Fleiri fréttir Deep Purple og Uriah Heep í Höllinni Hljómsveitirnar fornfrægu Deep Purple og Uriah Heep munu leika á tónleikum hérlendis í Laugardalshöll þann 27. maí næstkomandi. Það er tónleikafyrirtækið Concert sem stendur fyrir tónleikunum. Böndin voru bæði upp á sitt besta fyrir yfir 30 árum en liðsmenn hafa engu gleymt. 2.2.2007 10:24 Þýskaland og Pólland mætast í úrslitum HM Þýskaland og Pólland leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta en Ísland mætir Spánverjum í leik um sjöunda sætið. Báðir undanúrslitaleikir keppninnar í gær voru tvíframlangdir. Þjóðverjar lögðu Frakka í æsispennandi leik sem þurfti að framlengja tvívegis. Eftir fyrri framlenginguna, var staðan 29-29 þar sem Florian Kehrmann náði að jafna fyrir Þjóðverja á síðustu stundu eftir að Frakkar misnotuðu tækifæri á að komast tveimur mörkum yfir. 2.2.2007 10:22 Verkakar byrjaðir á Djúpvegi Framkvæmdir eru hafnar við Djúpveg í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem boðið hefur verið út í vegagerð hérlendis en samningsupphæðin við verktakana KNH og Vestfirska verktaka er um milljarður króna. Innifalið í verkinu eru þrjár brýr, sú stærsta á Mjóafirði en hún verður um 130 metra löng. 2.2.2007 10:13 73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. 2.2.2007 09:53 Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag. 1.2.2007 23:42 Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. 1.2.2007 22:56 Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. 1.2.2007 22:46 Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ 1.2.2007 22:17 Stúlkan fundin Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina. 1.2.2007 21:56 45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. 1.2.2007 21:49 Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. 1.2.2007 21:00 Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. 1.2.2007 20:52 Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. 1.2.2007 20:35 Skattur lagður á nagladekk? Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk. 1.2.2007 20:17 Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. 1.2.2007 20:09 Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. 1.2.2007 19:45 Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. 1.2.2007 19:35 Kefluðu ungabörn Starfsfólk sjúkrahúss í Jekaterinburg í Rússlandi var staðið að því að kefla ungabörn á spítalanum til að koma í veg fyrir að grátur þeirra heyrðist. 1.2.2007 19:30 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegust Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að núverandi stjórnarflokkar endurnýi samstarf sitt að loknum kosningum, fái þeir til þess traustan meirihluta. Að öðrum kosti myndi Sjálfstæðisflokkur ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. 1.2.2007 19:13 Hafnar misréttinu Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum. 1.2.2007 19:04 Hefur ekkert með morðið á Litvinenko að gera Valdimir Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að Rússar noti olíu- og gaslindir sínar til að kúga önnur ríki. Hann segir ennfremur af og frá að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. 1.2.2007 18:58 35 létu lífið í átökum í Kongó Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins. 1.2.2007 18:58 Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. 1.2.2007 18:53 Fjármunir verði teknir frá hátæknisjúkrahúsi í vegagerð Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, vill að framkvæmdum við hátæknisjúkrahús verði frestað og fjármunirnir settir í staðinn í vegagerð. Stjórnarandstaðan þrýstir á að samgönguáætlun verði lögð fram og að í henni verði gert ráð fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. 1.2.2007 18:30 Utanríkisráðherra ekki ofboðið af forseta Íslands Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra telur að ekki verði neinir eftirmálar af því að forseti Íslands settist í þróunarráð Indlands, án samráðs við utanríkisráðuneytið, en telur að brýna þurfi samskiptareglur forsetans og ráðuneytisins. Formaður utanríkismálanefndar hefur kallað utanríkisráðherra á fund nefndarinnar vegna forsetans. 1.2.2007 18:30 Ruglingur að matarverð lækki um 16% Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga. 1.2.2007 18:30 Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. 1.2.2007 18:25 Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. 1.2.2007 18:17 Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur. 1.2.2007 17:37 3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda. 1.2.2007 17:15 Nauðgaði stúlku á tjaldsvæðinu á Laugarvatni Tuttugu og sex ára karlmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlku í bifreið á tjaldsvæðinu á Laugarvatni í júlí 2004 en stúlkan gat ekki spornað við sökum ölvunar og svefndrunga. 1.2.2007 16:56 Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum. 1.2.2007 16:49 Fimmtugur maður dæmdur fyrir að misnota stúlkur Tæplega fimmtugur karlmaður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti Íslands í dag fyrir vörslu barnakláms og fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum stúlkum. 1.2.2007 16:38 Kanar litlir og feitir 1.2.2007 16:34 Tollar á ónegld dekk verði felld niður Niðurfelling tolla á ónegld dekk og aukin kynning á þeim er meðal þess sem starfshópur umhverfisráðuneytisins leggur til sem mögulegar leiðir til úrbóta vegna svifryksmengurnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi umhverfisráðherra á Akureyri í dag. 1.2.2007 16:31 Risa e-töflu smygl 1.2.2007 16:21 Palestínumenn berjast enn Lítið hald virtist vera í vopnahléi milli Palestínumanna, í dag. Fjórir Fatah liðar létu lífið þegar byssumenn Hamas hreyfingarinnar réðust á bílalest sem þeir sögðu að væri að flytja vopn til lífvarðarsveitar Mahmouds Abbas, forseta, á Gaza ströndinn i. Fatah segir að sjúkragögn hafi verið í bílunum. 1.2.2007 16:09 Eldur í húsi í Keflavík Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldi sem logaði glatt á efri hæð hús við Kirkjuteig í Keflavík. Brunavarnir Suðurnesja voru á fjórða tímanum kallaðar út vegna eldsins sem þá logaði út um glugga. Enginn var í húsinu þegar eldsins varð vart. Slökkviðliðsmenn eru nú að slökkva í glæðum. 1.2.2007 16:04 Fólk hvatt til að slökkva ljósin í kvöld vegna loftslagsbreytinga Íbúar í heiminum öllum eru hvattir til að slökkva á öllum ljósum og rafmagnstækjum í fimm mínútur í kvöld í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. 1.2.2007 15:59 Karadzic sagður í Rússlandi Dagblað í Bosníu segir að Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, sé í felum í Rússlandi. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan bosnisku leyniþjónustunnar, sem hafi hlerað millilandasímtöl. Rússar segjast ekkert vita um dvalarstað Serbans. 1.2.2007 15:46 Danskur þingmaður fer frá vinstri til hægri Karen Jespersen, þingmaður í Danmörku, tilkynnti í dag að hún myndi ekki skipta aftur um flokk en hún gekk í nóvember til liðs við borgaraflokkinn Venstre frá Jafnaðarmannaflokknum. Þar áður hafði hún verið yst á vinstri kantinum Í Vinstrisósíalistaflokknum. 1.2.2007 15:45 Fleiri svartir deyja úr krabba 1.2.2007 15:24 Rannsóknaðferðir eins og í lögregluríkjum Félag íslenskra stórkaupmanna mótmælir því harðlega að Samkeppnieftirlitið hvetji starfsfólk fyrirtækja sem vinni við framleiðslu, dreifingu og sölu á matvörum til að tilkynna um hugsanleg brot á samkeppnislögum og segir slíkar rannsóknaraðferðir aðeins tíðkast í lögregluríkjum. 1.2.2007 15:14 Límdu fyrir munn kornabarna 1.2.2007 15:04 Fangaverðir ósáttir við þvinganir Fangaverðir eru ósáttir við að þvinga eigi þá til að vinna hálfu ári lengur en venjubundinn uppsagnarfrestur gerir ráð fyrir. Um helmingur fangavarða hefur sagt upp stöfum og hyggst Fangelsismálastofnun nýta sér lagaheimild til að lengja uppsagnarfrest þeirra haldi þeir uppsögnum sínum til streitu. 1.2.2007 14:49 Sjá næstu 50 fréttir
Deep Purple og Uriah Heep í Höllinni Hljómsveitirnar fornfrægu Deep Purple og Uriah Heep munu leika á tónleikum hérlendis í Laugardalshöll þann 27. maí næstkomandi. Það er tónleikafyrirtækið Concert sem stendur fyrir tónleikunum. Böndin voru bæði upp á sitt besta fyrir yfir 30 árum en liðsmenn hafa engu gleymt. 2.2.2007 10:24
Þýskaland og Pólland mætast í úrslitum HM Þýskaland og Pólland leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta en Ísland mætir Spánverjum í leik um sjöunda sætið. Báðir undanúrslitaleikir keppninnar í gær voru tvíframlangdir. Þjóðverjar lögðu Frakka í æsispennandi leik sem þurfti að framlengja tvívegis. Eftir fyrri framlenginguna, var staðan 29-29 þar sem Florian Kehrmann náði að jafna fyrir Þjóðverja á síðustu stundu eftir að Frakkar misnotuðu tækifæri á að komast tveimur mörkum yfir. 2.2.2007 10:22
Verkakar byrjaðir á Djúpvegi Framkvæmdir eru hafnar við Djúpveg í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða eitt stærsta verkefni sem boðið hefur verið út í vegagerð hérlendis en samningsupphæðin við verktakana KNH og Vestfirska verktaka er um milljarður króna. Innifalið í verkinu eru þrjár brýr, sú stærsta á Mjóafirði en hún verður um 130 metra löng. 2.2.2007 10:13
73 létust í sjálfsmorðsárás 73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu. 2.2.2007 09:53
Bandaríkin ætla ekki að ráðast á Íran Bandaríkin ætla sér ekki að ráðast á Íran til þess að koma í veg fyrir að þau sjái hryðjuverkamönnum í Írak fyrir vopnum. Þetta fullyrti háttsettur bandarískur embættismaður í dag. 1.2.2007 23:42
Auglýsingaskilti valda hræðslu í Boston Lögreglan í Boston handtók í dag tvo menn sem höfðu sett upp 38 auglýsingaskilti víðsvegar um borgina. Skiltin þóttu minna á sprengjur í útliti. Varð það til þess að lögreglan setti í gang neyðaraðgerðir með hjálp strandgæslunnar, sprengjusveita, sérsveita og björgunarsveita. 1.2.2007 22:56
Bandaríkin þrýsta á Chavez að fara eftir alþjóðalögum Bandaríkjastjórn gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna ætlunar stjórnvalda í Venesúela að þjóðnýta fjögur stór verkefni alþjóðlegra olíufyrirtækja í Venesúela á næstu mánuðum. Í henni sagði að þau vonuðust eftir því að farið yrði eftir alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja. 1.2.2007 22:46
Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows.“ 1.2.2007 22:17
Stúlkan fundin Sigríður Hugrún Sigurðardóttir, stúlkan sem hefur verið leitað að síðan á laugardaginn 27. janúar, er fundin. Lögregla skýrði frá þessu í kvöld. Hún vildi einnig koma þökkum á framfæri fyrir aðstoðina. 1.2.2007 21:56
45 létust og 150 slösuðust Lögregla í Írak skýrði frá því í kvöld að 45 manns hefðu látið lífið og 150 slasast í tveimur sjálfsmorðsárásum á fjölförnum markaði í bænum Hilla í Írak í dag. Lögreglumaður reyndi að stöðva annan þeirra og leita á honum en þá sprengdu báðir mennirnir sig upp. 1.2.2007 21:49
Handarþjófur handsamaður Bandarískur læknir játaði í dag að hafa stolið hönd úr læknaskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gefið hana fatafellu. Fatafellunni langaði í höndina svo hún gæti haft hana til sýnis í íbúð sinni. 1.2.2007 21:00
Fjármögnuðu ekki Hamas Tveir bandarískir Palestínumenn voru í dag sýknaðir af ákærum um að fjármagna Hamas samtökin. Þeir áttu að hafa safnað peningum og sent til Hamas frá Bandaríkjunum. Bandaríkin, Evrópusambandi og Ísrael skilgreina öll Hamas sem hryðjuverkasamtök. 1.2.2007 20:52
Árásir gerðar á Mogadishu Klasasprengjum og eldflaugum var skotið á hluta Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í dag. Að minnsta kosti þrennt lét lífið í árásinni, eitt barn, ein kona og karlmaður. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki henni. 1.2.2007 20:35
Skattur lagður á nagladekk? Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk. 1.2.2007 20:17
Forseti Kína til Súdan á morgun Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði. 1.2.2007 20:09
Notar bleyjur fyrir sex mánaða börn Hann Antonio Vasconcelos, sem fæddist í Cancun í Mexíkó á mánudag, er enginn venjulegur strákur. Hann vó 27 merkur við fæðingu og mældist 55 sentimetrar á lengd. 1.2.2007 19:45
Frönsk stjórnvöld styrkja tölvuleikjaframleiðendur Á sama tíma og íslenskar fjölskyldur lenda í vandræðum vegna barna og unglinga sem hafa ánetjast tölvuleikjum hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að styrkja þarlenda tölvuleikjaframleiðendur. Franska þingið samþykkti í dag að veita fyrirtækjum sem þróa „menningarlega tengda“ tölvuleiki skattaafslátt. 1.2.2007 19:35
Kefluðu ungabörn Starfsfólk sjúkrahúss í Jekaterinburg í Rússlandi var staðið að því að kefla ungabörn á spítalanum til að koma í veg fyrir að grátur þeirra heyrðist. 1.2.2007 19:30
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegust Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að núverandi stjórnarflokkar endurnýi samstarf sitt að loknum kosningum, fái þeir til þess traustan meirihluta. Að öðrum kosti myndi Sjálfstæðisflokkur ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. 1.2.2007 19:13
Hafnar misréttinu Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, segir það eitt af sínum helstu verkefnum sem stjórnmálamanns að koma í veg fyrir að samkynhneigðir séu beittir misrétti í eyjunum. 1.2.2007 19:04
Hefur ekkert með morðið á Litvinenko að gera Valdimir Pútín Rússlandsforseti þvertekur fyrir að Rússar noti olíu- og gaslindir sínar til að kúga önnur ríki. Hann segir ennfremur af og frá að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. 1.2.2007 18:58
35 létu lífið í átökum í Kongó Fleiri en 35 manns létu lífið í Kongó í dag á átökum á milli stuðningsmanna Jean-Pierre Bemba og öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Bemba tapaði forsetakosningum fyrir Joseph Kabila á síðasta ári. Stuðningsmenn Bemba voru hins vegar að mótmæla úrslitum fylkistjórakosninga í Kongó, sem fram fóru í janúar, en fylgismenn Kabila unnu stórsigur í nær öllum fylkjum landsins. 1.2.2007 18:58
Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. 1.2.2007 18:53
Fjármunir verði teknir frá hátæknisjúkrahúsi í vegagerð Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, vill að framkvæmdum við hátæknisjúkrahús verði frestað og fjármunirnir settir í staðinn í vegagerð. Stjórnarandstaðan þrýstir á að samgönguáætlun verði lögð fram og að í henni verði gert ráð fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. 1.2.2007 18:30
Utanríkisráðherra ekki ofboðið af forseta Íslands Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra telur að ekki verði neinir eftirmálar af því að forseti Íslands settist í þróunarráð Indlands, án samráðs við utanríkisráðuneytið, en telur að brýna þurfi samskiptareglur forsetans og ráðuneytisins. Formaður utanríkismálanefndar hefur kallað utanríkisráðherra á fund nefndarinnar vegna forsetans. 1.2.2007 18:30
Ruglingur að matarverð lækki um 16% Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga. 1.2.2007 18:30
Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. 1.2.2007 18:25
Evrópuþingið vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Evrópuþingið studdi í dag tillögu Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar um allan heim. Á sama tíma fordæmdi það aftöku Saddams Hússein, fyrrum einræðisherra í Írak. Tillagan var samþykkt með 591 atkvæði gegn 45. Í henni sagði að farsælast væri ef Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir því að koma á alþjóðlegu banni við dauðarefsingum. 1.2.2007 18:17
Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur. 1.2.2007 17:37
3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda. 1.2.2007 17:15
Nauðgaði stúlku á tjaldsvæðinu á Laugarvatni Tuttugu og sex ára karlmaður var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlku í bifreið á tjaldsvæðinu á Laugarvatni í júlí 2004 en stúlkan gat ekki spornað við sökum ölvunar og svefndrunga. 1.2.2007 16:56
Eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbort gegn konu á veitingastað fyrir þremur árum. Hann var ákærður fyrir að hafa haft og reynt að hafa mök við konuna gegn vilja hennar með því að klippa göt á buxur hennar og sokkabuxur á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga eins og segir í dómnum. 1.2.2007 16:49
Fimmtugur maður dæmdur fyrir að misnota stúlkur Tæplega fimmtugur karlmaður var dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti Íslands í dag fyrir vörslu barnakláms og fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum stúlkum. 1.2.2007 16:38
Tollar á ónegld dekk verði felld niður Niðurfelling tolla á ónegld dekk og aukin kynning á þeim er meðal þess sem starfshópur umhverfisráðuneytisins leggur til sem mögulegar leiðir til úrbóta vegna svifryksmengurnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi umhverfisráðherra á Akureyri í dag. 1.2.2007 16:31
Palestínumenn berjast enn Lítið hald virtist vera í vopnahléi milli Palestínumanna, í dag. Fjórir Fatah liðar létu lífið þegar byssumenn Hamas hreyfingarinnar réðust á bílalest sem þeir sögðu að væri að flytja vopn til lífvarðarsveitar Mahmouds Abbas, forseta, á Gaza ströndinn i. Fatah segir að sjúkragögn hafi verið í bílunum. 1.2.2007 16:09
Eldur í húsi í Keflavík Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldi sem logaði glatt á efri hæð hús við Kirkjuteig í Keflavík. Brunavarnir Suðurnesja voru á fjórða tímanum kallaðar út vegna eldsins sem þá logaði út um glugga. Enginn var í húsinu þegar eldsins varð vart. Slökkviðliðsmenn eru nú að slökkva í glæðum. 1.2.2007 16:04
Fólk hvatt til að slökkva ljósin í kvöld vegna loftslagsbreytinga Íbúar í heiminum öllum eru hvattir til að slökkva á öllum ljósum og rafmagnstækjum í fimm mínútur í kvöld í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. 1.2.2007 15:59
Karadzic sagður í Rússlandi Dagblað í Bosníu segir að Radovan Karadzic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, sé í felum í Rússlandi. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildarmönnum innan bosnisku leyniþjónustunnar, sem hafi hlerað millilandasímtöl. Rússar segjast ekkert vita um dvalarstað Serbans. 1.2.2007 15:46
Danskur þingmaður fer frá vinstri til hægri Karen Jespersen, þingmaður í Danmörku, tilkynnti í dag að hún myndi ekki skipta aftur um flokk en hún gekk í nóvember til liðs við borgaraflokkinn Venstre frá Jafnaðarmannaflokknum. Þar áður hafði hún verið yst á vinstri kantinum Í Vinstrisósíalistaflokknum. 1.2.2007 15:45
Rannsóknaðferðir eins og í lögregluríkjum Félag íslenskra stórkaupmanna mótmælir því harðlega að Samkeppnieftirlitið hvetji starfsfólk fyrirtækja sem vinni við framleiðslu, dreifingu og sölu á matvörum til að tilkynna um hugsanleg brot á samkeppnislögum og segir slíkar rannsóknaraðferðir aðeins tíðkast í lögregluríkjum. 1.2.2007 15:14
Fangaverðir ósáttir við þvinganir Fangaverðir eru ósáttir við að þvinga eigi þá til að vinna hálfu ári lengur en venjubundinn uppsagnarfrestur gerir ráð fyrir. Um helmingur fangavarða hefur sagt upp stöfum og hyggst Fangelsismálastofnun nýta sér lagaheimild til að lengja uppsagnarfrest þeirra haldi þeir uppsögnum sínum til streitu. 1.2.2007 14:49