Fleiri fréttir

Rob Ford ekki af baki dottinn

Rob Ford, sem var sviptur völdum sem borgarstjóri Toronto í skugga ásakana um spillingu og fíkniefnamisferli, er ekki af baki dottinn og hefur hafið baráttu sína til endurkjörs í embætti borgarstjóra.

Með væg brunasár eftir blossa á spa-svæði

Ung kona var flutt á spítala með minniháttar brunasár eftir væga gassprengingu í World Class Laugum í morgun. Konan slasaðist þegar hún reyndi að kveikja upp í gasknúnum arni á spa- slökunarsvæði líkamsræktarstöðvarinnar.

Enn leitað að eftirlifendum

Björgunarmenn við suðvesturströnd Suður-Kóreu leita enn að eftirlifendum eftir að ferjan Sewol sökk á miðvikudaginn. Alls voru 470 farþegar um borð, stór hluti þeirra nemendur.

Varað við stormi

Veðurstofa Íslands varar við stormi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á hálendinu fram eftir degi í dag.

Ingólfur er heill á húfi

"Ingó is OK!" stendur á heimasíðunni ingoax.is þar sem fylgst er með ferðalagi Ingólfs á Everest

Þrettán látnir í snjóflóði á Everest

Að minnsta kosti þrettán eru látnir í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest snemma í morgun. Þetta er talið eitt mannskæðasta slys í sögu Everest.

Stormur á vestanverðu landinu

Vindhraði hefur mælst um 28 metrar á sekúndu á Grundarfirði og fer upp í 40 í hviðum undir Hafnarfjalli.

Komist að samkomulagi í Genf

Öllum ólögmætum heraðgerðum í Úkraínu verði hætt og að allir aðskilnaðarsinnar skuli leggja niður vopn.

"Þetta er litla barnið mitt“

Inga Ragnarsdóttir, fyrrum sjúkranuddari handboltalandsliðsins, segist smeyk að vita af syni sínum á Everest-fjalli.

Átök fara harðnandi í Úkraínu

Þrír eru látnir og að minnsta kosti þrettán særðir eftir átök aðskilnaðarsinna og úkraínskra hermanna í hafnarborginni Mariupol í nótt.

Ekki fleiri hótel í miðborginni

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík vill horfa til annarra hverfa en miðborgarinnar varðandi hóteluppbyggingu á næstu árum.

Glannalegur akstur á rafmagnsvespum

Lögregla hefur áhyggjur af ungmennum á rafmagnsvespum. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem mælst er til að ökumenn þurfi próf og séu eldri en 15 ára.

Ástand heimsins í nokkrum myndum

Litið inn í Brasilíu þar sem eru mótmæli, páskaritúal á Spáni er kannað, lestarslys skoðað á Indlandi, auk þess sem kíkt er við Í Perú, Suður-Afríku, Sýrlandi og Frakklandi.

Á að blása lífi í bæinn

Bernhöftstorfa við Lækjargötu hefur nú bæst í hóp þeirra svæða í miðborginni þar sem heimilt er að hafa torgsölu.

Leiðsögumenn kæra Orkuveituna

Þrír menn ætla að kæra Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan er vinnubrögð fyrirtækisins við verðfyrirspurn vegna veiðiréttar í Þorsteinsvík í september í fyrra. Þeir segja að ION Hótel hafi allan tímann átt að fá réttinn.

Grúsk-áráttan lagði grunninn

Nýir íslenskir torfærubílar sem þrjú ferðaþjónustufyrirtæki hafa keypt eru hugarfóstur Ara Arnórssonar. Hann er mikill grúskari og alla sína ævi hefur hann langað að bæta þá tækni sem er í kringum sig. Framleiðsla bílanna fer fram á Íslandi.

119 dæmdir í fangelsi

Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag 119 stuðningsmenn Mohammeds Morsi til þriggja ára fangelsisvistar.

Auðvelda þarf börnum að sækja rétt sinn

Ísland hefur ekki fullgilt nýja bókun við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem gerir börnum kleift að leita réttar síns sé brotið á mannréttindum þeirra. Þó er þörf á umbótum hér á landi, segir umboðsmaður barna.

Mikill sparnaður af flokkun pappírs

Gífurleg breyting til batnaðar hefur orðið í sorpmálum á höfuðborgarsvæðinu eftir að blá tunna kom við hvert heimili. Pappírinn fer í endurvinnslu og er m.a. notaður í pakningar utanum kornvörur.

Flutningabíll hafnaði utan vegar

Flutningabíll hafnaði utan vegar á Suðurlandsvegi austan við Vorsabæ laust eftir klukkan 18 í dag. Samkvæmt Lögreglunni á Hvolsvelli var slysið minniháttar.

Stigvaxandi átök í Úkraínu

Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar.

Sjá næstu 50 fréttir