Fleiri fréttir

SBA - Norðurleið, Hagvagnar og Kynnisferðir fá ekki að sameinast

Samkeppniseftilitið hefur úrskurðað að hópferðafyrirtækin SBA - Norðurleið, Hagvagnar og Kynnisferðir fái ekki að sameinast. Í lok marsmánaðar síðastliðinn keypti eignarhaldsfélagið Reynimelur ehf., sem er í eigu SBA-Norðurleiðar og Hagvagna fyrirtækið Kynnisferðir ehf. af FL Group. Viðskiptin voru tilkynnt Samkeppniseftirlitinu sem samruni.

Óttast um móður lestarstöðvar-stúlkunnar

Lögregla í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum leitar nú foreldra þriggja ára stúlku sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu á laugardag. Óttast er um móður stúlkunnar sem hefur ekki sést síðan 10. september. Bíll konunnar sem er kínversk fannst við flugvöllin í Auckland á Nýja Sjálandi í gær.

Vilja leyfa það aftanfrá

Þingið í Singapore vill afnema bann við munn- og endaþarmsmökum. Þó ekki fyrir samkynhneigða. Hingaðtil hefur verið blátt bann við slíkum leikjum jafnvel innan veggja heimilisins. Hvort sem gagnkynhneigð eða samkynhneigð pör hafa átt í hlut.

Afkoma ríkissjóðs versnar

Á öðrum ársfjórðungi 2007 nam tekjuafgangur hins opinbera 9,7 milljörðum króna en það er nokkuð óhagstæðari afkoma en á öðrum ársfjórðungi 2006 er hann mældist 15,7 milljarðar króna.

Hrísgrjónakast bannað í Feneyjum

Massimo Cacciari borgarstjóri Feneyja íhugar nú að banna hrísgrjónakast við brúðkaup í borginni Til þessa ráðs ætlar borgarstjórinn að grípa til að reyna að koma böndum á ört vaxandi fjölda af dúfum í borginni.

Ekið á hross

Bíl var ekið á hross á Grenivíkurvegi í gærkvöldi og meiddist hesturinn svo mikið að það þurfti að aflífa hann á staðnum. Ökumann bílsins sakaði ekki, en hann var ný búinn að mæta bíl og ók enn á lágu ljósunum, þegar hesturinn stökk upp á veginn í veg fyrir hann. Myrkur var þegar slysið varð en nú fer í hönd sá tími, sem þessu slysum fjölgar jafnan.-

Unglingar í hraðakstri

Lögreglan á Akureyri stöðvaði í gærkvöldi tvo sautján ára pilta eftir að þeir höfðu mælst á rúmlega hundrað kílómetra hraða innanbæjar, þar sem hámarkshraði er 50 kilómetrar á klukkustund. Báðir fengur þeir ökuskírteini í sumar og voru þeir að reyna með sér hæfni sína til hraðaksturs, en missa nú að líkindum ökuréttindin.

Ölvaðir teknir úr umferð

Lögreglan í Reykjavík tók þrjá menn úr umfrð í gærkvöldi, einn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum lyfja og tvo vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra var að halda upp á að vera ný sloppinn út af Litla Hrauni eftir afplánun dóms.

Fellibylur nálgast Shanghai

Verið er að flytja um 200.000 af íbúum Shanghai á brott frá henni en búist er við að fellibylurinn nái til borgarinnar einhverntímann í kvöld. Fellibylurinn, sem hlotið hefur nafnið Wipha, er af styrkleikaflokki fjögur og vindhraði hans er nú um 250 km á klukkustund.

Spilltar löggur í Brasilíu handteknar

Lögreglan í Rio de Janeiro handtók 52 kollega sína í viðamikilli aðgerð í dag. Lögreglumennirnir sem handteknir voru eru sakaðir um að hafa þegið fé frá glæpagengjum og aðstoðað foringja klíkanna við að forðast handtöku í staðinn.

Enn eitt gin- og klaufaveikismit á Englandi

Nýtt gin- og klaufaveikismit greindist á sauðfjárbúi í suðurhluta Englands í dag. Búið er fyrir innan það varnarsvæði sem sett var upp í síðustu viku. Bresk yfirvöld hafa þegar fyrirskipað að allt sauðfé á búinu verði skorið niður.

Draga úr leit að Steve Fossett

Yfirvöld í Nevada fylki í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga verulega úr leit að ævintýramanninum og auðjöfrinum Steve Fossett. Aðeins tvær flugvélar voru við leitarstörf í dag en í síðustu viku voru þær tuttugu talsins. Steve Fosset hefur nú verið saknað í tvær vikur.

Reyndi að strjúka úr fangelsi með tannkremi

Enskur fangi beitti frekar óvenjulegri aðferð til að reyna strjúka úr fangelsi á eyjunni Wight á Ermasundi. Vopnaður matskeið gróf fanginn, Colin Warren, göng úr fangaklefa sínum og notaðist síðan við tannkrem til að hylja gatið á daginn.

Varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu

Yfirmaður mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbour, varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu og telur mikilvægt að ríkisstjórnir í álfunni taki strax á vandanum. Ný skýrsla, sem kynnt var í síðustu viku, þykir benda til þess að umburðarlyndi meðal Evrópubúa gagnvart múslimum fari minnkandi.

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í kvöld mann til Reykjavíkur eftir bílslys í Reykhólasveit. Að sögn lögreglu er maðurinn alvarlega slasaður. Tildrög slyssins urðu með þeim hætti að maðurinn, sem var einn í bíl sínum, ók út af veginum við Klukkufell með þeim afleiðingum að bíllinn valt.

Grindvíkingar undrandi og óánægðir

Á aukabæjarstjórnarfundi í Grindavík sem haldinn var í dag lýsti bæjarstjórnin yfir undrun og óánægju sinni með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna aflaskerðingar á þorski. Bæjarfulltrúarnir segja að Grindavík verði verst úti vegna skerðingarinnar en þrátt fyrir það sé hvergi minnst á bæinn í boðuðum aðgerðum.

Ók yfir á rauðu

Harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Háaleitisbratuar laust fyrir klukkan hálf sex í kvöld. Þrennt lenti í árekstrinum og þurfti að flytja farþega annarar bifreiðarinnar á slysadeild. Slysið varð með þeim hætti að annar ökumaðurinn ók yfir á rauðu ljósi.

Pabbinn skildi dóttur sína eftir á lestarstöð

Ástralska lögreglan leitar nú að karlmanni sem talinn er hafa skilið dóttur sína eftir á lestarstöð í Melbourne. Á öryggismyndavél sést miðaldra karlmaður með ferðatösku leiða litla stúlku að lestarpalli í Melbourne í Ástralíu. Skömmu síðar sést hann aftur á öryggismyndavél, en þá án stúlkunnar.

Frakkar vígreifir gegn Íran

Frakkar hvöttu í dag til hertra viðskiptaþvingana gegn Íran en sögðu að leita yrði allra leiða til að koma í veg fyrir stríð.

Vill loka klukkan tvö

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins, boðar stórhertar aðgerðir lögreglu í miðborginni. Hann vill láta takmarka opnunartíma skemmtistaða í miðbænum til klukkan tvö á nóttunni. Stefán segir að þeir staðir sem vilji hafa opið lengur verði að vera annarsstaðar í borginni. Þetta kom fram á Miðborgarþingi.

Kaþólska kirkjan greiðir þolendum kynferðisofbeldis bætur

Kaþólska kirkjan í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur komið á fót styrktarsjóði til handa 32 einstaklingum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta. Alls lagði kirkjan um 80 milljónir króna í sjóðinn en peningunum verður dreift til fórnarlambanna.

Leitin að Hörpunni heldur áfram

Jónas Garðarsson er á leið í fangelsi. Hann mun afplána þriggja ára dóm fyrir að bera ábyrgð á dauða þeirra Friðriks Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur í sjóslysi í september 2005 þegar bátur hans Harpan steytti á skeri. Hér fyrir neðan er málið rakið frá nóttinni örlagaríku til dagsins í dag.

Treystir Svöfu fyrir milljarðinum

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur ákveðið að leggja fram 1 milljarð króna sem hlutafé og framlag í Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík, sem verið er að stofna. Róbert sagði í samtali við Vísi að hann teldi mikil tækifæri til þess að byggja upp samkeppnishæft alþjóðlegt háskólaumhverfi á Íslandi.

Stálhjálmur yfir Chernobyl

Yfirvöld í Úkraínu hafa samþykkt að byggð verði risastór stálbygging yfir geislavirkt svæði eftir versta kjarnorkuslys sögunnar í Chernobyl árið 1986. Franskt fyrirtæki hefur verið ráðið til að smíða stálbygginguna sem mun koma í stað molnandi steypubyggingar sem byggð var eftir slysið.

Saklaus maður sviptur frelsi

Liðlega tvítugur karlmaður hefur stefnt dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Árnessýslu að morgni þriðjudagsins 22. mars 2005 vegna of hraðs aksturs. Hann var beðinn að koma í lögreglubifreið þar sem hann játaði brot sín. Hann var síðar sakaður um aðild að ólöglegri veru og vinnu útlendinga.

Slagsmál unglinga mynduð og sett á Netið

Slagsmál á meðal reykvískra unglinga voru tekin upp á myndband og sett á Netið. Samkvæmt heimildum Vísis eru unglingarnir á aldrinum 14-15 ára og nemendur í Réttarholtsskóla. Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, hafði ekki séð myndbandið þegar blaðamaður Vísis benti henni á það.

Aðgerðarleysi tefur byggingu

Allt bendir til þess að framkvæmdir vegna byggingu hjúkrunarheimilis við Eiðisgranda tefjist um eitt til tvö ár vegna aðgerðarleysis heilbrigðisráðuneytisins. Bæjarstjóri Seltjarnarness segir brýnt að framkvæmdirnar hefjist sem fyrst. Hann sendi heilbrigðismálaráðherra bréf fyrir þremur vikum þar sem óskað var eftir afstöðu hans til málsins. Ekkert svar hefur borist.

Ótti um öryggi lággjaldaflugfélaga

Flugslysið í Phuket í Taílandi í gær sem kostaði 88 manns lífið hefur vakið spurningar um hvort kostnaður lággjaldaflugfélaga gæti verið of mikill fyrir þau. Hlutabréf í Malasíska lággjaldafélaginu AirAsia, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í Asíu, féllu í dag um rúmlega tvö og hálft prósent vegna ótta um öryggi lággjaldaflugfélaga.

McCann hjónin ekki aftur til Portúgals

Portúgalskur dómari hefur synjað beiðni lögreglunnar um að kalla McCann hjónin aftur til Portúgals, til frekari yfirheyrslu. Dómarinn ætlar þess í stað að senda bresku lögreglunni lista með spurningum og biðja hana um að leggja þau fyrir hjónin.

Sýndi löggunni beran afturendann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta um helgina og hafði alls afskipti af 46 einstaklingum sem brutu gegn lögreglusamþykktum Reykjavíkurborgar. Meðal annars var einn borgari tekinn fyrir að girða niður um sig buxurnar og bera á sér afturendann.

Frávísunarkrafa olíufélaganna samþykkt

Máli útgerðarfélagsins Dala-Rafns frá Vestmannaeyjum á hendur Keri og Olíuverslun Íslands var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður útgerðarfélagsins segir úrskurðinn koma mjög á óvart og býst við að hann verði kærður til Hæstaréttar. Skeljungur fór ekki fram á frávísun í málinu, heldur sýknu, en óljóst er hvort málið heldur áfram gegn félaginu.

Hafðu stelpu með þegar þú ferð á séns

Nýtt fyrirtæki í Bandaríkjunum tekur að sér að koma karlmönnum á séns með því að senda stúlkur með þeim í samkvæmi eða öldurhús. Þetta hefur gengið svo vel að það er strax farið að opna útibú í öðrum löndum, meðal annars í Danmörku. Viðskiptavinirnir eru í skýjunum og segjast aldrei hafa kynntst jafn mörgum konum.

Rangar fullyrðingar um lyfjaverð á Íslandi

Allar fullyrðingar um að lyfjaverð á Íslandi sé hærra en í nágrannalöndum okkar eru úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samtökum framleiðenda frumlyfja. Þau benda á að frumlyf á íslenskum markaði séu ódýrari en í Danmörku. Samtökin vilja að stjórnvöld felli niður eða lækki virðisaukaskatt á lyfjum.

Slökkviliðið kallað að trésmíðaverkstæði

Betur fór en á horfðist þegar glóð kviknaði í loftræstikerfi á trésmíðaverkstæði vð Hvaleyrabraut í Hafnarfirði um hálftíuleytið í morgun. Enginn meiriháttar eldur varð en glóð logaði í sagi í loftræstikerfinu. Að sögn slökkviliðsins gerist slíkt nokkuð oft á smíðaverkstæðum og hafa stundum kviknað miklir eldar. Í þetta skiptið hafi farið vel og engar stórskemmdir orðið.

O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar

O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur.

Fangi sýknaður af ákæru um smygl

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag fanga á Litla Hrauni af ákæru vegna brota á tolla- og lyfsölulögum. Í dómnum er vitnað í skýrslu fangavarða frá 24. nóvember 2006. Þar kemur fram að klefaleit hafi verið gerð hjá ákærða þann sama dag. „Hafi ákærða verið boðið að vera viðstaddur leitina, sem hann þáði. Þá hafi fundist ein sprauta, tvær nálar, níutíu og átta bleikar litlar töflur í plastpoka og tvær ambúlur með svörtum miða sem á stóð „supertest og trenbolone acetate“.

Hið ógurlega hernaðarleyndarmál Íslands

Ekki eru veittar upplýsingar um hvernig hið nýja varðskip sem verið er að smíða fyrir Landhelgisgæsluna verður vopnað. Það er sagt trúnaðarmál. Í uppflettibókum og á netinu er hægt að fá upplýsingar um það í smáatriðum hvernig öflugustu herskip Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Rússa eru vopnuð. Raunar er hægt að fá þar upplýsingar um búnað allra herskipa og varðskipa um allan heim.

Flugþjónustan tekur fyrsta evruposann í notkun

Fyrirtækið Kortaþjónustan hefur sett upp fyrstu posana hér á landi sem taka við evrum. Það var Flugþjónustan á Reykjavíkurflugvelli sem tók fyrstu posana í notkun en evruposar gagnast til að byrja með helst fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Fleiri fyrirtæki hafa þegar beðið um að fá slíka evruposa. Þetta þýðir að viðskiptavinir fyrirtækjanna fá uppgefið verð vöru eða þjónustu í evrum og greiða í þeirri mynt.

Sonur minn var meira en bara fangi

“Þetta hefur veitt mér mikinn styrk,” segir Ragnheiður Hilmarsdóttir sem undanfarnar vikur hefur vakið athygli fyrir einlæg og opinská skrif á heimasíðu sinni. Sonur Ragnheiðar, Hilmar Már, féll fyrir eiginn hendi á Litla-Hrauni fyrir skömmu og hefur Ragnheiður notað skrifin til að halda minningu hans á lofti.

Forseti Íslands til Rúmeníu

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun á morgun þriðjudaginn 18. september halda í opinbera heimsókn til Rúmeníu. Heimsóknin stendur dagana 19.-20. september og er þetta er í fyrsta skipti sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu. Á undanförnum árum hafa myndast allmikil tengsl milli landanna og viðskipti þeirra farið vaxandi.

Flug- og hljóðritar fundnir í Phuket

Rannsóknarmenn í Tælandi hafa fundið flug- og hljóðrita farþegaflugvélarinnar sem fórst í Phuket í Tælandi í gær. Alls fórust 89 menn í slysinu, 34 Tælendingar og 55 útlendingar, en 41 komst lífs af.

Umbætur halda áfram í Grikklandi

Grískir íhaldsmenn segjast munu halda áfram efnahagslegum umbótum í landinu, þó að þeir hafi nú mun tæpari meirihluta á þingi eftir kosningar í gær.

Microsoft tapaði fyrir Evrópudómstólnum

Evrópudómstóllinn staðfesti í dag ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn bandaríska tölvurisanum Microsoft. Ákvörðun dómsins getur haft verulega áhrif á Microsoft og Windows hugbúnaðinn.

Simpson í járnum

OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir