Erlent

Skotið á húðflúrstofu í Kaupmannahöfn

MYND/AFP

Karlmaður var fluttur á sjúkrahús eftir að skotið af var á húðflúrstofu á Nörrebro í Kaupmannahöfn í dag.

Í fregnum danskra miðla af málinu kemur fram að húðflúrstofan sé við hlið verslunar sem selur vörur til stuðnings véhjólasamtökunum Hells Angels, en nokkuð hefur verið rætt um að stríð sé skollið á milli samtakanna og innflytjendagengja.

Haft er eftir sjónarvottum á staðnum að skothvellir hafi heyrst um hverfið og að sjúkrabíll hafi flutt sterkbyggðan, húðflúraðan mann af vettvangi. Árásarmennirnir munu hafa ekið fram hjá húðflúrstofunni á skellinöðru og skotið af byssum sínum en þeirra er nú leitað.

Innan við sólarhringur er síðan tveir særðust í skotárás í Kaupmannahöfn en lögregla vill ekki nota orðið stríð um átök á milli hópa á fíkniefnamarkaðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×