Erlent

Rændu strætóbílstjóra í Ringsted

MYND/AP

Sjö hettuklæddir unglingar rændu strætisvagnabílstjóra í Ringsted í Danmörku í gærkvöldi.

Þega bílstjórinn opnaði dyr vagnsins við stoppistöð ruddust unglingarnir inn í hann og hélt einn þeirra hnífi upp að hálsi bílstjórans á meðan hinir létu greipar sópa um skiptimynt sem í vagninum var. Hurfu þeir á braut með sem nemur um 60 þúsund krónum. Lögregla kom fljótt á vettvang og handtók innan tíðar 17 ára gamlan pilt í nágrenninu sem þótti hafa óvenjulegt magn krónupeninga á sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×