Fleiri fréttir Skýrsla tekin af eiganda hunds sem fannst við Kúagerði Lögreglan á Suðurnesjum tekur sem stendur skýrslu af eiganda hvolpsins sem fannst í hrauni við Kúagerði skammt frá veginum þar sem keyrt er að Keili í fyrradag. 23.6.2008 16:51 Verkfæri Neanderdalsmanna finnast í fornleifauppgreftri í Bretlandi Fornleifauppgröftur í Vestur-Sussex í Bretlandi hefur fundið tugi verkfæra sem talið er að hafi tilheyrt Neanderdalsmönnum. Er talið að verkfærin hafi verið notuð til þess að elta uppi dýr á borð við hesta og mammúta. 23.6.2008 16:51 Kúkur frá Kópavogi fullkomlega siðlaus Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag dælir Kópavogsbær skólpi í Skerjafjörð um einu sinni í viku. Að mati Óttars Hrafnkelssonar, forstöðumanns Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og Siglingaklúbbsins Siglunesi, sem eru næstu nágrannar við dælustöðina, er fullkomlega siðlaust af bæjaryfirvöldum í Kópavogi að dæla skólpi út með þessum hætti. „Það getur vel verið að það sé gott að búa í Kópavogi en það er ekki gott að vera nágranni þeirra,“ segir Óttarr og er allt annað en sáttur. 23.6.2008 16:44 Nær allir hjúkrunarfræðingar fylgjandi yfirvinnubanni Nærri 95 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga, sem tóku þátt í könnun meðal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um hvort boða ætti til yfirvinnubanns 10. júlí, eru fylgjandi slíku banni. 23.6.2008 16:38 Kókaínpar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag, að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum, gæsluvarðhald yfir hollensku pari sem gripið var í Leifsstöð í síðustu viku með 300 grömm af kókaín í fórum sínum. 23.6.2008 16:32 Sýslumaður verður við kröfu íbúa í Lundi Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur fallist á kröfu húsfélagsins í Lundi 1 um stöðvun frekari framkvæmda við Nýbýlaveg. Styr hefur staðið um framkvæmdir við Nýbýlaveg og nálægð götunnar við íbúðarblokk. 23.6.2008 16:21 Breskur ráðherra vill einangra Mugabe Malloch-Brown, ráðherra málefna Afríku, Asíu og Sameinuðu þjóðanna í bresku ríkisstjórninni, kallar eftir samhentu átaki ríkja heims í að einangra einræðisstjórn Roberts Mugabe forseta Simbabve og koma honum frá völdum. 23.6.2008 16:00 Ráðgjafahópur skoðar hagkvæmni bólusetninga og skimana Heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafahóp um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina. 23.6.2008 15:48 Gripinn við að kasta af sér þvagi utan í hús á Selfossi Þau eru af ýmsu tagi málin sem lögreglan á Selfossi glímir við á degi hverjum. Þannig var ungur maður staðinn að því að kasta af sér þvagi utan í hús á Eyrarvegi á Selfossi í liðinni viku en slíkt stríðir gegn lögreglusamþykkt Árborgar. 23.6.2008 15:30 Flatskjám og tölvu stolið úr bústöðum Lögreglan á Selfossi rannskar nú fimm innbrot sem tilkynnt var um nýverið, en í öllum tilvikum var brotist inn í sumarbústaði og allnokkrum verðmætum stolið. 23.6.2008 15:21 Pólverjinn lá í þrettán tíma án hjálpar Pólverjinn sem lést á Landspítalanum í síðustu viku vegna höfuðáverka, lá í rúmi sínu í þrettán tíma þangað til að hann var fluttur á sjúkrahús. Hann féll í götuna fyrir utan Frakkastíg 8 mánudagskvöldið 9. júní og herma heimildir Vísis að fallið hafi verið hátt, nokkrir metrar. Viku seinna var slökkt á öndunarvélinni og maðurinn, sem var þrítugur að aldri, úrskurðaður látinn. 23.6.2008 15:15 Vilyrði fyrir Vodafonehjólum í Reykjavík Vilyrði er fyrir því að hjól verði til afnota á höfuðborgasvæðinu borgabúum að endurgjaldslausu. Símafyrirtækið Vodafone hefur verið að gefa sveitafélögum víðs vegar um landið hjól til afnota fyrir almenning. Hefur fyrirtækið lýst yfir vilja til slíks samstarfs við Reykjavíkurborg að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar miðborgarstjóra. 23.6.2008 15:14 Fundu „skunk“ í bíl dópaðs ökumanns Lögreglan á Selfossi lagði í síðustu viku hald á nokkrar kannabisplöntur við húsleit eftir að hún hafði stöðvað mann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 23.6.2008 15:12 Skjólbelti við Ylströnd algjörlega til skammar Lítil uppbyggingin hefur verið við Ylströndina í Nauthólsvík frá því að hún opnaði sumarið 2000. Andvaraleysi borgarstjórnar í málefnum svæðisins endurspeglast líklegast best í sérstöku skjólbelti sem gróðursett var fyrir ofan ströndina og heldur hvorki vatni né vindi eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 23.6.2008 15:03 Sektuð fyrir að stela bíl og aka honum drukkin Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu til þess að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot. 23.6.2008 15:02 Í lagi að nota ráðherrabíla í eigin þágu Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ráðherrum sé heimilt að nota ráðherrabifreiðar í einkaerindum. ,,Það er alveg ljóst að ráðherrum er heimilt að nota bifreiðar í einkaþágu." 23.6.2008 14:52 Á sjötta hundrað manns vísað frá MH og Verzló Innritun í framhaldsskóla fyrir næsta haust er nú lokið en alls sóttu um 4426 nemendur úr 10 bekk og 4100 eldri nemendur. Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð voru vinsælustu skólarnir og þurftu að vísa frá á sjötta hundrað manns. 23.6.2008 14:44 Víkka út leitarsvæðið á Skaga Leit lögreglunnar á Sauðárkróki og Landhelgisgæslunnar að hugsanlegum hvítabirni á Skaga í Skagafirði hefur enn engan árangur borið og til stendur að víkka út leitarsvæðið. 23.6.2008 14:42 Farþegamet hjá Sæferðum Farþegamet var slegið hjá Sæferðum í Stykkishólmi á laugardaginn var þegar rúmlega ellefu hundruð farþegar sigldu með skipum fyrirtækisins. 23.6.2008 14:13 Tsvangirai flýr í sendiráð Hollands í Harare Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, flýði í dag í sendiráð Hollands í Harare eftir því sem hollenskir miðlar greina frá. 23.6.2008 14:03 ESB beitir frekari refsiaðgerðum gegn Íran Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Íran frekari refsiaðgerðum til þess að reyna að fá þá til að hætta auðgun úrans. Mun nú þeim aðgerðum beitt að frjósa allar inneignir íranska bankans Melli innan ESB-landa. 23.6.2008 13:53 Ísbjörn við Bjarnarvötn? - mynd Sjónarvottarnir sem telja sig hafa séð ísbjörn við Bjarnarvötn í gær segjast vissir í sinni sök um að dýrið sem þau sáu hafi verið ísbjörn. Á fréttavefnum Skagafjörður.com er viðtal við fólkið en þau náðu mynd af kvikindinu áður en þau tóku til fótanna. 23.6.2008 13:10 Krýsuvíkurvegur lokaður að hluta vegna malbikunar Krýsuvíkuvegur verður lokaður frá Bláfjallaafleggjara klukkan átta í kvöld til morguns vegna malbikunarframkvæmda. Loftorka vinnur að verkinu og menn þar á bæ höfðu samband við fréttastofu og báðu hana um að koma þessu á framfæri. 23.6.2008 13:09 Flóðum ekki lokið í Mississippi Mikil flóð í Mississippi-ánni hafa valdið verulegum búsifjum í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna. 23.6.2008 12:57 Hvetur íslamista til að berjast gegn friðargæsluliðum í Sómalíu Háttsettur talsmaður Al kaída hryðjuverkasamtakanna hvetur íslamista í Sómalíu til þess að berjast gegn friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna, sem halda til landsins á næstunni. 23.6.2008 12:43 Forsetakosningar verða í Simbabve Opinberir starfsmenn í Simbabve segja að ekki verði hætt við forsetakosningar í Simbabve þrátt fyrir að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafi dregið framboð sitt til baka. 23.6.2008 12:36 Sádi-arabískur þingforseti heimsótti Alþingi Saleh Abdulla bin Humeid, forseti sádi-arabíska ráðgjafarþingsins, ræðir nú fulltrúa þingflokkanna, en hann er hér á landi í tveggja daga opinberri heimsókn. 23.6.2008 12:33 Nærri fjörutíu fundnir á lífi eftir ferjuslys við Fillipseyjar Þrjátíu og átta farþegar hafa fundist á lífi eftir ferjuslys við Filippseyjar um helgina. Rúmlega átta hundruð manna er saknað. 23.6.2008 12:26 Uggur meðal starfsmanna Icelandair Uggur er meðal starfsmanna Icelandair en félagið hefur boðað fjöldauppsagnir um næstu mánaðamót. Starfsmenn félagsins funda á morgun. 23.6.2008 12:16 Nýrri eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar breytt Tímamót urði í smíði nýrrar eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar á föstudaginn var þegar flugvélaverksmiðjan Bombardier í Toronto afhenti hana til Field Aviation sem breytir henni í eftirlitsflugvél. 23.6.2008 12:11 Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi Drengurinn sem lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk aðfaranótt laugardagsins 21. júní 2008 hét Örn Sigurðarson, búsettur að Granaskjóli 52 í Reykjavík. Örn var 19 ára. 23.6.2008 11:54 80-100 missa vinnuna hjá Flugþjónustunni Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp á bilinu 80-100 manns í 70-75 stöðugildum og missa starfsmenn vinnuna í lok september. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. 23.6.2008 11:24 Bíður eftir niðurstöðu fundar Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, vill að svo stöddu ekki láta hafa neitt eftir sér varðandi fyrirhugaðir uppsagnir hjá Icelandair. 23.6.2008 11:07 Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr Málmtæknifyrirtækið Héðinn hefur boðið ísbjarnarnefnd umhverfisráðuneytisins að smíða ísbjarnarbúr, eitt eða fleiri eftir þörfum. 23.6.2008 11:06 Engin sjóræningjaskip hafa sést á Reykjaneshrygg Ekki hefur sést til svokallaðra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg við eftirlit Landhelgisgæslunnar með karfaveiðum þar að undanförnu. 23.6.2008 10:53 Dauðsföllum stúlkna í Indlandi fjölgar Fjöldi stúlkna sem vex úr grasi í Indlandi hefur náð lágmarki samanborið við drengi þar í landi. Hlutfallið hefur farið allt niður í 300 stúlkur miðað við hverja 1000 drengi í einu héraði landsins. Venjulega hefur þetta hlutfall verið 950 stúlkur á hverja 1000 stráka. 23.6.2008 10:53 Þriðji ísbjörninn á Skaga? Við hefðbundið ísbjarnarflug á Skagaheiði í gærkvöld sást hvítt þunglamalegt dýr á ferðinni. Ekki tókst að staðfesta að um ísbjörn væri að ræða en leit hélt áfram í nótt og stendur í raun enn eftir því sem segir á vefnum Skagafjörður.com. 23.6.2008 10:29 Atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann hjá hjúkrunarfræðingum lokið Atkvæðagreiðslu um boðun yfirvinnubanns meðal hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og mun stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hittast á fundi í hádeginu í dag og fara yfir niðurstöðuna. 23.6.2008 10:11 Maður lést af höfuðáverkum - Mögulegt manndráp á Frakkastíg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort Pólverji, sem lést af höfuðáverkum á sjúkrahúsi á föstudag, hafi verið myrtur. Landi hans, sem heimildir Vísis herma að sé nágranni mannsins, hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálfa aðra viku en það rennur út í dag. 23.6.2008 10:06 Flatskjá og heimabíói stolið í bústað á Þingvöllum Brotist var inn í sumarbústað á Þingvöllum seint í gærkvöldi. 23.6.2008 09:31 Ísbjarnaflug á Tröllaskaga í dag? Landhelgisgæslan ætlar aftur í ísbjarnarflug í dag og verður endanleg ákvörðun um flugið tekin nú fyrir hádegið 23.6.2008 09:30 Sjötíu prósent vilja kanna pólitískar rætur Baugsmáls Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru sjötíu prósent landsmanna eru hlynntir því að rannsaka hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur. 23.6.2008 09:25 Íbúðalánasjóður lækkar vexti um 0,15 prósentustig Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að lækka útlánavexti um 0,15 prósentustig. 23.6.2008 09:24 Fleiri finnast á lífi eftir ferjuslys við Filippseyjar Björgunarmenn hafa nú fundið 33 á lífi af þeim 750 farþegum sem voru með ferjunni sem hvolfdi á laugardag undan strönd Filippseyja. 23.6.2008 09:17 Kaupmáttur launa rýrnar um rúm fjögur prósent Kaupmáttur launa hefur rýrnað um um það bil fjögur prósent síðustu tólf mánuði ef tekið er mið af þróun launavísitölu og verðbólgu. 23.6.2008 09:16 Sjá næstu 50 fréttir
Skýrsla tekin af eiganda hunds sem fannst við Kúagerði Lögreglan á Suðurnesjum tekur sem stendur skýrslu af eiganda hvolpsins sem fannst í hrauni við Kúagerði skammt frá veginum þar sem keyrt er að Keili í fyrradag. 23.6.2008 16:51
Verkfæri Neanderdalsmanna finnast í fornleifauppgreftri í Bretlandi Fornleifauppgröftur í Vestur-Sussex í Bretlandi hefur fundið tugi verkfæra sem talið er að hafi tilheyrt Neanderdalsmönnum. Er talið að verkfærin hafi verið notuð til þess að elta uppi dýr á borð við hesta og mammúta. 23.6.2008 16:51
Kúkur frá Kópavogi fullkomlega siðlaus Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag dælir Kópavogsbær skólpi í Skerjafjörð um einu sinni í viku. Að mati Óttars Hrafnkelssonar, forstöðumanns Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og Siglingaklúbbsins Siglunesi, sem eru næstu nágrannar við dælustöðina, er fullkomlega siðlaust af bæjaryfirvöldum í Kópavogi að dæla skólpi út með þessum hætti. „Það getur vel verið að það sé gott að búa í Kópavogi en það er ekki gott að vera nágranni þeirra,“ segir Óttarr og er allt annað en sáttur. 23.6.2008 16:44
Nær allir hjúkrunarfræðingar fylgjandi yfirvinnubanni Nærri 95 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga, sem tóku þátt í könnun meðal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um hvort boða ætti til yfirvinnubanns 10. júlí, eru fylgjandi slíku banni. 23.6.2008 16:38
Kókaínpar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag, að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum, gæsluvarðhald yfir hollensku pari sem gripið var í Leifsstöð í síðustu viku með 300 grömm af kókaín í fórum sínum. 23.6.2008 16:32
Sýslumaður verður við kröfu íbúa í Lundi Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur fallist á kröfu húsfélagsins í Lundi 1 um stöðvun frekari framkvæmda við Nýbýlaveg. Styr hefur staðið um framkvæmdir við Nýbýlaveg og nálægð götunnar við íbúðarblokk. 23.6.2008 16:21
Breskur ráðherra vill einangra Mugabe Malloch-Brown, ráðherra málefna Afríku, Asíu og Sameinuðu þjóðanna í bresku ríkisstjórninni, kallar eftir samhentu átaki ríkja heims í að einangra einræðisstjórn Roberts Mugabe forseta Simbabve og koma honum frá völdum. 23.6.2008 16:00
Ráðgjafahópur skoðar hagkvæmni bólusetninga og skimana Heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafahóp um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina. 23.6.2008 15:48
Gripinn við að kasta af sér þvagi utan í hús á Selfossi Þau eru af ýmsu tagi málin sem lögreglan á Selfossi glímir við á degi hverjum. Þannig var ungur maður staðinn að því að kasta af sér þvagi utan í hús á Eyrarvegi á Selfossi í liðinni viku en slíkt stríðir gegn lögreglusamþykkt Árborgar. 23.6.2008 15:30
Flatskjám og tölvu stolið úr bústöðum Lögreglan á Selfossi rannskar nú fimm innbrot sem tilkynnt var um nýverið, en í öllum tilvikum var brotist inn í sumarbústaði og allnokkrum verðmætum stolið. 23.6.2008 15:21
Pólverjinn lá í þrettán tíma án hjálpar Pólverjinn sem lést á Landspítalanum í síðustu viku vegna höfuðáverka, lá í rúmi sínu í þrettán tíma þangað til að hann var fluttur á sjúkrahús. Hann féll í götuna fyrir utan Frakkastíg 8 mánudagskvöldið 9. júní og herma heimildir Vísis að fallið hafi verið hátt, nokkrir metrar. Viku seinna var slökkt á öndunarvélinni og maðurinn, sem var þrítugur að aldri, úrskurðaður látinn. 23.6.2008 15:15
Vilyrði fyrir Vodafonehjólum í Reykjavík Vilyrði er fyrir því að hjól verði til afnota á höfuðborgasvæðinu borgabúum að endurgjaldslausu. Símafyrirtækið Vodafone hefur verið að gefa sveitafélögum víðs vegar um landið hjól til afnota fyrir almenning. Hefur fyrirtækið lýst yfir vilja til slíks samstarfs við Reykjavíkurborg að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar miðborgarstjóra. 23.6.2008 15:14
Fundu „skunk“ í bíl dópaðs ökumanns Lögreglan á Selfossi lagði í síðustu viku hald á nokkrar kannabisplöntur við húsleit eftir að hún hafði stöðvað mann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 23.6.2008 15:12
Skjólbelti við Ylströnd algjörlega til skammar Lítil uppbyggingin hefur verið við Ylströndina í Nauthólsvík frá því að hún opnaði sumarið 2000. Andvaraleysi borgarstjórnar í málefnum svæðisins endurspeglast líklegast best í sérstöku skjólbelti sem gróðursett var fyrir ofan ströndina og heldur hvorki vatni né vindi eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 23.6.2008 15:03
Sektuð fyrir að stela bíl og aka honum drukkin Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu til þess að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot. 23.6.2008 15:02
Í lagi að nota ráðherrabíla í eigin þágu Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ráðherrum sé heimilt að nota ráðherrabifreiðar í einkaerindum. ,,Það er alveg ljóst að ráðherrum er heimilt að nota bifreiðar í einkaþágu." 23.6.2008 14:52
Á sjötta hundrað manns vísað frá MH og Verzló Innritun í framhaldsskóla fyrir næsta haust er nú lokið en alls sóttu um 4426 nemendur úr 10 bekk og 4100 eldri nemendur. Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð voru vinsælustu skólarnir og þurftu að vísa frá á sjötta hundrað manns. 23.6.2008 14:44
Víkka út leitarsvæðið á Skaga Leit lögreglunnar á Sauðárkróki og Landhelgisgæslunnar að hugsanlegum hvítabirni á Skaga í Skagafirði hefur enn engan árangur borið og til stendur að víkka út leitarsvæðið. 23.6.2008 14:42
Farþegamet hjá Sæferðum Farþegamet var slegið hjá Sæferðum í Stykkishólmi á laugardaginn var þegar rúmlega ellefu hundruð farþegar sigldu með skipum fyrirtækisins. 23.6.2008 14:13
Tsvangirai flýr í sendiráð Hollands í Harare Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, flýði í dag í sendiráð Hollands í Harare eftir því sem hollenskir miðlar greina frá. 23.6.2008 14:03
ESB beitir frekari refsiaðgerðum gegn Íran Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Íran frekari refsiaðgerðum til þess að reyna að fá þá til að hætta auðgun úrans. Mun nú þeim aðgerðum beitt að frjósa allar inneignir íranska bankans Melli innan ESB-landa. 23.6.2008 13:53
Ísbjörn við Bjarnarvötn? - mynd Sjónarvottarnir sem telja sig hafa séð ísbjörn við Bjarnarvötn í gær segjast vissir í sinni sök um að dýrið sem þau sáu hafi verið ísbjörn. Á fréttavefnum Skagafjörður.com er viðtal við fólkið en þau náðu mynd af kvikindinu áður en þau tóku til fótanna. 23.6.2008 13:10
Krýsuvíkurvegur lokaður að hluta vegna malbikunar Krýsuvíkuvegur verður lokaður frá Bláfjallaafleggjara klukkan átta í kvöld til morguns vegna malbikunarframkvæmda. Loftorka vinnur að verkinu og menn þar á bæ höfðu samband við fréttastofu og báðu hana um að koma þessu á framfæri. 23.6.2008 13:09
Flóðum ekki lokið í Mississippi Mikil flóð í Mississippi-ánni hafa valdið verulegum búsifjum í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna. 23.6.2008 12:57
Hvetur íslamista til að berjast gegn friðargæsluliðum í Sómalíu Háttsettur talsmaður Al kaída hryðjuverkasamtakanna hvetur íslamista í Sómalíu til þess að berjast gegn friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna, sem halda til landsins á næstunni. 23.6.2008 12:43
Forsetakosningar verða í Simbabve Opinberir starfsmenn í Simbabve segja að ekki verði hætt við forsetakosningar í Simbabve þrátt fyrir að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafi dregið framboð sitt til baka. 23.6.2008 12:36
Sádi-arabískur þingforseti heimsótti Alþingi Saleh Abdulla bin Humeid, forseti sádi-arabíska ráðgjafarþingsins, ræðir nú fulltrúa þingflokkanna, en hann er hér á landi í tveggja daga opinberri heimsókn. 23.6.2008 12:33
Nærri fjörutíu fundnir á lífi eftir ferjuslys við Fillipseyjar Þrjátíu og átta farþegar hafa fundist á lífi eftir ferjuslys við Filippseyjar um helgina. Rúmlega átta hundruð manna er saknað. 23.6.2008 12:26
Uggur meðal starfsmanna Icelandair Uggur er meðal starfsmanna Icelandair en félagið hefur boðað fjöldauppsagnir um næstu mánaðamót. Starfsmenn félagsins funda á morgun. 23.6.2008 12:16
Nýrri eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar breytt Tímamót urði í smíði nýrrar eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar á föstudaginn var þegar flugvélaverksmiðjan Bombardier í Toronto afhenti hana til Field Aviation sem breytir henni í eftirlitsflugvél. 23.6.2008 12:11
Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi Drengurinn sem lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk aðfaranótt laugardagsins 21. júní 2008 hét Örn Sigurðarson, búsettur að Granaskjóli 52 í Reykjavík. Örn var 19 ára. 23.6.2008 11:54
80-100 missa vinnuna hjá Flugþjónustunni Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp á bilinu 80-100 manns í 70-75 stöðugildum og missa starfsmenn vinnuna í lok september. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. 23.6.2008 11:24
Bíður eftir niðurstöðu fundar Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, vill að svo stöddu ekki láta hafa neitt eftir sér varðandi fyrirhugaðir uppsagnir hjá Icelandair. 23.6.2008 11:07
Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr Málmtæknifyrirtækið Héðinn hefur boðið ísbjarnarnefnd umhverfisráðuneytisins að smíða ísbjarnarbúr, eitt eða fleiri eftir þörfum. 23.6.2008 11:06
Engin sjóræningjaskip hafa sést á Reykjaneshrygg Ekki hefur sést til svokallaðra sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg við eftirlit Landhelgisgæslunnar með karfaveiðum þar að undanförnu. 23.6.2008 10:53
Dauðsföllum stúlkna í Indlandi fjölgar Fjöldi stúlkna sem vex úr grasi í Indlandi hefur náð lágmarki samanborið við drengi þar í landi. Hlutfallið hefur farið allt niður í 300 stúlkur miðað við hverja 1000 drengi í einu héraði landsins. Venjulega hefur þetta hlutfall verið 950 stúlkur á hverja 1000 stráka. 23.6.2008 10:53
Þriðji ísbjörninn á Skaga? Við hefðbundið ísbjarnarflug á Skagaheiði í gærkvöld sást hvítt þunglamalegt dýr á ferðinni. Ekki tókst að staðfesta að um ísbjörn væri að ræða en leit hélt áfram í nótt og stendur í raun enn eftir því sem segir á vefnum Skagafjörður.com. 23.6.2008 10:29
Atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann hjá hjúkrunarfræðingum lokið Atkvæðagreiðslu um boðun yfirvinnubanns meðal hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og mun stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hittast á fundi í hádeginu í dag og fara yfir niðurstöðuna. 23.6.2008 10:11
Maður lést af höfuðáverkum - Mögulegt manndráp á Frakkastíg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort Pólverji, sem lést af höfuðáverkum á sjúkrahúsi á föstudag, hafi verið myrtur. Landi hans, sem heimildir Vísis herma að sé nágranni mannsins, hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálfa aðra viku en það rennur út í dag. 23.6.2008 10:06
Flatskjá og heimabíói stolið í bústað á Þingvöllum Brotist var inn í sumarbústað á Þingvöllum seint í gærkvöldi. 23.6.2008 09:31
Ísbjarnaflug á Tröllaskaga í dag? Landhelgisgæslan ætlar aftur í ísbjarnarflug í dag og verður endanleg ákvörðun um flugið tekin nú fyrir hádegið 23.6.2008 09:30
Sjötíu prósent vilja kanna pólitískar rætur Baugsmáls Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru sjötíu prósent landsmanna eru hlynntir því að rannsaka hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur. 23.6.2008 09:25
Íbúðalánasjóður lækkar vexti um 0,15 prósentustig Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að lækka útlánavexti um 0,15 prósentustig. 23.6.2008 09:24
Fleiri finnast á lífi eftir ferjuslys við Filippseyjar Björgunarmenn hafa nú fundið 33 á lífi af þeim 750 farþegum sem voru með ferjunni sem hvolfdi á laugardag undan strönd Filippseyja. 23.6.2008 09:17
Kaupmáttur launa rýrnar um rúm fjögur prósent Kaupmáttur launa hefur rýrnað um um það bil fjögur prósent síðustu tólf mánuði ef tekið er mið af þróun launavísitölu og verðbólgu. 23.6.2008 09:16