Fleiri fréttir

Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum

Gríðanlegan gosmökk leggur frá gösstöðvunum í Eyjafjallajökli, segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem staddur er i grunnskólanum á Hvolsvelli og fylgist með því sem þar fer fram. Hann segir að ekki sjáist til gosstöðvanna frá Hvolsvelli vegna gosmakkarins. Hvasst er á Hvolsvelli og virðist áttin vera þannig að mökkinn leggi að Hvolsvelli. Þyrla flaug yfir svæðið fyrir fáeinum mínútum en gat heldur ekki séð neitt til gosstöðvanna vegna gosmakkarins.

Flugbann yfir eldstöðvunum

Þremur flugvélum Icelandair sem voru á leið frá Seatle, Orlando og New York í Bandaríkjunum, var snúið frá því að koma til íslands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugvélunum frá Seattle og og Orlando var snúið til Boston en flugvélinni frá New York var snúið til Glasgow í Skotlandi.

Gos hafið í Eyjafjallajökli

Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Saka Íslendinga um ólögleg viðskipti með hvalkjöt

Hvalaverndunarsamtökin WDCS segja að Íslendingar hafi brotið alþjóðasamþykktir með því að selja hvalkjöt til Danmerkur og Lettlands. Samtökin hafa gefið út skýrslu um hvalveiðar Íslendinga á árunum í ár og í fyrra. Þau segjast hafa aðgang að íslenskum leyniskjölum um málið.

Karlmaður stunginn á Mánagötu

Karlmaður um fertugt var stunginn með eggvopni í hálsinn við Mánagötu í Reykjavík snemma í morgun. Hann hlaut alvarlega áverka og var fluttur á Landspítalann við Hringbraut.

Dani tekinn með rúm 130 kíló af hassi

Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn í borginni Nykøbing í Danmörku í dag með 132 kíló af hassi. Maðurinn, sem er vörubílstjóri, hafði smyglað hassinu frá Þýskalandi.

Tvöfaldur næst í lottóinu

Fyrsti vinningur í lottóinu gekk ekki út í kvöld og verður potturinn því tvöfaldur næst. Tveir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fær hver um sig tæpar 369 þúsund krónur.

Grunur um að ríkissjóður hafi verið svikinn um skatt

Ríkisskattstjóri hyggst skoða hvort hlutabréfakaup, sala fyrirtækja og eignarhaldsfélaga hafi verið talin fram. Grunur leikur á að ríkissjóður hafi oft verið svikinn um skatt af hagnaði af þessum viðskiptum. Til stendur að skoða fjögurra ára tímabil líkt og gert var við framtöl einstaklinga. Í vikunni kom fram hjá Greiningardeild Ríkisskattstjóra að einstaklingar hafi

Natalía er fundin

Natalía Rós Jósepsdóttir, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær er fundin.

Íslenskur þjóðfundur veitir metsöluhöfundi innblástur

Kanadíski metsöluhöfundurinn Carl Honoré, höfundur bóka sem þýddar hafa verið á yfir þrjátíu tungumálum, ætlar að gera íslensku hugmyndinni um þjóðfund góð skil í nýjustu bók sinni. Honoré mætti að eigin frumkvæði á síðasta þjóðfund sóknaráætlunar fyrir Ísland, sem fjallaði um tækifæri fyrir Reykjavík og haldinn var í Rimaskóla í dag.

Sex ára drengur fékk grjót á sig

Sex ára gamall drengur slasaðist þegar grjót féll á hann um klukkan fjögur í dag. Drengurinn var ásamt vini sínum við leik við Grjótá þegar grjót hrundi úr árbakkanum. Drengurinn féll í ána en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni dreif að fólk úr nágrenninu sem gat komið honum til aðstoðar. Drengurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Neskaupsstað. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans.

Rólegra undir Eyjafjallajökli í dag

Rólegra hefur verið undir Eyjafjallajökli í dag en undanfarna daga. Skjálftarnir mældust allt upp í 1400 á sólarhring fyrr í vikunni á mælum hjá

Annríki vegna sjúkraflutninga

Sjúkraflutningamenn á vegum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í 40 sjúkraflutninga það sem af er degi. Engin stórslys hafa orðið á fólki, en um hefur útköll vegna smáslysa og veikinda hefur verið að ræða að sögn sjúkraflutningamanna. Þá hafa nokkur útköll verið farin vegna flutninga á milli spítala.

Sigurjón nýr formaður Frjálslynda flokksins

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins í dag. Í frétt á vef Frjálslynda flokksins segir að Sigurjón hafi þakkað traustið og farið lofsamlegum orðum um fráfarandi formann, Guðjón Arnar Kristjánsson.

Ögra dönsku samfélagi

Vítisenglar ögra danska samfélaginu stórkostlega með því að opna stuðningsmannahóp fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára, segir Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, í samtali við fréttastofu Danmarks Radio.

Bjarni: Möguleikar Íslendinga betri en annarra þjóða

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar eigi betri möguleika á því að vinna sig út úr kreppunni en önnur lönd. Þetta kom fram í máli Bjarni þegar að hann hélt opnunarávarp á fundi sem rúmlega eitthundrað flokksmenn norska Fremskrittspartiet héldu í Reykjavík í morgun.

VG á móti því að einkaflugher fái aðstöðu á Íslandi

Stjórn Vinstri grænna tekur undir ályktanir Ungra Vinstri grænna og Vinstri grænna í Reykjavík þar sem því er hafnað að einkaflugher fái aðstöðu á Íslandi. Í ályktun frá stjórninni sem samþykkt var í gær segir að það sé óásættanlegt með öllu að hér fari fram hernaðarstarfsemi undir yfirvarpi atvinnusköpunar og skorar stjórnin á ríkisstjórn VG og Samfylkingar að hafna slíku fortakslaust nú þegar.

Dönsuðu tangó fram á morgun

Tangóunnendur og tangódansarar skemmtu sér í Iðnó og Ráðhúsi Reykjavíkur í nótt og dönsuðu fram á morgun. Tilefnið var upphaf þriggja daga tangómaraþons sem ætlað er að styrkja og vekja athygli á átakinu Karlmenn og krabbamein.

Enn óvissustig vegna Eyjafjallajökuls

Almannavarnir vinna enn effir áætlunum um óvissustig á svæðinu við Eyjafjallajökul vegna mögulegs eldgoss og hefur það nú verið í gildi í tæpar þrjár vikur. Í vikunni mældust þúsundir skjálfta við jökulinn.

Brotist inn í ljósmyndavöruverslun

Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í Brautarholti á fjórða tímanum í nótt. Þrír voru handteknir á staðnum og segir lögreglan að þeir hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar og munu þurfa að gera grein fyrir athæfi sínu þegar líður á daginn.

Danskir Vítisenglar stofna unglingaklúbb

Vélhjólaklúbburinn Vítisenglar í Danmörku stofnar í dag sérstakan hóp fyrir unglinga undir 18 ára aldri. Hópurinn mun bera titilinn Varnarhópur víkinga, segir Berlingske Tiderne.

Hálfrænulaus eftir dáleiðslu hjá Sailesh

Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegis­skemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert.

Dæmi Íslands má ekki endurtaka

„Öll erum við sammála um að bankakreppa á við kreppuna á Íslandi megi ekki koma upp aftur,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), í ræðu sinni á ráðstefnu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), í gær. Ráðstefnan fjallaði um hvernig koma mætti á regluverki áfallastjórnunar á sameiginlegum fjármálamarkaði sambandsins.

Tóku 38 fíkniefnasmyglara

Lögreglan á Suðurnesjum og tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafa tekið þrjátíu og átta manns með fíkniefni nú frá áramótum og fram að miðjum mars. Samtals hefur verið tekið á fimmta kíló af fíkniefnum á sama tíma.

OR vill aprílopnun

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær fyrir sitt leyti tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar borgarfulltrúa um að veiðitími hefjist framvegis 1. apríl í Elliðavatni í staðinn fyrir 1. maí. Orkuveitan á um tvo þriðju veiðiréttar á Elliðavatni. Þar eiga einnig veiðirétt Reykjavíkurborg, Kópavogur og Mosfellsbær auk einstaklinga sem eiga tæpan fimmtung.

Fá enn fjarnám þótt ráðuneyti vilji skera

Bæði Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Verzlunarskóli Íslands halda áfram að kenna grunnskólanemum í fjarnámi þrátt fyrir ákvörðun menntamálaráðuneytisins um að afnema fjárveitingar til þessa liðar frá síðustu áramótum.

Formanni vikið vegna framboðs

Formanni umhverfis­nefndar Flóahrepps var fyrirvaralaust vikið frá störfum á fundi sveitarstjórnar hreppsins á miðvikudag. Hann segir ákvörðun sveitarstjórnarinnar sýna þá heift og óbilgirni sem virkjanamál í hreppnum hafi kallað fram.

Orkuverð hækkar á næsta ári

Afar líklegt er að neytendur þurfi að greiða meira fyrir þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur á næsta ári en þeir gera nú, að sögn Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar.

Rætt um að verðtryggja framlögin

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa rætt um að verðtryggja þær 300.000 krónur sem flokkarnir mega nú fá í hámarksframlög. Upphæðin hækki því í tímans rás í takt við almennt verðlag.

Vilja syni og eiginmenn lausa

Undanfarna daga hefur hópur kvenna á Kúbu krafist þess að synir þeirra, eiginmenn og aðrir ástvinir verði látnir lausir úr fangelsi. Þeir voru handteknir fyrir sjö árum fyrir andóf gegn stjórnvöldum.

Beittu slökkvitæki og níu kílóa sleggju

Tveir bræður um fertugt hafa verið ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás í Breiðholtinu í nóvember 2008. Er þeim gefið að sök að hafa beitt við árásina níu kílóa sleggju og slökkvitæki.

Grásleppuhrognaverð slær öll met

Aldrei í sögunni hefur fengist eins hátt verð fyrir grásleppuhrogn og nú og hefur verðið hækkað um sjötíu prósent frá því í upphafi síðustu vertíðar. Grásleppukarlar, sem lönduðu í Grindavík í dag, kvörtuðu þó undan aflaleysi. Á sama tíma er mokfiskerí í þorskinum og hrópað á meiri kvóta.

Sendiherrar kosta 74 milljónir

Níu starfsmenn hjá utanríkisráðuneytinu starfa þar með sendiherratitil og þiggja laun samkvæmt því. Tveir þeirra hafa aldrei starfað á erlendum vettvangi. Laun þeirra kosta íslenska ríkið tæpar sjötíu og fjórar milljónir króna á ári.

Fiskimjölið var skrásett sem hvalmjöl

Vegna frétta um meintan ólöglegan útflutning á hvalaafurðum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið kannað þau tilvik sem vísað er til og gögn eru um á vef Hagstofu Ísland samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Lést á Kanarí

Íslenskur karlmaður lést í vikunni af völdum áverka sem hann hlaut eftir að hann féll niður stiga á Kanarí þar sem hann var í fríi. Maðurinn sem var á sjötugsaldri hafði verið búsettur í Danmörku undanfarin ár. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Fundi lauk án niðurstöðu

Fundi samninganefndar flugvirkja og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur er boðaður klukkan 11 á morgun.

Engin yfirheyrður vegna spellvirkjanna við Veðurstofuna

Engin hefur enn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna spellvirkjanna sem unnin voru á fjarskiptamöstrunum í grennd við Veðurstofuna í fyrrinótt, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir