Segja engan mega gleyma guðsteinn bjarnason skrifar 28. janúar 2015 07:00 Tveir eftirlifenda við hliðið alræmda, þar sem stendur: Vinnan gerir yður frjáls. fréttablaðið/AP Fyrir tíu árum, þegar 60 ár voru liðin frá því rússneski herinn opnaði hlið útrýmingarbúðanna í Auschwitz, tóku 1.500 eftirlifendur þátt í minningarathöfninni þar. Verulega hefur fækkað í röðum þeirra þennan áratug, en nú mættu 300 til athafnarinnar. „Við sem eftir lifum viljum ekki að fortíð okkar verði að framtíð barnanna okkar,“ sagði einn þeirra, Roman Kent. Hann hvatti leiðtoga heimsins til þess að halda á lofti minningunni um þau voðaverk, sem framin voru í Auschwitz. Hann sagði hverja mínútu í Auschwitz hafa verið eins og heilan dag, hvern dag eins og heilt ár, og hvern mánuð eins og heila eilífð: „Hve margar eilífðir komast fyrir í einni mannsævi?“ spurði hann svo. „Enn á ný er verið að ráðast á gyðinga í Evrópu vegna þess að þeir eru gyðingar,“ sagði Ronald Lauder, sem er leiðtogi Alheimsráðs gyðinga.Ráðamenn Þýskalands Joachim Gauck, forseti Þýskalands, minntist helfararinnar í ræðu á þýska þinginu í gær. Við hlið hans eru Angela Merkel kanslari og Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins.fréttablaðið/APJoachim Gauck Þýskalandsforseti og François Hollande Frakklandsforseti voru meðal þeirra þjóðarleiðtoga, sem tóku þátt í minningarathöfninni. Fyrr um daginn hafði Gauck minnst helfararinnar í ræðu á þýska þinginu þar sem hann sagðist eiga eftir að þjást til æviloka út af því að þýska þjóðin hafi verið fær um að fremja svo hryllilega glæpi gegn mannkyni. „Þótt helförin teljist ekki lengur, í huga allra borgara landsins, grunnþáttur í þýskri sjálfsmynd, þá gildir engu að síður enn þetta: Án Auschwitz er engin þýsk sjálfsmynd til,“ sagði Gauck í ræðu sinni á þýska þinginu. „Hér í Þýskalandi, þar sem útrýmingin var ráðgerð og skipulögð, hér er ógn fortíðarinnar nálægari og ábyrgðin gagnvart samtíð og framtíð meiri og skuldbinding hennar sterkari en annars staðar.“ Athygli vakti að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lét ekki sjá sig í Póllandi, og bar því við að hann hefði ekki fengið boðskort. Pólverjar segjast þó ekki hafa sent neinum þjóðhöfðingjum boðsbréf, heldur aðeins sendiherrum hvers lands. Pólska utanríkisráðuneytið segir að Pútín hefði mátt taka þátt, hefði hann viljað. Þetta var sett í samhengi við deilur evrópskra leiðtoga við Pútín um Úkraínu. Þess ber þó að geta að Barack Obama Bandaríkjaforseti mætti ekki heldur og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, var einnig víðs fjarri. Í Auschwitz var meira en 1,1 milljón manna myrt á árunum 1940 til 1945. Flestir þeirra voru gyðingar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Fyrir tíu árum, þegar 60 ár voru liðin frá því rússneski herinn opnaði hlið útrýmingarbúðanna í Auschwitz, tóku 1.500 eftirlifendur þátt í minningarathöfninni þar. Verulega hefur fækkað í röðum þeirra þennan áratug, en nú mættu 300 til athafnarinnar. „Við sem eftir lifum viljum ekki að fortíð okkar verði að framtíð barnanna okkar,“ sagði einn þeirra, Roman Kent. Hann hvatti leiðtoga heimsins til þess að halda á lofti minningunni um þau voðaverk, sem framin voru í Auschwitz. Hann sagði hverja mínútu í Auschwitz hafa verið eins og heilan dag, hvern dag eins og heilt ár, og hvern mánuð eins og heila eilífð: „Hve margar eilífðir komast fyrir í einni mannsævi?“ spurði hann svo. „Enn á ný er verið að ráðast á gyðinga í Evrópu vegna þess að þeir eru gyðingar,“ sagði Ronald Lauder, sem er leiðtogi Alheimsráðs gyðinga.Ráðamenn Þýskalands Joachim Gauck, forseti Þýskalands, minntist helfararinnar í ræðu á þýska þinginu í gær. Við hlið hans eru Angela Merkel kanslari og Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins.fréttablaðið/APJoachim Gauck Þýskalandsforseti og François Hollande Frakklandsforseti voru meðal þeirra þjóðarleiðtoga, sem tóku þátt í minningarathöfninni. Fyrr um daginn hafði Gauck minnst helfararinnar í ræðu á þýska þinginu þar sem hann sagðist eiga eftir að þjást til æviloka út af því að þýska þjóðin hafi verið fær um að fremja svo hryllilega glæpi gegn mannkyni. „Þótt helförin teljist ekki lengur, í huga allra borgara landsins, grunnþáttur í þýskri sjálfsmynd, þá gildir engu að síður enn þetta: Án Auschwitz er engin þýsk sjálfsmynd til,“ sagði Gauck í ræðu sinni á þýska þinginu. „Hér í Þýskalandi, þar sem útrýmingin var ráðgerð og skipulögð, hér er ógn fortíðarinnar nálægari og ábyrgðin gagnvart samtíð og framtíð meiri og skuldbinding hennar sterkari en annars staðar.“ Athygli vakti að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lét ekki sjá sig í Póllandi, og bar því við að hann hefði ekki fengið boðskort. Pólverjar segjast þó ekki hafa sent neinum þjóðhöfðingjum boðsbréf, heldur aðeins sendiherrum hvers lands. Pólska utanríkisráðuneytið segir að Pútín hefði mátt taka þátt, hefði hann viljað. Þetta var sett í samhengi við deilur evrópskra leiðtoga við Pútín um Úkraínu. Þess ber þó að geta að Barack Obama Bandaríkjaforseti mætti ekki heldur og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, var einnig víðs fjarri. Í Auschwitz var meira en 1,1 milljón manna myrt á árunum 1940 til 1945. Flestir þeirra voru gyðingar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira