Fleiri fréttir Enginn treystir feðrunum Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera. 7.3.2007 13:30 Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. 7.3.2007 13:15 Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. 7.3.2007 13:15 Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. 7.3.2007 13:00 Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. 7.3.2007 13:00 Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 7.3.2007 12:17 Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. 7.3.2007 11:59 Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. 7.3.2007 11:56 Hvað orsakar offitu barna? Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast. Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu. 7.3.2007 11:37 Vildi hætta viðskiptum við Nordica Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. 7.3.2007 11:19 Ungdomshuset á bak og burt Ungdomshuset er á bak og burt. Við heimilisfangið Jagtvej 69 er nú ekkert annað en steypubrot á húsgrunni en framhlið hússins var það síðasta sem rifið var niður snemma í morgun. Talsmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar segir að þó ekkert sé eftir af húsinu muni lögregla enn vakta svæðið næstu sólarhringa. 7.3.2007 10:57 Bandaríkin segja ástandið í Darfur alvarlegasta mannréttinbrot ársins 2006 Bandaríkjastjórn gaf í dag út árlega mannréttindaskýrslu sína. Í henni kom fram að ástandið í Darfur væri mesta brot á mannréttindum á síðasta ári. Bandaríkin skilgreina ástandið þar sem þjóðarmorð. 6.3.2007 23:15 Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð. 6.3.2007 22:45 Vilja háhraðalest á milli Spánar og Marokkó Spænski forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði í dag að hann mundi beita sér fyrir því að jarðgöng yrðu gerð undir Gíbraltarsund til Marakkó. Göngin myndu vera fyrir háhraðalest og myndi tengja borgina Tangier í Marokkó við borgina Tarifa á Spáni. 6.3.2007 22:30 Forsetaframbjóðandi þarf erlendis í læknisskoðun Forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Nígeríu, Umaru Yar'Adua, þurfti í dag að fara erlendis í læknisskoðun. Flokkurinn sagði í yfirlýsingu í dag að þetta væri venjubundið eftirlit og að Yar'Adua myndi snúa aftur fljótlega til þess að taka þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. 6.3.2007 22:15 Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ganga vel Viðræðurnar á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í dag gengu mjög vel. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill við fréttamenn í dag. Hann sagði miklar líkur á því að samkomulagið sem að var sæst á þann 13. febrúar síðastliðinn myndi halda. „Þetta voru mjög góðar viðræður.“ sagði Hill. 6.3.2007 22:00 Cheney vonsvikinn Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir miklum vonbrigðum með úrskurðinn í máli fyrrum aðstoðarmanns hans, Lewis „Scooter“ Libby. Libby var í dag fundinn sekur um að hafa logið að alríkislögreglunni og hindra rannsókn þeirra. 6.3.2007 21:30 Verður hægt að stinga bílnum í samband Bílar framtíðarinnar verða knúnir áfram með rafmagni í bland við hefðbundið eldsneyti. Ólíkt eldri tvinnbílum, sem fyrir eru, verður hægt að stinga þessum í samband við rafmagn og hlaða þá á næturnar meðan ökumaður sefur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segir þetta hagkvæma framtíðartækni og góða búbót fyrir orkufyrirtækin. 6.3.2007 21:00 Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. 6.3.2007 20:28 Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. 6.3.2007 20:15 Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. 6.3.2007 20:00 Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. 6.3.2007 19:35 Kaþólskum lýst vel á sameiningu Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum. 6.3.2007 19:15 Ópíumframleiðslan eykst stöðugt Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um. 6.3.2007 19:00 Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. 6.3.2007 18:56 Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. 6.3.2007 18:45 Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum. 6.3.2007 18:45 Á annað hundrað pílagrímar látnir Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki. 6.3.2007 18:30 Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. 6.3.2007 18:30 Kennarar í Karphúsinu Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund. 6.3.2007 18:13 Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit. 6.3.2007 17:59 Kínverjar auka umsvif sín í geimnum Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar. 6.3.2007 17:49 Libby sekur Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla. 6.3.2007 17:00 Latur þjófur Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum. 6.3.2007 16:52 Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands. 6.3.2007 16:33 Fróaði sér yfir farþega Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið. 6.3.2007 16:27 FL Group selur Kynnisferðir FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál. 6.3.2007 16:20 Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður. 6.3.2007 15:59 Veður og færð að versna á Vestfjörðum Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum. 6.3.2007 15:52 Flaug á hús tengdamóður Bandarískur maður varð sjálfum sér og átta ára gamalli dóttur sinni að bana í Indíanafylki í gær, þegar hann flaug einshreyfils Cessna flugvél sinni á hús fyrrverandi tengdamóður sinnar. Tengdamóðurina sakaði ekki. 6.3.2007 15:41 Hátt í sjö hundruð handteknir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið 675 manns í tengslum við óeirðirnar vegna niðurrifs Æskulýðshússins á Norðurbrú í borginni. Jótlandspósturinn hefur eftir lögreglu að nítján manns hafi verið handteknir í gærkvöld og nótt og þá voru sex handteknir í morgun fyrir að kveikja í bíl. 6.3.2007 15:38 Fjöldamorð á pílagrímum 6.3.2007 15:26 Elgur stangaði þyrlu til jarðar Þegar líffræðingurinn Dough Larsen skaut deyfingarpílu í stóran elgtarf í Juneau í Alaska, um helgina, átti hann von á því að dýrið hnigi niður. Larsen skaut tarfinn úr þyrlu, sem sveimaði rétt yfir jörðu og beið þess að hann félli. Þess í stað trylltist tarfurinn, réðst á þyrluna og stangaði hana. 6.3.2007 15:16 Segir eiganda hass velkominn á lögreglustöðina Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en íbúi í fjölbýlishúsi í bænum hass liggjandi á gólfi í stigagangi hússins. Hann kom efninu til lögreglu sem segir í dagbók sinn að hafi verið níu grömm af hassi. 6.3.2007 15:11 Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar. 6.3.2007 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Enginn treystir feðrunum Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera. 7.3.2007 13:30
Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. 7.3.2007 13:15
Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. 7.3.2007 13:15
Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. 7.3.2007 13:00
Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. 7.3.2007 13:00
Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 7.3.2007 12:17
Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. 7.3.2007 11:59
Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. 7.3.2007 11:56
Hvað orsakar offitu barna? Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast. Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu. 7.3.2007 11:37
Vildi hætta viðskiptum við Nordica Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. 7.3.2007 11:19
Ungdomshuset á bak og burt Ungdomshuset er á bak og burt. Við heimilisfangið Jagtvej 69 er nú ekkert annað en steypubrot á húsgrunni en framhlið hússins var það síðasta sem rifið var niður snemma í morgun. Talsmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar segir að þó ekkert sé eftir af húsinu muni lögregla enn vakta svæðið næstu sólarhringa. 7.3.2007 10:57
Bandaríkin segja ástandið í Darfur alvarlegasta mannréttinbrot ársins 2006 Bandaríkjastjórn gaf í dag út árlega mannréttindaskýrslu sína. Í henni kom fram að ástandið í Darfur væri mesta brot á mannréttindum á síðasta ári. Bandaríkin skilgreina ástandið þar sem þjóðarmorð. 6.3.2007 23:15
Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð. 6.3.2007 22:45
Vilja háhraðalest á milli Spánar og Marokkó Spænski forsætisráðherrann, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði í dag að hann mundi beita sér fyrir því að jarðgöng yrðu gerð undir Gíbraltarsund til Marakkó. Göngin myndu vera fyrir háhraðalest og myndi tengja borgina Tangier í Marokkó við borgina Tarifa á Spáni. 6.3.2007 22:30
Forsetaframbjóðandi þarf erlendis í læknisskoðun Forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í Nígeríu, Umaru Yar'Adua, þurfti í dag að fara erlendis í læknisskoðun. Flokkurinn sagði í yfirlýsingu í dag að þetta væri venjubundið eftirlit og að Yar'Adua myndi snúa aftur fljótlega til þess að taka þátt í kosningabaráttunni af fullum krafti. 6.3.2007 22:15
Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ganga vel Viðræðurnar á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í dag gengu mjög vel. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill við fréttamenn í dag. Hann sagði miklar líkur á því að samkomulagið sem að var sæst á þann 13. febrúar síðastliðinn myndi halda. „Þetta voru mjög góðar viðræður.“ sagði Hill. 6.3.2007 22:00
Cheney vonsvikinn Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti í kvöld yfir miklum vonbrigðum með úrskurðinn í máli fyrrum aðstoðarmanns hans, Lewis „Scooter“ Libby. Libby var í dag fundinn sekur um að hafa logið að alríkislögreglunni og hindra rannsókn þeirra. 6.3.2007 21:30
Verður hægt að stinga bílnum í samband Bílar framtíðarinnar verða knúnir áfram með rafmagni í bland við hefðbundið eldsneyti. Ólíkt eldri tvinnbílum, sem fyrir eru, verður hægt að stinga þessum í samband við rafmagn og hlaða þá á næturnar meðan ökumaður sefur. Framkvæmdastjóri Orkusetursins segir þetta hagkvæma framtíðartækni og góða búbót fyrir orkufyrirtækin. 6.3.2007 21:00
Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð rétt í þessu á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaspítala. Lögreglan hefur lokað veginum tímabundið vegna þess. Samkvæmt fyrstu fréttum slasaðist einn maður. Enn er ekki vitað hversu margir bílar voru í slysinu eða hvernig það gerðist. Meira mun birtast um málið um leið og fregnir berast. 6.3.2007 20:28
Heimili og skóli leggjast gegn sálgæslu innan skóla Samtökin Heimili og skóli leggjast gegn því að sálgæsla Þjóðkirkjupresta og djákna, - svokölluð "vinaleið", verði boðin innan veggja skóla og á skólatíma og vísa til jafnræðissjónarmiða og grunnskólalaga. Menntamálaráðuneytið er á öndverðri skoðun og telur að verkefnið stangist hvorki á við grunnskólalög né stjórnarskrá. 6.3.2007 20:15
Bætur öryrkja falla ekki niður vegna vinnu Öryrkjar eiga það ekki lengur yfir höfði sér að bætur þeirra falli niður þótt þeir hefji þátttöku á vinnumarkaði, verði tillögur nefndar forsætisráðherra að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Tillögurnar eru unnar í góðu samstarfi stjórnarflokkanna og hagsmunasamtaka. 6.3.2007 20:00
Geðhjálp segir fólki úthýst af Landspítalanum Vilyrði ráðamanna um að koma því fólki sem dvaldi í Byrginu og í Breiðuvík til hjálpar virðast innistæðulaus. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fullyrðir að fólkinu sé úthýst af Landspítalanum. 6.3.2007 19:35
Kaþólskum lýst vel á sameiningu Talsmaður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi tekur vel undir hugmyndir um að viðræður verði hafnar við Þjóðkirkjuna um sameiningu og að sameinuð kirkja verði undir forsæti páfans í Róm. Rétt sé að ræða hvort ekki eigi að sameina kirkju Krists eftir meginklofning við siðaskiptin fyrir 450 árum. 6.3.2007 19:15
Ópíumframleiðslan eykst stöðugt Hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan hófu í dag sína hörðustu sókn til þessa gegn uppreisnarmönnum í suðurhluta landsins. Vegna ástandsins í landinu stefnir í að ópíumframleiðsla á árinu verði meiri en dæmi eru um. 6.3.2007 19:00
Nýtt frumvarp breytir skattbyrði álversins í Straumsvík Álverið í Straumsvík greiðir sömu skatta og önnur fyrirtæki hér á landi, nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Álverið greiðir þá tæplega helmingi minna í skatta til ríkisins en nær tvöfalt meira til Hafnarfjarðarbæjar. 6.3.2007 18:56
Sjálfstæðismenn fá frest til fimmtudags Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stjórnarandstaðan vill greiða götu slíks frumvarps en ráðherrann dregur í efa heilindi hennar og segir hana ýmist hæða eða hrósa Framsóknarflokknum. 6.3.2007 18:45
Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu Óttast er að í það minnsta sjötíu manns hafi farist í tveimur jarðskjálftum sem riðu yfir Súmötru í Indónesíu í morgun. Engin flóðbylgja myndaðist vegna skjálftanna en miklar skemmdir urðu hins vegar á mannvirkjum. 6.3.2007 18:45
Á annað hundrað pílagrímar látnir Að minnsta kosti 112 pílagrímar liggja í valnum eftir fjölmörg hryðjuverk í Írak í dag. Versta árásin var framin í borginni Hillah en þar laumuðu tveir menn gyrtir sprengjubeltum sér inn í helgigöngu sjía sem var á leið til hinnar helgu borgar Karbala. Yfir níutíu fórust í því hermdarverki. 6.3.2007 18:30
Áhersla lögð á öryggisráðsframboðið Sendiherra Íslands í Suður-Afríku ætlar í starfi sínu að leggja áherslu á að afla stuðningsmanna í álfunni við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins kveðst reiðubúinn að styðja framboðið. 6.3.2007 18:30
Kennarar í Karphúsinu Kennarar og launanefnd sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag. Hóparnir funduðu saman og í sitthvoru lagi svo óhætt er að kalla fundinn, sem hófst klukkan eitt í dag og stóð fram á kvöld, samningafund. 6.3.2007 18:13
Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit. 6.3.2007 17:59
Kínverjar auka umsvif sín í geimnum Kínverjar ætla sér að skjóta sinni fyrstu tunglkönnunarflaug á loft seinna á þessu ári. Huang Chunping, háttsettur starfsmaður kínversku geimferðastofnunarinnar, staðfesti þetta í dag. „Við teljum það heldur ekki óraunhæft að koma manni á tunglið á innan við 15 árum.“ sagði hann enn frekar. 6.3.2007 17:49
Libby sekur Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmaður Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, var rétt í þessu fundinn sekur um að hindra framgang réttlætisins. Hann var sakaður um að hafa lekið nafni útsendara bandarísku leyniþjónustunnar til fjölmiðla. 6.3.2007 17:00
Latur þjófur Belgiska fornmunasalanum Johan Dumon brá í brún þegar hann kom heim úr sumarfríi og uppgötvaði að verslunin hans hafði verið tæmd. Johan var reyndar sestur í helgan stein og verslunin hafði verið lokuð í þrjú ár, en þar átti þó að vera enn mikið af verðmætum munum. 6.3.2007 16:52
Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands. 6.3.2007 16:33
Fróaði sér yfir farþega Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið. 6.3.2007 16:27
FL Group selur Kynnisferðir FL Group hefur selt fyrirtækið Kynnisferðir til hóps fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar og Hópbíla/Hagavagna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að áætlaður söluhagnaður félagsins séu um 450 milljónir króna en kaupverðið er sagt trúnaðarmál. 6.3.2007 16:20
Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður. 6.3.2007 15:59
Veður og færð að versna á Vestfjörðum Vegagerðin segir vonskuveður á Steingrímsfjarðarheiði og er búist við að hún verið ófær fljótlega eftir að þjónustu Vegagerðarinnar lýkur klukkan 20. Varað er við stormi og töluverðri ofankomu nú seinni partinn, í kvöld og í nótt en búast má við að það lægi með morgninum. 6.3.2007 15:52
Flaug á hús tengdamóður Bandarískur maður varð sjálfum sér og átta ára gamalli dóttur sinni að bana í Indíanafylki í gær, þegar hann flaug einshreyfils Cessna flugvél sinni á hús fyrrverandi tengdamóður sinnar. Tengdamóðurina sakaði ekki. 6.3.2007 15:41
Hátt í sjö hundruð handteknir í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur nú handtekið 675 manns í tengslum við óeirðirnar vegna niðurrifs Æskulýðshússins á Norðurbrú í borginni. Jótlandspósturinn hefur eftir lögreglu að nítján manns hafi verið handteknir í gærkvöld og nótt og þá voru sex handteknir í morgun fyrir að kveikja í bíl. 6.3.2007 15:38
Elgur stangaði þyrlu til jarðar Þegar líffræðingurinn Dough Larsen skaut deyfingarpílu í stóran elgtarf í Juneau í Alaska, um helgina, átti hann von á því að dýrið hnigi niður. Larsen skaut tarfinn úr þyrlu, sem sveimaði rétt yfir jörðu og beið þess að hann félli. Þess í stað trylltist tarfurinn, réðst á þyrluna og stangaði hana. 6.3.2007 15:16
Segir eiganda hass velkominn á lögreglustöðina Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en íbúi í fjölbýlishúsi í bænum hass liggjandi á gólfi í stigagangi hússins. Hann kom efninu til lögreglu sem segir í dagbók sinn að hafi verið níu grömm af hassi. 6.3.2007 15:11
Geðsvið LSH hafi sinnt þeim sem leitað hafi til sviðsins Geðsvið Landspítalans hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiða um þjónustu við fyrrverandi vistmenn Breiðavíkur og Byrgisins en Geðhjálp hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir það hvernig staðið hafi verið að því að koma fólkinu til aðstoðar. 6.3.2007 15:00