Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist 15. apríl 2010 03:00 Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð ODDsson Frá og með því að aðild Íslands að EES var samþykkt árið 1993 í starfstíð svokallaðrar Viðeyjarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur Alþingi gert margvíslegar breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja. Margar þeirra voru ekki nauðsynlegar fyrir aðild að EES. Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira