Lögreglan fær 47 milljónir til að berjast gegn skipulögðum glæpum 4. mars 2011 16:07 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita 47 milljónum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli áfram. Eins og kom fram á blaðamannafundi í gær hefur lögreglan vísbendingar um að alvarleg skipulögð glæpastarfsemi sé að færast í vöxt hérlendis og að alþjóðlegir glæpahringir séu að skjóta hér rótum. Fyrir liggja óyggjandi upplýsingar þess efnis að vélhjólaklúbburinn MC Iceland sé að verða fullgildur klúbbur innan hinna alþjóðlegu vélhjólasamtaka Vítisengla eða Hells Angels (HA) sem Europol hefur skilgreint sem skipulögð glæpasamtök. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að nauðsynlegt sé að ráðast í átak til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi og hefja rannsókn af slíkri stærðargráðu að það komi ekki niður á öðrum brýnum verkefnum. Lögreglan telur að sérstök rannsókn á þessum glæpahópum taki 12-18 mánuði og að tiltekinn hópur rannsóknarlögreglumanna þurfi að helga sig henni eingöngu. Jafnframt þyrfti aðkomu sem nemur hálfu stöðugildi löglærðs fulltrúa/saksóknara. Rannsóknin yrði unnin sameiginlega af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjóra á Suðurnesjum. Jafnframt kæmu að rannsókninni embætti ríkislögreglustjóra og tollstjóra auk annarra stofnana eftir atvikum. Náið samstarf yrði við erlend löggæsluyfirvöld, einkum á Norðurlöndum og við Europol en íslenskur tengslafulltrúi starfar í höfuðstöðvum stofnunarinnar. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að veita 47 milljónum til tólf mánaða átaks lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Átakið á að hefjast þegar í stað. Reynslan af átakinu verður metin fyrir lok ársins og ákveðið þá hvort halda skuli áfram. Eins og kom fram á blaðamannafundi í gær hefur lögreglan vísbendingar um að alvarleg skipulögð glæpastarfsemi sé að færast í vöxt hérlendis og að alþjóðlegir glæpahringir séu að skjóta hér rótum. Fyrir liggja óyggjandi upplýsingar þess efnis að vélhjólaklúbburinn MC Iceland sé að verða fullgildur klúbbur innan hinna alþjóðlegu vélhjólasamtaka Vítisengla eða Hells Angels (HA) sem Europol hefur skilgreint sem skipulögð glæpasamtök. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að nauðsynlegt sé að ráðast í átak til að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi og hefja rannsókn af slíkri stærðargráðu að það komi ekki niður á öðrum brýnum verkefnum. Lögreglan telur að sérstök rannsókn á þessum glæpahópum taki 12-18 mánuði og að tiltekinn hópur rannsóknarlögreglumanna þurfi að helga sig henni eingöngu. Jafnframt þyrfti aðkomu sem nemur hálfu stöðugildi löglærðs fulltrúa/saksóknara. Rannsóknin yrði unnin sameiginlega af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjóra á Suðurnesjum. Jafnframt kæmu að rannsókninni embætti ríkislögreglustjóra og tollstjóra auk annarra stofnana eftir atvikum. Náið samstarf yrði við erlend löggæsluyfirvöld, einkum á Norðurlöndum og við Europol en íslenskur tengslafulltrúi starfar í höfuðstöðvum stofnunarinnar.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira