Innlent

Ólafur og F-listinn boða til blaðmannafundar

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri.

Borgarstjórnarflokkur F-listans efnir til blaðamannafundar á morgun um stöðu og stefnu framboðsins og ,,samstarfsslitin af hálfu Sjálfstæðisflokksins," líkt og segir í tilkynningu frá Ólafi F. Magnússyni, fráfarandi borgarstjóra.

Í samtali við Vísi sagðist Ólafur ætla að fara yfir stöðuna sem upp er komin í borgarmálum og framtíð F-listans. Sjálfur gerir Ólafur ráð fyrir því að hann muni gefa kost á sér í næstu borgarstjórnarkosningum.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×