Erlent

„Bókavörðurinn" í barnaklámshring handtekinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Getty

Maður sem tók þátt í að reka barnaklámshring á veraldarvefnum frá heimili móður sinnar hefur verið handtekinn og fangelsaður. Maðurinn, sem heitir Philip Thomson var kallaður „bókavörður" hópsins sem náði til 33 landa.

Thompson þarf að sitja í að minnsta kosti 45 mánuði í fangelsi. Hann hélt sig vera of kláran til þess að lögreglan myndi ná honum en vefsíðan sem hann notaði sem aðalsíðu var lögmæt. Þar voru myndir af börnum í fötum og gátu notendur skilið eftir athugasemdir og þegar það þótti ljóst að þeir væru barnaníðingar var þeim vísað á aðra síðu.

Þegar tölvubúnaður Thompson var gerður upptækur kom í ljós 241 þúsund ósæmandi myndir af börnum en aldrei hafa fundist svo margar ósæmandi barnamyndir á einu bretti í Bretlandi.

Talið er að Thompson hafi verið að dreifa myndum í allt að fimm ár. Meira en 50 manns hafa verið handteknir í kringum þennan barnaklámshring og lögregan hefur aðra 360 grunaða. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×