Fleiri fréttir Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01 Ekki nægar sannanir fyrir leynifangelsum Orð ónafngreindra heimildarmanna duga ekki til þess að sanna að bandaríska leyniþjónustan, CIA hafi rekið leynifangelsi í Póllandi og Rúmeníu, að mati yfirmanns öryggismála hjá Evrópusambandinu. Franco Frattini segist þó munu leita frekari upplýsinga frá löndunum tveim. 13.6.2007 10:47 Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45 Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19 Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57 Réðust að manni með sverðfiski Lögreglan í Ástralíu leitar nú tveggja árásarmanna sem réðust að manni á heimili hans og skáru hann með sverðfiski. Maðurinn hlaut skurði á höndum og baki. 13.6.2007 09:20 Hugo Chavez heimsækir Fidel Castro Hugo Chavez, forseti Venesúela, er nú í óvæntri heimsókn í Kúbu. Hann er þar að heimsækja forseta Kúbu, Fidel Castro. Þetta er í sjötta skiptið sem að Chavez heimsækir Castro síðan sá síðarnefndi fór í aðgerð í júlí. 12.6.2007 22:40 Dómari vill fá 54 milljónir dala fyrir týndar buxur Dómari frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur kært fatahreinsun sem hann segir hafa brotið gegn neytendalögum þegar hreinsunin týndi buxunum hans. Dómarinn fer fram á 54 milljónir dala fyrir buxurnar. 12.6.2007 21:59 Fengu rafmagnsvíra í höfuðið Að minnsta kosti sex manns, þar af tvö börn, voru fluttir á sjúkrahús eftir að rafmagnsvírar féllu á þá við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn í kvöld Jyllands Posten hefur eftir Morten Hansen, hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, að áverkar fólksins virtust ekki vera mjög alvarlegir en fólkið hefði fengið mikið áfall. 12.6.2007 21:04 Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01 Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53 Genarlow Wilson enn í fangelsi Einum og hálfum tíma eftir að dómari hafði úrskurðað að hinum 21 árs gamla Genarlow Wilson yrði sleppt úr fangelsi var honum tilkynnt að hann væri ekki að fara neitt. Saksóknari hafði áfrýjað málinu. 12.6.2007 20:40 Friðargæsla í Súdan efld Súdanir hafa fallist á áætlun sem gerir ráð fyrir að sameiginleg friðarsveit Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna taki til starfa í Darfur. Samkvæmt þessari áætlun, mun Afríkubandalagið stjórna daglegum aðgerðum en Sameinuðu þjóðirnar munu hafa yfirstjórn á 17 þúsund friðarliðum í héraðinu. 12.6.2007 20:12 Apaspil í Álaborg Dýragarðshirðir í dýragarðinum í Álaborg hafa staðið í ströngu undanfarið við að fanga apa sem tolla ekki í búrum sínum. 12.6.2007 19:31 Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19 Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18 McCann hjónin eru enn vongóð um að finna Madeleine Foreldrar Madeleine eru farin aftur til Portúgal eftir að hafa verið í Marokkó þar sem þau höfðu leitað dóttur sinnar. Þau segjast ennþá vera vongóð um að finna Madeleine. 12.6.2007 19:14 Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13 Fangar misnotaðir Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. 12.6.2007 19:09 Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09 Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06 Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59 Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57 Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53 Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50 Stefnir í blóðug átök Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. 12.6.2007 18:30 "Ostaheróín" banar ungmennum í Dallas Svokallað "ostaheróín" hefur banað 21 ungmenni í Dallas og nágrenni. Heróínið er mjög vinsælt á meðal ungmenna og kostar grammið aðeins 630 krónur. Einnig er hægt að kaupa lítinn skammt á 126 krónur. 12.6.2007 18:23 Spjallína fyrir höfrunga Starfsmenn á endurhæfingarstöð fyrir sjávarspendýr í Flórída vinna nú hörðum höndum að því kenna höfrungakálfi að beita rödd sinni eðlilega. Þeir hafa ekki trú á að hann læri það af móður sinni þar sem hún er heyrnarlaus. Hún myndar því einungis eintóna hljóð, rétt eins og heyrnalaust fólk. 12.6.2007 18:14 Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44 Fjölskylda Osama kærir vegna áreitis kennara Foreldrar ungs drengs í New York hafa ákveðið að kæra skólakerfið, en þau vilja meina að kennarar skólans hafi lagt hann í stöðugt einelti vegna nafns hans, en strákurinn heitir Osama al-Najjar. Eru foreldrarnir reiðir vegna þess að skólayfirvöld hafi ekkert aðhafst í málinu. 12.6.2007 17:43 Ekkert saknæmt við dauða þjálfara Pakistan Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistana í krikket, var ekki myrtur líkt og haldið var fram þegar rannsókn á dauða hans hófst. 12.6.2007 17:16 Róm endurreist Róm til forna hefur fengið endurnýjun lífdaga með tölvutækni. Í nýútkomnu tölvuforriti er að finna nákvæma, stafræna endurgerð borgarinnar eins og hún leit út árið 320. 12.6.2007 17:04 Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. 12.6.2007 16:55 Ungur drengur í andnauð Ungur drengur lenti í andnauð í dag eftir að hafa gleypt fimm krónu pening. Lögregla og sjúkralið voru kölluð til en drengurinn kastaði peningnum að lokum upp. Honum varð ekki af að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.6.2007 16:50 Sveinn hættir í bæjarráði Akraness Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Akraneskaupstaðar, lét af störfum í dag. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. Í hans stað kemur framsóknarmaður. 12.6.2007 16:49 Sýrlendingar tilbúnir til friðarviðræðna við Ísrael Sýrlendingar segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Ahmad Arnous, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að þeir væru reiðubúnir til að tala við Ísraela á grundvelli Madridar ályktunarinnar. Í henni er kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi fyrir friðarsamninga. 12.6.2007 16:41 Háskóli Íslands kemur best út í stjórnsýsluúttekt á íslenskum háskólum Háskóli Íslands kemur bestu út í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæði kennslu. Úttektin náði til fjögurra íslenskra háskóla en næst best var útkoman hjá Háskólanum í Reykjavík. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að stjórnvöld taki skýrari afstöðu til þess hvernig verja á kennsluframlögum til háskóla. 12.6.2007 16:39 Umferðaslys við Hvalfjarðargöngin Umferðaslys varð norðanvið Hvalfjarðargöngin um klukkan 15:00 í dag. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en eru að sögn vakthafandi læknis með minniháttar meiðsl. 12.6.2007 16:35 Hús hrundi í Lundúnum 12.6.2007 16:18 Miðborgin hefur mörg sóknarfæri Miðborgin hefur mörg sóknarfæri til að auka verslun á svæðinu að mati Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra. Aðeins rétt rúmlega helmingur borgarbúa fer oftar en einu sinni í mánuði í miðborgina til að sækja verslun samkvæmt nýbirtri könnun Capacent Gallup. Vilhjálmur segir tölurnar ekki vera áhyggjuefni og segir frekar um verkefni að ræða. 12.6.2007 15:49 93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda. 12.6.2007 15:46 Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans. 12.6.2007 15:23 Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. 12.6.2007 15:17 Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. 12.6.2007 14:55 Hent fram af 15 hæða húsi Heiftin í átökum Palestínumanna á Gaza ströndinni er slík að þegar nokkrir Hamas-liðar náðu einum lífvarða Abbasar forseta á sitt vald fóru þeir með hann upp á þak á fimmtán hæða húsi og hentu honum framaf. Liðsmenn Hamas og Fatah láta sér ekki lengur nægja að ráðast á vígi hvers annars heldur eru farnir að sprengja upp heimilin líka. 12.6.2007 14:43 Sjá næstu 50 fréttir
Þingfundi frestað Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007. 13.6.2007 11:01
Ekki nægar sannanir fyrir leynifangelsum Orð ónafngreindra heimildarmanna duga ekki til þess að sanna að bandaríska leyniþjónustan, CIA hafi rekið leynifangelsi í Póllandi og Rúmeníu, að mati yfirmanns öryggismála hjá Evrópusambandinu. Franco Frattini segist þó munu leita frekari upplýsinga frá löndunum tveim. 13.6.2007 10:47
Teljur tjón vegna vatnslekans ekki mikið Ekki er talið að tjón vegna vatnslekans í Rúmfatalagernum sé mikið. Fjármálastjóri verslunarinnar segir aðalleg um skemmdir á gólfi að ræða en að vörur í versluninni hafi sloppið að mestu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú í því að dæla vatni úr versluninni og á öðrum svæðum við Smáratorg. Úðarakerfi bilaði eftir að vatn var tekið af Smáratorginu án þess að rekstraraðilar voru látnir vita. 13.6.2007 10:45
Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum. 13.6.2007 10:19
Vatnstjón í húsnæði Rúmfatalagersins Vatnstjón varð í húsnæði Rúmfatalagersins við Smáratorg í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór þar í gang. Lekans varð ekki vart fyrr en laust fyrir klukkan níu í morgun og eru nú tveir dælubílar slökkviliðsins að dæla vatni úr húsinu. Ekki er vitað hversu mikið tjónið er, en fulltrúar tryggingafélagsins eru komnir á staðinn. 13.6.2007 09:57
Réðust að manni með sverðfiski Lögreglan í Ástralíu leitar nú tveggja árásarmanna sem réðust að manni á heimili hans og skáru hann með sverðfiski. Maðurinn hlaut skurði á höndum og baki. 13.6.2007 09:20
Hugo Chavez heimsækir Fidel Castro Hugo Chavez, forseti Venesúela, er nú í óvæntri heimsókn í Kúbu. Hann er þar að heimsækja forseta Kúbu, Fidel Castro. Þetta er í sjötta skiptið sem að Chavez heimsækir Castro síðan sá síðarnefndi fór í aðgerð í júlí. 12.6.2007 22:40
Dómari vill fá 54 milljónir dala fyrir týndar buxur Dómari frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur kært fatahreinsun sem hann segir hafa brotið gegn neytendalögum þegar hreinsunin týndi buxunum hans. Dómarinn fer fram á 54 milljónir dala fyrir buxurnar. 12.6.2007 21:59
Fengu rafmagnsvíra í höfuðið Að minnsta kosti sex manns, þar af tvö börn, voru fluttir á sjúkrahús eftir að rafmagnsvírar féllu á þá við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn í kvöld Jyllands Posten hefur eftir Morten Hansen, hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, að áverkar fólksins virtust ekki vera mjög alvarlegir en fólkið hefði fengið mikið áfall. 12.6.2007 21:04
Vafasöm myndbönd eftir íslensk ungmenni Í Íslandi í dag í kvöld voru tekin fyrir myndbönd sem íslensk börn og unglingar hafa sett á netið. Á þessum myndböndum er að finna ýmislegt sem getur verið stórhættulegt og er oftar en ekki afar niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt. 12.6.2007 21:01
Skúta festist í Skerjafirðinum Lítil skúta festist á skeri í Skerjafirðinum fyrir um klukkustund síðan. Fimm manns voru í áhöfn skútunnar. Lögreglubátur og björgunarbátur fóru á vettvang og aðstoðuðu fólkið. Gekk greiðlega að losa bátinn og var hann dreginn í Kópavogshöfn. Áhöfnina sakaði ekki, 12.6.2007 20:53
Genarlow Wilson enn í fangelsi Einum og hálfum tíma eftir að dómari hafði úrskurðað að hinum 21 árs gamla Genarlow Wilson yrði sleppt úr fangelsi var honum tilkynnt að hann væri ekki að fara neitt. Saksóknari hafði áfrýjað málinu. 12.6.2007 20:40
Friðargæsla í Súdan efld Súdanir hafa fallist á áætlun sem gerir ráð fyrir að sameiginleg friðarsveit Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna taki til starfa í Darfur. Samkvæmt þessari áætlun, mun Afríkubandalagið stjórna daglegum aðgerðum en Sameinuðu þjóðirnar munu hafa yfirstjórn á 17 þúsund friðarliðum í héraðinu. 12.6.2007 20:12
Apaspil í Álaborg Dýragarðshirðir í dýragarðinum í Álaborg hafa staðið í ströngu undanfarið við að fanga apa sem tolla ekki í búrum sínum. 12.6.2007 19:31
Upplýsingasíða fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg kynnti í dag nýja upplýsingasíðu á netinu fyrir eldri borgara. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um hvar þjónustuíbúðir borgarinnar munu rísa í framtíðinni, búsetuúrræði aldraðra og aðra þjónustu. Hægt er að komast inn á síðuna ef farið er inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, rvk.is og smellt er á borða sem ber yfirskriftina Betra að eldast í borginni. 12.6.2007 19:19
Íbúð á 230 milljónir króna til sölu Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna. 12.6.2007 19:18
McCann hjónin eru enn vongóð um að finna Madeleine Foreldrar Madeleine eru farin aftur til Portúgal eftir að hafa verið í Marokkó þar sem þau höfðu leitað dóttur sinnar. Þau segjast ennþá vera vongóð um að finna Madeleine. 12.6.2007 19:14
Gætu fengið allt að 13 milljónum króna í bætur Bætur sem íslenskar konur geta fengið vegna gallaðra silikonfyllinga í brjóstum geta numið allt að þrettán milljónum króna. Sérstakur sjóður sem settur var á stofn fyrir 10 árum til að greiða konum skaðabætur vegna silikonfyllinga á enn eftir að greiða út rúma 82 milljarða króna. Ríflega 85 prósent þeirra sem gera kröfu í sjóðinn fá einhverjar bætur. 12.6.2007 19:13
Fangar misnotaðir Mannréttindasamtök segja fanga í Kína notaða sem þræla fyrir vestræn stórfyrirtæki. Þeim sé gert að framleiða vörur á borð við jólaskraut og regnhlífar og fá greitt fyrir í klinki eða ávöxtum. Kínversk yfirvöld vísa ásökununum á bug. 12.6.2007 19:09
Ekki við launamenn að sakast Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum. 12.6.2007 19:09
Hraðakstur eykst í höfuðborginni Fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni nú samanborið við sama tíma í fyrra. Sjálfvirkar hraðamælingar virðast ekki alltaf ná að slá á hraðann. 12.6.2007 19:06
Vilja auðveldara aðgengi að smokkum Aukið aðgengi að smokkum, kynfræðsla, veggjakrot og tónlist er meðal þess sem ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur áherslu á í nýrri skýrslu. Ungmennin funduðu með bæjarstjórninni í dag og skýrðu það sem að þeirra mati má fara betur í bænum þeirra. 12.6.2007 18:59
Seljist ekki hvalkjötið er veiðum sjálfhætt Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að seljist ekki hvalkjöt sem nú er í frystigeymslum hér á landi sé hvalveiðum sjálfhætt. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ekki svari kostnaði að veiða þær tvær langreyðar sem eftir eru af kvótanum. 12.6.2007 18:57
Mannréttindadómstóll tekur fyrir mál Íslendinga vegna ólöglegra veiða Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur ákveðið að taka fyrir mál tveggja Íslendinga sem dæmdir voru í Hæstarétti Íslands árið 2003 fyrir ólöglegar veiðar. 12.6.2007 18:53
Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. 12.6.2007 18:50
Stefnir í blóðug átök Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. 12.6.2007 18:30
"Ostaheróín" banar ungmennum í Dallas Svokallað "ostaheróín" hefur banað 21 ungmenni í Dallas og nágrenni. Heróínið er mjög vinsælt á meðal ungmenna og kostar grammið aðeins 630 krónur. Einnig er hægt að kaupa lítinn skammt á 126 krónur. 12.6.2007 18:23
Spjallína fyrir höfrunga Starfsmenn á endurhæfingarstöð fyrir sjávarspendýr í Flórída vinna nú hörðum höndum að því kenna höfrungakálfi að beita rödd sinni eðlilega. Þeir hafa ekki trú á að hann læri það af móður sinni þar sem hún er heyrnarlaus. Hún myndar því einungis eintóna hljóð, rétt eins og heyrnalaust fólk. 12.6.2007 18:14
Dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í dag dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás í Reykjavík fyrir réttu ári síðan. 12.6.2007 17:44
Fjölskylda Osama kærir vegna áreitis kennara Foreldrar ungs drengs í New York hafa ákveðið að kæra skólakerfið, en þau vilja meina að kennarar skólans hafi lagt hann í stöðugt einelti vegna nafns hans, en strákurinn heitir Osama al-Najjar. Eru foreldrarnir reiðir vegna þess að skólayfirvöld hafi ekkert aðhafst í málinu. 12.6.2007 17:43
Ekkert saknæmt við dauða þjálfara Pakistan Bob Woolmer, landsliðsþjálfari Pakistana í krikket, var ekki myrtur líkt og haldið var fram þegar rannsókn á dauða hans hófst. 12.6.2007 17:16
Róm endurreist Róm til forna hefur fengið endurnýjun lífdaga með tölvutækni. Í nýútkomnu tölvuforriti er að finna nákvæma, stafræna endurgerð borgarinnar eins og hún leit út árið 320. 12.6.2007 17:04
Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. 12.6.2007 16:55
Ungur drengur í andnauð Ungur drengur lenti í andnauð í dag eftir að hafa gleypt fimm krónu pening. Lögregla og sjúkralið voru kölluð til en drengurinn kastaði peningnum að lokum upp. Honum varð ekki af að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.6.2007 16:50
Sveinn hættir í bæjarráði Akraness Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði Akraneskaupstaðar, lét af störfum í dag. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. Í hans stað kemur framsóknarmaður. 12.6.2007 16:49
Sýrlendingar tilbúnir til friðarviðræðna við Ísrael Sýrlendingar segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Ahmad Arnous, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að þeir væru reiðubúnir til að tala við Ísraela á grundvelli Madridar ályktunarinnar. Í henni er kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi fyrir friðarsamninga. 12.6.2007 16:41
Háskóli Íslands kemur best út í stjórnsýsluúttekt á íslenskum háskólum Háskóli Íslands kemur bestu út í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á kostnaði, skilvirkni og gæði kennslu. Úttektin náði til fjögurra íslenskra háskóla en næst best var útkoman hjá Háskólanum í Reykjavík. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að stjórnvöld taki skýrari afstöðu til þess hvernig verja á kennsluframlögum til háskóla. 12.6.2007 16:39
Umferðaslys við Hvalfjarðargöngin Umferðaslys varð norðanvið Hvalfjarðargöngin um klukkan 15:00 í dag. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en eru að sögn vakthafandi læknis með minniháttar meiðsl. 12.6.2007 16:35
Miðborgin hefur mörg sóknarfæri Miðborgin hefur mörg sóknarfæri til að auka verslun á svæðinu að mati Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra. Aðeins rétt rúmlega helmingur borgarbúa fer oftar en einu sinni í mánuði í miðborgina til að sækja verslun samkvæmt nýbirtri könnun Capacent Gallup. Vilhjálmur segir tölurnar ekki vera áhyggjuefni og segir frekar um verkefni að ræða. 12.6.2007 15:49
93 prósent 10. bekkinga sóttu um í framhaldsskóla Umsóknarfrestur um menntaskólanám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007 eða um 93 prósent nemenda. 12.6.2007 15:46
Óskað eftir vitnum að ofsaakstri á Hellisheiði Lögreglan biður vegfarendur sem urðu vitni að aksturslagi bifhjólanna tveggja sem virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu aðfararnótt mánudagsins að gefa sig fram. För hjólanna endaði með því að báðir ökumanna féllu í götuna eftir árekstur við bíl á Breiðholtsbraut með þeim afleiðingum að annar mannanna slasaðist alvarlega. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans. 12.6.2007 15:23
Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. 12.6.2007 15:17
Krakkar hvattir til að smíða kofa og kassabíla Öll íslensk börn eru hvött til þess að draga foreldra sína út í garð og smíða saman kofa eða kassabíl í sumar. BYKO ætlar síðan í sumarlok að verðlauna bestu smíðina með ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. 12.6.2007 14:55
Hent fram af 15 hæða húsi Heiftin í átökum Palestínumanna á Gaza ströndinni er slík að þegar nokkrir Hamas-liðar náðu einum lífvarða Abbasar forseta á sitt vald fóru þeir með hann upp á þak á fimmtán hæða húsi og hentu honum framaf. Liðsmenn Hamas og Fatah láta sér ekki lengur nægja að ráðast á vígi hvers annars heldur eru farnir að sprengja upp heimilin líka. 12.6.2007 14:43