Fleiri fréttir

Bílstjórar sjá ekki til jarðar vegna öskufalls

Stöðugur kraftur var í gosinu í nótt til kl. 04:30 en fór þá heldur að draga úr því. Gossúlan fór í 8,5 km hæð. Stöðugur mökkur var uppúr gosstöðvunum og öskufall töluvert undir Eyjafjöllum. Mjög dimmt var sunnan undir jökli. Öskufallið er mjög þétt frá Núpi í vestri austur í Vík en er heldur minna á Mýrdalssandi.

Icelandair fellir niður allt flug til Evrópu í dag

Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til London, Manchester/Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, og Amsterdam í dag,17. apríl, verður fellt niður. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu.

Talið að draga verði úr ráðherraræðinu

Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis.

Askan skemmdi þotuhreyfla

Tvær finnskar herþotur urðu fyrir skemmdum eftir að hafa flogið í gegnum öskuna frá Eyjafjallajökli á fimmtudag.

Íhugar að hætta sem varaformaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ.

Vonar að gosmyndin borgi varnargarðinn

Fjölskyldan á Þorvalds­eyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð.

Tugmilljarða tap á dag

Annan daginn í röð var nánast ekkert flogið í Norður-Evrópu. Mat samtaka áætlunarflugfélaga er að tap flugfélaga sé 200 milljónir dollara á dag. Meira en helmingur fluga í evrópskri lofthelgi var felldur niður.

Borgin hreinsar til í kringum lóð Hrafns

Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“.

Slógu upp veislu eftir rýmingu

Hópur fjörutíu breskra skólakrakka þurfti að rjúka frá heitu lambalærinu á kvöldverðarborðinu á Hellishólum í Fljótshlíð á fimmtudagskvöld þegar kallið kom um rýmingu. Maturinn fór þó ekki til spillis heldur var slegið upp veislu í fjöldahjálparmiðstöðinni á Hellu.

Verðmat eigna hærra en lánin

Skuldir Ólafar Nordal Sjálfstæðisflokki og eiginmanns hennar, Tómasar Más Sigurðssonar, sem námu 113 milljónum króna árið 2007 eru tilkomnar vegna fasteignakaupa.

Svartur loðinn tuddi og augun öll á floti

Margar sagnir eru til um berdreymi, allt aftur til Íslendingasagnanna. Ef marka má Svein Runólfsson landgræðslustjóra, lifa þær góðu lífi í nútímanum. „Þetta er orðinn fullorðinn maður og kominn á eftirlaun og hann dreymdi draum í vetur, áður en goshrinan hófst. Þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi sagði hann mér frá þessu,“ segir Sveinn.

Flúorið yfir hættumörkum

„Nú vitum við að þetta er yfir hættumörkum,“ segir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Kirkjubæjarklaustri, um flúormengunina í öskunni sem fallið hefur úr gosinu.

Komust ekki í sjóbirtingsveiði

„Vegna eldgoss í Eyjafjallajökli verða þeir sem eiga veiðileyfi eystra líklegast að sitja heima nema veiðidellan sé svo mikil að farin sé norðurleiðin,“ sagði á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær. Þá voru einmitt hollaskipti í Tungufljóti í Skaftárhreppi.

Útför forseta gerð á morgun

Minningarathöfn verður haldin í Póllandi í dag um 96 manns sem fórust í flugslysinu í Rússlandi um síðustu helgi.

Getur valdið lungnaskaða

Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn.

Mörg tonn af ferskum fiski bíða eftir flugi

„Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós. Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu.

Miklar eldingar yfir gosstöðvunum

Tilkynning barst frá lögreglunni klukkan hálf átta um öskufall við Vík í Mýrdal. Frekari fregnir bárust klukkan að ganga níu um samfellt öskufall 40 kílómetra í austur frá Vík.

Stjórnar Noregi í gegnum smátölvu vegna eldgossins

Öskufallið úr Eyjafjallajökli hefur gríðarlega víðtæk áhrif en fjölmiðlar vestan hafs hafa undanfarið fjallað um hremmingar Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, en hann situr fastur í New York vegna öskufallsins.

Myndir frá öskufallinu í Mýrdalnum

Það hefur verið talsvert öskufall síðustu daga yfir Vík í Mýrdal. Ljósmyndarinn Steini B. sendi Vísi þessar myndir frá Mýrdalnum en myndirnar tók hann fyrr í kvöld.

WHO biður Evrópubúa að halda sig inni vegna öskufalls

Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hefur hvatt Evrópubúa til þess að halda sig innandyra vegna öskufallsins sem berst þangað frá Eyjafjallajökli. Þetta kom fram á fréttasíðunni timesofindia.com.

Vel sést til gosstöðvanna frá Vestmannaeyjum

Vel sést til gossins frá Vestmannaeyjum en þessar myndir sem fylgja með fréttinni voru teknar á milli sjö og átta í kvöld. Þar má greinilega sjá gosmökkinn auk þess sem íbúar sögðust sjá öskufallið austar.

Enn seinkar flugi

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins til London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Amsterdam í fyrramálið, að morgni 17. apríl, verði seinkað til klukkan 12.00 á hádegi að íslenskum tíma.

Rofar til á Eyjafjallajökli

Það er að rofa til yfir Eyjafjallajökli en á þessari mynd má sjá gosmökkinn yfir jöklinum vegna eldgossins. Mökkurinn hefur ekki sést undanfarna daga vegna veðurs. Myndin sem fylgir með fréttinni er tekin rétt fyrir utan Hvolsvöll.

Útlendingar kvíða Kötlugosi

Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi.

Fluttu 40 þúsund lítra af mjólk yfir gömlu Markarfljótsbrúna

Fjörtíu þúsund lítrum af mjólk var bjargað yfir gömlu Markarfljótsbrúna í dag. Mjólkin hafði safnast upp á bæjum austan megin við brúna síðustu fjóra daga og var selflutt með léttum tankbíl yfir gömlu brúna - þar sem hún þolir ekki þunga stóru mjólkurbílanna.

Hverfandi líkur á að vatnsból mengist vegna öskufalls

Hverfandi hætta er á að vatnsból spillist komi til öskufalls á þau, jafnvel þó þau séu opin samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Vatnsveita OR á höfuðborgarsvæðinu hefur um áratugaskeið eingöngu sótt vatn í borholur.

Markarfljót hækkar

Um klukkan sex í kvöld mældist 50 sentímetra hækkun vatnsyfirborðs við gömlu Markarfljótsbrúna.

Endurskoðun samþykkt - Fjármálaráðherra mjög ánægður

„Ég er mjög ánægur með að þetta sé í höfn og að þetta gekk snurðulaust fyrir sig,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) samþykkti nú síðdegis aðra endurskoðun íslands.

Forsætisráðherra fundaði með Joly

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti fund með Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara, í dag til að heyra hennar viðhorf um stöðu mála og nauðsynlegar aðgerðir við rannsókn efnahagsbrota í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Grunur um salmonellusmit i ferskum kjúkling

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna samkvæmt tilkynningu frá þeim.

Um minniháttar hlaup að ræða

Nýtt hlaup hófst úr Eyjafjallajökli laust fyrir klukkan þrjú í dag. Hlaupið var minniháttar að sögn lögreglumanna á Hvolsvelli.

Flugfarþegar eiga að fá aukakostnað endurgreiddan

Flugfarþegar sem verða fyrir töfum og truflunum þegar flugferðum er aflýst eða seinkað vegna eldgoss eiga rétt á að fá greiddan aukakostnað sem af töfum hlýst, til dæmis vegna máltíða eða gistinga. Um réttindi flugfarþega er fjallað í reglugerð nr. 261/2004.

Andlit eldgossins

Þessi magnaða mynd sem tekin var með sérstakri myndavél um borð í vél Landhelgisgæslunnar TF-SIF í gær. Myndin sýnir þrjú megin gosop eldgossins á Eyjafjallajökli. Gosopin eru 200 til 500 metrar í þvermál.

Lögreglan leitar að Emilíönu

Lögreglan á Akureyri og Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar lýsa eftir Emilíönu Andrésardóttur, sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum þann 15. apríl sl. Síðast sást til hennar í Hafnarfirði á leið til Reykjavíkur.

Ráðherra boðaði til fundar um fæðuöryggi

Jón Bjarnason Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í ráðuneytinu í dag um möguleg áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á landbúnað og sjávarútveg og viðbrögð við því.

Iceland Express fer til Glasgow klukkan sex

Flugvél frá Iceland Express fer til Glasgow klukkan sex í dag, en flugheimild hefur fengist þangað. Flugið nýtist einkum þeim, sem áttu bókað til London Gatwick eða London Stansted, samkvæmt fréttatilkynningu frá Iceland Express.

Þjófarnir þóttust vera húsráðendur

Karl og kona á miðjum aldri voru handtekin í húsi í Árbæ í gærmorgun. Tilkynnt var um innbrot í íbúð í húsinu en þegar lögreglan kom á vettvang mætti hún fólkinu. Það reyndist hafa lyklavöld en fólkið sagði lögreglu að bæði hefði verið brotist inn í íbúðina og eins hvernig þjófurinn eða þjófarnir báru sig að.

Nýtt flóð að hefjast

Það er nýtt flóð á leiðinni úr Eyjafjallajökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli. Flóðið er rétt að byrja og ekki ljóst á þessari stundu hversu stórt það er.

Rykið úr gosinu alveg ógeðslegt

„Þetta var alveg svakalegt hérna í gær. Það var bara myrkur eins og þegar maður er að fara að sofa á kvöldin, segir Bjarney Sigvaldadóttir, bóndi á Bakkakoti við Kirkjubæjarklaustur. Hún og Torfi Jónsson eiginmaður hennar voru með barnabörnin hjá sér þegar að gosið hófst í Eyjafjallajökli og

Sjá næstu 50 fréttir