. Grímseyingar vilja ræða hugðarefni sín án kastljóss fjölmiðla og vilja hafa fundinn lokaðan fjölmiðlum. Ástandið í eynni er talið vera grafalvarlegt.

Segja engan mega gleyma

Um þrjú hundruð eftirlifendur Helfararinnar komu saman í Auschwitz í gær til að minnast þess að 70 ár voru liðin frá því rússneskir hermenn frelsuðu fangana þar. Þeir vöruðu við gyðingahatri, sem enn er komið á kreik.

Mansalsfórnarlömb fangelsuð

Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á

Sjá næstu 50 fréttir