Fleiri fréttir

Penninn og Habitat mega renna saman

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna samruna Pennans og eignarhaldsfélagsins Smára sem rekur Habitat.

Gráúlfurinn ekki lengur talinn í útrýmingarhættu

Gráúlfurinn sem lifir í norðurhluta Klettafjallanna í Bandaríkjunum er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu. Hefur hann því verið tekinn af lista bandaríska innanríkisráðuneytisins um dýr í útrýmingarhættu.

RKÍ aðstoðar Rauðu Davíðsstjörnuna

Rauði kross Íslands hefur sent tæpa eina milljón króna til að aðstoða systurfélag sitt í Ísrael, Rauðu Davíðsstjörnuna, við að setja á fót verkefni í sálrænum stuðningi

Clinton og Obama þræta í Texas

Hillary Clinton sakaði í gær keppinaut sinn Barack Obama um pólitískan ritstuld í beinni sjónvarpsútsendingu. Obama gerði lítið úr ásökuninni og sagðist standa fyrir öruggum breytingum, aðferð Clinton væri hluti af „bjánalegum“ stjórnmálaslag.

Olga Lísa nýr skólameistari VA

Menntamálaráðherra hefur skipað Olgu Lísu Garðarsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. mars 2008 að telja

Orðin sjö barna móðir 16 ára gömul

Sextán ára gömul stúlka í Argentínu hefur fætt þríbura, í annað sinn á ævi sinni. Stúlkan sem heitir Pamela átti fyrri þríbura sína þegar hún var 15 ára gömul en hún eignaðist fyrsta barn sitt, son, þegar hún var 14 ára.

Tyrkir ráðast inn í Írak

Tíu þúsund manna tyrkneskt herlið réðst í dag yfir landamæri Íraks til að ráðast á búðir skæruliða Kúrdiska verkamannaflokksins svonefnda.

Bíll með þremur hafnaði í húsgarði

Engin meiddist alvarlega þegar fólksbíll með þremur mönnum um borð hafnaði á hliðinni inni í húsagarði í Keflavík seint í gærkvöldi.

Tekur þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum

Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra er í hópi þriggja norrænna ráðherra sem taka þátt í námstefnu um ofbeldi karla gegn konum sem haldin verður í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku.

Flugvélarinnar enn leitað

Leit að bandarísku flugvélinni sem saknað hefur verið frá í gær, hefur enn ekki borið árangur.

Vöruskiptahalli dregst saman um 68 milljarða á milli ára

Tæplega 88 milljarða króna halli varð á vöruskiptum við útlönd í fyrra eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir tæpa 303 milljarða en inn voru fluttar vörur fyrir rúma 390 milljarða.

Öldungardeildarþingmenn nauðlentu í Afganistan

Þyrlur á vegum bandaríska hersins í Afganistan þurftu að nauðlenda í fjalllendi þar í gærkvöldi vegna blindbyls sem þær lentu í. Um borð í einni þyrlunni voru öldungardeildarþingmennirnir John Kerry, Jo Biden og Cuck Hagel.

Fordæma árásina á bandaríska sendiráðið í Serbíu

Árásirnar sem gerðar voru á bandaríska sendiráðið í Belgrað höfuðborg Serbíu og þrjú önnur sendiráð í borginni í gærkvöldi hafa verið fordæmd af Bandaríkjastjórn og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Varðskip og Fokker leita enn að flugvélinni

Varðskip leitar nú á svæðinu suðaustur af landinu, þar sem lítil eins hreyfils bandarísk flugvél, með einum manni um borð, brotlenti skömmu fyrir hádegi í gær.

Einangrunarfangi getur fengið tíu ár

Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot.

Mikil eftirvænting fyrir Food & Fun

Matarhátíðin Food & Fun, sem myndi útleggjast á íslensku sem Fóður og fjör, verður á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði um helgina. "Við erum mjög spenntir en þetta er skemmtileg ný hugmynd. Það er búinn að vera mikill undirbúningur fyrir hátíðina, en við erum búnir að vera að vinna að þessu síðan á áramótum“, segir Eiríkur Gísli Johansson, annar eigandi veitingarstaðarins. Ellefu veitingastaðir hafa tekið sig saman og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætlar að kynna sína menningu og hráefni sem er fáanlegt að vetrarlagi. "Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags og hver staður velur sér einn eða fleiri af þessum dögum. Við verðum með hátíðina á föstudag- og laugardagskvöld en sunnudagurinn er frátekinn fyrir konudag sem verður haldinn hátíðlegur hjá okkur í samstarfi við Blómaturninn“, segir Eiríkur.

Friðrik Valur líklega farinn úr landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir sautján ára pilti í gærdag. Sá heitir Friðrik Valur Hákonarson og var beðinn um að hringja heim til sín.

Týnda stúlkan á Akureyri ófundin í Reykjavík

Lögreglan á Akureyri lýsti í dag eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gulla Hallström. Hún fór frá Dalvík fyrir hádegi í gærdag þann 20. febrúar og er talið að hún hafi farið til Reykjavíkur.

Davíð Oddsson fær bréf frá Guðna

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur sent Davíði Oddssyni seðlabankastjóra bréf þar sem hann fer fram á að Seðlabankinn svari nokkrum spurningum ásamt hagfræðilegum rökstuðningi og greinargerð. Svörin vill Guðni fá innnan mánaðar.

Enn óvíst með oddvita sjálfstæðismanna

„Það eru engar nýjar fréttir varðandi forystumál Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar Vísir náði tali af henni nú síðdegis.

Þingmaður spilaði 21 í spilavíti á Suðurgötu

Í viðtali á Rás 2 nú seinni partinn játaði Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins að hafa spilað 21 í spilavíti á Suðurgötu í Reykjavík. Það var í septembermánuði árið 2002.

Vill að Össur biðjist afsökunar

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra biðjist afsökunar á skrifum sínum um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa.

„Hrinti mér og öskraði, þetta er rán“

Misheppnuð ránstilraun var framin á Snyrti- og fótaaðgerðarstofu Eddu á Hverfisgötu fyrir skömmu. Rauðbirkinn, grannur karlmaður um þrítugt reyndi að ræna peningakassa stofunnar, en fótaaðgerðarfræðingur sá við manninum.

Vanaafbrotamaður í tólf mánaða fangelsi

Karlmaður var í Hæstarétti í dag sakfelldur fyrir tvo þjófnaðarbrot, hilmingu, nytjastuld, þrjú fíkniefnalagabrot og réttindaleysi við akstur í tvö skipti.

Björn Ingi kvaddur í Höfða

Nú stendur yfir í Höfða kveðjuhóf fyrir Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lét af embætti nýverið.

Ísland stefnir að kolefnishlutleysi

Ísland mun taka þátt í átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem miðar að því að stefna að kolefnishlutleysi. Þrjú önnur ríki taka þátt í átakinu sem var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum. Það kallaði á nýsköpun og tækniþróun.

Dómari í Díönu-rannsókn varar við lítilsvirðingu

Dómarinn yfir réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur varað þá sem fjalla um málið við að lítilsvirða ekki réttinn. Mikill áhugi er á málinu á alþjóðavísu auk þess eru raddir um að hætta við rannsóknina að verða háværari. Það á sérstaklega við eftir umfjöllun um vitnisburð Mohamed Al Fayed faðir Dodi ástmanns prinsessunnar, og Sir Richard Dearlove fyrrverandi yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6.

McCain hafnar fréttum af framhjáhaldi

Repúblíkaninn John McCain hefur hafnað fréttum dagblaðs um að hann hafi átt í óviðeigandi sambandi við konu sem var fulltrúi hagsmunasamtaka. McCain segir frétt New York Times um að náið samband þeirra hafi snúið honum á sveif með skjólstæðingum hennar væri röng og konan væri bara „vinur.“

Serbar mótmæla við landamæri Kosovo

Hundruð fyrrverandi serbneskra hermanna hafa í morgun mótmælt sjálfstæði Kosovo með því að henda steinum að óeirðarlögreglu Kosovo við landamæri Kosovo og Serbíu. Fréttamaður Reuters á staðnum á staðnum greindi frá þessu. Kosovolögreglan fékk stuðnin Tekkneskra herdeilda í óeirðabúningum.

Sjá næstu 50 fréttir