Tvisvar á hjartadeild og hætti í Hagaskóla 22. október 2011 09:00 Álagið í sumum mötuneytum grunnskólanna í Reykjavík er ómanneskjulegt og heilsa starfsfólksins geldur fyrir það, að sögn Þrastar Harðarsonar, sem kveður það þó hafa verið forréttindi að fá að sinna svo gefandi starfi. Fréttablaðið/Valli „Hjartað fór úr takti því álagið var gríðarlegt og ég endaði tvisvar inni á hjartadeild,“ segir Þröstur Harðarson, fyrrverandi matreiðslumaður í Hagaskóla til sex ára. Þröstur hefur séð um skólamötuneyti í á annan áratug. Hann hætti í Hagaskóla í fyrrahaust þegar hann var að hefja sjöunda veturinn sinn þar. Að sögn Þrastar jókst álagið í mötuneytinu gríðarlega þegar skólastjórinn stytti matarhléið í hálftíma veturinn 2008 til 2009. Eins bættist við framreiðsla á hafragraut á morgnana. „Þá höfðum við þrjátíu mínútur til að afgreiða alla sem voru í hádegismat; 350 manns eða fleiri. Þetta orsakaði að það varð gríðarlegt álag í skömmtuninni og og þrír starfsmenn enduðu í veikindaleyfi eftir þennan vetur. Sjálfur endaði ég á spítala, starfsmaður í eldhúsi hné niður við uppvask og þriðji starfsmaðurinn hætti út af álagi. Það er verið að ganga aftur fyrir núllpunkt með allri þessari hagræðingu í eldhúsinu sem kemur síðan niður á starfsmönnunum,“ segir Þröstur. Að sögn Þrastar er einn helsti vandinn sá að menn hafi ekki fengist til að setjast niður og reikna starfshlutfall í mötuneytunum á hvern nemanda. „Fræðsluyfirvöld draga lappirnar á þeim forsendum að þetta heyri undir sjálfstæði skólanna. Það er því geðþóttaákvörðun skólastjóranna hvernig mötuneytin eru rekin og þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir,“ segir Þröstur, sem starfar nú við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Matreiðslumenn í grunnskólum Reykjavíkur stofnuðu með sér samtök fyrir um tveimur árum. Í yfirlýsingu samtakanna sem vitnað var til í Fréttablaðinu á fimmtudag sagði að mötuneytin væru eins og þrælabúðir vegna fækkunar starfsfólks og gífurlegs álags. Þetta leiði meðal annars til þess að nemendur fái mat sem sé lakari að gæðum en ella. „Skólamötuneytin hafa auðvitað tekið á sig hagræðingu eins og flestar aðrar starfseiningar,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sem kveður allar máltíðir í skólunum framreiddar samkvæmt gæðaviðmiðum Lýðheilsustöðvar. „Það er leitast við að framreiða eins hollan og góðan mat og mögulegt er og borgin fylgist með gæðum matarins. Það sem skoðað hefur verið er í lagi,“ segir upplýsingafulltrúinn og bendir á að 89 prósenta nemenda í skólum nemenda séu nú skráð í mataráskrift. „Og það hlutfall hefur verið að hækka jafnt og þétt síðustu árum.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
„Hjartað fór úr takti því álagið var gríðarlegt og ég endaði tvisvar inni á hjartadeild,“ segir Þröstur Harðarson, fyrrverandi matreiðslumaður í Hagaskóla til sex ára. Þröstur hefur séð um skólamötuneyti í á annan áratug. Hann hætti í Hagaskóla í fyrrahaust þegar hann var að hefja sjöunda veturinn sinn þar. Að sögn Þrastar jókst álagið í mötuneytinu gríðarlega þegar skólastjórinn stytti matarhléið í hálftíma veturinn 2008 til 2009. Eins bættist við framreiðsla á hafragraut á morgnana. „Þá höfðum við þrjátíu mínútur til að afgreiða alla sem voru í hádegismat; 350 manns eða fleiri. Þetta orsakaði að það varð gríðarlegt álag í skömmtuninni og og þrír starfsmenn enduðu í veikindaleyfi eftir þennan vetur. Sjálfur endaði ég á spítala, starfsmaður í eldhúsi hné niður við uppvask og þriðji starfsmaðurinn hætti út af álagi. Það er verið að ganga aftur fyrir núllpunkt með allri þessari hagræðingu í eldhúsinu sem kemur síðan niður á starfsmönnunum,“ segir Þröstur. Að sögn Þrastar er einn helsti vandinn sá að menn hafi ekki fengist til að setjast niður og reikna starfshlutfall í mötuneytunum á hvern nemanda. „Fræðsluyfirvöld draga lappirnar á þeim forsendum að þetta heyri undir sjálfstæði skólanna. Það er því geðþóttaákvörðun skólastjóranna hvernig mötuneytin eru rekin og þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir,“ segir Þröstur, sem starfar nú við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Matreiðslumenn í grunnskólum Reykjavíkur stofnuðu með sér samtök fyrir um tveimur árum. Í yfirlýsingu samtakanna sem vitnað var til í Fréttablaðinu á fimmtudag sagði að mötuneytin væru eins og þrælabúðir vegna fækkunar starfsfólks og gífurlegs álags. Þetta leiði meðal annars til þess að nemendur fái mat sem sé lakari að gæðum en ella. „Skólamötuneytin hafa auðvitað tekið á sig hagræðingu eins og flestar aðrar starfseiningar,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sem kveður allar máltíðir í skólunum framreiddar samkvæmt gæðaviðmiðum Lýðheilsustöðvar. „Það er leitast við að framreiða eins hollan og góðan mat og mögulegt er og borgin fylgist með gæðum matarins. Það sem skoðað hefur verið er í lagi,“ segir upplýsingafulltrúinn og bendir á að 89 prósenta nemenda í skólum nemenda séu nú skráð í mataráskrift. „Og það hlutfall hefur verið að hækka jafnt og þétt síðustu árum.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira