Erlent

ESB styrkir uppbyggingu í Georgíu eftir átök

Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel. MYND/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun stykja Georgíumenn um 500 milljónir evra, jafnvirði nærri 65 milljarða króna, fyrir árið 2010 vegna átakanna við Rússa í síðasta mánuði.

Frá þessu greindi Benita Ferrero-Waldner, framkvæmdatjóri ytri samskipta hjá samanbandinu, í morgun. Fjármunina á að nota til að aðstoða þá sem flýðu heimili sín vegna átakanna um Suður-Ossetíu og þá verður peningunum einnig varið í að byggja upp innviði samfélaga á átakasvæðunum.

Waldner sagði enn fremur á blaðamannafundi í dag að hún vonaðist til að sérhvert ríki Evrópusambandsins myndi einnig leggja sitt af mörkum, en stjórnvöld í Georgíu hafa á undanförnum misserum lagt mikla áherslu á að styrkja samband sitt við ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×