Fleiri fréttir Gosstrókar náðu 8 km hæð í morgun Gosstrókar fóru upp fyrir 8 km hæð þrisvar í morgun en er að jafnaði í um 5 kílómetra hæð. Óróatoppar komu fram á svipuðum tíma á skjálftamælum. Þeir voru þó orkuminni en púlsar sem komu fram fyrir hlaupið í gær. Óróatopparnir sjálst á jarðskjálftamælum frá Kaldárseli í Hafnarfirði að Kálfafelli í Suðursveit. 16.4.2010 12:12 Komu mjólk yfir gömlu brúna Þrír stórir mjólkurbílar fóru yfir gömlu brúnna á Markarfljóti klukkan hálf tíu í morgun og eru byrjaðir að safna mjólk af bæjum fyrir austan fljótið. Hún verður svo selflutt á léttum bíl vestur yfir brúnna. 16.4.2010 11:57 Öskulag sest á bíla í Danmörku Öskulag hefur lagst á bíla á vesturhluta Jótlands í Danmörku, samkvæmt frétt Jyllands Posten. Á vefútgáfu blaðsins segir að burtséð frá þeirri röskun sem hafi orðið á flugi ætti það að vera ómögulegt að Danir upplifi öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli. Þetta hafi nú samt gerst. 16.4.2010 11:44 Nærri 70% vilja biðja Íraka afsökunar Um 70% eru fylgjandi því að íslensk stjórnvöld biðji Íraka opinberlega afsökunar á stuðningi við hernaðaraðgerðir, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun MMR. 16.4.2010 11:18 Flogið til Skotlands klukkan tvö Icelandair efnir til aukaflugs til Glasgow í Skotlandi, og verður brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 14.00. Í tilkynningu frá félaginu segir að heimild hafi fengist til flugsins. Í ljósi þess hversu margir farþegar eru staðsettir hér á landi sem strandaglópar vegna eldgossins hefur verið ákveðið að bjóða upp á flug þangað. 16.4.2010 10:49 Opnun tefst enn um sinn - gamla brúin opin með takmörkunum Ljóst er að hringvegurinn við Markarfljót verður ekki opnaður á hádegi eins og stefnt var að. Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að vegna flóðanna í gærkvöldi og í nótt hafa skapast nýjar aðstæður. Gamla brúin yfir Markarfljót hefur þó verið opnuð, með takmörkunum þó. 16.4.2010 10:38 Aftur boðað til mótmæla fyrir framan heimili Þorgerðar Aftur hefur verið boðað til mótmæla fyrir framan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í kvöld. Nokkrir mótmæltu fyrir framan heimili hennar í gær. Benedikt Guðmundsson, sölustjóri hjá Steypustöðinni, fékk boð um að mæta á mótmælin með SMS-skilaboðum. Hann gagnrýnir þessa aðferðarfræði harðlega. 16.4.2010 10:34 Aftökur á Gaza ströndinni Aftökusveit Hamas samtakanna á Gaza ströndinni skaut í gær til bana tvo Palestínumenn sem höfðu verið sakaðir um samvinnu við Ísraela. 16.4.2010 10:31 Árekstur í Ártúnsbrekku Árekstur varð á milli strætó og fólksbíls í Ártúnsbrekku fyrir stundu. Dælubíll frá slökkviliðinu og sjúkrabíll hafa verið sendir á staðinn. Á þessari stundu er ekki vitað um tildrög áreksturins né heldur hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki. 16.4.2010 10:23 Náðu upp flaki af herskipi Björgunarsveitir í Suður-Kóreu hafa náð upp á yfirborðið framhluta herskips sem sökk eftir dularfulla sprengingu í síðasta mánuði. Skipið brotnaði í tvennt við sprenginguna. 16.4.2010 10:18 Ríkislögreglustjóri fundar með ríkisstjórn um náttúruhamfarirnar Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar, mæta á fund ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálftíu í morgun. Þar munu þeir kynna stöðu mála vegna náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli. 16.4.2010 09:29 Niinistö: Vaxtakröfur Breta og Hollendinga allt of háar Heimir Már Pétursson skrifar frá Finnlandi: Sauli Niinistö, forseti finnska þingsins segir að Bretar og Hollendirngar fari fram á allt of háa vexti af Íslendingum vegna Icesave. Það verði hinsvegar ekki gott fyrir Íslendinga að verða fyrsta þjóðin á vesturlöndum sem stendur ekki við skuldbindingar sínar. 16.4.2010 08:28 Icelandair aflýsir flugi til Evrópuborga í dag Icelandair hefur tilkynnt að flugi félagsins í dag til sex Evrópuborga hefur verið aflýst. Flugi FI318 til Osló, og flugi FI436 til Manchester/Glasgow hefur verið seinkað til kl. 16.00 í dag í þeirri von að heimildir til flugs til þessara staða verði veittar þegar líður á daginn. 16.4.2010 07:55 Flugumferð enn í molum vegna gossins Hundruð þúsunda farþega hafa orðið að fresta eða aflýsa ferðum sína víðsvegar um Norður Evrópu og í gær var fimm þúsund flugferðum aflýst í gær vegna gossins. 16.4.2010 07:11 Tvö flóð í Markarfljóti í nótt Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. 16.4.2010 07:03 „All out of luck“ í Leifsstöð Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Englandi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. 16.4.2010 06:00 Lítið hægt að segja um gosið „Um framtíð gossins er lítið hægt að segja,“ sagði Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ, í gærdag. Fyrst og fremst byggi jarðvísindamenn á reynslu þegar þeir spái fyrir um gos og nánast engin reynsla sé af gosi í Eyjafjallajökli. Eina gosið sem talsvert er vitað um sé gosið 1821. „Og það er takmarkað sem hægt er að læra af einu gosi. Eldfjall er því marki brennt að það breytist í gosum og næsta gos verður í breyttu eldfjalli.“ 16.4.2010 06:00 Endurskoðun tekin fyrir ári of seint Ekki kemur í ljós fyrr en að afloknum fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í dag hvort náðst hefur að tryggja fjármögnun á framgangi efnahagsáætlunar Íslands og AGS. 16.4.2010 06:00 „Hlykkjaðist fram eins og ormur“ „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. 16.4.2010 06:00 Hélt að konan væri frá Suður-Ameríku „Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir,“ segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. 16.4.2010 06:00 Eins og á allt annarri plánetu „Það var eins og maður væri kominn á aðra plánetu,“ segir Reynir Ragnarsson í Vík, sem var á ferð um Mýrdal í gærmorgun með jarðvísindamönnum að taka sýni úr gosöskunni. 16.4.2010 05:45 Vel heppnuð aðgerð „Þessi aðgerð, að rjúfa hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrúnni, heppnaðist fullkomlega. Hér hefur verið unnið mikið og gott verk,“ sagði Kristján Möller samgönguráðherra þegar hann virti fyrir sér aðstæður á veginum við Markarfljótsbrúna um hádegisbil í gær. 16.4.2010 05:00 Askan ógnar ekki dýrum Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við, segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. 16.4.2010 05:00 Naumlega tókst að senda fisk til Liège Í gærmorgun tókst að senda fragtvél til Liège í Belgíu með 37 tonn af fiski af þeim um 50 tonnum sem til stóð að flytja út. Ekki var hins vegar hægt að millilenda í Englandi, eins og venja er, heldur þurfti að flytja átta tonn með flutningabílum frá Liège til kaupenda á Bretlandseyjum. 16.4.2010 04:45 Í miðju kafi við mjaltirnar „Ég var á miðju kafi við mjaltir þegar aðvörun barst í gemsann,“ segir Hafsteinn Jónsson. Hann var staddur í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Hann var strax farinn að búa sig til farar aftur heim í Akurey í Vestur-Landeyjum. 16.4.2010 04:30 Kostnaður flugfélaga hleypur á milljónum Þær þúsundir flugfarþega, sem ekki komust leiðar sinnar með íslensku flugfélögunum í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, eiga rétt á endurgreiðslu eða nýjum farseðlum. Ferðatryggingar gilda hins vegar ekki um tafir vegna eldgosa og náttúruhamfara og tjón, svo sem hótelherbergi eða bílaleigubíla sem ekki er hægt að nýta á áfangastað, fæst því ekki bætt. 16.4.2010 03:45 Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini „Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. 16.4.2010 03:45 Drunurnar eins og í þotu að lenda „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaups í Markarfljóti um klukkan 19 í gærkvöldi, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. 16.4.2010 03:00 Grímsvötn í startholunum Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli hófst í fyrradag gerðu aðrar eldstöðvar vart við sig. 16.4.2010 02:00 Búið að aflétta rýmingu að hluta til Búið er að aflétta rýmingu að hluta til á bæjum í kringum Eyjafjallajökul. Íbúar tuttugu bæja þurfa þó að finna sér annan svefnstað. Það er nákvæmlega sama tilhögun og var í gær. 15.4.2010 21:45 Morgunflugi Iceland Express seinkað Vélum Iceland Express til London og Kaupmannahafnar í fyrramálið, sem áttu að fara klukkan sjö hefur verið seinkað til klukkan ellefu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 15.4.2010 22:50 Obama kemst hugsanlega ekki í jarðaför vegna eldgossins á Íslandi Það er óljóst hvort forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, komist í útför Lech Kaczynski í Póllandi sem á að fara fram á Laugardaginn. Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli. 15.4.2010 22:34 Lokaðist inni í Fljótshlíðinni þegar flóðið brast á Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótshlíðinni, varð innlyksa í hlaupinu núna í kvöld. „Ég heyrði miklar drunur og ályktaði svo að það væri að koma nýtt flóð,“ segir Anna. 15.4.2010 21:13 Hlaupið kom úr toppgígnum „Þetta á eftir að halda svona áfram,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. 15.4.2010 21:03 Öllu morgunflugi frestað til hádegis Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til eftirtalinna Evrópuborga í fyrramálið, að morgni 16. apríl, verði seinkað til klukkan 12.00 á hádegi að íslenskum tíma. Jafnframt er flugi til Íslands frá þessum borgum seinkað. 15.4.2010 20:58 Enn bjarga skörðin - flóðið nær hámarki Hlaupið er búið að ná að þjóðveginum og það er töluvert rennsli í gegnum skörðin sem voru rofin í veginn fyrsta daginn. Mikið straumur fer í gegnum þau skörð núna að sögn Andra Ólafssonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem er á vettvangi. 15.4.2010 20:53 Hættu að mótmæla þegar Kristján kom til dyranna með dóttur sína Hópur mótmælenda fór að heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, og eiginmanns hennar, Kristjáns Arason, í kvöld. Mótmælendur voru með potta og pönnur auk gjallahorns. Samkvæmt heimildum Vísis voru mótmælin skipulögð í gegnum SMS. 15.4.2010 20:45 Fólk situr bara og bíður í Hvolsskóla „Fólk er ótrúlega rólegt. Það er rólegt og þakklátt," segir Árný Hrund Svavarsdóttir, starfsmaður fjöldahjálpamiðstöðvar Rauða krossins. 15.4.2010 20:35 Hlaupið nálgast efri brúna Hlaupið úr Eyjafjallajökli fer senn að nálgast efri brúna samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli. 15.4.2010 20:03 Flóðið í kvöld stærra en í gær - rýming vel á veg komin Flóðið sem er á leiðinni niður Eyjafjallajökul sem er að koma niður Gígjökul vegna gossins í Eyjafjallaökli er stærra en flóðið í gær að sögn Rögnvalds Ólafssonar hjá Almannavörnum. 15.4.2010 19:52 Skortur á mat í Vík - fólki ráðlagt að ganga með grímur Öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið mikið austan við Mýrdalsjökul í dag. Íbúum þar hefur verið ráðlagt að ganga með grímur. Búist er við að vindur snúist annað kvöld og þá gæti aska farið að berast til Víkur, Vestmannaeyja og jafnvel á Hvolsvöll. 15.4.2010 18:42 Í gæsluvarðhald vegna gruns um 300 milljón króna fjársvik Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. 15.4.2010 18:37 Nauðsynlegt að verja bíla sína fyrir skemmdum Ökumenn verða að passa bíla sína séu þeir á slóðum þar sem búast má við öskufalli. Vélarnar eru líklegar til að soga að sér öskuna þannig að hún stífli bílana. Það gæti valdið umtalsverðu tjóni fyrir bifreiðaeigendur. 15.4.2010 16:27 Varnargarðarnir virðast halda við efri brúna Flóðið lamdi duglega á varnargörðunum við efri brúna að sögn Ásgeirs Árnasonar, bónda við Stórumörk 3, sem er nærri Þórsmörk. Hann fylgist með flóðinu og lýsti því þannig að það virtist minna í því heldur en í gær en það væri þó allt öðruvísi. Vatnið væri fullt af ís auk krapa og eðju. 15.4.2010 20:26 Unnur Brá: Vona að varnargarðarnir haldi „Ég vona bara að varnargarðarnir haldi,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður sem býr á Hvolsvelli. Þar er nú fólk úr Landeyjum og Fljótshlíðinni að safnast saman í fjöldahjálparmiðstöðinni í Hvolsskóla vegna hlaupsins sem nú rennur úr Eyjafjallajökli. 15.4.2010 20:19 Sjá næstu 50 fréttir
Gosstrókar náðu 8 km hæð í morgun Gosstrókar fóru upp fyrir 8 km hæð þrisvar í morgun en er að jafnaði í um 5 kílómetra hæð. Óróatoppar komu fram á svipuðum tíma á skjálftamælum. Þeir voru þó orkuminni en púlsar sem komu fram fyrir hlaupið í gær. Óróatopparnir sjálst á jarðskjálftamælum frá Kaldárseli í Hafnarfirði að Kálfafelli í Suðursveit. 16.4.2010 12:12
Komu mjólk yfir gömlu brúna Þrír stórir mjólkurbílar fóru yfir gömlu brúnna á Markarfljóti klukkan hálf tíu í morgun og eru byrjaðir að safna mjólk af bæjum fyrir austan fljótið. Hún verður svo selflutt á léttum bíl vestur yfir brúnna. 16.4.2010 11:57
Öskulag sest á bíla í Danmörku Öskulag hefur lagst á bíla á vesturhluta Jótlands í Danmörku, samkvæmt frétt Jyllands Posten. Á vefútgáfu blaðsins segir að burtséð frá þeirri röskun sem hafi orðið á flugi ætti það að vera ómögulegt að Danir upplifi öskufall frá gosinu í Eyjafjallajökli. Þetta hafi nú samt gerst. 16.4.2010 11:44
Nærri 70% vilja biðja Íraka afsökunar Um 70% eru fylgjandi því að íslensk stjórnvöld biðji Íraka opinberlega afsökunar á stuðningi við hernaðaraðgerðir, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun MMR. 16.4.2010 11:18
Flogið til Skotlands klukkan tvö Icelandair efnir til aukaflugs til Glasgow í Skotlandi, og verður brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 14.00. Í tilkynningu frá félaginu segir að heimild hafi fengist til flugsins. Í ljósi þess hversu margir farþegar eru staðsettir hér á landi sem strandaglópar vegna eldgossins hefur verið ákveðið að bjóða upp á flug þangað. 16.4.2010 10:49
Opnun tefst enn um sinn - gamla brúin opin með takmörkunum Ljóst er að hringvegurinn við Markarfljót verður ekki opnaður á hádegi eins og stefnt var að. Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að vegna flóðanna í gærkvöldi og í nótt hafa skapast nýjar aðstæður. Gamla brúin yfir Markarfljót hefur þó verið opnuð, með takmörkunum þó. 16.4.2010 10:38
Aftur boðað til mótmæla fyrir framan heimili Þorgerðar Aftur hefur verið boðað til mótmæla fyrir framan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í kvöld. Nokkrir mótmæltu fyrir framan heimili hennar í gær. Benedikt Guðmundsson, sölustjóri hjá Steypustöðinni, fékk boð um að mæta á mótmælin með SMS-skilaboðum. Hann gagnrýnir þessa aðferðarfræði harðlega. 16.4.2010 10:34
Aftökur á Gaza ströndinni Aftökusveit Hamas samtakanna á Gaza ströndinni skaut í gær til bana tvo Palestínumenn sem höfðu verið sakaðir um samvinnu við Ísraela. 16.4.2010 10:31
Árekstur í Ártúnsbrekku Árekstur varð á milli strætó og fólksbíls í Ártúnsbrekku fyrir stundu. Dælubíll frá slökkviliðinu og sjúkrabíll hafa verið sendir á staðinn. Á þessari stundu er ekki vitað um tildrög áreksturins né heldur hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki. 16.4.2010 10:23
Náðu upp flaki af herskipi Björgunarsveitir í Suður-Kóreu hafa náð upp á yfirborðið framhluta herskips sem sökk eftir dularfulla sprengingu í síðasta mánuði. Skipið brotnaði í tvennt við sprenginguna. 16.4.2010 10:18
Ríkislögreglustjóri fundar með ríkisstjórn um náttúruhamfarirnar Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar, mæta á fund ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálftíu í morgun. Þar munu þeir kynna stöðu mála vegna náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli. 16.4.2010 09:29
Niinistö: Vaxtakröfur Breta og Hollendinga allt of háar Heimir Már Pétursson skrifar frá Finnlandi: Sauli Niinistö, forseti finnska þingsins segir að Bretar og Hollendirngar fari fram á allt of háa vexti af Íslendingum vegna Icesave. Það verði hinsvegar ekki gott fyrir Íslendinga að verða fyrsta þjóðin á vesturlöndum sem stendur ekki við skuldbindingar sínar. 16.4.2010 08:28
Icelandair aflýsir flugi til Evrópuborga í dag Icelandair hefur tilkynnt að flugi félagsins í dag til sex Evrópuborga hefur verið aflýst. Flugi FI318 til Osló, og flugi FI436 til Manchester/Glasgow hefur verið seinkað til kl. 16.00 í dag í þeirri von að heimildir til flugs til þessara staða verði veittar þegar líður á daginn. 16.4.2010 07:55
Flugumferð enn í molum vegna gossins Hundruð þúsunda farþega hafa orðið að fresta eða aflýsa ferðum sína víðsvegar um Norður Evrópu og í gær var fimm þúsund flugferðum aflýst í gær vegna gossins. 16.4.2010 07:11
Tvö flóð í Markarfljóti í nótt Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. 16.4.2010 07:03
„All out of luck“ í Leifsstöð Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Englandi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. 16.4.2010 06:00
Lítið hægt að segja um gosið „Um framtíð gossins er lítið hægt að segja,“ sagði Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ, í gærdag. Fyrst og fremst byggi jarðvísindamenn á reynslu þegar þeir spái fyrir um gos og nánast engin reynsla sé af gosi í Eyjafjallajökli. Eina gosið sem talsvert er vitað um sé gosið 1821. „Og það er takmarkað sem hægt er að læra af einu gosi. Eldfjall er því marki brennt að það breytist í gosum og næsta gos verður í breyttu eldfjalli.“ 16.4.2010 06:00
Endurskoðun tekin fyrir ári of seint Ekki kemur í ljós fyrr en að afloknum fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í dag hvort náðst hefur að tryggja fjármögnun á framgangi efnahagsáætlunar Íslands og AGS. 16.4.2010 06:00
„Hlykkjaðist fram eins og ormur“ „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. 16.4.2010 06:00
Hélt að konan væri frá Suður-Ameríku „Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir,“ segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. 16.4.2010 06:00
Eins og á allt annarri plánetu „Það var eins og maður væri kominn á aðra plánetu,“ segir Reynir Ragnarsson í Vík, sem var á ferð um Mýrdal í gærmorgun með jarðvísindamönnum að taka sýni úr gosöskunni. 16.4.2010 05:45
Vel heppnuð aðgerð „Þessi aðgerð, að rjúfa hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrúnni, heppnaðist fullkomlega. Hér hefur verið unnið mikið og gott verk,“ sagði Kristján Möller samgönguráðherra þegar hann virti fyrir sér aðstæður á veginum við Markarfljótsbrúna um hádegisbil í gær. 16.4.2010 05:00
Askan ógnar ekki dýrum Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við, segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. 16.4.2010 05:00
Naumlega tókst að senda fisk til Liège Í gærmorgun tókst að senda fragtvél til Liège í Belgíu með 37 tonn af fiski af þeim um 50 tonnum sem til stóð að flytja út. Ekki var hins vegar hægt að millilenda í Englandi, eins og venja er, heldur þurfti að flytja átta tonn með flutningabílum frá Liège til kaupenda á Bretlandseyjum. 16.4.2010 04:45
Í miðju kafi við mjaltirnar „Ég var á miðju kafi við mjaltir þegar aðvörun barst í gemsann,“ segir Hafsteinn Jónsson. Hann var staddur í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Hann var strax farinn að búa sig til farar aftur heim í Akurey í Vestur-Landeyjum. 16.4.2010 04:30
Kostnaður flugfélaga hleypur á milljónum Þær þúsundir flugfarþega, sem ekki komust leiðar sinnar með íslensku flugfélögunum í gær vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, eiga rétt á endurgreiðslu eða nýjum farseðlum. Ferðatryggingar gilda hins vegar ekki um tafir vegna eldgosa og náttúruhamfara og tjón, svo sem hótelherbergi eða bílaleigubíla sem ekki er hægt að nýta á áfangastað, fæst því ekki bætt. 16.4.2010 03:45
Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini „Það var eins og hann rankaði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur, sem á þriðjudag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fótsnyrtingu. 16.4.2010 03:45
Drunurnar eins og í þotu að lenda „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaups í Markarfljóti um klukkan 19 í gærkvöldi, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. 16.4.2010 03:00
Grímsvötn í startholunum Þegar eldgosið í Eyjafjallajökli hófst í fyrradag gerðu aðrar eldstöðvar vart við sig. 16.4.2010 02:00
Búið að aflétta rýmingu að hluta til Búið er að aflétta rýmingu að hluta til á bæjum í kringum Eyjafjallajökul. Íbúar tuttugu bæja þurfa þó að finna sér annan svefnstað. Það er nákvæmlega sama tilhögun og var í gær. 15.4.2010 21:45
Morgunflugi Iceland Express seinkað Vélum Iceland Express til London og Kaupmannahafnar í fyrramálið, sem áttu að fara klukkan sjö hefur verið seinkað til klukkan ellefu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 15.4.2010 22:50
Obama kemst hugsanlega ekki í jarðaför vegna eldgossins á Íslandi Það er óljóst hvort forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, komist í útför Lech Kaczynski í Póllandi sem á að fara fram á Laugardaginn. Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli. 15.4.2010 22:34
Lokaðist inni í Fljótshlíðinni þegar flóðið brast á Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótshlíðinni, varð innlyksa í hlaupinu núna í kvöld. „Ég heyrði miklar drunur og ályktaði svo að það væri að koma nýtt flóð,“ segir Anna. 15.4.2010 21:13
Hlaupið kom úr toppgígnum „Þetta á eftir að halda svona áfram,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. 15.4.2010 21:03
Öllu morgunflugi frestað til hádegis Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til eftirtalinna Evrópuborga í fyrramálið, að morgni 16. apríl, verði seinkað til klukkan 12.00 á hádegi að íslenskum tíma. Jafnframt er flugi til Íslands frá þessum borgum seinkað. 15.4.2010 20:58
Enn bjarga skörðin - flóðið nær hámarki Hlaupið er búið að ná að þjóðveginum og það er töluvert rennsli í gegnum skörðin sem voru rofin í veginn fyrsta daginn. Mikið straumur fer í gegnum þau skörð núna að sögn Andra Ólafssonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem er á vettvangi. 15.4.2010 20:53
Hættu að mótmæla þegar Kristján kom til dyranna með dóttur sína Hópur mótmælenda fór að heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, og eiginmanns hennar, Kristjáns Arason, í kvöld. Mótmælendur voru með potta og pönnur auk gjallahorns. Samkvæmt heimildum Vísis voru mótmælin skipulögð í gegnum SMS. 15.4.2010 20:45
Fólk situr bara og bíður í Hvolsskóla „Fólk er ótrúlega rólegt. Það er rólegt og þakklátt," segir Árný Hrund Svavarsdóttir, starfsmaður fjöldahjálpamiðstöðvar Rauða krossins. 15.4.2010 20:35
Hlaupið nálgast efri brúna Hlaupið úr Eyjafjallajökli fer senn að nálgast efri brúna samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli. 15.4.2010 20:03
Flóðið í kvöld stærra en í gær - rýming vel á veg komin Flóðið sem er á leiðinni niður Eyjafjallajökul sem er að koma niður Gígjökul vegna gossins í Eyjafjallaökli er stærra en flóðið í gær að sögn Rögnvalds Ólafssonar hjá Almannavörnum. 15.4.2010 19:52
Skortur á mat í Vík - fólki ráðlagt að ganga með grímur Öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið mikið austan við Mýrdalsjökul í dag. Íbúum þar hefur verið ráðlagt að ganga með grímur. Búist er við að vindur snúist annað kvöld og þá gæti aska farið að berast til Víkur, Vestmannaeyja og jafnvel á Hvolsvöll. 15.4.2010 18:42
Í gæsluvarðhald vegna gruns um 300 milljón króna fjársvik Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum. 15.4.2010 18:37
Nauðsynlegt að verja bíla sína fyrir skemmdum Ökumenn verða að passa bíla sína séu þeir á slóðum þar sem búast má við öskufalli. Vélarnar eru líklegar til að soga að sér öskuna þannig að hún stífli bílana. Það gæti valdið umtalsverðu tjóni fyrir bifreiðaeigendur. 15.4.2010 16:27
Varnargarðarnir virðast halda við efri brúna Flóðið lamdi duglega á varnargörðunum við efri brúna að sögn Ásgeirs Árnasonar, bónda við Stórumörk 3, sem er nærri Þórsmörk. Hann fylgist með flóðinu og lýsti því þannig að það virtist minna í því heldur en í gær en það væri þó allt öðruvísi. Vatnið væri fullt af ís auk krapa og eðju. 15.4.2010 20:26
Unnur Brá: Vona að varnargarðarnir haldi „Ég vona bara að varnargarðarnir haldi,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður sem býr á Hvolsvelli. Þar er nú fólk úr Landeyjum og Fljótshlíðinni að safnast saman í fjöldahjálparmiðstöðinni í Hvolsskóla vegna hlaupsins sem nú rennur úr Eyjafjallajökli. 15.4.2010 20:19