Fleiri fréttir

Samfylkingarfólk segir afsögn Björgvins koma of seint

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi, fagnar afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem viðskiptaráðherra og segist hafa í langan tíma talað fyrir því að hann léti af embætti. ,,En mikið ósköp er þetta seint í rassinn gripið," segir Oddný á vefsíðu sinni.

Utanþingsstjórn vænlegur kostur

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hér sé stjórnarkreppa og að utanþingsstjórn sé vænlegur kostur í stöðunni. Hann telur að stjórnmálaflokkarnir eigi í ljósi stjórnmálaástandsins og veikinda formanna stjórnarflokkanna að íhuga myndun utanþingsstjórnar.

Ræða ekki um mannabreytingar - óvíst hvort að stjórnin haldi velli

Forystumenn ríkisstjórnarinnar ræddu ekki breytingar á ríkisstjórninni eða yfirstjórn Seðlabankans, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann teludr óvíst hvort að ríkisstjórnin haldi velli. Þetta sagði Geir við fréttamenn fyrir utan heimili sitt en þar funduðu forystumenn stjórnarnarflokkanna sem hófst fyrir hádegi. Þeim fundi er lokið.

Efast um að stjórnin lifi daginn af

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Björgvin G. Sigurðsson hafi áttað sig á því að ríkisstjórnin eigi ekki langt eftir og hafi þar af leiðandi sagt af sér. Sigmundur segir að það eigi hugsanlega eftir að gagnast honum.

Ákvörðun Björgvins eðlileg - vill þjóðstjórn

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir mikil tíðindi felast í ákvörðun Björgvins G. Sigurðssonar að láta af embætti viðskiptaráðherra. ,,Ég skil vel afstöðu Björgvins og tel að hún sé eðlileg og rétt."

Ofsaveður í S-Evrópu

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að ofsaveður gekk yfir Suður-Evrópu í gær. Vindhraðinn náði fellibylsstyrk sumstaðar á svæðinu en vitað er að hann fór upp í ríflega fimmtíu metra á sekúndu. Úrhellisrigning var einnig.

Funda á heimili Geirs

Formenn stjórnarflokkanna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson funda nú á heimili Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Óvissa ríkir um ríkisstjórnarsamstarfið en afsögn Björgvins G. Sigurðssonar þykir þó hafa aukið líkur á að stjórnin haldi velli.

Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint.

Þiggur ekki biðlaun

Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan.

Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn

,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins.

Ríkisstjórnin er að bregðast við þrýstingi

,,Þetta er afleiðing af þeim mikla þrýstingi sem til er orðinn í samfélaginu um meiriháttar uppstokkun í stjórnsýslunni og kröfuna um lýðræðislegt uppgjör með kosningum. Ríkisstjórnin er að drattast til að stíga skref sem hún hefði átt að vera búinn að fyrir löngu síðan," segir Ögmundur Jónssonar, þingflokksformaður Vinstri grænna, um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar.

Hádegisfréttum sjónvarpað

Hádegisfréttatími fréttastofu verður sendar út í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Rætt verður við Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðing, og Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna.

Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum

Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum.

Hörð átök á Srí Lanka

Stjórnarher Srí Lanka mun við það að leggja undir sig hafnarbæinn Múllætívú í austurhluta landsins. Hart mun barist þar þessa stundina. Bærinn er sá síðasti sem er á valdi uppreisnarmanna Tamíltígra.

Formennirnir funda á eftir

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ætla að hittast fundi í dag til að ræða stjórnarsamstarfið. Mikil óvissa er um framhald þess og hefur Ingibjörg fundað stíft með flokksmönnum sínum um helgina til að ræða málin. Innan Samfylkingarinnar eru skiptar skoðanir um hvort að halda eigi samstarfinu áfram og hafa nokkur aðildarfélaganna ályktað um að slíta eigi því strax. Ingibjörg Sólrún fundaði með formönnum allra aðildarfélaganna í gær og með stjórn Samfylkingarinnar.

Björgvin segir líklega af sér

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra.

Opið í Bláfjöllum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag og voru lyftur gangsettar nú klukkan tíu en þar verður hægt að skíða til klukkan fimm síðdegis. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæða, er logn í Bláfjöllum og hiti við frostmark og segir hann allt stefna í frábæran dag í fjöllunum. Þess má þó geta að Vegagerðin varar ökumenn við flughálku á Bláfjallavegi.

Varað við hálku

Vegagerðin varar enn við hálku víða um land, einkum á fáfarnari þjóðvegum og heiðum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og flughált í kringum Þingvallavatn og á Bláfjalla- og Krýsuvíkurleið. Á Holtavörðuheiði gengur á með éljum, einnig á Fróðárheiði og í Svínadal og flughált er á Skógarströnd. Á Norðurlandi er skafrenningur bæði á Öxnadalsheiði og á Þverárfjalli og hálkublettir víða á vegum.

Eldur í Garðinum

Eldur kom upp í bílskúr í Garðinum rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar hafði kviknað í jeppa, sem geymdur var í skúrnum en bíllinn var ekki á skrá. Slökkviliðið frá Brunavörnum Suðurnesja kom á staðinn og slökkti eldinn. Allt brann, sem brunnið gat í bifreiðinni, og bílskúrinn er skemmdur af sóti.

Björgvin boðar til blaðamannafundar

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag.

Gagnrýna ákvörðun um aukningu þorskkvóta

Miðstjórn Frjálslynda flokksins harmar þá ákvörðun ríkisstjórnar við aukningu þorskkvótans um 30.000 tonn skuli í ekki farið að áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að auka jöfnuð í þjóðfélaginu með því að ráðstafa auknum afla um leigumarkað til allra sem gera út á botnfiskveiðar og að leigutekjur renni í ríkissjóð. Þannig yrði opnað fyrir nýliðun í sjávarútvegi og komið til móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Rólegt hjá lögreglu

Nóttin var róleg hjá lögreglu um land allt. Fjölmörg þorrablót fóru fram í gærkvöldi og virðast þau hafa farið vel fram.

Utanþingsstjórn nauðsynleg

Neyðarstjórn kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að skipa utanþingsstjórn yfir landinu hið fyrsta. ,,Ráðamenn þjóðarinnar verða að axla ábyrgð á því efnahagslega hruni sem hér hefur orðið með því að setja stjórn ríkisins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum," segir í tilkynningu.

Erindreki Obama til Ísraels og Palestínu

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að senda erindreka til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs sem fyrstu skref ríkisstjórnar hans til að koma friðarferlinu í gang á nýjan leik og styðja við ótryggt vopnhlé Ísraela og liðsmanna Hamas á Gazaströndinni.

Ofbeldi mótmælt á morgun

Mótmæli gegn ofbeldi og eignaspjöllum munu fara fram á morgun, sunnudag, klukkan. 15 á Lækjartorgi. ,,Tilgangur mótmælanna er að hvetja samborgara okkar til að beita ekki ofbeldi í mótmælum sínum. Þetta er hugsað sem tækifæri fyrir alla, sama hvaða stjórnmálaskoðun þeir hafa, til að sýna að þeir viðurkenna ekki ofbeldi sem aðferð til að koma skoðunum á framfæri," segir í tilkynningu.

Segir mikið starf framundan eftir árásir Ísraela

Íslenskur sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins á Gaza segir að seint líði úr minni sér skelfingin í augu palestínskra barnanna sem hún og aðrir starfsmenn Rauða krossins skutu skjólshúsi yfir í loftárásum Ísraela á svæðið um miðjan mánuðinn. Hún segir mikið endurreisnarstarf framundan og opna þurfi landamærastöðvar til að hægt verði að vinna það.

Mikið fjallað um lopapeysurnar

Lopavörusöfnun fyrir aldraða Breta sem Bítíð á Bylgjunni hratt af stað á dögunum hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og breskir miðlar fjallað ítarlega um hana. Söfnuninni lauk á þriðjudaginn og gámur með lopavörum kemur til Hull í Bretlandi á fimmtudaginn. Fjallað verður um söfnunina í vinsælum morgunþætti BBC eftir helgi.

Ísland reist við í Dimmuborgum

Á fimmta tug mótmælanda komu saman á Hallarflötinni í Dimmuborgum í dag. Þema fundarinns var að hjálpast að við að reisa fallið Ísland frá jörðu. Koma undir það styrkari stoðum og gera þar með kleift að hefja uppbyggingu á ný.

Lottópotturinn gekk ekki út - þrefaldur næst

Lottópotturinn gekk ekki út að þessu sinni og verður þrefaldur næsta laugardag og stefnir í 15 milljónir. Tveir voru með fjórar réttar tölurauk bónustölu og hlýtur hvor þeirra 109.980 krónur. Miðarnir voru seldir í Vitanum, Laugavegi 62 í Reykjavík og Happahúsinu í Kringlunni.

Fjögur börn létu lífið vegna óveðurs á Spáni

Óveður hefur valdið manntjóni í Frakklandi og á Spáni í dag. Vindhraði hefur í sumum tilvikum farið upp í nærri fimmtíu metra á sekúndu. Fjögur börn létu lífið þegar þak íþróttahúss nærri Barcelona hrundi í veðurofsanum.

Teflt með Hitler á Kjarvalsstöðum

Taflmaður í líki Adolfs Hitlers er meðal þess sem sjá má á óvenjulegri sýningu sem opnuð var á Kjarvalsstöðum í dag. Þar má sjá skákborð og taflmenn sem listamenn víða að úr heiminum hafa gert, einnig skáksett íslenskra listamanna, meðal annars útitaflmenn Jóns Gunnars Árnasonar.

Fánagerðin á Langanesi eflist

Fánarnir á forsetabílinn og fánar IDOL-keppninnar á Stöð 2 eiga það sammerkt að koma frá Þórshöfn á Langanesi en þar er stærsta fánagerð á Íslandi. Gengisfall krónunnar hefur styrkt samkeppnisstöðuna gagnvart innflutningi.

Nýtt þingframboð kynnt á næstunni

Hópur fólks úr ýmsum grasrótarsamtökum undirbýr nú framboð fyrir alþingiskosningar í vor og er ætlunin að kynna stefnumál og skipulag á næstum dögum. Stefnt er að framboði í öllum kjördæmum. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Þingmenn styðja Bjarna

Þingmennirnir Birgir Ármansson, Ólaf Nordal og Sigurður Kári Kristjánsson styðja öll Bjarna Benediktsson, sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Fundi stjórnar Samfylkingarinnar lauk á fimmta tímanum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hélt skömmu fyrir klukkan fimm af heimili sínu og er talið að hún hafi verið á leið til fundar við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins.

Fundi stjórnar Samfylkingarinnar lokið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hélt nú skömmu fyrir klukkan fimm af heimili sínu og er talið að hún hafi verið á leið til fundar við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins.

Landsfundur Frjálslyndra í mars

Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins samþykkti fyrr í dag að landsþing flokksins verði haldið dagana 13. til 15. mars. Á fundinum verður. Landsfundurinn er æðsta vald flokksins.

Þúsundir krefjast breytinga

Mikill mannfjöldi kom saman á Austurvelli fyrr í dag þegar sextándi mótmælafundur Radda fólksins hófst. Talið er að mótmælin hafi verið þau fjölmennustu frá því að þau hófust í október. Formlegum fundi er lokið en þúsundir standa enn á Austurvelli, framkalla hávaða, krefjast breytinga og segja ríkisstjórnina vanhæfa.

Milljónir Frakka án rafmagns

Milljón heimili í suð-vestur Frakklandi eru nú án rafmagn í versta illviðri þar í áratugi. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu og vindhraði sumstaðar náð upp í nærri fimmtíu metra á sekúndu. Raflínurstaurar hafa rinfað upp með rótum og tré fallið á vegi.

Rafmagnað skammtað á Vestfjörðum

Rafmagn er nú skammtað á Vestfjörðum og segir Hafþór Gunnarsson, fréttaritari okkar í Bolungarvík, að þar hafi verið rafmagnið verið tekið af fimm sinnum frá því í gær. Hafþór kveðst hafa fengið þær upplýsingar að Vesturlína sé dottin út en hún tengir Vestfirði við landsnetið. Ennfremur væri Mjólkárvirkjun úti vegna bilunar. Vestfirðingar virðast því að mestu þurfa að treysta á dísilvélar til að framleiða raforku en ekki bætir úr skák að vélin á Þingeyri er einnig biluð.

Hörður bað Geir afsökunar

Hörður Torfason, einn af forsvarsmönnum Radda fólksins, kom afsökunarbeiðni sinni á framfæri við aðstoðarmann Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, í morgun vegna orða sem hann lét falla í gær. Þetta kom fram í upphafi 16. fundar Radda fólksins sem hófst á Austurvelli klukkan 15.

Stjórn Samfylkingarinnar fundar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir situr nú á fundi með stjórn Samfylkingarinnar en síðar í dag hittast þau Geir H. Haarde til að ræða um framhald stjórnarsamstarfsins.

Páfinn á YouTube

Benedikt páfi XVI opnaði í gær sína eigin síðu á YouTube sem er vefsíða sem hægt er að hlaða inn myndskeiðum af svo gott sem hverju sem er. Á síðunni mun hinn 81 árs gamli páfi birta stutta myndbúta frá viðburðum á vegum Vatíkansins á ensku, spænsku, þýsku og ítölsku. Benedikt páfi hvetur ungt fólk til að umgangast internetið af varfærni og virðingu.

Traktorar á mótmælum á Akureyri

Mótmæli fara fram á Akureyri klukkan 15 á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg. Krafa mótmælenda er skýr, ríkisstjórnin á að fara frá. Akureyringar og nærsveitamenn eru hvattir til að fjölla á torgið í tilkyningu. Bændur eru hvattir til að mæta á dráttarvélum.

Sjá næstu 50 fréttir