Guðrún Katrín fékk enga sérmeðferð Gunnar Reynir Valþórsson. skrifar 18. ágúst 2008 13:27 Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fyrrverandi forsetafrú. „Þetta er á einhverjum miskilngi byggt hjá Matthíasi," segir Páll Torfi Önundarson læknir, sem annaðist Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú í veikindum hennar á sínum tíma. Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir frá því í dagbókarfærslum sínum að reikningur vegna meðferðar Guðrúnar Katrínar sem hún gekkst undir í Bandaríkjunum hafi valdið uppnámi á stjórnarheimilinu. Það hefur Matthías eftir Davíð Oddsyni sem er sagður hafa haft miklar áhyggjur af því hver ætti að borga reikninginn. Páll Torfi segir í samtali við Vísi að Guðrún Katrín hafi ekki notið neinnar sérmeðferðar heldur hafi mál hennar farið sína leið hjá Tryggingastofnun eins og önnur mál af þessu tagi. „Guðrún Katrín greindist með bráðahvítblæði og síðan tók það sig upp aftur," segir Páll Torfi. „Þegar fyrstu merki komu um það lá ljóst fyrir að það myndi ekkert geta bjargað henni annað en beinmergsskipti. Hún gat fengið beinmerg eða blóð hjá systur sinni þannig að það var ákveðið að gera það." Páll Torfi segir, að á þessum tíma hafi krabbameinssjúklingar ýmist verið sendir til Svíþjóðar eða til Bandaríkjanna. „Þar sem þetta var talið vera áhættusöm aðgerð í ljósi þess að hún var í efri aldurskantinum til að þola meðferð af þessu tagi var ákveðið að senda hana til Washington ríkis, á Fred Hutchinson Cancer Research Center í Seattle. Þeir eru frumkvöðlar í beinmergsskiptum í heiminum og yfirmaðurinn þar fékk meðal annars Nóbelsverðlaunin fyrir nokkrum árum." Guðrún Katrín fer síðan utan en það var gert eftir að öll tilskilin leyfi höfðu verið fengin hjá Tryggingastofnun eins og venja er með alla Íslendinga að sögn Páls Torfa. „Það er send umsókn í siglinganefnd Tryggingastofnunar, eins og hún er kölluð, en í henni sitja læknar sem meta það hvort að íslenskir skattborgar eigi að borga fyrir læknismeðferð erlendis. Þetta var samþykkt og hún fer síðan utan." Mistök að senda reikning í sendiráðPáll segir að mistök af hálfu spítalans hafi síðan gert það að verkum að reikningurinn var sendur á sendiráðið í Washington en ekki beint til Tryggingastofnunar. „Þetta er mjög dýr meðferð og hún varð dýrari í tilfelli Guðrúnar Katrínar, vegna þess að hún fékk mjög illskæða lungnabólgu, lenti á gjörgæsludeild og varð mjög veik af því mjög lengi. Því hækkaði þessi reikningur," segir Páll og þvertekur fyrir að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað eins og lesa má út úr dagbókarfærslu Matthíasar.„Þetta var allt saman með eðlilegu samþykki, nákvæmlega eins og við gerum fyrir Pétur og Pál. Guðrún Katrín fékk ekki neina sérstaka VIP meðferð umfram aðra. Allir Íslendingar eiga rétt samkvæmt landslögum, sem þessir ágætu herrar hafa sett á Alþingi, á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á í heiminum. Hún fékk þá meðferð sannanlega en það eru aðrir Íslendingar að fá líka sem eru í sambærilegri stöðu," segir Páll Torfi.Hann segir að læknar hér á landi hafi komist að þeirri niðurstöðu að meðferð af þessu tagi væri það eina sem gæti bjargað lífi hennar. „Og það munaði engu að hún lifði þetta af, því meðferðin gekk mjög vel, en síðan lendir hún í þessu bakslagi þegar hún fær lungnabólgu," segir Páll Torfi Önundarson að lokum og bætir við að þótt fimmtán milljónir fyrir læknismeðferð sé vissulega há upphæð sé það alls ekkert einsdæmi, ekki einu sinni á þeim árum sem þarna um ræðir.Guðrún Katrín Þorbergsdóttir lést 12. október 1998. Tengdar fréttir Dagbók Matthíasar: Fimmtán milljóna læknisreikningur forsetafrúar sendur ríkinu Í dagbókarbroti Matthísar Johannessen frá 3. júlí 1998 sem hann birtir um helgina kemur fram að Davíð Oddsson hafi haft áhyggjur af fimmtán milljóna króna reikning sem ríkið fékk sent vegna læknismeðferðar forsetafrúarinnar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. 18. ágúst 2008 01:05 Jón Baldvin man eftir reikningnum Jón Baldvin Hannibalsson var sendiherra í Washington þegar Guðrún Katrín Þorbergsdóttir leitaði sér lækninga í Seattle í Bandaríkjunum. Hann segist muna eftir því að sendiráðinu hafi borist reikningur vegna læknismeðferðar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vitnar í dagbókarfærslu sinni frá árinu 1998 í samtal sem hann átti við Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra. Davíð segir Matthíasi frá því að sendiráðinu í Washington hafi borist reikningur að upphæð fimmtán milljónir króna vegna læknismeðferðar Guðrúna Katrínar. 18. ágúst 2008 10:43 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Þetta er á einhverjum miskilngi byggt hjá Matthíasi," segir Páll Torfi Önundarson læknir, sem annaðist Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú í veikindum hennar á sínum tíma. Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir frá því í dagbókarfærslum sínum að reikningur vegna meðferðar Guðrúnar Katrínar sem hún gekkst undir í Bandaríkjunum hafi valdið uppnámi á stjórnarheimilinu. Það hefur Matthías eftir Davíð Oddsyni sem er sagður hafa haft miklar áhyggjur af því hver ætti að borga reikninginn. Páll Torfi segir í samtali við Vísi að Guðrún Katrín hafi ekki notið neinnar sérmeðferðar heldur hafi mál hennar farið sína leið hjá Tryggingastofnun eins og önnur mál af þessu tagi. „Guðrún Katrín greindist með bráðahvítblæði og síðan tók það sig upp aftur," segir Páll Torfi. „Þegar fyrstu merki komu um það lá ljóst fyrir að það myndi ekkert geta bjargað henni annað en beinmergsskipti. Hún gat fengið beinmerg eða blóð hjá systur sinni þannig að það var ákveðið að gera það." Páll Torfi segir, að á þessum tíma hafi krabbameinssjúklingar ýmist verið sendir til Svíþjóðar eða til Bandaríkjanna. „Þar sem þetta var talið vera áhættusöm aðgerð í ljósi þess að hún var í efri aldurskantinum til að þola meðferð af þessu tagi var ákveðið að senda hana til Washington ríkis, á Fred Hutchinson Cancer Research Center í Seattle. Þeir eru frumkvöðlar í beinmergsskiptum í heiminum og yfirmaðurinn þar fékk meðal annars Nóbelsverðlaunin fyrir nokkrum árum." Guðrún Katrín fer síðan utan en það var gert eftir að öll tilskilin leyfi höfðu verið fengin hjá Tryggingastofnun eins og venja er með alla Íslendinga að sögn Páls Torfa. „Það er send umsókn í siglinganefnd Tryggingastofnunar, eins og hún er kölluð, en í henni sitja læknar sem meta það hvort að íslenskir skattborgar eigi að borga fyrir læknismeðferð erlendis. Þetta var samþykkt og hún fer síðan utan." Mistök að senda reikning í sendiráðPáll segir að mistök af hálfu spítalans hafi síðan gert það að verkum að reikningurinn var sendur á sendiráðið í Washington en ekki beint til Tryggingastofnunar. „Þetta er mjög dýr meðferð og hún varð dýrari í tilfelli Guðrúnar Katrínar, vegna þess að hún fékk mjög illskæða lungnabólgu, lenti á gjörgæsludeild og varð mjög veik af því mjög lengi. Því hækkaði þessi reikningur," segir Páll og þvertekur fyrir að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað eins og lesa má út úr dagbókarfærslu Matthíasar.„Þetta var allt saman með eðlilegu samþykki, nákvæmlega eins og við gerum fyrir Pétur og Pál. Guðrún Katrín fékk ekki neina sérstaka VIP meðferð umfram aðra. Allir Íslendingar eiga rétt samkvæmt landslögum, sem þessir ágætu herrar hafa sett á Alþingi, á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á í heiminum. Hún fékk þá meðferð sannanlega en það eru aðrir Íslendingar að fá líka sem eru í sambærilegri stöðu," segir Páll Torfi.Hann segir að læknar hér á landi hafi komist að þeirri niðurstöðu að meðferð af þessu tagi væri það eina sem gæti bjargað lífi hennar. „Og það munaði engu að hún lifði þetta af, því meðferðin gekk mjög vel, en síðan lendir hún í þessu bakslagi þegar hún fær lungnabólgu," segir Páll Torfi Önundarson að lokum og bætir við að þótt fimmtán milljónir fyrir læknismeðferð sé vissulega há upphæð sé það alls ekkert einsdæmi, ekki einu sinni á þeim árum sem þarna um ræðir.Guðrún Katrín Þorbergsdóttir lést 12. október 1998.
Tengdar fréttir Dagbók Matthíasar: Fimmtán milljóna læknisreikningur forsetafrúar sendur ríkinu Í dagbókarbroti Matthísar Johannessen frá 3. júlí 1998 sem hann birtir um helgina kemur fram að Davíð Oddsson hafi haft áhyggjur af fimmtán milljóna króna reikning sem ríkið fékk sent vegna læknismeðferðar forsetafrúarinnar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. 18. ágúst 2008 01:05 Jón Baldvin man eftir reikningnum Jón Baldvin Hannibalsson var sendiherra í Washington þegar Guðrún Katrín Þorbergsdóttir leitaði sér lækninga í Seattle í Bandaríkjunum. Hann segist muna eftir því að sendiráðinu hafi borist reikningur vegna læknismeðferðar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vitnar í dagbókarfærslu sinni frá árinu 1998 í samtal sem hann átti við Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra. Davíð segir Matthíasi frá því að sendiráðinu í Washington hafi borist reikningur að upphæð fimmtán milljónir króna vegna læknismeðferðar Guðrúna Katrínar. 18. ágúst 2008 10:43 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Dagbók Matthíasar: Fimmtán milljóna læknisreikningur forsetafrúar sendur ríkinu Í dagbókarbroti Matthísar Johannessen frá 3. júlí 1998 sem hann birtir um helgina kemur fram að Davíð Oddsson hafi haft áhyggjur af fimmtán milljóna króna reikning sem ríkið fékk sent vegna læknismeðferðar forsetafrúarinnar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. 18. ágúst 2008 01:05
Jón Baldvin man eftir reikningnum Jón Baldvin Hannibalsson var sendiherra í Washington þegar Guðrún Katrín Þorbergsdóttir leitaði sér lækninga í Seattle í Bandaríkjunum. Hann segist muna eftir því að sendiráðinu hafi borist reikningur vegna læknismeðferðar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vitnar í dagbókarfærslu sinni frá árinu 1998 í samtal sem hann átti við Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra. Davíð segir Matthíasi frá því að sendiráðinu í Washington hafi borist reikningur að upphæð fimmtán milljónir króna vegna læknismeðferðar Guðrúna Katrínar. 18. ágúst 2008 10:43