Fleiri fréttir

Atvinnuástand á Vestfjörðum gott þrátt fyrir stórt gjaldþrot

Langfæstir eru á atvinnuleysisskrá á Vestfjörðum um þessar mundir á landinu eftir því sem segir á vef svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða. Þar er bent að þrátt fyrir allstórt gjaldþrot hjá trésmíðaverkstæði Ágústs og Flosa á Ísafirði þar sem um 30 manns unnu sé atvinnuástandið almennt gott á Vestfjörðum og mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum.

Slær út í fyrir Jacques Chirac

Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur.

Skilorðsbundinn dómur og sekt fyrir skattsvik

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að skjóta undan virðisaukaskatti, greiða ekki opinber gjöld og fyrir bókhaldsbrot.

Engin ástæða til þess að myrða Litvinenko -Putin

Forseti Rússlands segir að njósnarinn fyrrverandi Alexander Litvinenko hafi ekki haft neina ástæðu til þess að flýja land. Hann hafi ekki vitað um nein opinber leyndarmál, og engin hætta að honum steðjað. Litvinenko sakaði forsetann um að hafa fyrirskipað morðið á sér.

Vara Írana við afskiptum

Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun.

Bandaríkjamenn vopna Afgana

Bandaríkjamenn afhentu í dag afganska hernum þúsundir vopna og hundruð farartækja, til þess að styrkja hann í baráttunni við talibana. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því á næstu tveimur árum ætla Bandaríkjamenn að verja tæpum níu milljörðum dollara í að byggja upp öryggissveitir landsins.

Dæla beint í flugvélar frá Helguvík

Öllum flutningum á þotueldsneyti um höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbraut til Keflavíkurflugvallar verður hætt eftir að Esso tók við eldsneytissölunni á Keflavíkurflugvelli á miðnætti. Þess í stað verður því dælt frá olíuhöfninni í Helguvík og beint á flugvélarnar.

Frakkar drepa í

Blátt bann við reykingum á öllum vinnustöðum tók gildi í Frakklandi í dag. Fólk sem kveikir sér í sígarettu á flugvöllum, lestarstöðvum og hvers kyns vinnustöðum á nú yfir höfði sér háa sekt. Veitingahús og barir hafa frest fram í desember til að koma á aljgöru reykingabanni.

Stjórnarandstaðan að springa á biðinni

Samgönguráðherra vildi ekki upplýsa það á Alþingi í morgun hvenær von væri á samgönguáætlun til umræðna á þinginu. Mikill hiti var í umræðunni og snupraði forseti þingsins einn þingmann fyrir brot á þingsköpum í ræðu sinni.

Boðið upp á námskeið við tölvufíkn

Fjórtán ára unglingur trylltist í gærkvöldi þegar foreldrar hans létu aftengja Netið svo hann gæti ekki haldið áfram í tölvuleik, sem hafði heltekið hann. Hafin eru námskeið í Reykjavík til að koma vaxandi fjölda tölvufíkla til hjálpar.

Kominn til meðvitundar eftir snjóflóð

Maðurinn sem slasaðist í snjóflóði í Hlíðarfjalli á dögunum er kominn til meðvitundar. Hann er á batavegi að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri en of snemmt er að segja til um hvort hann nær fullum bata.

Kostnaður vegna Wilson Muuga þegar orðinn nærri 50 milljónir

Kostnaður Umhverfisstofnunar vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga er nú þegar kominn í tæpar 48 milljónir króna en útgerð og tryggingafélag skipsins hafa lýst því yfir að þau muni ekki greiða meira en rúmar 70 milljónir króna fyrir hreinsun á strandstað.

Stórauka umferðarlöggæslu á næstu tveimur árum

Samgönguráðuneytið og Ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag samstarfssamning um að stórauka umferðarlöggæslu á næstur tveimur árum. Verða 218 milljónir króna veittar til aukins eftirlits á tímabilinu.

Tony Blair yfirheyrður

Breska lögreglan yfirheyrði Tony Blair forsætisráðherra í annað sinn í morgun vegna rannsóknar á fjármálum og fjármögnun stjórnmálaflokka. Þetta upplýsti talsmaður forsætisráðherrans í morgun. Hann sagði ennfremur að Blair hafi réttarstöðu vitnis í málinu. Blair var áður yfirheyrður um sama mál í byrjun desember.

Jesús elskar Ósama

„Jesús elskar Ósama" stendur á skiltum fyrir utan kirkjur í Ástralíu. Þessi fullyrðing hefur vakið reiði hjá sanntrúuðum og kirkjusæknum Áströlum þó að þeir hafi neyðst til að viðurkenna að sennilega sé þetta hárrétt miðað við trúarbókstafinn.

Ríkisstjórnin hysji upp um sig brækurnar í fangelsismálum

Hvatt var til þess á Alþingi í morgun að fangelsismál yrðu tekin úr höndum ráðherra og að þingnefndir hefðu frumkvæði að því veita aukið fé í málaflokkinn. Var ríkisstjórnin jafnframt hvött til að hysja upp um sig brækurnar í málefnunum.

Tortilla-mótmæli í Mexíkó

Tugir þúsunda gengu um götur Mexíkóborgar í gær til að mótmæla verðhækkunum á Tortilla-maíspönnukökum. Verðið á þessari algengustu fæðu Mexíkóa hækkaði nýverið um heil 400%. Ástæðan er sögð vera hækkandi verð á maís, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn bjóða sífellt hærra verð í maísolíu sem er nýtt sem umhverfisvænt eldsneyti.

Þjóðverjar lögsækja 13 útsendara CIA

Þjóðverjar vilja handtaka 13 útsendara CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir mannrán á þýskum manni af líbönskum uppruna. Þýskur dómstóll gaf í gær út handtökuskipanir á útsendarana. Þetta er stærsta dómsmál sem CIA hefur staðið frammi fyrir til þessa.

Byrgið skuldar HS hátt í 20 milljónir króna vegna Rockville

Byrgið skuldar Hitaveitu Suðurnesja enn 16 milljónir króna auk dráttarvaxta í tvö til þrjú ár frá þeim tíma þegar starfsemi þess var í Rockville á Keflavíkurflugvelli á árunum 1999-2003. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag.

Pútín tilnefnir ekki eftirmann

Vladímír Pútín Rússlandsforseti ætlar ekki að tilnefna eftirmann sinn, en hann ætlar sér að hætta fyrir kosningar 2008. „Það verður enginn arftaki. Markmið stjórnvalda er að halda lýðræðislegar kosningar", sagði Pútín í morgun á árlegum fréttamannafundi.

Svifryksmengun í Reykjaneshöll óviðunandi

Svifryksmengun í íþróttahöll Reykjanesbæjar er langt yfir heilsuverndarmörkum samkvæmt niðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag en þar segir einnig að heilbrigðisyfirvöld hafi ítrekað veitt bæjaryfirvöldum frest til að skila úrbótaáætlun. Síðasti fresturinn rann út í gær en ljóst er að skipta þarf um gervigras.

Lagt til að loðnukvóti verði aukinn

Hafrannsóknastofnun, sem verið hefur að mæla loðnustofninn norðaustur af landinu að undanförnu, leggur til að kvótinn verði aukinn um 190 þúsund tonn og verði samtals 370 þúsund tonn. Þar af komi u.þ.b. 300 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa.

Sjá næstu 50 fréttir