Innlent

Deep Purple og Uriah Heep í Höllinni

Plötuumslag plötunnar Deep Purple in Rock sem kom út 1970
Plötuumslag plötunnar Deep Purple in Rock sem kom út 1970

Hljómsveitirnar fornfrægu Deep Purple og Uriah Heep munu leika á tónleikum hérlendis í Laugardalshöll þann 27. maí næstkomandi. Það er tónleikafyrirtækið Concert sem stendur fyrir tónleikunum. Böndin voru bæði upp á sitt besta fyrir yfir 30 árum en liðsmenn hafa engu gleymt. Deep Purple er vissulega með stærri rokksveitum sögunar og eiga ódauðlega smelli á borð við Smoke on the Water og Hush. Hljómsveitin er skipuð fimm mönnum, þar af þremur upprunalegum meðlimum, þeim Ian Gillan sem syngur, Roger Glover sem leikur á bassa og Ian Paice sem trommar.

Hljómsveitin Uriah Heep árið 1971Getty Images

Uriah Heep er rokkáhugamönnum einnig að góðu kunn fyrir epíska slagara á borð við July morning og Easy Livin' en söngvarinn Mick Box er einn eftir af upprunalegum meðlimum. Þá ber einnig að geta þess að hljómsveitin, sem stofnuð er árið 1969 er nefnd í höfuðið á aðalillmenninu í sögunni um Davíð Copperfield eftir Charles Dickens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×