Fleiri fréttir Nítján lögregluþjónar útskrifaðir Nítján nemendur verða brautskráðir frá grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins. Athöfnin fer fram í Bústaðakirkju, hún hefst klukkan tvö og lýkur um klukkan hálffjögur. 15.4.2010 12:49 Álfheiður hætt við að áminna Steingrím Ara Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra er hætt við áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Álfheiður upplýsti þetta í óundibúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. 15.4.2010 12:03 Gert ráð fyrir óbreyttri vindátt á næstunni Veðurstofan gerir ráð fyrir því að vindátt haldist að mestu óbreytt í dag og fram eftir degi á morgun. Gosmökkurinn sem blæs nú yfir Skandinavíu og Norður Evrópu virðist því ekki á förum enn um sinn. 15.4.2010 12:03 Rannsóknarskýrslan bókmenntaverk "Það væri að minnsta kosti fróðlegt að leggja hana fram til bókmenntaverðlaunanna, segir Andri Snær Magnason rithöfundur um rannsóknarskýrslu Alþingis. Andri segir skýrsluna vel skrifaða og yfirgripsmikla og færi umræðuna á nýtt plan. 15.4.2010 11:44 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15.4.2010 11:42 Hrikalegt öskufall við Kirkjubæjarklaustur „Það er öskusnjór sem liggur yfir öllu og grátt lag á rúðunum," segir Fanney Jóhannsdóttir, sem er bóndi á Efri Ey II við Kirkjubæjarklaustur. Hún segir að á jörðinni við bæinn líti askan út fyrir að vera mjög dökk. Um sé að ræða síðbúinn og dökkan jólasnjór. 15.4.2010 11:39 Öskufall ætti ekki að ógna öryggi bufjár Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við. Það kann þó að verða þröngt á þingi í mörgum fjárhúsum yfir sauðburðinn, sem er að hefjast. 15.4.2010 11:17 Askan stöðvar allt flug í Norður - Evrópu Til stendur að loka allri lofthelginni yfir Bretlandi klukkan ellefu. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur þetta valdið töluverðri skelfingu hjá flugmálayfirvöldum þar í landi vegna þess að ekki hefur fengist á hreint hvert eigi að senda þær vélar sem fyrirhugað var að yrði flogið um lofthelgina. 15.4.2010 10:42 Magnaðar myndir af hlaupinu Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðisins náði að fanga myndir af aðstæðum fyrir austan fjall eftir að þegar að hlaupið gekk yfir. Eins og fram hefur komið þurfti að rjúfa þjóðveginn til þess að taka þungann af nýju brúnni yfir Markarfljót. Það tókst sem betur fer. 15.4.2010 10:32 Gosmökkur drap á öllum hreyflum breiðþotu Það var árið 1982 sem menn gerðu sér grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. 15.4.2010 10:28 Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. 15.4.2010 10:26 Búast við að loka Kastrup klukkan þrjú Eftir því sem askan úr Eyjafjallajökli færist yfir Evrópu aukast áhrifin á flugumferð. Flugmálayfirvöld í Danmörku miða nú við að loka Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn klukkan þrjú að íslenskum tíma. Ennfremur verður sett bann við öllu flugi í danskri lofthelgi klukkan fjögur . Nú þegar hefur verið mikl röskun á flugvellinum og hefur þurft að seinka og aflýsa fjölda ferða. 15.4.2010 10:14 Undirbúa viðgerð á þjóðvegi eftir hlaupið Vegagerðarmenn eru þegar farnir að undribúða viðgerð á þjóðvegi eitt, sem rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær. 15.4.2010 09:55 Um 1100 strandaglópar í Leifsstöð Um 1100 manns bíða eftir flugi á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa Keflavíkurflugvallar. 15.4.2010 09:19 Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. 15.4.2010 08:54 Mýrdalssandur lokaður Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli kemur fram að verið sé að loka Mýrdalsjökli vegna öskufalls. Þar er nú öskufall austast á sandinum og skyggni lítið sem ekkert. 15.4.2010 08:21 Eldur í Rússatogara Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang um tíuleytið, lagði töluverðan reyk upp af skipinu og voru reykkafarar sendir undir þiljur. 15.4.2010 07:12 Gosið var stöðugt í nótt Gosið í Eyjafjallajökli var ámóta kraftmikið í alla nótt og það var í gær. Þar hefur gengið á með sprengingum og töluverðu öskufalli sem hefur borist með vindi til austurs í Skaftártungurnar, Meðallandið og Landbrotið. 15.4.2010 07:07 Askan úr Eyjafjallajökli lokar fjölda flugvalla í Evrópu Aska frá gosinu Í Eyjafjallajökli hefur haft mikil áhrif á flugumferð í norðanverðri Evrópu. Flugvöllum í London, Heathrow, Gatwick og Stansted hefur verið lokað. Sama má segja um Belfast og Newcastle. Algert flugbann er nú í gildi í Noregi og hefur Gardemoen vellinum í Osló þar með verið lokað. Flugumferð yfir Norður-Svíþjóð hefur verið bönnuð frá því í nótt og búist er við að flugbannið verði stækkað í Svíþjóð þegar líður á morguninn og daginn. 15.4.2010 06:59 Agndofa gagnvart þessum kröftum Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. 15.4.2010 06:00 Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. 15.4.2010 06:00 Árni neitaði að mæta fyrir rétt í eigin máli Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, var fjarstaddur þegar réttarhöld fóru fram í skaða- og miskabótamáli á hendur honum og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það er hæstaréttarlögmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem krefst fimm milljóna króna bóta vegna skipunar Árna á Þorsteini Davíðssyni sem héraðsdómara á Norðurlandi vestra í desember 2007. 15.4.2010 05:00 Vík í viðbragðsstöðu Íbúar í Vík í Mýrdal og nágrenni eru í viðbragðsstöðu ef Katla skyldi láta á sér kræla. Þetta sagði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík, við Fréttablaðið í gær. 15.4.2010 04:45 Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. 15.4.2010 04:30 Beðnar að hrella ekki foreldra með sms Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. 15.4.2010 04:00 Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. 15.4.2010 03:00 Hækkaði í verði á meðan aðrir lækkuðu Verð óskráðra félaga Landsbankans var hækkað í reikningum bankans á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þannig hafi málum verið háttað í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll. 15.4.2010 03:00 Hundrað milljarða lán mánuði fyrir hrunið Björgólfsfeðgar keyrðu viðskiptaveldi sitt áfram á lánveitingum frá Landsbankanum. Fall annars þeirra hefði sett tvo banka á hliðina, að mati dansks bankasérfræðings. 15.4.2010 03:00 Við jökul þegar gos hófst „Þau voru stödd undir Gígjökli þegar ég hringdi í þau og sagði þeim að snúa við. Þá var klukkan hálfeitt,“ segir Hreinn Óskarsson, verkefnisstjóri Hekluskóga. 15.4.2010 02:45 Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. 15.4.2010 02:00 Kostaði hundruð manna lífið Að minnsta kosti 400 manns fórust og meira en tíu þúsund meiddust þegar jarðskjálfti varð í fjallahéruðum í vestanverðu Kína, skammt norður af Tíbet. Fjölmargir grófust undir húsarústum, meðal annars börn í skólum sem hrundu til grunna, og er búist við að tala látinna muni hækka nokkuð. 15.4.2010 02:00 Nokkrar leiðir að Kötlugosi Nábýli Eyjafjallajökuls og Kötlu hefur orðið tilefni vangaveltna um áhrif gossins í Eyjafjallajökli á Kötlu. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir nokkra möguleika á því hvaða áhrif gosið í Eyjafjallajökli hefur á Kötlu. 15.4.2010 02:00 Létt yfir gestum í hjálparmiðstöð Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. 15.4.2010 02:00 Skipið sem kviknaði í var rússneskt - skipverjar heimilislausir Skipið sem kviknaði í við Hafnafjarðarhöfn er rússneskt en skipverjar búa í skipinu á meðan þeir eru hér á landi. Slökkviliðið hafði ekki slökkt eldinn endanlega en var með fulla stjórn á honum. 14.4.2010 23:27 Gangur eldgossins er stöðugur - vart hefur orðið við öskufall Gangur eldgossins í Eyjafjallajökli er stöðugur samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Í dag og í kvöld hefur gengið á með sprengivirkni sem fylgir öskufall. 14.4.2010 22:57 Óhugnanlegt návígi við gosstöðvarnar „Þetta er bara óhugnanlegt“ sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri en hann sendi Vísi þessa mögnuðu mynd sem sýnir návígi býlisins við eldstöðvarnar. 14.4.2010 21:07 Búfjáreigendur hvattir til þess að fylgjast grannt með öskufalli Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgossins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild. 14.4.2010 21:55 Búið að lesa fjögur bindi eftir þrotlausan lestur í tvo sólarhring Leikarar Borgarleikhússins hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þrotlaust síðan hún kom út á mánudaginn en þeir eru að lesa fjórða bindið núna. Á heimasíðu leikhússins kemur fram að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar. 14.4.2010 21:31 Ólafur Ragnar hafnar siðferðilegum áfellisdómi rannsóknarefndar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir skýrslu siðanefndar í Rannsóknarskýrslu Alþingis vera uppfulla af rangfærslum og villum. Þetta sagði hann í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag. 14.4.2010 21:17 Hlaupið minna en það fyrra - þó meira krap í því Flóðið úr Eyjafjallajökli er komið niður að nýju Markafljótsbrú. Það er minna en flóðið sem skall á í hádeginu í dag að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli en aftur á móti er meira krap í þessu flóði. Þó er óljóst hvort það hafi einhver sérstök áhrif. 14.4.2010 20:39 Bjarni Ben: Hrunið gerðist þrátt fyrir stefnu flokksins, ekki vegna hennar Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafnar alfarið að hrunið hafi orðið vegna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að flokkurinn eigi samleið með því siðrofi sem varð á Íslandi. Þetta sagði hann í Kastljósi í kvöld. 14.4.2010 20:28 Nær allir útrásavíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda Nær allir útrásarvíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda. Aðeins þrír af stærstu leikendunum í viðskiptalífinu fyrir bankahrun eru með lögheimili sitt skráð á Íslandi. Vegna þessa verða sakamál þyngri í vöfum og seinlegri auk þess sem innheimtuaðgerðir verða erfiðari segir lögmaður. 14.4.2010 20:13 Allt millilandaflug gæti stöðvast vegna eldgossins Allt millilandaflug til og frá landinu gæti stöðvast vegna eldgossins en hagstæðar vindáttir hafa ráðið því að aðeins hefur þurft að loka einum millilandaflugvelli af fjórum í dag. 14.4.2010 19:46 Eiginkona Guðjóns gröfumanns hafði áhyggjur af manninum sínum „Hún Heiðdís hafði dálitlar áhyggjur af manni en hún treystir kallinum,“ segir Guðjón Sveinsson, gröfumaðurinn sem rauf veginn við Markafljótsbrú. 14.4.2010 19:33 Fjármálaráðherrann strandaglópur - þyrla kom til bjargar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir mikla mildi að tekist hafi að bjarga verðmætum mannvirkjum skammt frá jökulhlaupinu við Eyjafjallajökul í morgun. Hann fór austur þegar hann frétti af gosinu og slóst síðan í hóp með jarðfræðingum og vatnamælingamönnum. 14.4.2010 19:16 Sjá næstu 50 fréttir
Nítján lögregluþjónar útskrifaðir Nítján nemendur verða brautskráðir frá grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins. Athöfnin fer fram í Bústaðakirkju, hún hefst klukkan tvö og lýkur um klukkan hálffjögur. 15.4.2010 12:49
Álfheiður hætt við að áminna Steingrím Ara Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra er hætt við áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Álfheiður upplýsti þetta í óundibúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. 15.4.2010 12:03
Gert ráð fyrir óbreyttri vindátt á næstunni Veðurstofan gerir ráð fyrir því að vindátt haldist að mestu óbreytt í dag og fram eftir degi á morgun. Gosmökkurinn sem blæs nú yfir Skandinavíu og Norður Evrópu virðist því ekki á förum enn um sinn. 15.4.2010 12:03
Rannsóknarskýrslan bókmenntaverk "Það væri að minnsta kosti fróðlegt að leggja hana fram til bókmenntaverðlaunanna, segir Andri Snær Magnason rithöfundur um rannsóknarskýrslu Alþingis. Andri segir skýrsluna vel skrifaða og yfirgripsmikla og færi umræðuna á nýtt plan. 15.4.2010 11:44
Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15.4.2010 11:42
Hrikalegt öskufall við Kirkjubæjarklaustur „Það er öskusnjór sem liggur yfir öllu og grátt lag á rúðunum," segir Fanney Jóhannsdóttir, sem er bóndi á Efri Ey II við Kirkjubæjarklaustur. Hún segir að á jörðinni við bæinn líti askan út fyrir að vera mjög dökk. Um sé að ræða síðbúinn og dökkan jólasnjór. 15.4.2010 11:39
Öskufall ætti ekki að ógna öryggi bufjár Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við. Það kann þó að verða þröngt á þingi í mörgum fjárhúsum yfir sauðburðinn, sem er að hefjast. 15.4.2010 11:17
Askan stöðvar allt flug í Norður - Evrópu Til stendur að loka allri lofthelginni yfir Bretlandi klukkan ellefu. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur þetta valdið töluverðri skelfingu hjá flugmálayfirvöldum þar í landi vegna þess að ekki hefur fengist á hreint hvert eigi að senda þær vélar sem fyrirhugað var að yrði flogið um lofthelgina. 15.4.2010 10:42
Magnaðar myndir af hlaupinu Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðisins náði að fanga myndir af aðstæðum fyrir austan fjall eftir að þegar að hlaupið gekk yfir. Eins og fram hefur komið þurfti að rjúfa þjóðveginn til þess að taka þungann af nýju brúnni yfir Markarfljót. Það tókst sem betur fer. 15.4.2010 10:32
Gosmökkur drap á öllum hreyflum breiðþotu Það var árið 1982 sem menn gerðu sér grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. 15.4.2010 10:28
Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum. 15.4.2010 10:26
Búast við að loka Kastrup klukkan þrjú Eftir því sem askan úr Eyjafjallajökli færist yfir Evrópu aukast áhrifin á flugumferð. Flugmálayfirvöld í Danmörku miða nú við að loka Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn klukkan þrjú að íslenskum tíma. Ennfremur verður sett bann við öllu flugi í danskri lofthelgi klukkan fjögur . Nú þegar hefur verið mikl röskun á flugvellinum og hefur þurft að seinka og aflýsa fjölda ferða. 15.4.2010 10:14
Undirbúa viðgerð á þjóðvegi eftir hlaupið Vegagerðarmenn eru þegar farnir að undribúða viðgerð á þjóðvegi eitt, sem rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær. 15.4.2010 09:55
Um 1100 strandaglópar í Leifsstöð Um 1100 manns bíða eftir flugi á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa Keflavíkurflugvallar. 15.4.2010 09:19
Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. 15.4.2010 08:54
Mýrdalssandur lokaður Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli kemur fram að verið sé að loka Mýrdalsjökli vegna öskufalls. Þar er nú öskufall austast á sandinum og skyggni lítið sem ekkert. 15.4.2010 08:21
Eldur í Rússatogara Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang um tíuleytið, lagði töluverðan reyk upp af skipinu og voru reykkafarar sendir undir þiljur. 15.4.2010 07:12
Gosið var stöðugt í nótt Gosið í Eyjafjallajökli var ámóta kraftmikið í alla nótt og það var í gær. Þar hefur gengið á með sprengingum og töluverðu öskufalli sem hefur borist með vindi til austurs í Skaftártungurnar, Meðallandið og Landbrotið. 15.4.2010 07:07
Askan úr Eyjafjallajökli lokar fjölda flugvalla í Evrópu Aska frá gosinu Í Eyjafjallajökli hefur haft mikil áhrif á flugumferð í norðanverðri Evrópu. Flugvöllum í London, Heathrow, Gatwick og Stansted hefur verið lokað. Sama má segja um Belfast og Newcastle. Algert flugbann er nú í gildi í Noregi og hefur Gardemoen vellinum í Osló þar með verið lokað. Flugumferð yfir Norður-Svíþjóð hefur verið bönnuð frá því í nótt og búist er við að flugbannið verði stækkað í Svíþjóð þegar líður á morguninn og daginn. 15.4.2010 06:59
Agndofa gagnvart þessum kröftum Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær. 15.4.2010 06:00
Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. 15.4.2010 06:00
Árni neitaði að mæta fyrir rétt í eigin máli Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, var fjarstaddur þegar réttarhöld fóru fram í skaða- og miskabótamáli á hendur honum og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það er hæstaréttarlögmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem krefst fimm milljóna króna bóta vegna skipunar Árna á Þorsteini Davíðssyni sem héraðsdómara á Norðurlandi vestra í desember 2007. 15.4.2010 05:00
Vík í viðbragðsstöðu Íbúar í Vík í Mýrdal og nágrenni eru í viðbragðsstöðu ef Katla skyldi láta á sér kræla. Þetta sagði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík, við Fréttablaðið í gær. 15.4.2010 04:45
Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. 15.4.2010 04:30
Beðnar að hrella ekki foreldra með sms Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. 15.4.2010 04:00
Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. 15.4.2010 03:00
Hækkaði í verði á meðan aðrir lækkuðu Verð óskráðra félaga Landsbankans var hækkað í reikningum bankans á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þannig hafi málum verið háttað í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll. 15.4.2010 03:00
Hundrað milljarða lán mánuði fyrir hrunið Björgólfsfeðgar keyrðu viðskiptaveldi sitt áfram á lánveitingum frá Landsbankanum. Fall annars þeirra hefði sett tvo banka á hliðina, að mati dansks bankasérfræðings. 15.4.2010 03:00
Við jökul þegar gos hófst „Þau voru stödd undir Gígjökli þegar ég hringdi í þau og sagði þeim að snúa við. Þá var klukkan hálfeitt,“ segir Hreinn Óskarsson, verkefnisstjóri Hekluskóga. 15.4.2010 02:45
Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. 15.4.2010 02:00
Kostaði hundruð manna lífið Að minnsta kosti 400 manns fórust og meira en tíu þúsund meiddust þegar jarðskjálfti varð í fjallahéruðum í vestanverðu Kína, skammt norður af Tíbet. Fjölmargir grófust undir húsarústum, meðal annars börn í skólum sem hrundu til grunna, og er búist við að tala látinna muni hækka nokkuð. 15.4.2010 02:00
Nokkrar leiðir að Kötlugosi Nábýli Eyjafjallajökuls og Kötlu hefur orðið tilefni vangaveltna um áhrif gossins í Eyjafjallajökli á Kötlu. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir nokkra möguleika á því hvaða áhrif gosið í Eyjafjallajökli hefur á Kötlu. 15.4.2010 02:00
Létt yfir gestum í hjálparmiðstöð Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. 15.4.2010 02:00
Skipið sem kviknaði í var rússneskt - skipverjar heimilislausir Skipið sem kviknaði í við Hafnafjarðarhöfn er rússneskt en skipverjar búa í skipinu á meðan þeir eru hér á landi. Slökkviliðið hafði ekki slökkt eldinn endanlega en var með fulla stjórn á honum. 14.4.2010 23:27
Gangur eldgossins er stöðugur - vart hefur orðið við öskufall Gangur eldgossins í Eyjafjallajökli er stöðugur samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Í dag og í kvöld hefur gengið á með sprengivirkni sem fylgir öskufall. 14.4.2010 22:57
Óhugnanlegt návígi við gosstöðvarnar „Þetta er bara óhugnanlegt“ sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri en hann sendi Vísi þessa mögnuðu mynd sem sýnir návígi býlisins við eldstöðvarnar. 14.4.2010 21:07
Búfjáreigendur hvattir til þess að fylgjast grannt með öskufalli Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgossins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild. 14.4.2010 21:55
Búið að lesa fjögur bindi eftir þrotlausan lestur í tvo sólarhring Leikarar Borgarleikhússins hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þrotlaust síðan hún kom út á mánudaginn en þeir eru að lesa fjórða bindið núna. Á heimasíðu leikhússins kemur fram að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar. 14.4.2010 21:31
Ólafur Ragnar hafnar siðferðilegum áfellisdómi rannsóknarefndar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir skýrslu siðanefndar í Rannsóknarskýrslu Alþingis vera uppfulla af rangfærslum og villum. Þetta sagði hann í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag. 14.4.2010 21:17
Hlaupið minna en það fyrra - þó meira krap í því Flóðið úr Eyjafjallajökli er komið niður að nýju Markafljótsbrú. Það er minna en flóðið sem skall á í hádeginu í dag að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli en aftur á móti er meira krap í þessu flóði. Þó er óljóst hvort það hafi einhver sérstök áhrif. 14.4.2010 20:39
Bjarni Ben: Hrunið gerðist þrátt fyrir stefnu flokksins, ekki vegna hennar Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafnar alfarið að hrunið hafi orðið vegna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að flokkurinn eigi samleið með því siðrofi sem varð á Íslandi. Þetta sagði hann í Kastljósi í kvöld. 14.4.2010 20:28
Nær allir útrásavíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda Nær allir útrásarvíkingarnir hafa flutt lögheimili sitt til útlanda. Aðeins þrír af stærstu leikendunum í viðskiptalífinu fyrir bankahrun eru með lögheimili sitt skráð á Íslandi. Vegna þessa verða sakamál þyngri í vöfum og seinlegri auk þess sem innheimtuaðgerðir verða erfiðari segir lögmaður. 14.4.2010 20:13
Allt millilandaflug gæti stöðvast vegna eldgossins Allt millilandaflug til og frá landinu gæti stöðvast vegna eldgossins en hagstæðar vindáttir hafa ráðið því að aðeins hefur þurft að loka einum millilandaflugvelli af fjórum í dag. 14.4.2010 19:46
Eiginkona Guðjóns gröfumanns hafði áhyggjur af manninum sínum „Hún Heiðdís hafði dálitlar áhyggjur af manni en hún treystir kallinum,“ segir Guðjón Sveinsson, gröfumaðurinn sem rauf veginn við Markafljótsbrú. 14.4.2010 19:33
Fjármálaráðherrann strandaglópur - þyrla kom til bjargar Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir mikla mildi að tekist hafi að bjarga verðmætum mannvirkjum skammt frá jökulhlaupinu við Eyjafjallajökul í morgun. Hann fór austur þegar hann frétti af gosinu og slóst síðan í hóp með jarðfræðingum og vatnamælingamönnum. 14.4.2010 19:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent