Fleiri fréttir

Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land

"Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag.

Talíbanar bera ábyrgð á skotárásum í Kabúl

Talíbanar hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjuárása og skotbardaga í Kabúl, í höfuðborg Afganistan, í morgun. Lögreglumenn í Kabúl segja að skæruliðar skjóti nú skotflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Afganistan. Auk sendiráða er skotið á höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í borginni. Öryggisverðir hafa lokað vegum í kringum bandaríska sendiráðið og aðrar stofnanir í kring. Samkvæmt frásögn Sky liggur ekki fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuárás var að ræða.

„Hið sanna íslam“

Ayman al-Zawahiri, nýr leiðtogi al-Kaída, fagnaði í gær byltingu í arabaríkjunum. Þetta kom fram í ávarpi sem birt var á heimasíðum sem styðja hryðjuverkasamtökin. Þar sagðist hann vonast til að mótmælin í Egyptalandi, Túnis og Líbíu yrðu til þess að þeir sem steyptu einræðisherrum þessara landa af stóli myndu koma á fót því sem hann kallar "hið sanna íslam". Myndbandið var birt í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá árásunum á Bandaríkin. Leiðtoginn minntist ekki á að nýjar árásir væru í undirbúningi á landiið.

Skora á stjórnvöld að tryggja rekstur til framtíðar

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands skorar á stjórnvöld að ganga strax frá samningum við skólann sem tryggir rekstur hans og rekstrarhæfi til framtíðar. Í yfirlýsingu stjórnar er bent á að Ríkisendurskoðun gerði engar athugasemdir við umsýslu fjármuna í rekstri skólans eins og fram hafi komið í bréfi frá embættinu. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að mennta- og menningarmálaráðuneytið gangi til samninga við skólann nú þegar. Sáttanefnd í málinu fundar með mennta- og menningarmálaráðherra í dag og eru bundnar vonir við að fundurinn verði skref í átt að því að samningar náist og skólahald geti hafist.

Ungfrú heimur kemur frá Angóla

Hin angólska Leila Lopes var kjörin fegursta kona í heimi í Sao Paulo í Brasilíu í nótt en með sigrinum varð hún hún fyrsta konan frá Angóla til að hreppa titilinn, Ungfrú heimur. Áttatíu og átta stelpur tóku þátt í keppninni en keppnin fagnar 60 ára afmæli í ár. Lopes sagði eftir keppnina að nú gæti hún látið enn meira til sín taka í góðgerðarmálum en hún hefur starfað með fátækum börnum í heimalandi sínu. Olesa Stefanko frá Úkraínu varð í öðru sæti og Priscila Machado frá Brasilíu í því þriðja.

Aron vinsælasta nafnið

Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja í fyrra en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar tók Emilía við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti.

Þrjúhundruð skjálftar á Hellisheiði

Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir hafa verið um tvö stig en flestir eru þeir ívið minni. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að verið sé að kanna málið.

Þingmenn takast enn á um aðlögun

Stjórnarandstæðingar telja að Evrópusambandið sé að krefjast aðlögunar íslensks stjórnkerfis að kerfi sambandsins, með skýrslu sinni um landbúnaðarmál. Tekist var á um hvað skýrslan þýddi og hvort aðlögunarferlis væri krafist fyrir mögulega samþykkt í þjóðaratkvæði eða ekki.

Aftur kveikt í á Bergstaðastræti

Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálfþrjú í nótt þegar eldur varð laus í einangrun utan á sökkli húss við Bergstaðastræti. Fljótlega gekk að slökkva eldinn en öruggt er talið að um íkveikjeikju hafi verið að ræða. Ekki er vitað hver var þarna að verki en þetta er í fjórða sinn sem kveikt er í húsinu á tæpum mánuði.

Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa

Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina.

Drukkinn maður kveikir í fangaklefa

Í kvöld bar til tíðinda á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar maður á fimmtugsaldri sem þar var vistaður kveikti í fangaklefanum sínum. Maðurinn slapp út ómeiddur en fangaklefinn er ónothæfur í bili.

Rafmagn komið á

Rafmagnið er nú komið á að nýju í Staðarhverfi í Grafarvogi og syðri hluta Mosfellsbæjar, en þar varð rafmagnslaust fyrr í kvöld. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur komu rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ um kl. 22:30 og um kl. 22:50 í Staðarhverfinu, nyrst í Grafarvogi.

Kynhormón minna í feðrum

Þegar menn eignast barn minnkar framleiðsla líkama þeirra á kynhormónum um allt að helming. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar.

Rafmagnslaust í Mosfellsbæ

Rafmagnslaust er í syðri hluta Mosfellsbæjar og Staðarhverfinu, nyrðri hluta Grafarvogs. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar sem kom upp í háspennukerfi Orkuveitunnar. Menn vita enn ekki nákvæmlega hvað veldur biluninni.

Ákærðir fyrir þrælahald

Fjórir menn voru ákærðir í Bretlandi í dag fyrir þrælahald og að neyða aðra menn í þrælkunarvinnu. Þetta kemur fram á vefmiðli CBS. Upphaflega var ólétt kona handtekin auk mannanna fjögurra. Henni var sleppt í dag.

Hestamaður slasaður í Þjórsárdal

Hestamaður slasaðist um hálfsjö leytið í Þjórsárdalnum í dag. Þegar hópur fjallmanna stoppaði í dalnum á leið sinni í leitir sparkaði hestur í höfuð eins þeirra. Sá fékk ljótan skurð og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Selfossi. Lítið er vitað um líðan hans, en hann er með meðvitund.

Vísar á bug gagnrýni á samskipti við Evrópuríki

Það hefur enginn forseti kappkostað jafn ríkulega og ég að stunda góð samskipti við Evrópuþjóðir og Bandaríkin, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag.

Tveir af þremur vilja klára aðildarviðræðurnar

Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu. Þingmaður segir að um einangrað tilvik sé að ræða, vilji þjóðarinnar sé að bakka út, þar sem Evrópa standi í björtu báli.

Sprenging í frönsku kjarnorkuveri

Einn lést og þrír særðust þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Frakklandi í morgun. Í fyrstu var talin hætta á að geislavirk efni myndu leka út en svo varð ekki, að sögn franskra stjórnvalda.

Uppsagnir í Arion Banka

57 starfsmönnum Arion Banka var sagt upp störfum í dag. Bankastjórinn segir aðgerðirnar eiga sér langan aðdraganda en núna hafi verið rétti tíminn til að lækka kostnað í bankanum þar sem vinna við úrlausnir og endurskipulagningu hafa dregist saman.

Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls

Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni.

Svifryk yfir borginni

Svifryk á Reykjavíkursvæðinu hefur seinnipartinn í dag verið yfir heilsuverndarmörkum. Hvorki er um að ræða öskufok né umferðarmengun, heldur fýkur sandur og þurr leir af svæðum við Langjökul og yfir borgina. Þeir sem hafa viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til þessa.

Grein um Ísland vekur athygli

Er kannski kominn tími til að bræðurnir Ísland og Noregur sameinist? spyr Norðmaður, búsettur á Íslandi, í grein sem hann birti í norska blaðinu „Dagbladet" í dag. Greinin vakti athygli og í kvöld var hann boðaður í viðtal á sjónvarpsstöðinni Nrk2.

HH leita fleiri undirskrifta

Hagsmunasamtök heimilanna sendu í gær frá sér fjöldapóst þar sem þau hvöttu fólk til að skrifa undir kröfu þeirra um afnám verðtryggingar og leiðréttingu lána. Pósturinn barst til allra þeirra sem þegar hafa skrifað undir kröfuna.

Máli á hendur Sigurjóni vísað frá

Riftunarmál slitastjórnar Landsbankans gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra, var fellt niður í héraðsdómi í dag, en slitastjórnin hafði krafið Sigurjón um endurgreiðslu á þrjúhundruð milljóna launagreiðslu.

Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd

Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni.

Vonbrigði með tillögu um vegbætur

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsti í dag yfir vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra um vegbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. Ákvörðunin lýtur að því að endurnýja veg sem fyrir er á svæðinu og liggur um tvo torfæra hálsa. Íbúar svæðisins vilja að lagður sé nýr vegur um láglendið sem styttir vegalengdir og bætir skilyrði fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu.

Ráðuneytisstarfsmenn í færri utanlandsferðir

Utanlandsferðum starfsmanna utanríkisráðuneytistins hefur fækkað um rúm 37% frá árinu 2007, úr. Þetta kom fram í svari utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, alþingismanns, á Alþingi í dag.

Vegagerðin kannar umferðina

Vegagerðin áformar að standa fyrir umferðarkönnun á vegamótum Hringvegar og Reykjabrautar næsta fimmtudag og næsta laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til átta að kvöldi.

Sveppaauglýsingar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað þrjár auglýsingar í auglýsingaherferð fyrir kvikmyndina Algjör Sveppi og Töfraskápurinn sem Hreyfimyndasmiðjan framleiðir.

Færa Norðmönnum afmælisgjöf

Á fimmtudaginn verður norsku þjóðinni afhent fyrsta eintak sérstakrar hátíðarútgáfu Morkinskinnu, sem er hluti af þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni 100 ára afmælis endurreisnar konungsveldis þeirra árið 2005.

Kostar allt að 100 milljónum að fjölga aðstoðarmönnum

Það kostar allt að 100 milljónum á ári að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra eins og frumvarp um stjórnarráðið, sem nú er til umræðu á Alþingi, gerir ráð fyrir. Þetta er í það minnsta mat fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í umsögn með frumvarpinu.

Tvisvar dópaður undir stýri á tæpum sólarhring

Karl á fertugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á tæpum sólarhring í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var hann stöðvaður í austurborginni á föstudag og svo aftur í Kópavogi daginn eftir. Þá hafði maðurinn komist yfir annað ökutæki en var sem fyrr í annarlegu ástandi. Viðkomandi, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Ræktaði kannabis í næsta nágrenni við lögguna

Liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir kannabisræktun. Ræktunin fór fram á Dalvegi í Kópavogi, einungis einu húsi frá lögreglustöðinni. Maðurinn, sem á að baki fjölmarga dóma, gekkst við brotum sínum. Talið er að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar. Við húsleit sem gerð var þann 28. september í fyrra fundust 2,5 kíló af maríhúana, 3..3 kíló af kannabislaufum og 234 kannabisplöntur.

Fiðrildavika sett á Austurvelli

Fiðrildavika UN Women á Íslandi var formlega sett á Austurvelli í dag. Um fjáröflunarverkefni samtakanna er að ræða en árið 2008 söfnuðust tæpar hundrað milljónir króna.

Yfirvöld fullyrða að enginn leki hafi orðið

Yfirvöld í Frakklandi fullyrða að engin geislavirk efni hafi lekið út þegar sprenging varð í Marcoule kjarnorkuverinu í suðurhluta Frakklands í morgun. Einn maður fórst í sprengingunni og þrír særðust. Samkvæmt frásögn BBC framleiðir verksmiðjan MOX eldsneyti sem notað er til að endurvinna plutonium úr kjarnorkuvopnum en þar eru ekki kjarnaofnar. Sprengingin varð klukkan korter í tíu að íslenskum tíma. Yfirvöld í Frakklandi fylgjast með gangi mála.

Mikil flóð á Indlandi

Rúmlega milljón manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í indverska ríkinu Orissa og að minnsta kosti sextán hafa látið lífið í miklum vatnavöxtum á svæðinu. Tæpelga þrjú þúsund þorp hafa horfið undir vatnsflauminn en nú er rigningartímabilið í hámarki. Björgunarsveitir hafa þurft að koma sextíu þúsund manns til hjálpar síðustu daga en samgöngur á svæðinu eru í lamasessi þar sem vegir og brýr hafa skolast á brott.

Kjarnorkuslys í Frakklandi

Sprenging varð í franska kjarnorkuverinu Marcoule í morgun, samkvæmt frásögnum fjölmiðla þar. Kjarnorkuverskmiðjan er á Gardsvæðinu á suðurhluta Frakklands eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fram kemur á fréttavef Le Figaro að einn hafi farist í sprengingunni og þrír hafi slasast.

Forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn um forsetann

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um það hvernig hún hygðist bregðast við ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um aðgerðir stjórnvalda í Icesavemálinu. Ólafur Ragnar sagði í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórnin hefði brugðist algerlega skyldum sínum í Icesave.

Kannabisræktandi með skammbyssu á skilorð

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þrítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með skammbyssu á heimili sínu í leyfisleysi og fyrir kannabisræktun. Skammbyssan, sem fannst á dvalarstað mannsins, var af gerðinni Parabellum. Hún var geymd í skúffu í kommóðu sem var í svefnherbergi íbúðarinnar.

Herþotur á loft vegna ástaratlota í háloftunum

Undarleg hegðun tveggja flugfarþega í Bandaríkjunum í gær olli því að orrustuþotur voru sendar á loft og sérsveit ruddist um borð í flugvélina þegar hún var lent. Atvikið kom upp í gær þegar heimsbyggðin minntist þess að tíu ár voru liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York.

Nöfnin Þinur, Dúnn og Laugi samþykkt hjá mannanafnanefnd

Karmannsnöfnin Þinur, Dúnn og Laugi hafa verið samþykkt af mannanafnanefnd, samkvæmt úrskurði nefndarinnar sem birtur var í morgun. Þá voru kvenmannsnöfnin Vagnfríður og Elly (án kommu yfir y samþykkt) og Jovina samþykkt, en síðastnefnda nafinu hafði áður verið hafnað. Aftur á móti var kvenmannsnafninu Einars hafnað.

Starfsmönnum fjölgar en stöðugildum fækkar

Starfsmönnum í skólum á háskólastigi fjölgaði um 119 í fyrra, eða um 2,9% en stöðugildum þeirra fækkaði hins vegar um 30, eða 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Vilja fella brott allar takmarkanir á erlendri fjárfestingu

Ungir sjálfstæðismenn vilja fella á brott allar takmarkannir á fjárfestingum erlendra aðila hérlendis. Í ályktun frá stjórn félagsins segir að mikilvægt sé fyrir Ísland að fá nýtt fjármagn inn í landið og því beri að taka öllum erlendum fjárfestingum fagnandi. „Hvort sem eigendur fyrirtækja eða fasteigna eru íslenskir eða erlendir, þurfa þeir að sjálfsögðu að fara að lögum og reglum, svo sem skipulagslögum og lögum um umhverfismat,“ segir ennfremur.

Sjá næstu 50 fréttir