Fleiri fréttir Sluppu úr bílveltu Bíll valt á Suðurlandsveginum, við Hveradalabrekku, klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Meiðsli þeirra eru þó talin minniháttar. Mikil hálka var á Suðurlandsveginum í gærkvöldi og nótt. Bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. 23.10.2011 09:59 Ísland komið í 8-liða úrslit Íslenska Bridds landsliðið hóf í morgun keppni í fjórðungsúrslitum á heimsmeistaramótinu í Bridds sem fram fer í Hollandi. Íslenska liðið lenti í sjötta sæti í undankeppninni og spilar á móti Hollandi í fyrsta útsláttarspilinu en Hollendingar lentu í öðru sæti og fengu því að velja sér andstæðinga. Á föstudag tapaði íslenska liðið á móti Hollendingingum 22-8. Það er þó ekki þar með sagt að Hollendingar eigi sigur vísan í dag því allt getur gerst í Briddsinu eins og fyrirliði íslenska liðsins Björn Eysteinsson sagði í samtali við fréttastofu á föstudag. 23.10.2011 09:48 Dyravörður stoppaði líkamsárás Piltur fæddur árið 1993 var vistaður í fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hann réðist á rúmlega tvítuga stúlku í Austurstrætinu klukkan rúmlega þrjú í nótt með þeim afleiðingum að hún skarst meðal annars á olnboga. 23.10.2011 09:36 Missti stjórn á sér á Kaffi Akureyri Einn gisti fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og rúðubrota. Maðurinn var á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri í gærkvöldi þegar hann missti stjórn á sér og braut þar rúðu. Lögregla var kölluð til og stóð til að keyra hann heim, en vildi maðurinn frekar gista á lögreglustöðinni og því svaf hann þar í nótt. Rætt verður við manninn þegar hann er búinn að sofa úr sér. 23.10.2011 09:18 Enginn með allar tölur réttar Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Þrír voru með 2. vinning og fá hver tæplega 160 þúsund krónur í sinn hlut. 22.10.2011 20:18 Óvíst hvort Gaddafí hafi verið krufinn Þingkosningar eiga að fara fram í Líbíu innan átta mánaða, segir formaður bráðabirgðarstjórnar Líbíu. Óvíssa ríkir um hvort lík Gaddafis, fyrrum leiðtoga landsins, hafi verið krufið í dag. 22.10.2011 19:45 Davíð Már fundinn Davíð Már Bjarnason sem sem lögreglan á Sauðárkóki lýsti eftir í gær er fundinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann drenginn í nótt. Lögreglan á Sauðárkróki þakkar þeim sem höfðu samband við lögreglu vegna málsins 22.10.2011 18:57 Bauhaus opnar - ekki geymsla fyrir bíla útrásarvíkinga Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. 22.10.2011 18:51 250 lítrar fóru á 45 mínútum "Þetta gekk ljómandi vel - maður hefði getað verið með fleiri þúsund lítra af súpu og það hefði allt farið,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður á Þremur frökkum, sem var einn af þeim sem gaf kjötsúpu á Skólavörðustígnum á þessum fyrsta degi vetrar. 22.10.2011 17:00 Lést eftir hákarlaárás Þrjátíu og tveggja ára bandarískur kafari lést af sárum sínum eftir að hvítahákarl réðst á hann undan ströndum vestur-Ástralíu í morgun. 22.10.2011 16:30 Grunaðir nauðgarar úrskurðaðir í gæsluvarðhald í einn mánuð Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær tvo karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu sem fékk far með þeim á sunnudagsmorgun, í mánaðarlangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Konan leitaði strax á neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum í Fossvogi og kærði svo mennina til lögreglu. Mennirnir, sem eru með pólskt ríkisfang, voru handteknir síðdegis á sunnudag og í kjölfarið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Mennirnir eru um þrítugt og konan á svipuðum aldri. Í Fréttablaðinu á þriðjudaginn kom fram að konan hefði verið stödd í miðbæ Reykjavíkur á leiðinni heim þegar þeir tóku hana upp í bíl sinn og beittu ofbeldi. 22.10.2011 16:05 Kjötsúpa á Skólavörðustíg Listakokkar munu reiða fram ókeypis kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum í dag, fyrsta dag vetrar. Þeir Siggi Hall, Úlfar Eysteinsson, Friðgeir Eiríksson og Snorri Birgir Snorrason munu standa yfir pottunum og seðja hungur þeirra sem eru í bæjarferð. Súpan verður framreidd á fimm stöðum á Skólavörðustígnum frá klukkan eitt, þegar fyrsti skammturinn verður réttur inn í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Þetta kemur fram á vefnum náttúra.is 22.10.2011 13:40 Skora á stjórnvöld að skilgreina hvað felist í sjúkratryggingu Læknafélag Íslands skorar á stjórnvöld að skilgreina hvaða heilbrigðisþjónusta felst í sjúkratryggingu almennings á Íslandi. Læknar telja það í höndum velferðarráðherra að ákveða hvar skerða eigi heilbrigðisþjónustu en ekki forstjóra stofnana. 22.10.2011 13:30 Dagur og Jóhanna sjálfkjörin í formannsembættin Dagur B. Eggertsson, var sjálfkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu en þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni. Í morgun var Jóhanna Sigurðardóttir, einnig sjálfkjörin í embætti formanns flokksins, á Landsfundi Samfylkingarinnar sem fer nú fram í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í Reykjavík. Síðar í dag verður kjörið í embætti ritara og hefur Bergvin Oddson og Helga Karlsdóttir boðið sig fram. Landsfundinum lýkur á morgun en þá fara fram kjör í embætti gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar. 22.10.2011 13:28 Sex fluttir á slysadeild Sex voru fluttir á slysaedeild í þremur sjúkrabílum eftir harðan árekstur á Kringlumýrarbrautinni rétt eftir klukkan tólf í dag. Svo virðist sem ekið hafi verið bilaðan bíl sem var kyrrstæður á veginum. Farþegar sem voru inni í bílnum biðu eftir aðstoð þegar bíll keyrði aftan á hann á miklum hraða. 22.10.2011 13:17 Kringlumýrarbraut lokuð vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á Kringlumýrarbraut, leið norður við Fossvog rétt eftir klukkan tólf í dag. Svo virðist sem ekið hafi verið á bilaðan bíl sem var kyrrstæður. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að flytja tvo á slysadeild og gert er ráð fyrir að fjórir aðrir verði einnig fluttir á slysadeild. Ekki liggur fyrir hvort alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki. Kringlumýrarbrautin verður lokuð í einhvern tíma á meðan lögregla og sjúkralið vinna á vettvangi. Ekki vitað í hvað langan tíma lokað verður 22.10.2011 12:50 Fjölskylda Gaddafís vill fá líkið - óvíst hvort krufning fari fram Krufning á líki Muammars Gaddafis, fyrrum leiðtoga Líbíu, á að fara fram í dag í borginni Misrata. Fréttir eru hins vegar misvísandi af því hvort krufningin muni verði heimiluð af bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna. 22.10.2011 12:10 Í öndunarvél eftir reiðhjólaslys á Dalvegi Líðan hjólreiðamannsins sem varð fyrir gámaflutningabíl á Dalvegi á miðvikudaginn er óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er alvarlega slasaður og er haldið sofandi í öndunarvél. 22.10.2011 11:14 Jóhanna verður sjálfkjörin formaður Jóhanna Sigurðardóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins sem nú er haldin í Valsheimilinu að Hlíðarenda. 22.10.2011 10:41 Játuðu innbrot Þrír piltar á aldrinum 17 til 21 árs hafa viðurkennt að hafa brotist þrisvar sinnum inn í sömu verslunina á höfuðborgarsvæðinu og stolið tölvum og tölvubúnaði. Tekist hefur að endurheimta þýfið að stærstum hluta og hefur því verið komið aftur í réttar hendur. 22.10.2011 09:58 Ætluðu að keyra yfir göngubrú á pallbíl - enduðu ofan í Læknum Tveir ölvaðir karlmenn um tvítugt voru handteknir í Hafnarfirði um klukkan þrjú í nótt. Þeir ákváðu að keyra yfir trégöngubrú á jeppa-pallbíl við Lækinn í Hafnarfirði en það tókst ekki betur til en svo að þeir veltu bílnum með þeim afleiðingum að handrið brotnaði og bíllinn endaði ofan í Læknum. 22.10.2011 09:31 Tvisvar á hjartadeild og hætti í Hagaskóla „Hjartað fór úr takti því álagið var gríðarlegt og ég endaði tvisvar inni á hjartadeild,“ segir Þröstur Harðarson, fyrrverandi matreiðslumaður í Hagaskóla til sex ára. Þröstur hefur séð um skólamötuneyti í á annan áratug. Hann hætti í Hagaskóla í fyrrahaust þegar hann var að hefja sjöunda veturinn sinn þar. Að sögn Þrastar jókst álagið í mötuneytinu gríðarlega þegar skólastjórinn stytti matarhléið í hálftíma veturinn 2008 til 2009. Eins bættist við framreiðsla á hafragraut á morgnana. 22.10.2011 09:00 Kærleiksmaraþon á morgun Hin árlega Vinavika á Vopnafirði nær hápunkti á morgun með Kærleiksmaraþoni Æskulýðsfélags Hofsprestakalls. Hátíðahöldin hafa staðið frá síðustu helgi með ýmsum uppákomum undir forystu unglinga í Æskulýðsfélagi kirkjunnar. Markmið vikunnar er að bæjarbúar og gestir sýni sínar bestu hliðar með því að brosa, vera jákvæð og hjálpa öðrum. Kærleiksmaraþoninu lýkur svo með Vinamessu í Vopnafjarðarkirkju þar sem æskulýðsfélagið tekur lagið, og um kvöldið verður flugeldasýning. 22.10.2011 08:00 KÍ sakað um að misfara með vísindasjóð Starfsmenn Kennarasambands Íslands (KÍ) hafa ítrekað brotið bókhaldslög við umsýslu Vísindasjóðs Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Þetta fullyrðir stjórn sjóðsins, sem hefur nú svipt Kennarasambandið forræði á sjóðnum og tekið hann í sína vörslu eftir níu mánaða deilur. 22.10.2011 07:00 Jákvæður andi í viðræðum Samningafundi um makrílveiðar, sem hófst á miðvikudag, lauk í London í gær. Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands, segir að fundurinn hafi verið jákvæður og verður viðræðunum haldið áfram í næstu viku. 22.10.2011 06:00 Fjölbreytilegar framtíðarsýnir Fimm hugmyndir voru í gær valdar úr 102 tillögum sem þær áhugaverðustu um framtíð þjóðgarðsins á Þingvöllum. 22.10.2011 05:00 Aðgerðir bera árangur Nýjar reglur um útgáfu lyfjaskírteina, til að hindra að einstaklingar gætu fengið ávísun á lyf frá mörgum læknum, hafa borið merkjanlegan árangur til að draga úr misnotkun metýlfenidat-lyfja eins og Ritalins og Concerta. 22.10.2011 04:00 „Það verður engin hoppandi gleði“ „Það verður engin hoppandi gleði og örugglega mjög skiptar skoðanir,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, um nýgert samkomulag við lögreglustjóra um álagsgreiðslur. 22.10.2011 03:15 Samfélagsmiðlarnir að gjörbreyta lýðræðinu Stöðufærslur á Facebook og myndskeið á YouTube eru að verða mikilvægari í alþjóðasamskiptum en ríkisstjórnir, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við CNN. 21.10.2011 21:01 Nýr formaður Læknafélags Íslands Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði, var kjörinn formaður Læknafélags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins í dag. Birna Jónsdóttir röntgenlæknir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Birna hefur verið formaður félagsins síðastliðin fjögur ár. Aðalfundur Læknafélagsins lýsti yfir stuðningi við að byggður verði nýr sameinaður Landspítali á einum stað í ályktun sinni. Auk þess samþykkti fundurinn fleiri ályktanir. 21.10.2011 21:29 Lögreglan óskar eftir ábendingum vegna dýraníðs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir ábendingum frá almenningi vegna rannsóknar misþyrmingu á hryssu í hesthúsi við Heimsenda í Kópavogi. Atvikið varð 18. október síðastliðinn. 21.10.2011 20:32 Allir hermenn farnir frá Írak fyrir árslok Allir bandarískir hermenn í Írak verða kvaddir heim fyrir lok ársins. Þetta tilkynnti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í dag. Næstum níu ár eru liðin frá því að George W. Bush, þáverandi forseti, skipulagði innrás inn í landið. 21.10.2011 20:20 Aðildarviðræðum verði lokið fyrir kosningar Formaður Samfylkingarinnar segist ætla að ljúka aðildarviðræðum við ESB fyrir kosningar árið 2013. Til þess verks hafi flokkurinn verið kosinn. Landsfundur Samfylkingarinnar var settur síðdegis í dag. 21.10.2011 19:33 Lýst eftir Davíð Má Lögreglan á Sauðárkróki lýsir eftir Davíð Má Bjarnasyni. Hann er á 15 ára gamall og er um 175 sentimetrar á hæð. Davíð er þéttvaxinn, væntanlega klæddur í brúna úlpu með loðkraga, gallabuxur eða íþróttabuxur og svarta skó. Davíð er stuttklipptur með skollitað hár. 21.10.2011 18:30 Leysibendar bannaðir án sérstaks leyfis frá Geislavörnum Velferðarráðherra hefur sett reglugerð sem bannar notkun á öflugum leysibendum án leyfis frá Geislavörnum ríkisins og einnig ber að tilkynna Geislavörnum um innflutning þeirra. Reglugerðin er sett til að hindra slys líkt og dæmi eru um að hlotist hafi af gáleysislegri notkun leysibenda. 21.10.2011 16:49 Óskað eftir vitnum að árekstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á Vesturlandsvegi, rétt austan við Select, um sexleytið (eða 18.05-18.10) þriðjudaginn 18. október sl. 21.10.2011 16:21 Nöfn systranna sem létust á Spáni Konurnar sem fórust í bílslysinu á Alicante í gær hétu Erla Tryggvadóttir, f. 1929 og Svana Tryggvadóttir, f.1931. Þær voru systur. 21.10.2011 16:11 Góðar hugmyndir verðlaunaðar Dómnefnd sem skipuð var til að leggja mat á tillögur sem bárust í hugmyndaleit Þingvallanefndar, sem fram fór í sumar um framtíð þjóðgarðsins á Þingvöllum, greindi frá niðurstöðu sinni í dag. Alls bárust 102 tillögur frá 88 þátttakendum og veitti dómnefndin viðurkenningar fyrir 5 áhugaverðustu tillögurnar, sem jafnframt uppfylltu þau skilyrði sem nefndin setti. Afhending viðurkenninganna fór fram í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík en þar stendur nú yfir sýning á tillögunum sem bárust í hugmyndaleitinni. Höfundar tillagnanna sem dómnefndin veitti viðurkenningu fá hver um sig 200 þúsund krónur. 21.10.2011 15:54 Dregið úr neyslu ofvirknilyfja fullorðinna Eftir stöðuga aukningu á notkun metýlfenidat-lyfja, það er að segja ofvirknilyfja, frá árinu 2006, einkum meðal fullorðinna, hefur tekist að snúa þróuninni við með markvissum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðaráðuneytinu. 21.10.2011 15:51 Ólafur Ragnar og Dorrit heimsóttu Ground Zero Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku í morgun þátt í minningarathöfn á Ground Zero um þá sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að auk forsetahjóna hafi Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning, Karl Gústav Svíakonungur og Silvía drottning, Tarja Halonen, forseti Finnlands og Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa tekið þátt í athöfninni ásamt sendiherrum landanna og embættismönnum. 21.10.2011 15:49 Þjóðhátíðarnauðgarinn dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Árnason var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrri kynferðisbrot gegn konu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst síðastliðnum. 21.10.2011 15:47 Gagnrýnir afstöðu OR til Bitru Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fékk kynningu á umsögn fyrirtækisins um Rammaáætlun Alþingis í dag. 21.10.2011 15:38 Segjast ekki umbera vændi - óska eftir viðræðum við Stóru systur Eigendur vefsíðunnar einkamál.is, sem legið hefur undir ámæli frá aðgerðahópnum Stóru systur vegna meintra vændisauglýsinga, segja að vændi sé ekki liðið á síðunni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að stórfé hafi verið kostað til að vinna gegn vændi með því að þróa hugbúnað og með því að vera með starfskrafta sem vinna við að yfirfara og leita uppi vændisauglýsingar. „Skiptir þá engu hvort viðkomandi býður eða leitar eftir vændi, lokað er á viðkomandi notendur." 21.10.2011 15:19 Yfirmaður í Arion sakaður um kynferðislega áreitni "Bankinn lítur mál af þessum toga mjög alvarlegum augum,“ segir upplýsingafulltrúi Arion Banka, Haraldur Guðni Eiðsson, en þar hefur starfsmaður bankans farið í leyfi á meðan ásakanir á hendur honum um kynferðisáreitni á vinnustað eru skoðuð. 21.10.2011 15:05 Bjarni vill leggja Bankasýslu ríkisins niður Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir á Facebook-síðu sinni, að Bankasýsla ríkisins sé óþörf stofnun með öllu. 21.10.2011 14:45 Sjá næstu 50 fréttir
Sluppu úr bílveltu Bíll valt á Suðurlandsveginum, við Hveradalabrekku, klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Meiðsli þeirra eru þó talin minniháttar. Mikil hálka var á Suðurlandsveginum í gærkvöldi og nótt. Bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. 23.10.2011 09:59
Ísland komið í 8-liða úrslit Íslenska Bridds landsliðið hóf í morgun keppni í fjórðungsúrslitum á heimsmeistaramótinu í Bridds sem fram fer í Hollandi. Íslenska liðið lenti í sjötta sæti í undankeppninni og spilar á móti Hollandi í fyrsta útsláttarspilinu en Hollendingar lentu í öðru sæti og fengu því að velja sér andstæðinga. Á föstudag tapaði íslenska liðið á móti Hollendingingum 22-8. Það er þó ekki þar með sagt að Hollendingar eigi sigur vísan í dag því allt getur gerst í Briddsinu eins og fyrirliði íslenska liðsins Björn Eysteinsson sagði í samtali við fréttastofu á föstudag. 23.10.2011 09:48
Dyravörður stoppaði líkamsárás Piltur fæddur árið 1993 var vistaður í fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Hann réðist á rúmlega tvítuga stúlku í Austurstrætinu klukkan rúmlega þrjú í nótt með þeim afleiðingum að hún skarst meðal annars á olnboga. 23.10.2011 09:36
Missti stjórn á sér á Kaffi Akureyri Einn gisti fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og rúðubrota. Maðurinn var á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri í gærkvöldi þegar hann missti stjórn á sér og braut þar rúðu. Lögregla var kölluð til og stóð til að keyra hann heim, en vildi maðurinn frekar gista á lögreglustöðinni og því svaf hann þar í nótt. Rætt verður við manninn þegar hann er búinn að sofa úr sér. 23.10.2011 09:18
Enginn með allar tölur réttar Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Þrír voru með 2. vinning og fá hver tæplega 160 þúsund krónur í sinn hlut. 22.10.2011 20:18
Óvíst hvort Gaddafí hafi verið krufinn Þingkosningar eiga að fara fram í Líbíu innan átta mánaða, segir formaður bráðabirgðarstjórnar Líbíu. Óvíssa ríkir um hvort lík Gaddafis, fyrrum leiðtoga landsins, hafi verið krufið í dag. 22.10.2011 19:45
Davíð Már fundinn Davíð Már Bjarnason sem sem lögreglan á Sauðárkóki lýsti eftir í gær er fundinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann drenginn í nótt. Lögreglan á Sauðárkróki þakkar þeim sem höfðu samband við lögreglu vegna málsins 22.10.2011 18:57
Bauhaus opnar - ekki geymsla fyrir bíla útrásarvíkinga Forsvarsmenn byggingarvöruverslunarinnar Bauhaus telja að loksins sé að rofa til í íslensku efnahagslífi. Þeir stefna að því að opna tuttugu og eitt þúsund fermetra verslun sína hér á landi næsta vor og hafa auglýst eftir starfsfólki. 22.10.2011 18:51
250 lítrar fóru á 45 mínútum "Þetta gekk ljómandi vel - maður hefði getað verið með fleiri þúsund lítra af súpu og það hefði allt farið,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður á Þremur frökkum, sem var einn af þeim sem gaf kjötsúpu á Skólavörðustígnum á þessum fyrsta degi vetrar. 22.10.2011 17:00
Lést eftir hákarlaárás Þrjátíu og tveggja ára bandarískur kafari lést af sárum sínum eftir að hvítahákarl réðst á hann undan ströndum vestur-Ástralíu í morgun. 22.10.2011 16:30
Grunaðir nauðgarar úrskurðaðir í gæsluvarðhald í einn mánuð Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær tvo karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu sem fékk far með þeim á sunnudagsmorgun, í mánaðarlangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Konan leitaði strax á neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítalanum í Fossvogi og kærði svo mennina til lögreglu. Mennirnir, sem eru með pólskt ríkisfang, voru handteknir síðdegis á sunnudag og í kjölfarið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Mennirnir eru um þrítugt og konan á svipuðum aldri. Í Fréttablaðinu á þriðjudaginn kom fram að konan hefði verið stödd í miðbæ Reykjavíkur á leiðinni heim þegar þeir tóku hana upp í bíl sinn og beittu ofbeldi. 22.10.2011 16:05
Kjötsúpa á Skólavörðustíg Listakokkar munu reiða fram ókeypis kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum í dag, fyrsta dag vetrar. Þeir Siggi Hall, Úlfar Eysteinsson, Friðgeir Eiríksson og Snorri Birgir Snorrason munu standa yfir pottunum og seðja hungur þeirra sem eru í bæjarferð. Súpan verður framreidd á fimm stöðum á Skólavörðustígnum frá klukkan eitt, þegar fyrsti skammturinn verður réttur inn í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Þetta kemur fram á vefnum náttúra.is 22.10.2011 13:40
Skora á stjórnvöld að skilgreina hvað felist í sjúkratryggingu Læknafélag Íslands skorar á stjórnvöld að skilgreina hvaða heilbrigðisþjónusta felst í sjúkratryggingu almennings á Íslandi. Læknar telja það í höndum velferðarráðherra að ákveða hvar skerða eigi heilbrigðisþjónustu en ekki forstjóra stofnana. 22.10.2011 13:30
Dagur og Jóhanna sjálfkjörin í formannsembættin Dagur B. Eggertsson, var sjálfkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu en þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni. Í morgun var Jóhanna Sigurðardóttir, einnig sjálfkjörin í embætti formanns flokksins, á Landsfundi Samfylkingarinnar sem fer nú fram í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í Reykjavík. Síðar í dag verður kjörið í embætti ritara og hefur Bergvin Oddson og Helga Karlsdóttir boðið sig fram. Landsfundinum lýkur á morgun en þá fara fram kjör í embætti gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar. 22.10.2011 13:28
Sex fluttir á slysadeild Sex voru fluttir á slysaedeild í þremur sjúkrabílum eftir harðan árekstur á Kringlumýrarbrautinni rétt eftir klukkan tólf í dag. Svo virðist sem ekið hafi verið bilaðan bíl sem var kyrrstæður á veginum. Farþegar sem voru inni í bílnum biðu eftir aðstoð þegar bíll keyrði aftan á hann á miklum hraða. 22.10.2011 13:17
Kringlumýrarbraut lokuð vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á Kringlumýrarbraut, leið norður við Fossvog rétt eftir klukkan tólf í dag. Svo virðist sem ekið hafi verið á bilaðan bíl sem var kyrrstæður. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að flytja tvo á slysadeild og gert er ráð fyrir að fjórir aðrir verði einnig fluttir á slysadeild. Ekki liggur fyrir hvort alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki. Kringlumýrarbrautin verður lokuð í einhvern tíma á meðan lögregla og sjúkralið vinna á vettvangi. Ekki vitað í hvað langan tíma lokað verður 22.10.2011 12:50
Fjölskylda Gaddafís vill fá líkið - óvíst hvort krufning fari fram Krufning á líki Muammars Gaddafis, fyrrum leiðtoga Líbíu, á að fara fram í dag í borginni Misrata. Fréttir eru hins vegar misvísandi af því hvort krufningin muni verði heimiluð af bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna. 22.10.2011 12:10
Í öndunarvél eftir reiðhjólaslys á Dalvegi Líðan hjólreiðamannsins sem varð fyrir gámaflutningabíl á Dalvegi á miðvikudaginn er óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er alvarlega slasaður og er haldið sofandi í öndunarvél. 22.10.2011 11:14
Jóhanna verður sjálfkjörin formaður Jóhanna Sigurðardóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins sem nú er haldin í Valsheimilinu að Hlíðarenda. 22.10.2011 10:41
Játuðu innbrot Þrír piltar á aldrinum 17 til 21 árs hafa viðurkennt að hafa brotist þrisvar sinnum inn í sömu verslunina á höfuðborgarsvæðinu og stolið tölvum og tölvubúnaði. Tekist hefur að endurheimta þýfið að stærstum hluta og hefur því verið komið aftur í réttar hendur. 22.10.2011 09:58
Ætluðu að keyra yfir göngubrú á pallbíl - enduðu ofan í Læknum Tveir ölvaðir karlmenn um tvítugt voru handteknir í Hafnarfirði um klukkan þrjú í nótt. Þeir ákváðu að keyra yfir trégöngubrú á jeppa-pallbíl við Lækinn í Hafnarfirði en það tókst ekki betur til en svo að þeir veltu bílnum með þeim afleiðingum að handrið brotnaði og bíllinn endaði ofan í Læknum. 22.10.2011 09:31
Tvisvar á hjartadeild og hætti í Hagaskóla „Hjartað fór úr takti því álagið var gríðarlegt og ég endaði tvisvar inni á hjartadeild,“ segir Þröstur Harðarson, fyrrverandi matreiðslumaður í Hagaskóla til sex ára. Þröstur hefur séð um skólamötuneyti í á annan áratug. Hann hætti í Hagaskóla í fyrrahaust þegar hann var að hefja sjöunda veturinn sinn þar. Að sögn Þrastar jókst álagið í mötuneytinu gríðarlega þegar skólastjórinn stytti matarhléið í hálftíma veturinn 2008 til 2009. Eins bættist við framreiðsla á hafragraut á morgnana. 22.10.2011 09:00
Kærleiksmaraþon á morgun Hin árlega Vinavika á Vopnafirði nær hápunkti á morgun með Kærleiksmaraþoni Æskulýðsfélags Hofsprestakalls. Hátíðahöldin hafa staðið frá síðustu helgi með ýmsum uppákomum undir forystu unglinga í Æskulýðsfélagi kirkjunnar. Markmið vikunnar er að bæjarbúar og gestir sýni sínar bestu hliðar með því að brosa, vera jákvæð og hjálpa öðrum. Kærleiksmaraþoninu lýkur svo með Vinamessu í Vopnafjarðarkirkju þar sem æskulýðsfélagið tekur lagið, og um kvöldið verður flugeldasýning. 22.10.2011 08:00
KÍ sakað um að misfara með vísindasjóð Starfsmenn Kennarasambands Íslands (KÍ) hafa ítrekað brotið bókhaldslög við umsýslu Vísindasjóðs Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Þetta fullyrðir stjórn sjóðsins, sem hefur nú svipt Kennarasambandið forræði á sjóðnum og tekið hann í sína vörslu eftir níu mánaða deilur. 22.10.2011 07:00
Jákvæður andi í viðræðum Samningafundi um makrílveiðar, sem hófst á miðvikudag, lauk í London í gær. Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands, segir að fundurinn hafi verið jákvæður og verður viðræðunum haldið áfram í næstu viku. 22.10.2011 06:00
Fjölbreytilegar framtíðarsýnir Fimm hugmyndir voru í gær valdar úr 102 tillögum sem þær áhugaverðustu um framtíð þjóðgarðsins á Þingvöllum. 22.10.2011 05:00
Aðgerðir bera árangur Nýjar reglur um útgáfu lyfjaskírteina, til að hindra að einstaklingar gætu fengið ávísun á lyf frá mörgum læknum, hafa borið merkjanlegan árangur til að draga úr misnotkun metýlfenidat-lyfja eins og Ritalins og Concerta. 22.10.2011 04:00
„Það verður engin hoppandi gleði“ „Það verður engin hoppandi gleði og örugglega mjög skiptar skoðanir,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, um nýgert samkomulag við lögreglustjóra um álagsgreiðslur. 22.10.2011 03:15
Samfélagsmiðlarnir að gjörbreyta lýðræðinu Stöðufærslur á Facebook og myndskeið á YouTube eru að verða mikilvægari í alþjóðasamskiptum en ríkisstjórnir, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við CNN. 21.10.2011 21:01
Nýr formaður Læknafélags Íslands Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði, var kjörinn formaður Læknafélags Íslands til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins í dag. Birna Jónsdóttir röntgenlæknir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Birna hefur verið formaður félagsins síðastliðin fjögur ár. Aðalfundur Læknafélagsins lýsti yfir stuðningi við að byggður verði nýr sameinaður Landspítali á einum stað í ályktun sinni. Auk þess samþykkti fundurinn fleiri ályktanir. 21.10.2011 21:29
Lögreglan óskar eftir ábendingum vegna dýraníðs Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir ábendingum frá almenningi vegna rannsóknar misþyrmingu á hryssu í hesthúsi við Heimsenda í Kópavogi. Atvikið varð 18. október síðastliðinn. 21.10.2011 20:32
Allir hermenn farnir frá Írak fyrir árslok Allir bandarískir hermenn í Írak verða kvaddir heim fyrir lok ársins. Þetta tilkynnti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í dag. Næstum níu ár eru liðin frá því að George W. Bush, þáverandi forseti, skipulagði innrás inn í landið. 21.10.2011 20:20
Aðildarviðræðum verði lokið fyrir kosningar Formaður Samfylkingarinnar segist ætla að ljúka aðildarviðræðum við ESB fyrir kosningar árið 2013. Til þess verks hafi flokkurinn verið kosinn. Landsfundur Samfylkingarinnar var settur síðdegis í dag. 21.10.2011 19:33
Lýst eftir Davíð Má Lögreglan á Sauðárkróki lýsir eftir Davíð Má Bjarnasyni. Hann er á 15 ára gamall og er um 175 sentimetrar á hæð. Davíð er þéttvaxinn, væntanlega klæddur í brúna úlpu með loðkraga, gallabuxur eða íþróttabuxur og svarta skó. Davíð er stuttklipptur með skollitað hár. 21.10.2011 18:30
Leysibendar bannaðir án sérstaks leyfis frá Geislavörnum Velferðarráðherra hefur sett reglugerð sem bannar notkun á öflugum leysibendum án leyfis frá Geislavörnum ríkisins og einnig ber að tilkynna Geislavörnum um innflutning þeirra. Reglugerðin er sett til að hindra slys líkt og dæmi eru um að hlotist hafi af gáleysislegri notkun leysibenda. 21.10.2011 16:49
Óskað eftir vitnum að árekstri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á Vesturlandsvegi, rétt austan við Select, um sexleytið (eða 18.05-18.10) þriðjudaginn 18. október sl. 21.10.2011 16:21
Nöfn systranna sem létust á Spáni Konurnar sem fórust í bílslysinu á Alicante í gær hétu Erla Tryggvadóttir, f. 1929 og Svana Tryggvadóttir, f.1931. Þær voru systur. 21.10.2011 16:11
Góðar hugmyndir verðlaunaðar Dómnefnd sem skipuð var til að leggja mat á tillögur sem bárust í hugmyndaleit Þingvallanefndar, sem fram fór í sumar um framtíð þjóðgarðsins á Þingvöllum, greindi frá niðurstöðu sinni í dag. Alls bárust 102 tillögur frá 88 þátttakendum og veitti dómnefndin viðurkenningar fyrir 5 áhugaverðustu tillögurnar, sem jafnframt uppfylltu þau skilyrði sem nefndin setti. Afhending viðurkenninganna fór fram í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík en þar stendur nú yfir sýning á tillögunum sem bárust í hugmyndaleitinni. Höfundar tillagnanna sem dómnefndin veitti viðurkenningu fá hver um sig 200 þúsund krónur. 21.10.2011 15:54
Dregið úr neyslu ofvirknilyfja fullorðinna Eftir stöðuga aukningu á notkun metýlfenidat-lyfja, það er að segja ofvirknilyfja, frá árinu 2006, einkum meðal fullorðinna, hefur tekist að snúa þróuninni við með markvissum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðaráðuneytinu. 21.10.2011 15:51
Ólafur Ragnar og Dorrit heimsóttu Ground Zero Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku í morgun þátt í minningarathöfn á Ground Zero um þá sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001. Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að auk forsetahjóna hafi Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning, Karl Gústav Svíakonungur og Silvía drottning, Tarja Halonen, forseti Finnlands og Friðrik krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessa tekið þátt í athöfninni ásamt sendiherrum landanna og embættismönnum. 21.10.2011 15:49
Þjóðhátíðarnauðgarinn dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Árnason var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrri kynferðisbrot gegn konu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst síðastliðnum. 21.10.2011 15:47
Gagnrýnir afstöðu OR til Bitru Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fékk kynningu á umsögn fyrirtækisins um Rammaáætlun Alþingis í dag. 21.10.2011 15:38
Segjast ekki umbera vændi - óska eftir viðræðum við Stóru systur Eigendur vefsíðunnar einkamál.is, sem legið hefur undir ámæli frá aðgerðahópnum Stóru systur vegna meintra vændisauglýsinga, segja að vændi sé ekki liðið á síðunni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að stórfé hafi verið kostað til að vinna gegn vændi með því að þróa hugbúnað og með því að vera með starfskrafta sem vinna við að yfirfara og leita uppi vændisauglýsingar. „Skiptir þá engu hvort viðkomandi býður eða leitar eftir vændi, lokað er á viðkomandi notendur." 21.10.2011 15:19
Yfirmaður í Arion sakaður um kynferðislega áreitni "Bankinn lítur mál af þessum toga mjög alvarlegum augum,“ segir upplýsingafulltrúi Arion Banka, Haraldur Guðni Eiðsson, en þar hefur starfsmaður bankans farið í leyfi á meðan ásakanir á hendur honum um kynferðisáreitni á vinnustað eru skoðuð. 21.10.2011 15:05
Bjarni vill leggja Bankasýslu ríkisins niður Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, segir á Facebook-síðu sinni, að Bankasýsla ríkisins sé óþörf stofnun með öllu. 21.10.2011 14:45