Fleiri fréttir Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00 Flóttamannabúðir að fyllast Flóttamannabúðir sem ætlaðar eru fyrir þá sem þurft hafa að flýja frá heimilum sínum í Darfur-héraði í Súdan eru að fyllast. Þetta segja embættismenn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Meira en 80 þúsund manns hafa flúið heimili sín það sem af er ári og alls hafast um 2 milljónir manna við í flóttamannabúðum. Flestir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna sem geysað hafa milli Janjaweed hersveitanna sem eru hliðhollar stjórnvöldum og uppreisnarhópa. Minnst 200 þúsund hafa farist í átökunum. 20.3.2007 11:42 Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32 Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29 Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28 Bíræfnir súkkulaðieggjaþjófar Vörubíl fullum af Cadbury súkkulaðieggjum var stolið í Stafford-skíri í Englandi í dag. Eggin eru 70 þúsund punda virði. Þrír þjófar nörruðu bílstjóra vörubílsins til að stöðva við hraðbraut og til að stíga út úr bílnum með því að segja honum að vörur væru að detta úr bílnum. Þegar hann stökk út til að athuga málið stukku þjófarnir aftur inn í vörubílinn og brunuðu í burtu. Súkkulaðieggjaþjófarnir eru enn ófundnir. 20.3.2007 11:23 Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22 Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03 Erfðabreyttar moskítóflugur þróaðar gegn malaríu Vísindamenn hafa þróað og ræktað erfðabreyttar moskítóflugur sem bera í sér mótefni gegn malaríu. Vonast er til að hægt verði að koma þessum flugum út í umhverfið og að þær taki yfir þær flugur sem bera með sér malaríu, en moskítóflugur eru helstu smitberar malaríu. 20.3.2007 11:03 Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59 Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús.“ (e. Bong hits 4 Jesus). 19.3.2007 23:45 Reyndi að refsa Lampard Ósáttur aðdáandi hljóp út á völlinn eftir að leik Chelsea og Tottenham lauk í kvöld og reyndi að gefa Frank Lampard, leikmanni Chelsea, einn á lúðurinn. Lampard var að fagna með liðsfélögunum sínum þegar maðurinn kom hlaupandi með hnefann á lofti og rétt náði að bregða sér undan hægrihandarsveiflu hins reiða áhanganda Tottenham. Öryggisverðir brugðust snögglega við og yfirbuguðu manninn á örskotsstundu. 19.3.2007 23:10 Lögðu hald á 19,4 tonn af kókaíni Eiturlyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur í samstarfi við lögregluna í Panama lagt hald á 19,4 tonn af kókaíni. Kókaínið fannst um borð í skipi á Kyrrahafi um helgina og talið er að aldrei hafi meira magn eiturlyfja verið gert upptækt á hafi úti. Lögreglan í Panama skýrði frá þessu í kvöld. Skipið er flutningaskip og er skráð í Panama. 14 voru handteknir í tengslum við málið. 19.3.2007 22:59 Lögregla í Bandaríkjunum handtekur mótmælendur Lögregla í New York og í San Francisco í Bandaríkjunum handtók í dag tugi manns sem voru að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögur ár eru nú liðin síðan að stríðið hófst. Lögreglumenn í einkennisbúningum voru mun fleiri en mótmælendur í New York en þeir voru aðeins um hundrað talsins. Af þeim voru 44 handteknir. 19.3.2007 22:36 88 ára kona skotin fimm sinnum í svefni 88 ára kona er nú á batavegi á sjúkrahúsi í Flórídaríki í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skotin fimm sinnum á meðan hún var sofandi heima hjá sér. Lögreglan í Orange County er ennþá að rannsaka hvers vegna ráðist var á hana. Hún telur að skotárásin hafi ekki verið tilviljun en er enn að leita að hugsanlegu tilefni. Lögreglan hefur enn enga grunaða í málinu. 19.3.2007 22:13 Lýstu yfir sakleysi sínu Tveir lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið 23 ára blökkumann til bana í New York í nóvember í fyrra, sögðust báðir saklausir þegar að réttarhöld hófust yfir þeim í dag. Þriðji lögreglumaðurinn, sem ákærður var fyrir að stofna mannslífi í hættu, lýsti einnig yfir sakleysi sínu. Tveir aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir árásina voru ekki kærðir. 19.3.2007 22:01 78 hafa látið lífið í námuslysi 78 hafa nú látið lífið eftir að metansprenging varð í námu í Síberíu í Rússlandi í dag. Slysið er það alvarlegasta í námugeiranum í Rússlandi síðastliðinn áratug. Fleiri en 40 eru ennþá fastir neðanjarðar og dánartalan gæti enn hækkað. Björgunaraðgerðir hafa ekki gengið sem skyldi þar sem að göng hafa hrunið og þykkur reykur kemur út úr námunni. 19.3.2007 21:36 Þingmenn ætla að brjótast til valda Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins. 19.3.2007 21:08 Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51 Vilja auka völd lögreglu Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. 19.3.2007 20:32 250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45 Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44 Milljarð vantar í barnatennurnar Fjárframlag úr ríkissjóði, uppá hátt í milljarð á ári, þarf til að koma skikki á tannheilsu barna að nýju, að mati Sigurjón Benediktssonar, formanns Tannlæknafélagsins. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að fá ríkið að samningaborðinu um greiðslu fyrir þetta heilbrigðismál en án árangurs. 19.3.2007 19:26 Börn: Kynferðisbrot alltaf nauðgun Með lagabreytingu, sem samþykkt var um helgina, verður samræði fullorðinna við barn innan við fjórtán ára ávallt metið sem nauðgun. Refsing fyrir slíkt brot verður því að lágmarki árs fangelsi en að hámarki sextán ára refsivist. 19.3.2007 19:25 Lyfti konum og fékk bágt fyrir Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. 19.3.2007 19:25 Segja endurreisn hafa mistekist Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003. 19.3.2007 18:45 Um nítíu vitni hafa komið fyrir dóm í Baugsmálinu Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. 19.3.2007 18:43 Ekki stjórnvalda að breyta ákvörðun Hafnfirðinga Það er Hafnfirðinga að taka ákvörðun um hvort að stækkun álversins í Straumsvík verður eða ekki, en ekki stjórnvalda, jafnvel þótt flokkar sem boða stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda kæmust til valda, að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði. Hagfræðistofnun metur hag Hafnfirðinga af stækkun á bilinu 3,4 til 4,7 milljarða króna á núvirði næstu fimmtíu árin samkvæmt nýrri skýrslu stofnunarinnar. 19.3.2007 18:30 Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. 19.3.2007 18:30 Borgin vill reka tilraunaframhaldsskóla Menntaráð Reykjavíkur vill að þegar verði teknar upp viðræður við menntamálaráðuneytið um að borgin taki að sér að reka einn af framhaldsskólum borgarinnar í tilraunaskyni. Formaður menntaráðs segir að í slíkum skóla ætti að bjóða upp á einstaklingsmiðað og sveigjanlegt nám. 19.3.2007 18:30 Írakar svartsýnir Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. 19.3.2007 18:30 Jarðýta valt Kantur gaf sig þegar að jarðýta var að ýta jarðvegi úr jarðgöngum, sem verið er að grafa frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar, með þeim afleiðingum að ýtan valt. Guðmundur Ágústsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Háfelli, sagði í samtali við Vísi að betur hefði farið en á horfðist. 19.3.2007 18:24 Fíkniefnamál mörg um helgina Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Á meðal fíkniefna sem fundust voru maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum. 19.3.2007 18:00 Ramadan hengdur á morgun Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur á morgun fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir þátt sinn á morðunum í Dujail árið 1982 en þar voru 148 sjía múslimar myrtir. 19.3.2007 17:52 94 umferðaróhöpp um helgina 94 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild. 19.3.2007 17:40 Úrskurðaður í gæsluvarðhald Ungur útlendingur sem lögreglan handtók í gær vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann var yfirheyrður í morgun með aðstoð túlks. 19.3.2007 17:29 Tíu vilja Kjalarnersbrauð Tíu umsóknir bárust um embætti héraðsprests II í Kjalarnessprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út þann 15. mars s.l. Embættið er veitt frá 1. maí næstkomandi. 19.3.2007 17:08 Hamas gerir árás Hinn vopnaði armur Hamas samtakanna tilkynnti í dag að það hefðu gert sína fyrstu árás á Ísrael, síðan samið var um vopnahlé í nóvember síðastliðinn. Ísraelskur verkamaður var særður alvarlega í skotárás, og vörpusprengjum skotið á ísraelska hermenn. Talsmaður Hamas sagði jafnframt að árásum yrði haldið áfram, þótt hann tilkynnti ekki formlega að vopnhlénu hefði verið einhliða aflýst. 19.3.2007 16:52 Feginn lokum aðalmeðferðar Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku. Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna. 19.3.2007 16:49 Lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði Karlmaður á vélsleða lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Selfoss. Hann kenndi sér meins í baki og herðum. Eftir skoðun var ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur. Snjóflóðið féll þar sem nokkrir menn voru saman á snjósleða og lenti á einum þeirra. 19.3.2007 16:29 Mannskætt námuslys 19.3.2007 16:29 Ungt fólk borðar minni fisk Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára. 19.3.2007 16:12 Tveir nýliðar í landsliðinu í Spánarleiknum Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 16:09 Aha, þessi reykir Reykingar geta ekki aðeins gert andlit hrukkótt og gul, heldur allan líkamann, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímariti bandarískra húðsjúkdómalækna. Samkvæmt henni hafa reykingar áhrif á húð hvar sem hún er á líkamanum, jafnvel á stöðum sem eru verndaðir fyrir sólarljósi. 19.3.2007 16:08 Hvalreki í Ólafsfirði Tveir smáhvalir fundust eftir að hafa strandað í Ólafsfjarðarvatni í morgun. Elstu menn á Ólafsfirði muna ekki eftir hvalreka fyrr í vatninu sem er bæði ferskvatn og sjór. Um er að ræða hnýðinga, kálf og kýr. Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir athyglisvert að mæðgurnar hafi fundist í ferskvatni þar sem höfrungar lifa bara í sjó. 19.3.2007 15:42 Sjá næstu 50 fréttir
Verktakar í Reykjanesbæ bjartsýnir á sölu Verktaki og byggingarmeistari í Reykjanesbæ blása á áhyggjur minnihlutans um að erfitt geti reynst að selja allar þær 1900 íbúðir sem búið er að skipuleggja í bænum. Verktakinn fagnar miklu lóðaframboði og segir það á ábyrgð byggingarmeistara að byggja ekki meira en markaðurinn þolir. 20.3.2007 12:00
Flóttamannabúðir að fyllast Flóttamannabúðir sem ætlaðar eru fyrir þá sem þurft hafa að flýja frá heimilum sínum í Darfur-héraði í Súdan eru að fyllast. Þetta segja embættismenn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Meira en 80 þúsund manns hafa flúið heimili sín það sem af er ári og alls hafast um 2 milljónir manna við í flóttamannabúðum. Flestir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna sem geysað hafa milli Janjaweed hersveitanna sem eru hliðhollar stjórnvöldum og uppreisnarhópa. Minnst 200 þúsund hafa farist í átökunum. 20.3.2007 11:42
Engey RE seld HB Grandi hf. hefur selt Samherja hf. Engey RE, stærsta skip landsins. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Söluverðið er 2,7 milljarðir króna og er söluhagnaðurinn um 700 milljónir króna. 20.3.2007 11:32
Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi Fjármálaráðherra studdist við rangar tölur þegar hann fullyrti á eldhúsdagsumræðum að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Réttara sé að styðjast við tölur Hagstofunnar sem sýni hið gagnstæða. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi eldri borgara. Línurit á heimasíðu ráðherra sé byggt á röngum tölum sem komi úr norrænni skýrslu NOSOSKO. 20.3.2007 11:29
Vegir lokast og hús rýmd við Ísafjarðardjúp Búið er að loka veginum um Súðarvíkurhlíð og Kirkjubólshlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur eftir að tvö snjóflóð féllu þar á tólfta tímanum. Fjögur hús við Traðarland og Dísarland í Bolungarvík hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu og hætta er á hesthúsasvæðinu í Hnífsdal. Þá er viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu við sorpbrennslu Funa í Engidal í Skutulsfirði. Síðustu klukkustundirnar hefur snar hlýnað vestra með vaxandi suðaustanátt. Fylgst er grannt með framvindu mála. 20.3.2007 11:28
Bíræfnir súkkulaðieggjaþjófar Vörubíl fullum af Cadbury súkkulaðieggjum var stolið í Stafford-skíri í Englandi í dag. Eggin eru 70 þúsund punda virði. Þrír þjófar nörruðu bílstjóra vörubílsins til að stöðva við hraðbraut og til að stíga út úr bílnum með því að segja honum að vörur væru að detta úr bílnum. Þegar hann stökk út til að athuga málið stukku þjófarnir aftur inn í vörubílinn og brunuðu í burtu. Súkkulaðieggjaþjófarnir eru enn ófundnir. 20.3.2007 11:23
Suðurlandsvegur lokaður Búið er að loka Suðurlandsvegi í austur við Norðlingaholt en mikið vonskuveður er á svæðinu og ófærð. Árekstur varð á Hellisheiðinni fyrir stundu en ekki er þó talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitarmenn aðstoða nú ökumenn sem lent hafa í vandræðum vegna veðursins. 20.3.2007 11:22
Versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu Veður fer nú versnandi á sunnan og vestanverðu landinu. Hvassviðri eða stormur er víða skollinn á landinu vestanverðu með slyddu eða rigningu en stórhríð á heiðum. 20.3.2007 11:03
Erfðabreyttar moskítóflugur þróaðar gegn malaríu Vísindamenn hafa þróað og ræktað erfðabreyttar moskítóflugur sem bera í sér mótefni gegn malaríu. Vonast er til að hægt verði að koma þessum flugum út í umhverfið og að þær taki yfir þær flugur sem bera með sér malaríu, en moskítóflugur eru helstu smitberar malaríu. 20.3.2007 11:03
Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn á Hellisheiði. Það er ekkert ferðaveður á Sandskeiði, né heldur á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli. Skyggni er slæmt og hafa nokkrir ökumenn misst bíla sína út af. 20.3.2007 10:59
Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús.“ (e. Bong hits 4 Jesus). 19.3.2007 23:45
Reyndi að refsa Lampard Ósáttur aðdáandi hljóp út á völlinn eftir að leik Chelsea og Tottenham lauk í kvöld og reyndi að gefa Frank Lampard, leikmanni Chelsea, einn á lúðurinn. Lampard var að fagna með liðsfélögunum sínum þegar maðurinn kom hlaupandi með hnefann á lofti og rétt náði að bregða sér undan hægrihandarsveiflu hins reiða áhanganda Tottenham. Öryggisverðir brugðust snögglega við og yfirbuguðu manninn á örskotsstundu. 19.3.2007 23:10
Lögðu hald á 19,4 tonn af kókaíni Eiturlyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur í samstarfi við lögregluna í Panama lagt hald á 19,4 tonn af kókaíni. Kókaínið fannst um borð í skipi á Kyrrahafi um helgina og talið er að aldrei hafi meira magn eiturlyfja verið gert upptækt á hafi úti. Lögreglan í Panama skýrði frá þessu í kvöld. Skipið er flutningaskip og er skráð í Panama. 14 voru handteknir í tengslum við málið. 19.3.2007 22:59
Lögregla í Bandaríkjunum handtekur mótmælendur Lögregla í New York og í San Francisco í Bandaríkjunum handtók í dag tugi manns sem voru að mótmæla stríðinu í Írak. Fjögur ár eru nú liðin síðan að stríðið hófst. Lögreglumenn í einkennisbúningum voru mun fleiri en mótmælendur í New York en þeir voru aðeins um hundrað talsins. Af þeim voru 44 handteknir. 19.3.2007 22:36
88 ára kona skotin fimm sinnum í svefni 88 ára kona er nú á batavegi á sjúkrahúsi í Flórídaríki í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skotin fimm sinnum á meðan hún var sofandi heima hjá sér. Lögreglan í Orange County er ennþá að rannsaka hvers vegna ráðist var á hana. Hún telur að skotárásin hafi ekki verið tilviljun en er enn að leita að hugsanlegu tilefni. Lögreglan hefur enn enga grunaða í málinu. 19.3.2007 22:13
Lýstu yfir sakleysi sínu Tveir lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið 23 ára blökkumann til bana í New York í nóvember í fyrra, sögðust báðir saklausir þegar að réttarhöld hófust yfir þeim í dag. Þriðji lögreglumaðurinn, sem ákærður var fyrir að stofna mannslífi í hættu, lýsti einnig yfir sakleysi sínu. Tveir aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir árásina voru ekki kærðir. 19.3.2007 22:01
78 hafa látið lífið í námuslysi 78 hafa nú látið lífið eftir að metansprenging varð í námu í Síberíu í Rússlandi í dag. Slysið er það alvarlegasta í námugeiranum í Rússlandi síðastliðinn áratug. Fleiri en 40 eru ennþá fastir neðanjarðar og dánartalan gæti enn hækkað. Björgunaraðgerðir hafa ekki gengið sem skyldi þar sem að göng hafa hrunið og þykkur reykur kemur út úr námunni. 19.3.2007 21:36
Þingmenn ætla að brjótast til valda Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins. 19.3.2007 21:08
Ekkert kalt vatn í hluta Árbæjarhverfis Ekkert kalt vatn er nú í Hraunbæ 104 til 168 og í hluta af Rofabæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík. Samkvæmt vaktstjóra á Bilanavakt Orkuveitunnar var grafið í gegnum kaldavatnsrör á þessum slóðum með fyrrgreindum afleiðingum. Viðgerðir standa nú yfir og áætlar Orkuveitan að kalt vatn verði komið aftur á ekki seinna en klukkan ellefu í kvöld. 19.3.2007 20:51
Vilja auka völd lögreglu Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. 19.3.2007 20:32
250 tonn af stáli á hafsbotni 250 tonn af stáli, sem nota átti til hafnarframkvæmda á Akureyri, hvíla nú í votri gröf. Saga þessarar járnavöru hefur verið reyfarakennd og leið hennar norður þyrnum stráð! 19.3.2007 19:45
Refsivert að kaupa áfengi handa unglingum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á þrítugsaldri í Smáralind síðdegis á föstudag fyrir að kaupa áfengi handa tveimur unglingspiltum sem ekki höfðu aldur til kaupanna. Maðurinn og báðir piltarnir voru fluttir á svæðisstöðina í Kópavogi en foreldrar þeirra síðarnefndu voru kallaðir til. Maðurinn á sekt yfir höfði sér, lágmark 20 þúsund krónur, enda er hér um refsivert athæfi að ræða. 19.3.2007 19:44
Milljarð vantar í barnatennurnar Fjárframlag úr ríkissjóði, uppá hátt í milljarð á ári, þarf til að koma skikki á tannheilsu barna að nýju, að mati Sigurjón Benediktssonar, formanns Tannlæknafélagsins. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að fá ríkið að samningaborðinu um greiðslu fyrir þetta heilbrigðismál en án árangurs. 19.3.2007 19:26
Börn: Kynferðisbrot alltaf nauðgun Með lagabreytingu, sem samþykkt var um helgina, verður samræði fullorðinna við barn innan við fjórtán ára ávallt metið sem nauðgun. Refsing fyrir slíkt brot verður því að lágmarki árs fangelsi en að hámarki sextán ára refsivist. 19.3.2007 19:25
Lyfti konum og fékk bágt fyrir Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. 19.3.2007 19:25
Segja endurreisn hafa mistekist Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003. 19.3.2007 18:45
Um nítíu vitni hafa komið fyrir dóm í Baugsmálinu Jón Ásgeir Jóhannesson, einn sakborninganna í Baugsmálinu, var ánægður að sjá rétt fyrir lok málsins, þegar skýrslutökum lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um níutíu vitni hafa komið fyrir dóm á síðustu fimm vikum. 19.3.2007 18:43
Ekki stjórnvalda að breyta ákvörðun Hafnfirðinga Það er Hafnfirðinga að taka ákvörðun um hvort að stækkun álversins í Straumsvík verður eða ekki, en ekki stjórnvalda, jafnvel þótt flokkar sem boða stöðvun eða frestun stóriðjuframkvæmda kæmust til valda, að mati bæjarstjórans í Hafnarfirði. Hagfræðistofnun metur hag Hafnfirðinga af stækkun á bilinu 3,4 til 4,7 milljarða króna á núvirði næstu fimmtíu árin samkvæmt nýrri skýrslu stofnunarinnar. 19.3.2007 18:30
Gullgrafaraæði í Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar voru kjaftaðir upp í gullgrafaraæði, segir fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn um gríðarlega uppbyggingu í Reykjanesbæ. Stærri bær skilar meiri tekjum, segir bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, menn séu einfaldlega að mæta eftirspurn eftir lóðum. 19.3.2007 18:30
Borgin vill reka tilraunaframhaldsskóla Menntaráð Reykjavíkur vill að þegar verði teknar upp viðræður við menntamálaráðuneytið um að borgin taki að sér að reka einn af framhaldsskólum borgarinnar í tilraunaskyni. Formaður menntaráðs segir að í slíkum skóla ætti að bjóða upp á einstaklingsmiðað og sveigjanlegt nám. 19.3.2007 18:30
Írakar svartsýnir Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka. 19.3.2007 18:30
Jarðýta valt Kantur gaf sig þegar að jarðýta var að ýta jarðvegi úr jarðgöngum, sem verið er að grafa frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar, með þeim afleiðingum að ýtan valt. Guðmundur Ágústsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Háfelli, sagði í samtali við Vísi að betur hefði farið en á horfðist. 19.3.2007 18:24
Fíkniefnamál mörg um helgina Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Á meðal fíkniefna sem fundust voru maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum. 19.3.2007 18:00
Ramadan hengdur á morgun Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur á morgun fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir þátt sinn á morðunum í Dujail árið 1982 en þar voru 148 sjía múslimar myrtir. 19.3.2007 17:52
94 umferðaróhöpp um helgina 94 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild. 19.3.2007 17:40
Úrskurðaður í gæsluvarðhald Ungur útlendingur sem lögreglan handtók í gær vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann var yfirheyrður í morgun með aðstoð túlks. 19.3.2007 17:29
Tíu vilja Kjalarnersbrauð Tíu umsóknir bárust um embætti héraðsprests II í Kjalarnessprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út þann 15. mars s.l. Embættið er veitt frá 1. maí næstkomandi. 19.3.2007 17:08
Hamas gerir árás Hinn vopnaði armur Hamas samtakanna tilkynnti í dag að það hefðu gert sína fyrstu árás á Ísrael, síðan samið var um vopnahlé í nóvember síðastliðinn. Ísraelskur verkamaður var særður alvarlega í skotárás, og vörpusprengjum skotið á ísraelska hermenn. Talsmaður Hamas sagði jafnframt að árásum yrði haldið áfram, þótt hann tilkynnti ekki formlega að vopnhlénu hefði verið einhliða aflýst. 19.3.2007 16:52
Feginn lokum aðalmeðferðar Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku. Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna. 19.3.2007 16:49
Lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði Karlmaður á vélsleða lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Selfoss. Hann kenndi sér meins í baki og herðum. Eftir skoðun var ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur. Snjóflóðið féll þar sem nokkrir menn voru saman á snjósleða og lenti á einum þeirra. 19.3.2007 16:29
Ungt fólk borðar minni fisk Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára. 19.3.2007 16:12
Tveir nýliðar í landsliðinu í Spánarleiknum Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 16:09
Aha, þessi reykir Reykingar geta ekki aðeins gert andlit hrukkótt og gul, heldur allan líkamann, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímariti bandarískra húðsjúkdómalækna. Samkvæmt henni hafa reykingar áhrif á húð hvar sem hún er á líkamanum, jafnvel á stöðum sem eru verndaðir fyrir sólarljósi. 19.3.2007 16:08
Hvalreki í Ólafsfirði Tveir smáhvalir fundust eftir að hafa strandað í Ólafsfjarðarvatni í morgun. Elstu menn á Ólafsfirði muna ekki eftir hvalreka fyrr í vatninu sem er bæði ferskvatn og sjór. Um er að ræða hnýðinga, kálf og kýr. Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir athyglisvert að mæðgurnar hafi fundist í ferskvatni þar sem höfrungar lifa bara í sjó. 19.3.2007 15:42