Fleiri fréttir

Ingibjörg fundar um Georgíu í Brussel

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tekur á morgun þátt í sérstökum fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins um stríðsátökin í Suður-Ossetíu í Georgíu.

Ólafur og F-listinn boða til blaðmannafundar

Borgarstjórnarflokkur F-listans efnir til blaðamannafundar á morgun um stöðu og stefnu framboðsins og ,,samstarfsslitin af hálfu Sjálfstæðisflokksins," líkt og segir í tilkynningu frá Ólafi F. Magnússyni, fráfarandi borgarstjóra.

Vonir um fuglaflensumótefni eftir rannsókn á spænsku veikinni

Rannsókn á þeim sem lifðu af spænsku veikina sem var árið 1918 gæti hjálpað til við að finna mótefni gegn fuglaflensunni. Rannsóknin leiddi í ljós að eftirlifendurnir veikinnar hefðu enn mótefni gegn H1N1 veirunni sem lagði um 50 milljón manns árið 1918.

Tóm tjara að fjármálaóreiða hafi einkennt stjórnartíð Ólafs Ragnars

Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, var á sínum tíma framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson var þar formaður. Hann segir af og frá að fjármálaóreiða hafi einkennt stjórnartíð Ólafs eins og kemur fram í dagbók Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins.

Segja Rússa flytja skammdrægar flaugar til S-Ossetíu

Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, hélt í dag til borgarinnar Vladikavkaz, nærri landamærum Suður-Ossetíu, til þess að veita rússneskum hermönnum viðurkenningar fyrir baráttu sína við Georgíumenn síðustu vikur.

Sektaður og sviptur vegna fíkniefnaaksturs

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 70 þúsund krónur og svipt hann ökuleyfi í þrjá mánuði fyrir að hafa stýrt bíl undir áhrifum svokallaðrar THC-sýru.

Telur Bandaríkin meira ógnvekjandi en Ísrael

Fyrrum ríkisstjóri Arkansas Mike Huckabee sem hefur verið orðaður við útnefningu sem varaforsetaefni John McCain sagði að sér fyndist hann vera óhultari í Ísrael en mörgum bandarískum borgum.

Alþýðubandalagið eyddi um efni fram

Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, staðfestir í samtali við Vísi að þegar hún hafi tekið við formennsku í flokknum hafi fjárhagsstaða hans verið einkar slæm og skuldir numið yfir fimmtíu milljónum króna. Hún neitar hins vegar fyrir að fyrirrennari hennar í formennskustólnum, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi í kjölfarið tekið lán upp á annað hundrað milljónir króna til þess að greiða skuldir flokksins, meðal annars vegna óhóflegrar einkanotkunar hans á Visa-korti flokksins, eins og haldið er fram í dagbókarfærslum Matthíasar Johannessen.

„Bókamúrar" verði lækkaðir með niðurfellingu gjalda ódýrustu pakka

Ef neytandi kaupir bækur, geisladiska eða annað í smáum stíl að utan bætist við vsk. og í öðrum tilvikum tollur. Umsýsla við að reikna vsk. kostar 450 kr. - oft mun hærri fjárhæð en vsk. sjálfur. Úr þessu vill talsmaður neytenda bæta þannig að heim kominn pakki verði mun ódýrari en nú er.

Reykjavík 222 ára í dag

Reykjavíkurborg fagnar 222 ára afmæli sínu í dag en borgin hlaut kaupstaðarréttindi árið 1786. Saga Reykjavíkur nær þó mun lengra aftur en hana má rekja allt til þess að landnámsmaðurinn Ingólfur Arnason tók þar land eftir að öndvegissúlur hans eiga að hafa rekið hér á land.

Sex á palli

Ökumaður dráttarbíls hefur verið kærður fyrir að hafa á bíl sínum flutt jeppa fullan af fólki.

Guðrún Katrín fékk enga sérmeðferð

„Þetta er á einhverjum miskilngi byggt hjá Matthíasi,“ segir Páll Torfi Önundarson læknir, sem annaðist Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú í veikindum hennar á sínum tíma. Matthías Johannessen segir frá því í dagbókarfærslum sínum að reikningur vegna meðferðar Guðrúnar Katrínar sem hún gekkst undir í Bandaríkjunum hafi valdið uppnámi á stjórnarheimilinu. Það hefur Matthías eftir Davíð Oddsyni sem er sagður hafa haft miklar áhyggjur af því hver ætti að borga reikninginn. Páll Torfi segir í samtali við Vísi að Guðrún Katrín hafi ekki notið neinnar sérmeðferðar heldur hafi mál hennar farið sína leið hjá Tryggingastofnun eins og önnur mál af þessu tagi.

Óskar segist mæta vel mannaður til leiks

Sjálfstæðismenn og Framsókn í borgarstjórn vinna nú að því að klára málefnasamning sín á milli og þar næst verður skipað í ráð og nefndir. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segist mæta mjög vel mannaður til leiks á næsta borgarstjórnarfundi þótt hann sé sá eini sem geti gegnt formennsku ráða.

„Bókavörðurinn" í barnaklámshring handtekinn

Maður sem tók þátt í að reka barnaklámshring á veraldarvefnum frá heimili móður sinnar hefur verið handtekinn og fangelsaður. Maðurinn, sem heitir Philip Thomson var kallaður „bókavörður" hópsins sem náði til 33 landa.

Hlaut opið beinbrot í borunarvinnu

Starfsmaður Jarðborana hlaut opið beinbrot þegar rör féll á fót hans þar sem hann var að störfum við borun í landi Klausturhóla í Grímsnesi.

Engin leið að nýta orku við Bitru án borana

Það er engin leið að nýta orkuna við Bitru á Hellisheiði nema bora þar í jörðu, segir Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Gerlegt væri að nýta orkuna án þess að reisa Bitruvirkjun en það yrði dýrt og hefði meiri áhrif á umhverfið.

ASÍ hafnar ásökunum Haga

Dómkvaddir matsmenn hafa staðfest að virðisaukaskattslækkun á matvælum skilaði sér að fullu til viðskiptavina verslana 10-11 - öndvert við það sem fram kom í verðkönnunum Alþýðusambandsins.

Tiltekt nauðsynleg til að auka skilvirkni

Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir það mikilvægt að embættið festist ekki í gömlum kærumálum þar sem á litlu er að byggja. Nauðsynlegt sé að auka skilvirkni í meðferð kærumála.

Lögreglan lét 700 mál niður falla á einu bretti

Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lét um 700 kærumál niður falla á einu bretti í byrjun þessa árs. Þetta var gert til þess að hreinsa til í málaskrá hin nýstofnaða embættis sem varð til með sameiningu lögreglunnar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

Jón Baldvin man eftir reikningnum

Jón Baldvin Hannibalsson var sendiherra í Washington þegar Guðrún Katrín Þorbergsdóttir leitaði sér lækninga í Seattle í Bandaríkjunum. Hann segist muna eftir því að sendiráðinu hafi borist reikningur vegna læknismeðferðar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vitnar í dagbókarfærslu sinni frá árinu 1998 í samtal sem hann átti við Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra. Davíð segir Matthíasi frá því að sendiráðinu í Washington hafi borist reikningur að upphæð fimmtán milljónir króna vegna læknismeðferðar Guðrúna Katrínar.

Reyndu að ræna sama staðinn tvisvar

Tveir átján ára piltar reyndu í tvígang að stela munum húsi í bæ á Norður-Jótlandi en án árangurs. Jótlandspósturinn segir frá sneypurför piltanna.

Umferðartafir á Suðurlandsvegi

Umferðartafir verða á Suðurlandsvegi í dag, á kaflanum frá Hólmsá að Lögbergsbrekku, eftir því sem segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Móðir lýsir eftir dóttur sinni - vill að lögreglan finni hana

Helen Halldórsdóttir hefur ekki séð fimmtán ára dóttur sína síðan á föstudaginn. Hún segir lögregluna alltaf vísa á barnaverndarnefnd. Dóttir hennar, sem heitir Sara Dögg er fimmtán ára, ljóshærð, um 155 sm á hæð og var klædd í gráa hettupeysu, ljósar gallabuxur og ljósbrún loðstígvél.

Suður - Ossetíumenn vilja rússneska herinn áfram

Leiðtogi Suður-Ossetíumanna, Eduard Kokoity, sagði í morgun að hann myndi fara fram á það við rússnesk stjórnvöld að þeir myndu hafa herstöð innan landamæra Suður-Ossetíu. Þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum hafa þrýst mikið á Rússa að undanförnu um að þeir virði vopnahléssáttmála sem þeir gerðu í síðustu viku og dragi herlið sitt frá Georgíu.

Sjómenn á kokteilveiðum

Sjómenn á síldveiðiflotanum, sem nú er um hundrað mílur austur af landinu, segjast vera á einskonar kokteil veiðum. Eins og fram hefur komið veiðist mikið af markíl með síldinni og stundum reyndar meira af honum en af síldinni. Í nótt meldaði svo færeyskt skip, sem er á sömu slóðum, kolmunna til viðbótar og auk þess nokkur tonn af hrognkelsum.-

Þúsundir láta lífið vegna rangrar lyfjagjafar

Hundrað þúsund Danir leggjast inn á spítala og um tvö þúsund láta lífið á ári hverju vegna rangrar lyfjagjafar, samkvæmt tölum sem Danska ríkisútvarpið hefur frá Lyfjaeftirlitinu þar í landi.

Álagning á dísilolíu hækkað um 23%

Íslensku olíufélögin hafa hækkað álagningu sína á dísilolíu um 23 prósent á síðustu tólf mánunuðum, samkvæmt athugun Landssambands kúabænda.

Sjá næstu 50 fréttir