Fleiri fréttir Dagbók Matthíasar: Fimmtán milljóna læknisreikningur forsetafrúar sendur ríkinu Í dagbókarbroti Matthísar Johannessen frá 3. júlí 1998 sem hann birtir um helgina kemur fram að Davíð Oddsson hafi haft áhyggjur af fimmtán milljóna króna reikning sem ríkið fékk sent vegna læknismeðferðar forsetafrúarinnar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. 18.8.2008 01:05 Dagbók Matthíasar: Forsetinn notaði kreditkort Alþýðubandalagsins Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, birti um helgina enn eitt brotið úr dagbókum sínum sem hann hélt á meðan hann var ritstjóri. Þar kemur fram í samtali við Svavar Gestsson að Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, hafi verið með kreditkort frá flokknum og notað það óspart. 18.8.2008 00:12 Óvenjulegt að slagsmál og fíkniefni séu áberandi á Dönskum dögum Það er mjög óvenjulegt að á Dönskum dögum komi upp slagsmál og fíkniefnamál, að sögn Daða Heiðars Sigurþórssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. 17.8.2008 20:38 Bjartsýn á framhaldið „Ég tel að þessu tíðu meirihlutaskipti í borginni séu borgarfulltrúum ekki til framdráttar," segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, um nýjan borgarstjórnarmeirihluta og fylgiskönnun Fréttablaðsins. 17.8.2008 17:49 Bifreið valt á Vatnsleysustrandarvegi Um klukkan sjö í morgun var tilkynnt um að bifreið hefði oltið á Vatnleysustrandarvegi skammt frá Vogum. Ökumaður og einn farþegi voru í bifreiðinni og voru þeir fluttir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. 17.8.2008 21:01 Ók á ljósastaur Ökumaður Toyota bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið bifreið sinni á ljósastaur þegar hann ók meðfram Reykjanesbrautinni um fimmleytið í dag. 17.8.2008 19:34 Fimmtán ára stúlka á spítala eftir e-töflu neyslu Fimmtán ára stúlka var flutt alvarlega veik á sjúkrahús eftir að hafa tekið inn e-töflur á Dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóni á Snæfellsnesi, fluttu lögreglumenn stúlkuna á spítala um leið og ljóst var hvað hafði gerst. 17.8.2008 19:06 Ungir jafnaðarmenn hyggja á mótmæli við meirihlutaskipti Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir það vel geta farið svo að hún muni standa að mótmælum í Ráðhúsinu næstkomandi fimmtudag, þegar nýr meirihluti tekur við í borgarstjórn. 17.8.2008 16:52 Egypsk kona ól sjöbura Tuttugu og sjö ára gömul egypsk kona ól sjöbura um helgina. Börnin sjö, fjórir drengir og þrjár stelpur, voru öll tekin með keisaraskurði. Börnin fæddust fyrir tímann og vógu á bilinu 1450 grömm til 2800 grömm. Þeim var komið fyrir í hitakassa strax eftir fæðinguna. Líðan móður þeirra er eftir aðstæðum góð. Hún og eiginmaður hennar áttu þrjár dætur fyrir. 17.8.2008 16:17 Vill lausn á málefnum utangarðsmanna „Ég held að það væri mjög góð lausn ef það væri hægt að beina þeim eitthvað annað," segir Svava Johansen, kaupmaður í NTC tískuvörufyrirtækinu, um þá hugmynd að finna sér stað fyrir utangarðsmenn sem safnast saman í miðborginni. 17.8.2008 14:42 Þúsundir lögðu leið sína til Hveragerðis um helgina Á bilinu tíu til þrettán þúsund manns lögðu leið sína til Hveragerðis í gær, að sögn Kristins Grétars Harðarsonar framkvæmdastjóra „Blómstrandi daga", sem fara fram þar um helgina. 17.8.2008 14:00 Utangarðsmenn dvelji við Faxaflóahafnir Hugmyndir liggja fyrir hjá Reykjavíkurborg um að fundinn verði staður á svæði Faxaflóahafna í Reykjavík fyrir rekstur ölstofu. 17.8.2008 12:55 Á fjórða þúsund manns á Dönskum dögum í Stykkishólmi Fangageymslur í Stykkishólmi fylltust á miðnætti og eru enn fullar að sögn lögreglumanna. Danskir dagar eru haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi þessa helgina og segir lögreglan að á bilinu þrjú til fjögur þúsund manns séu í bænum. 17.8.2008 11:41 Leynileg hátíðarhöld í Afganistan Stjórnvöld í Afganistan hafa ákveðið að halda þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan á leynilegum stað. Þetta var ákveðið í ljósi þess að Talibanar reyndu að ráða Hamid Karzai forseta af dögum á hersýningu í apríl síðastliðnum. 17.8.2008 10:24 Átta gistu fangageymslur í Reykjavík Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. Mikil ölvun var í Reykjavík og margt um manninn í miðbænum. Átta gistu fangageymslur vegna ölvunar. 17.8.2008 10:21 Viðræður um þjóðstjórn í Zimbabwe ganga vel Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe sagði fréttamönnum í dag að viðræður um þjóðstjórn gengju mjög vel. Bæði Tsvangirai og Robert Mugabe forseti eru nú í Suður-Afríku þar sem þeir sitja fund þróunarsamtaka Afríkuríkja. 17.8.2008 10:13 Tvö hundruð palestínumenn úr fangelsi Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í dag að sleppa 200 palestínumönnum úr fangelsi. Meðal þeirra eru tveir menn sem voru fangelsaðir fyrir þrjátíu árum fyrir árásir á Ísrael. 17.8.2008 10:09 Tólf sinnum hættulegra að aka mótorhjóli en bíl Samkvæmt tölfræði í Noregi er tólf sinnum hættulegra að aka þar á mótorhjóli en á bíl. Banaslys á mótorhjólum eru það miklu tíðari. Yfirvöld hafa leitað til mótorhjólasamtaka í landinu til þess að vinna sameiginlega að lausn þessa vanda. 17.8.2008 09:47 Benedikt Hjartarson synti Drangeyjarsund Rétt fyrir klukkan átta í kvöld kom Benedikt Hjartarson sundkappi í land að Reykjum á Reykjarströnd eftir sund frá Drangeyjarfjöru. 16.8.2008 23:05 Vann rúmar 65 milljónir i íslenska Lottóinu Það var einn heppinn Lottóspilari sem fékk 5 rétta þegar dregið var í kvöld og hlýtur sá rúmar 65 milljón krónur. Potturinn var sjöfaldur að þessu sinni. Lukkumiðinn var keyptur í Söluturninum Iðufelli. Það voru 12 sem skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig 81.290 krónur. Auk þess voru fjöldi smærri vinninga. 16.8.2008 20:59 Síbrotamaður í tveggja ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 45 ára gamlan karlmann, Sigurð Hólm Sigurðsson, í tveggja ára fangelsi fyrir fjölda afbrota sem hann framdi frá því í nóvember 2006 þar til í maí á þessu ári. Á meðal þeirra brota sem Sigurður er dæmdur fyrir eru nytjastuldur, þjófnaðir, fjársvik og varsla fíkniefna. Afbrotaferill Sigurðar er langur og nær allt til ársins 1979. 16.8.2008 19:49 Holskefla gjaldþrota framundan Gjaldþrotaúrskurðum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra hefur fjölgað um tæpan helming frá fyrra ári. Holskefla gjaldþrota virðist fram undan, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.8.2008 18:40 Sjö létust í eldsvoða í Memphis Fimm börn, einn unglingur og einn fullorðinn fórust í eldsvoða á heimili í Memphis í dag. Slökkviliðsmenn segjast ekki vita nákvæman aldur eða kyn þeirra sem létust. Að auki voru tveir unglingar og ellefu ára drengur sendir á spítala með brunasár, en ástand þeirra var stöðugt. Slökkviliðsmenn segja að orsök eldsins sé ekki kunn. 16.8.2008 18:16 Bílvelta við Hraunhellu Vörubíll velti á hringtorgi við Hraunhellu í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag. Að sögn lögreglu var einn maður í bílnum en hann slasaðist ekki. 16.8.2008 17:44 Danir gagnrýna nafnlaus sms Danir gagnrýna harðlega GSM símaþjónustu sem gerir fólki kleyft að senda nafnlaus sms. 16.8.2008 17:11 Tíu prósent danskra ungmenna hafa selt blíðu sína Borgaryfirvöld í Árósum í Danmörku eru slegin yfir skoðanakönnun sem sýnir að eitt af hverjum tíu ungmennum borgarinnar hefur þegið greiðslur fyrir kynlíf. 16.8.2008 16:31 Tími Musharrafs að renna út Utanríkisráðherra Pakistan, Shah Mahmood Qureshi, segir að Pervez Musharraf forseti landsins verði að stíga af stóli á næstu tveimur dögum, annars muni hann eiga yfir höfði sér ákærur fyrir brot í starfi. 16.8.2008 14:59 Húsin við Laugaveg keypt með samþykki Ólafs „Það var eitt helsta baráttumál Ólafs F að húsin við Laugaveg 4-6 yrðu endurbyggð sem næst sinni upprunalegu mynd,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 16.8.2008 12:04 Brutust inn í Árbæjarskóla Fjórir piltar á unglingsaldri voru handteknir rétt eftir klukkan sjö í morgun, grunaðir um innbrot í Árbæjarskóla. 16.8.2008 10:25 Georgíumenn hafa undirritað vopnahléssáttmála Rússum hefur borist undirritaður vopnahléssáttmáli frá Georgíu. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að sáttmálinn hafi borist með faxi frá Bandaríkjunum. Hann sé samhljóða þeim sem leiðtogar Suður-Ossetíu og Abkasíu hafi undirritað í Moskvu. 16.8.2008 10:21 Tekinn á 149 kílómetra hraða Erlendur ferðamaður var tekinn á 149 kílómetra hraða í Fagradal á leið sinni til Egilsstaða í gærkvöldi. 16.8.2008 10:15 Enn eitt unglingamorð í Bretlandi Enn einn unglingurinn var stunginn til bana í Bretlandi í nótt. Það var sextán ára drengur sem ekki hefur verið nafngreindur. Hann hafði verið stunginn einni djúpri hnífsstungu og lést í sjúkrabíl á leiðinni á sjúkrahús. Bretar eru felmtri slegnir yfir tíðum unglingamorðum í landinu. Flestir eru drepnir með hnífum en skotvopnum hefur einnig verið beitt. 16.8.2008 10:06 Blómstrandi dagar í Hveragerði Töluverður fjöldi fólks var samankominn í Hveragerði í gær að sögn lögreglunnar á Selfossi. 16.8.2008 09:59 Vinningstillagan verður umdeild Vinningstillaga um höfuðstöðvar Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur á eftir að skapa mikið umtal, deilur og vangaveltur að mati Margrétar Harðardóttur arkitekts hjá Studio Granda. 16.8.2008 06:30 Antík ef ég væri bíll Litlu munaði að liði yfir Guðbjörgu Helgu Sigurdórsdóttur, húsmóður á Selfossi, á fertugsafmælinu þegar fagurblár og hvítur Bjúkki renndi í hlað og reyndist vera gjöf til hennar. 16.8.2008 06:00 Ólafur F: Óskar var áfjáður í samstarf með sjálfstæðismönnum „Ég tel það verstu samsetningu á meirihluta í Reykjavík, samsetning Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og því íhugaði ég að segja af mér til að komast hjá því stórslysi. Óskar sýndi hins vegar engan áhuga á að vinna með Tjarnarkvartettnum, heldur var mjög ákveðinn og áfjáður í að vinna með sjálfstæðismönnum. “ Þetta sagði Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri í viðtali við Vísi í kvöld. 15.8.2008 23:18 Gunnar Smári átti að verða aðstoðarmaður borgarstjóra Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir að Gunnar Smári Egilsson hafi upprunalega átt að starfa sem aðstoðarmaður borgarstjóra en ekki eingöngu að yfirfara upplýsingamál borgarinnar eins og áður hefur verið haldið fram. Hvorki Ólafur F. né Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri, vildi þó meina að ráðning Gunnar Smára hafi orðið til þess að meirihluti þeirra sprakk í gær, eins og frægt er orðið. Þetta kom fram í viðtali við þau tvö í Kastljósinu í kvöld. 15.8.2008 21:26 Maður grunaður um gróft kynferðisbrot á Skagaströnd Maður á sjötugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri, grunaður um gróft kynferðisbrot. Hann er sakaður um að hafa nauðgað konu á heimili sínu á Skagaströnd. 15.8.2008 19:44 Fyrrverandi forseti Tsjad dæmdur til dauða Dómstóll í Afríkuríkinu Tsjad hefur úrskurðað fyrrverandi forseta landsins, Hissan Habre, til dauða fyrir valdaránstilraun. Var Habre dæmdur fyrir að skipuleggja árás á höfuðborg landsins, N‘Djamena, fyrr á árinu. 15.8.2008 20:38 Hanna Birna hafði áhyggjur af kjaftasögum um Ólaf Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri, sagði í samtali við Kastljósið í kvöld að hún hefði lýst yfir áhyggjum við Ólaf F. Magnússon vegna ýmissa gróusagna sem höfðu komist á kreik um meintar galeiðuferðir hans sem henni þóttu ekki borgarstjóra sæmandi. 15.8.2008 20:15 Rússneskir hermenn misþyrmtu tyrkneskum blaðamönnum Blaðamenn hafa fengið óblíðar móttökur hjá Rússum í Georgíu. Það hefur verið skotið á þá og bílum þeirra og myndavélum rænt. 15.8.2008 19:19 Mörgæs slegin til riddara 15.8.2008 22:30 Utanríkisráðherra Sri Lanka kemur í opinbera heimsókn eftir helgi Utanríkisráðherra Sri Lanka, Rohitha Bogollagama, er væntanlegur til Íslands sunnudaginn 17. ágúst. Mánudaginn 18. ágúst mun hann eiga fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir Haarde forsætisráðherra. 15.8.2008 20:21 Tannheilsa ungra barna hérlendis er skelfileg Tannheilsa ungra barna er skelfileg að sögn tannlæknis hjá Lýðheilsustöð. Margt bendir til að tannheilsa barna af erlendum uppruna sé enn verri en íslenskra. Dæmi eru um að ástandið sé svo slæmt að rífa þurfi fjölda tanna úr ungum börnum. 15.8.2008 18:46 Ólafur F: Málefnasamningur var agn til að sprengja Tjarnarkvartettinn Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir sjálfstæðismenn hafa svikið sig og að málefnasamningur milli hans og þeirra hafi verið settur sem agn til að hann myndi sprengja Tjarnarkvartettinn. Bakland Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að slíta samstarfinu. 15.8.2008 18:37 Sjá næstu 50 fréttir
Dagbók Matthíasar: Fimmtán milljóna læknisreikningur forsetafrúar sendur ríkinu Í dagbókarbroti Matthísar Johannessen frá 3. júlí 1998 sem hann birtir um helgina kemur fram að Davíð Oddsson hafi haft áhyggjur af fimmtán milljóna króna reikning sem ríkið fékk sent vegna læknismeðferðar forsetafrúarinnar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. 18.8.2008 01:05
Dagbók Matthíasar: Forsetinn notaði kreditkort Alþýðubandalagsins Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, birti um helgina enn eitt brotið úr dagbókum sínum sem hann hélt á meðan hann var ritstjóri. Þar kemur fram í samtali við Svavar Gestsson að Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, hafi verið með kreditkort frá flokknum og notað það óspart. 18.8.2008 00:12
Óvenjulegt að slagsmál og fíkniefni séu áberandi á Dönskum dögum Það er mjög óvenjulegt að á Dönskum dögum komi upp slagsmál og fíkniefnamál, að sögn Daða Heiðars Sigurþórssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. 17.8.2008 20:38
Bjartsýn á framhaldið „Ég tel að þessu tíðu meirihlutaskipti í borginni séu borgarfulltrúum ekki til framdráttar," segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, um nýjan borgarstjórnarmeirihluta og fylgiskönnun Fréttablaðsins. 17.8.2008 17:49
Bifreið valt á Vatnsleysustrandarvegi Um klukkan sjö í morgun var tilkynnt um að bifreið hefði oltið á Vatnleysustrandarvegi skammt frá Vogum. Ökumaður og einn farþegi voru í bifreiðinni og voru þeir fluttir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. 17.8.2008 21:01
Ók á ljósastaur Ökumaður Toyota bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið bifreið sinni á ljósastaur þegar hann ók meðfram Reykjanesbrautinni um fimmleytið í dag. 17.8.2008 19:34
Fimmtán ára stúlka á spítala eftir e-töflu neyslu Fimmtán ára stúlka var flutt alvarlega veik á sjúkrahús eftir að hafa tekið inn e-töflur á Dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóni á Snæfellsnesi, fluttu lögreglumenn stúlkuna á spítala um leið og ljóst var hvað hafði gerst. 17.8.2008 19:06
Ungir jafnaðarmenn hyggja á mótmæli við meirihlutaskipti Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir það vel geta farið svo að hún muni standa að mótmælum í Ráðhúsinu næstkomandi fimmtudag, þegar nýr meirihluti tekur við í borgarstjórn. 17.8.2008 16:52
Egypsk kona ól sjöbura Tuttugu og sjö ára gömul egypsk kona ól sjöbura um helgina. Börnin sjö, fjórir drengir og þrjár stelpur, voru öll tekin með keisaraskurði. Börnin fæddust fyrir tímann og vógu á bilinu 1450 grömm til 2800 grömm. Þeim var komið fyrir í hitakassa strax eftir fæðinguna. Líðan móður þeirra er eftir aðstæðum góð. Hún og eiginmaður hennar áttu þrjár dætur fyrir. 17.8.2008 16:17
Vill lausn á málefnum utangarðsmanna „Ég held að það væri mjög góð lausn ef það væri hægt að beina þeim eitthvað annað," segir Svava Johansen, kaupmaður í NTC tískuvörufyrirtækinu, um þá hugmynd að finna sér stað fyrir utangarðsmenn sem safnast saman í miðborginni. 17.8.2008 14:42
Þúsundir lögðu leið sína til Hveragerðis um helgina Á bilinu tíu til þrettán þúsund manns lögðu leið sína til Hveragerðis í gær, að sögn Kristins Grétars Harðarsonar framkvæmdastjóra „Blómstrandi daga", sem fara fram þar um helgina. 17.8.2008 14:00
Utangarðsmenn dvelji við Faxaflóahafnir Hugmyndir liggja fyrir hjá Reykjavíkurborg um að fundinn verði staður á svæði Faxaflóahafna í Reykjavík fyrir rekstur ölstofu. 17.8.2008 12:55
Á fjórða þúsund manns á Dönskum dögum í Stykkishólmi Fangageymslur í Stykkishólmi fylltust á miðnætti og eru enn fullar að sögn lögreglumanna. Danskir dagar eru haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi þessa helgina og segir lögreglan að á bilinu þrjú til fjögur þúsund manns séu í bænum. 17.8.2008 11:41
Leynileg hátíðarhöld í Afganistan Stjórnvöld í Afganistan hafa ákveðið að halda þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan á leynilegum stað. Þetta var ákveðið í ljósi þess að Talibanar reyndu að ráða Hamid Karzai forseta af dögum á hersýningu í apríl síðastliðnum. 17.8.2008 10:24
Átta gistu fangageymslur í Reykjavík Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. Mikil ölvun var í Reykjavík og margt um manninn í miðbænum. Átta gistu fangageymslur vegna ölvunar. 17.8.2008 10:21
Viðræður um þjóðstjórn í Zimbabwe ganga vel Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe sagði fréttamönnum í dag að viðræður um þjóðstjórn gengju mjög vel. Bæði Tsvangirai og Robert Mugabe forseti eru nú í Suður-Afríku þar sem þeir sitja fund þróunarsamtaka Afríkuríkja. 17.8.2008 10:13
Tvö hundruð palestínumenn úr fangelsi Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í dag að sleppa 200 palestínumönnum úr fangelsi. Meðal þeirra eru tveir menn sem voru fangelsaðir fyrir þrjátíu árum fyrir árásir á Ísrael. 17.8.2008 10:09
Tólf sinnum hættulegra að aka mótorhjóli en bíl Samkvæmt tölfræði í Noregi er tólf sinnum hættulegra að aka þar á mótorhjóli en á bíl. Banaslys á mótorhjólum eru það miklu tíðari. Yfirvöld hafa leitað til mótorhjólasamtaka í landinu til þess að vinna sameiginlega að lausn þessa vanda. 17.8.2008 09:47
Benedikt Hjartarson synti Drangeyjarsund Rétt fyrir klukkan átta í kvöld kom Benedikt Hjartarson sundkappi í land að Reykjum á Reykjarströnd eftir sund frá Drangeyjarfjöru. 16.8.2008 23:05
Vann rúmar 65 milljónir i íslenska Lottóinu Það var einn heppinn Lottóspilari sem fékk 5 rétta þegar dregið var í kvöld og hlýtur sá rúmar 65 milljón krónur. Potturinn var sjöfaldur að þessu sinni. Lukkumiðinn var keyptur í Söluturninum Iðufelli. Það voru 12 sem skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig 81.290 krónur. Auk þess voru fjöldi smærri vinninga. 16.8.2008 20:59
Síbrotamaður í tveggja ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 45 ára gamlan karlmann, Sigurð Hólm Sigurðsson, í tveggja ára fangelsi fyrir fjölda afbrota sem hann framdi frá því í nóvember 2006 þar til í maí á þessu ári. Á meðal þeirra brota sem Sigurður er dæmdur fyrir eru nytjastuldur, þjófnaðir, fjársvik og varsla fíkniefna. Afbrotaferill Sigurðar er langur og nær allt til ársins 1979. 16.8.2008 19:49
Holskefla gjaldþrota framundan Gjaldþrotaúrskurðum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra hefur fjölgað um tæpan helming frá fyrra ári. Holskefla gjaldþrota virðist fram undan, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.8.2008 18:40
Sjö létust í eldsvoða í Memphis Fimm börn, einn unglingur og einn fullorðinn fórust í eldsvoða á heimili í Memphis í dag. Slökkviliðsmenn segjast ekki vita nákvæman aldur eða kyn þeirra sem létust. Að auki voru tveir unglingar og ellefu ára drengur sendir á spítala með brunasár, en ástand þeirra var stöðugt. Slökkviliðsmenn segja að orsök eldsins sé ekki kunn. 16.8.2008 18:16
Bílvelta við Hraunhellu Vörubíll velti á hringtorgi við Hraunhellu í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag. Að sögn lögreglu var einn maður í bílnum en hann slasaðist ekki. 16.8.2008 17:44
Danir gagnrýna nafnlaus sms Danir gagnrýna harðlega GSM símaþjónustu sem gerir fólki kleyft að senda nafnlaus sms. 16.8.2008 17:11
Tíu prósent danskra ungmenna hafa selt blíðu sína Borgaryfirvöld í Árósum í Danmörku eru slegin yfir skoðanakönnun sem sýnir að eitt af hverjum tíu ungmennum borgarinnar hefur þegið greiðslur fyrir kynlíf. 16.8.2008 16:31
Tími Musharrafs að renna út Utanríkisráðherra Pakistan, Shah Mahmood Qureshi, segir að Pervez Musharraf forseti landsins verði að stíga af stóli á næstu tveimur dögum, annars muni hann eiga yfir höfði sér ákærur fyrir brot í starfi. 16.8.2008 14:59
Húsin við Laugaveg keypt með samþykki Ólafs „Það var eitt helsta baráttumál Ólafs F að húsin við Laugaveg 4-6 yrðu endurbyggð sem næst sinni upprunalegu mynd,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 16.8.2008 12:04
Brutust inn í Árbæjarskóla Fjórir piltar á unglingsaldri voru handteknir rétt eftir klukkan sjö í morgun, grunaðir um innbrot í Árbæjarskóla. 16.8.2008 10:25
Georgíumenn hafa undirritað vopnahléssáttmála Rússum hefur borist undirritaður vopnahléssáttmáli frá Georgíu. Rússneska utanríkisráðuneytið segir að sáttmálinn hafi borist með faxi frá Bandaríkjunum. Hann sé samhljóða þeim sem leiðtogar Suður-Ossetíu og Abkasíu hafi undirritað í Moskvu. 16.8.2008 10:21
Tekinn á 149 kílómetra hraða Erlendur ferðamaður var tekinn á 149 kílómetra hraða í Fagradal á leið sinni til Egilsstaða í gærkvöldi. 16.8.2008 10:15
Enn eitt unglingamorð í Bretlandi Enn einn unglingurinn var stunginn til bana í Bretlandi í nótt. Það var sextán ára drengur sem ekki hefur verið nafngreindur. Hann hafði verið stunginn einni djúpri hnífsstungu og lést í sjúkrabíl á leiðinni á sjúkrahús. Bretar eru felmtri slegnir yfir tíðum unglingamorðum í landinu. Flestir eru drepnir með hnífum en skotvopnum hefur einnig verið beitt. 16.8.2008 10:06
Blómstrandi dagar í Hveragerði Töluverður fjöldi fólks var samankominn í Hveragerði í gær að sögn lögreglunnar á Selfossi. 16.8.2008 09:59
Vinningstillagan verður umdeild Vinningstillaga um höfuðstöðvar Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur á eftir að skapa mikið umtal, deilur og vangaveltur að mati Margrétar Harðardóttur arkitekts hjá Studio Granda. 16.8.2008 06:30
Antík ef ég væri bíll Litlu munaði að liði yfir Guðbjörgu Helgu Sigurdórsdóttur, húsmóður á Selfossi, á fertugsafmælinu þegar fagurblár og hvítur Bjúkki renndi í hlað og reyndist vera gjöf til hennar. 16.8.2008 06:00
Ólafur F: Óskar var áfjáður í samstarf með sjálfstæðismönnum „Ég tel það verstu samsetningu á meirihluta í Reykjavík, samsetning Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og því íhugaði ég að segja af mér til að komast hjá því stórslysi. Óskar sýndi hins vegar engan áhuga á að vinna með Tjarnarkvartettnum, heldur var mjög ákveðinn og áfjáður í að vinna með sjálfstæðismönnum. “ Þetta sagði Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri í viðtali við Vísi í kvöld. 15.8.2008 23:18
Gunnar Smári átti að verða aðstoðarmaður borgarstjóra Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir að Gunnar Smári Egilsson hafi upprunalega átt að starfa sem aðstoðarmaður borgarstjóra en ekki eingöngu að yfirfara upplýsingamál borgarinnar eins og áður hefur verið haldið fram. Hvorki Ólafur F. né Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri, vildi þó meina að ráðning Gunnar Smára hafi orðið til þess að meirihluti þeirra sprakk í gær, eins og frægt er orðið. Þetta kom fram í viðtali við þau tvö í Kastljósinu í kvöld. 15.8.2008 21:26
Maður grunaður um gróft kynferðisbrot á Skagaströnd Maður á sjötugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri, grunaður um gróft kynferðisbrot. Hann er sakaður um að hafa nauðgað konu á heimili sínu á Skagaströnd. 15.8.2008 19:44
Fyrrverandi forseti Tsjad dæmdur til dauða Dómstóll í Afríkuríkinu Tsjad hefur úrskurðað fyrrverandi forseta landsins, Hissan Habre, til dauða fyrir valdaránstilraun. Var Habre dæmdur fyrir að skipuleggja árás á höfuðborg landsins, N‘Djamena, fyrr á árinu. 15.8.2008 20:38
Hanna Birna hafði áhyggjur af kjaftasögum um Ólaf Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri, sagði í samtali við Kastljósið í kvöld að hún hefði lýst yfir áhyggjum við Ólaf F. Magnússon vegna ýmissa gróusagna sem höfðu komist á kreik um meintar galeiðuferðir hans sem henni þóttu ekki borgarstjóra sæmandi. 15.8.2008 20:15
Rússneskir hermenn misþyrmtu tyrkneskum blaðamönnum Blaðamenn hafa fengið óblíðar móttökur hjá Rússum í Georgíu. Það hefur verið skotið á þá og bílum þeirra og myndavélum rænt. 15.8.2008 19:19
Utanríkisráðherra Sri Lanka kemur í opinbera heimsókn eftir helgi Utanríkisráðherra Sri Lanka, Rohitha Bogollagama, er væntanlegur til Íslands sunnudaginn 17. ágúst. Mánudaginn 18. ágúst mun hann eiga fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir Haarde forsætisráðherra. 15.8.2008 20:21
Tannheilsa ungra barna hérlendis er skelfileg Tannheilsa ungra barna er skelfileg að sögn tannlæknis hjá Lýðheilsustöð. Margt bendir til að tannheilsa barna af erlendum uppruna sé enn verri en íslenskra. Dæmi eru um að ástandið sé svo slæmt að rífa þurfi fjölda tanna úr ungum börnum. 15.8.2008 18:46
Ólafur F: Málefnasamningur var agn til að sprengja Tjarnarkvartettinn Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir sjálfstæðismenn hafa svikið sig og að málefnasamningur milli hans og þeirra hafi verið settur sem agn til að hann myndi sprengja Tjarnarkvartettinn. Bakland Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að slíta samstarfinu. 15.8.2008 18:37