Fleiri fréttir

Fyrrverandi fangelsisstjóri handtekinn í dag

Fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju var í dag handtekinn og húsleit gerð á heimili hans síðdegis hann er grunaður stórfelldan fjárdrátt. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins á Kvíabryggju, er grunaður um stórfelldan fjárdrátt meðan hann gengdi starfi sínu á Kvíabryggju.

Kópavogsbær fellst ekki á rökstuðning FME

Bæjarráð Kópavogs fellst ekki á rökstuðning Fjármálaeftirlitsins um staðsetningu nýs húsnæðis stofnunarinnar og telur hann ómálefnalegan. Þetta var bókað á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarráð ætlar að fylgja málinu eftir og óskar eftir því að FME fresti ákvörðun um leigu á nýju húsnæði.

Íslensk vél brotlenti á flugvellinum í Nuuk - allir farþegar ómeiddir

Dash 8 flugvél Flugfélags Íslands brotlenti á flugvellinum í Nuuk á Grænlandi fyrir rúmum hálftíma síðan. Vélin var að koma inn til lendingar þegar hún fær vindhnút á sig og í lendingunni gefur hjólastellið hægra megin sig og brotnar undan vélinni. Vélin rann út af flugbrautinni og út á öryggissvæði þar sem hún stöðvast.

Félagar í MC Iceland fá ekki að heimsækja Noreg

Norsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að vísa íslenskum meðlimum mótorhjólaklúbbsins MC Iceland frá landi en þeir voru stöðvaðir af lögreglu við komu sína til Noregs í morgun. Lögreglan Gardemoen flugvelli í Osló staðfestir þetta í samtali við Vísi. Mennirnir eru enn á flugvellinum og ekki er ljóst hvenær þeir verða sendir til baka.

Marel gefur barnavog

Marel afhenti Kvennadeild Landspítalans sérhannaða barnavog til notkunar fyrir ungabörn á fæðingardeild og sængurkvennagangi í dag. Vogin er framlag fyrirtækisins til landssöfnunar Líf styrktarfélag, GEFÐU LÍF, sem fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld.

Lögreglan fær 47 milljónir til að berjast gegn skipulögðum glæpum

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita 47 milljónum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli áfram.

Líbískar öryggissveitir beittu táragasi í Trípólí

Líbískar öryggissveitir notuðu táragas í dag til þess að dreifa mannfjölda sem kom saman að loknum föstudagsbænum í höfuðborginni Trípólí. Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi brennt líbíska fánann til þess að sýna andstöðu við Gaddafí einræðisherra og stjórn hans. Einnig hafa borist fregnir af óeirðum í bænum Zawiya og í Ras Lanuf sem er hafnarbær sem þjónustar olíuflutninga frá landinu.

Mottur til sýnis í Kringlunni

Mikil gróska er á efri vörum íslenskra karla um þessar mundir en eins og flestir vita er Mottumars hafinn annað árið í röð.

Verzlingar etja kappi við fræga fólkið

Nemendur í Verzlunarskóla Íslands mæta svokölluðu All star liði í árlegum fótboltaleik á morgun. Það er Góðgerðaráð skólans sem stendur fyrir leiknum sem fer fram í Kórnum í Kópavogi á morgun.

Kannast þú við þessa stolnu muni?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undir höndum mikið magn muna sem hald hefur verið lagt á síðustu vikur. Um er að ræða hluti sem innbrotsþjófar hafa komist yfir en tugir slíkra mála hafa verið upplýst af lögreglu undanfarið. Leitar lögreglan nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi myndum.

Dagbladet: Einar Ingi í hópi handtekinna

Samkvæmt frétt í norska blaðinu Dagbladet er Einar Ingi Marteinsson, oft auknefndur Búmm, í hópi þeirra félaga MC Iceland, sem nú eru í haldi lögreglunnar á Gardermoen flugvelli við Osló. Einar Ingi er forsprakki MC Iceland.

Löggan stoppaði 160 ökumenn í nótt

Um hundrað og sextíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í umferðareftirliti lögreglunnar. Sjö ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið eða undir áhrifum fíkniefna og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Fjórir til viðbótar voru handteknir og fluttir á lögreglustöð en þeir voru farþegar í bíl ökumanns sem var undir áhrifum fíknefna. Líkt og ökumaðurinn voru þeir allir í annarlegu ástandi en fíkniefni fundust í bílnum.

Ólafur Ragnar fundaði með páfa

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf Benedikt sextánda páfa, styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur í morgun. Þá veitti páfinn forsetanum sérstaka einkaáheyrn.

Félagar í MC Iceland stöðvaðir af öryggisástæðum

"Við tökum ákvörðun um það hvort þeim verður hleypt inn í landið eftir að við höfum kannað erindi þessara manna,“ segir Erling Skogen, varðstjóri lögreglunnar á Gardemoen-flugvelli, í viðtali við Vísi.

Fáir vissu af tilraunum til að koma Icesave í dótturfélag

Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag.

Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála

Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar.

Innanríkisráðuneytið undir eitt og sama þakið

Um helgina flyst starfsemi innanríkisráðuneytisins frá Hafnarhúsinu að Sölvhólsgötu í Reykjavík. Í frétt á vef ráðuneytisins er beðist velvirðingar á þeirri truflun sem verða kann í dag og fram eftir á mánudag vegna þessa. „Þeir sem þurfa að ná í starfsmenn í Hafnarhúsi geta komið skilaboðum áleiðis í gegnum afgreiðslu ráðuneytisins í Skuggasundi í síma 545 9000.“

Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf

Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna.

"Við erum ekki í stríði við neinn"

"Við erum ekki í stríði við neinn," segir Einar "Boom" Marteinsson, formaður vélhjólaklúbbsins MC Iceland, sem lögregla óttast að muni innan skamms lenda í átökum við annan vélhjólaklúbb, Black Pistons, sem starfræktur er hér á landi. Black Pistons er opinber áhangendaklúbbur vélhjólasamtakanna Outlaws og klúbburinn hér var stofnaður af Jóni Trausta Lútherssyni, forvera Einars á formannsstóli MC Iceland, áður Fáfnis.

Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram.

Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs

Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins.

Aðalmeðferð yfir meintum skotárásarmönnum

Aðalmeðferð er hafin yfir sexmenningum, sem eru ákærðir fyrir að hafa skotið á dyr heimilis í Fossvoginum á aðfangadegi á síðasta ári. Talið er að um uppgjör hafi verið ræða þar sem deilt var um fíkniefni.

Leiga allt að tvöfalt hærri en viðmiðin

Allt að 108 prósenta munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Kemur þetta fram í nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna (NS) á húsaleigu hér á landi.

Sex teknir fyrir ölvunarakstur

Sex ökumenn voru teknir úr umferð vegna ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt og einn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.

Fílabeinsströndin á barmi borgarastyrjaldar

Fílabeinsströndin er á barmi borgarastyrjaldar að mati starfsmanna Sameinuðu þjóðanna eftir að sex konur, sem tóku þátt í göngu þar sem krafist var afsagnar forseta landsins, voru skotnar til bana í höfuðborg landsins Abidjan í vikunni.

Bauð upp á kynlífssýningu í skólastofunni

Skólastjóri bandaríska háskólans, Norðvestur, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með sálfræðikennara í skólanum sem réð konu til þess að nota kynlífstæki fyrir framan nemendur í bekknum.

Nýr forsætisráðherra Egyptalands

Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætisráðherrans, Ahmed Shafiq og tilnefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn.

Braust inn í kirkju

Óprúttinn þjófur braust inn í kaþólska kirkju síðustu helgi og stal þar öllu steini léttara.

Kínverjar stórefla herinn

Kínverjar tilkynntu í dag að yfirvöld ætli að stórauka fjármagn til varnarmála í landinu, eða um tæplega 100 milljarða dollara.

Uppreisnarmenn vilja flugbann yfir Líbíu

Þjóðarráð Líbíu, sem var stofnað í Benghazi eftir að uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald, biðla til alþjóðasamfélagsins um að koma í veg fyrir að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, beiti herþotum sínum á uppreisnarmenn.

Eldur í potti

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að fjölbýlishúsi í Breiðholti laust eftir miðnætti þar sem mikill reykur var í íbúðinni.

Bandarískur njósnari reyndist á lífi - Er í Íran

Milliríkjadeila er risin á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að í ljós kom að írönsk yfirvöld hafa haft njósnara, sem vann hjá bandarísku ríkisstjórninni, í haldi í fjögur ár. Í fyrstu var talið að hann væri látinn.

Sjá næstu 50 fréttir