Fleiri fréttir Tannheilsu íslenskra ungmenna hrakar Tannheilsu íslenskra ungmenna hrakar, samkvæmt nýrri rannsókn sem er að ljúka. Einkum er glerungseyðing að aukast, sérstaklega hjá piltum, og fer það saman við meira gosdrykkjaþamb stráka. 26.12.2006 18:49 Dauðadómurinn staðfestur Áfrýjunardómstóll í Írak hefur staðfest dauðadóminn yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og verður hann að óbreyttu tekinn að lífi innan fjögurra vikna. 26.12.2006 18:45 Byrjað að dæla úr Wilson Muuga í kvöld Byrjað verður að dæla olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga í kvöld. Öllum dælubúnaði var komið fyrir í skipinu í dag, þar á meðal um 300 metra langri slöngu sem notuð verður til að koma olíu á tankbíla. 26.12.2006 18:44 Handtekinn eftir 20 ára leit Franska lögreglan hefur handtekið bankaræningja eftir 20 ára leit. Milhoud Hai var einn af þeim sem að rændu útibú Frakklandsbanka árið 1986 og komust þeir undan með um 17 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða íslenskra króna. 26.12.2006 17:58 Fresta fæðingum til 1. janúar 2007 Tilvonandi mæður í þýskalandi gera nú allt sem þær geta til þess að fresta fæðingu barna sinna til 1. janúar. Ástæðan fyrir þessu undarlega æði er að vegna sílækkandi fæðingartíðni í þýskalandi hafa þýsk stjórnvöld ákveðið að greiða fólki 2/3 af launum þeirra eftir skatta í allt að fjórtán mánuði en aðeins ef barn þeirra fæðist á eða eftir 1. janúar 2007. 26.12.2006 17:43 Spænskir múslimar senda páfa bréf Spænskir múslimar hafa sent Benedikt páfa bréf þar sem þeir biðja um leyfi til þess að biðja í gamalli spænskri kirkju sem fyrr á öldum var fræg moska múslima. 26.12.2006 17:19 Forseti Súdan samþykkir sameiginlegt friðargæslulið Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur sagt Sameinuðu þjóðunum að hann styðji áætlun þeirra um sameiginlegt friðargæslulið SÞ og Afríkusambandsins til þess að vernda óbreytta borgara í Darfur héraði landsins. 26.12.2006 16:55 Íran þarf hugsanlega á kjarnorku að halda Íran gæti raunverulega þurft á kjarnorku að halda samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar Alþjóðlegu Vísinda Akademíunnar. Í henni segir að Íran gæti brátt orðið uppiskroppa með olíu til útflutnings og þurfi því að þróa aðra orkulind. 26.12.2006 16:45 Veðjað á hvað verður um Potter Eftir að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna gaf upp lokatitil seríunnar, Harry Potter og hinar heilögu vofur (e. Harry Potter and the Deathly Hallows) hafa veðmangar í Englandi tekið við mörgum veðmálum um hana. Flestir búast við því að Harry Potter láti lífið og að Voldemort verði á bak við það. 26.12.2006 16:15 Flóðbylgjan varð meters há Flóðbylgjan sem átti að skella á ströndum Filippseyja vegna jarðskjálftanna tveggja sem áttu sér stað suður af Taívan lét ekki á sér kræla. Japanska jarðmælingastofan hafði látið eftir sér hafa að búist væri við meters hárri flóðbylgju. Ekkert hættuástand er því vegna flóðbylgjunnar. 26.12.2006 15:57 Sex frambjóðendur valdir Allsherjarþingið í Túrkmenistan gaf settum forseta landsins, Gurbungali Berdymukhamedov, leyfi til þess að taka þátt í forsetakosningum landsins en samkvæmt stjórnarskrá þess mátti hann ekki gefa kost ár sér. 26.12.2006 15:53 Öryggisráðið heldur neyðarfund vegna Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að halda neyðarfund vegna bardaganna í Sómalíu undanfarna viku. 15 þjóða ráðið mun hittast klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og mun sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu ávarpa samkomuna. 26.12.2006 15:32 Refaveiðimenn elta lyktina af ref Breskir refaveiðimenn fjölmenntu í dag til veiða þrátt fyrir að bannað hafi verið að hundar drepi refi. Var brugðið á það ráð að dreifa lykt um veiðisvæðið og hundarnir látnir elta manngerðar lyktarslóðir. Þeir sem tóku þátt voru ekki hrifnir af því að elta bara lyktina af ref í staðinn fyrir raunverulegan ref og sögðu að öll spenna væri farin úr veiðunum. 26.12.2006 15:20 15 farast í sprengingu í Írak Bílsprengja sprakk í Bagdag í dag og fórust 15 manns og 30 særðust. Sprengingin varð í Adhamiya hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis súnníar. 26.12.2006 15:06 Dælubúnaður kominn um borð í Wilson Muuga Búið er að koma slöngum og dælubúnaði um borð skipið Wilson Muuga á strandstað til að dæla olíu úr skipinu. Níu menn eru um borð meðal annars frá Landhelgsigæslunni og olíudreifingu. 26.12.2006 14:54 Aserbaídsjan vill halda Ólympíuleikanna 2016 Forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tilkynnti í dag að þjóð sín myndi gera tilboð um að halda Ólympíuleikanna árið 2016 en hann er jafnframt forseti Ólympíunefndar landsins. Sagði hann við þetta tækifæri að „Allir vissu að Aserar væru mikil íþróttaþjóð.“ og að ef boðið tækist ekki þá myndu þeir gera annað tilboð árið 2020. 26.12.2006 14:32 Abbas og Haniyeh til viðræðna í Jórdaníu Palestínski forsætisráðherrann og einn af leiðtogum Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, staðfesti í dag að honum hefði verið boðið til Jórdaníu en hann sagði að engin dagsetning hefði verið sett á hugsanlegar viðræður í konungsríkinu við palestínska forsetann, Mahmoud Abbas, um að enda átök innbyrðis. 26.12.2006 14:19 Áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Saddam Hússein Áfrýjunardómstóll í máli Saddams Hússeins, fyrrum forseta Íraks, hefur staðfest dauðadóminn yfir honum. Talsmaður réttarins skýrði frá þessu fyrir stuttu en búist er við að fréttamannafundur verði haldinn á næsta klukkutímanum til þess að útskýra niðurstöðu dómstólsins. 26.12.2006 13:53 Pólsk lögregla flettir ofan af eiturlyfjahring Pólsk og sænsk lögregla flettu ofan af risaeiturlyfjahring sem var við það að smygla eityrlyfjum fyrir sjö milljarða íslenskra króna en pólska lögreglan skýrði frá þessu í dag. Eiturlyfin náðust þegar verið var að reyna að smygla einu og hálfu tonni af kókaíni beint frá Kólumbíu til Póllands. 26.12.2006 13:25 Jarðskjálfi 7,2 á Richter við Taívan Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar. 26.12.2006 13:16 Kastró á batavegi Spænski læknirinn sem kúbversk yfirvöld sendu eftir til þess að gera athuganir á heilsufari Fídels Kastró sagði í dag að Kastró væri á batavegi og að hann þarfnaðist ekki fleiri aðgerða. 26.12.2006 12:49 Fleyta kertum í Nauthólsvík í kvöld Hópur fólks frá Srí Lanka, sem missti ástvini í flóðbylgjunni við Indlandshaf fyrir tveimur árum, ætlar að minnast hinna látnu með því að fleyta kertum í Nauthólsvík í Reykjavík klukkan sjö í kvöld. 26.12.2006 12:20 Reyndu að halda jólabrennu í Grindavík Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið, handtók einn forsprakkann og leysti upp samkomuna. Veitingamaður, sem reyndi að hafa skemmtistað opinn á Jóladag, fékk bágt fyrir. 26.12.2006 12:04 Hættir öllu samstarfi Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. 26.12.2006 12:00 Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins. 26.12.2006 11:56 Hundruð manna láta lífið í sprengingu í Nígeríu Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu. 26.12.2006 11:49 Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. 26.12.2006 11:15 25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. 26.12.2006 11:06 Olíudælum komið fyrir í dag Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag. 26.12.2006 11:00 Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. 26.12.2006 10:45 15 ára stalst til að aka bíl í Vogum Fimmtán ára piltur stalst til þess að aka bíl, þótt engin hefði hann ökuréttindin, í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Lögreglan stóð hann að verki en með honum í bílnum var 17 ára farþegi. Þeir voru báðir kærðir fyrir umferðarlagabrot. Sá yngri fyrir akstur án réttinda og sá eldri fyrir að fela þeim yngri aksturinn. 26.12.2006 10:43 Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. 26.12.2006 10:30 Árleg jólabrenna fór út um þúfur Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í. 26.12.2006 10:30 Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. 26.12.2006 10:15 Fjórir í Keflavík teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum. 26.12.2006 10:11 Lögregla óskar upplýsinga um skemmdarverk Bíll sem stóð í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir á Suðurnesjum var skemmdur í nótt, rúður brotnar og hurðir og vélarhlíf dælduð. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hafði staðið þar bilaður frá því á Þorláksmessu. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta gefið upplýsingar um þetta skemmdarverk að hafa samband. 26.12.2006 10:09 Líðan mannsins stöðug Flytja þurfti karlmann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir bruna á verkstæði í Mývatnssveit. Líðan mannsins er stöðug og er hann með meðvitund. Búið er að slökkva eldinn. 25.12.2006 20:15 Mikil ölvun á slysadeild aðfaranótt jóladags Mikið álag var á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Þrátt fyrir að allir skemmtistaðir hafi verið lokaðir minnti ástandið á laugardagskvöld þegar ölvun er mikil í miðbæ Reykjavíkur. Yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku segir mikla ölvun, þeirra sem þangað leituðu, hafa komið sér á óvart og benda til þess að áfengis- og vímuefnaneysla um jólin sé að aukast. 25.12.2006 19:46 Stríðsátök magnast í Sómalíu Stríðsátök mögnuðust enn í Sómalíu (IMK) í dag þegar Eþíópíuher gerði loftárásir á herflugvelli sem íslamistar halda. Eþíópíumenn styðja sómölsku ríkisstjórnina gegn árásum byssumanna sem taldir eru tengjast Al Kaída-samtökunum. 25.12.2006 19:39 Nokkrir dvöldu í athvörfum síðustu nótt Á annað hundrað manns snæddi jólamat hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi. Liðsmaður Hersins segir þá sem þangað leita oft einmana og ekki hafa í nein önnur hús að venda. Nokkrir eyddu nóttinni í athvörfum. 25.12.2006 19:25 Hungur á tímum allsnægta Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar. Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar. 25.12.2006 18:55 Reyna á að dæla olíunni úr Wilson Muuga á morgun Reyna á að dæla olíunni úr flutningaskipinu Wilson Muuga á morgun en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Veður hefur hamlað því að hægt hafi verið að dæla olíunni úr skipinu. 25.12.2006 18:49 Norðurljós og snjór heilla Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. 25.12.2006 18:34 Einn fluttur á sjúkrahús Mikill eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Mývatnssveit á fimmta tímanum. Einn maður var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík með brunasár en ekki er vitað hversu alvarlega slasaður hann er. Í húsinu er bæði vélaverkstæði og trésmíðaverkstæði. 25.12.2006 18:27 Kirkjusókn með mesta móti Kirkjusókn var með besta móti á landinu öllu í dag og í gær, enda veður með eindæmum gott og blakti varla logi á útikerti. Hjá Íslendingum er sterk hefð fyrir því að hefja jólahald með því að fara í aftansöng, en það færist í vöxt á tekið sé undir í sálmasöng. Almennt er kirkjusókn góð um land allt yfir jóladagana, en í gær er talið að veður hafi stuðlað að góðri aðsókn, en það var með eindæmum gott. 25.12.2006 18:20 Sjá næstu 50 fréttir
Tannheilsu íslenskra ungmenna hrakar Tannheilsu íslenskra ungmenna hrakar, samkvæmt nýrri rannsókn sem er að ljúka. Einkum er glerungseyðing að aukast, sérstaklega hjá piltum, og fer það saman við meira gosdrykkjaþamb stráka. 26.12.2006 18:49
Dauðadómurinn staðfestur Áfrýjunardómstóll í Írak hefur staðfest dauðadóminn yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins, og verður hann að óbreyttu tekinn að lífi innan fjögurra vikna. 26.12.2006 18:45
Byrjað að dæla úr Wilson Muuga í kvöld Byrjað verður að dæla olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga í kvöld. Öllum dælubúnaði var komið fyrir í skipinu í dag, þar á meðal um 300 metra langri slöngu sem notuð verður til að koma olíu á tankbíla. 26.12.2006 18:44
Handtekinn eftir 20 ára leit Franska lögreglan hefur handtekið bankaræningja eftir 20 ára leit. Milhoud Hai var einn af þeim sem að rændu útibú Frakklandsbanka árið 1986 og komust þeir undan með um 17 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða íslenskra króna. 26.12.2006 17:58
Fresta fæðingum til 1. janúar 2007 Tilvonandi mæður í þýskalandi gera nú allt sem þær geta til þess að fresta fæðingu barna sinna til 1. janúar. Ástæðan fyrir þessu undarlega æði er að vegna sílækkandi fæðingartíðni í þýskalandi hafa þýsk stjórnvöld ákveðið að greiða fólki 2/3 af launum þeirra eftir skatta í allt að fjórtán mánuði en aðeins ef barn þeirra fæðist á eða eftir 1. janúar 2007. 26.12.2006 17:43
Spænskir múslimar senda páfa bréf Spænskir múslimar hafa sent Benedikt páfa bréf þar sem þeir biðja um leyfi til þess að biðja í gamalli spænskri kirkju sem fyrr á öldum var fræg moska múslima. 26.12.2006 17:19
Forseti Súdan samþykkir sameiginlegt friðargæslulið Forseti Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur sagt Sameinuðu þjóðunum að hann styðji áætlun þeirra um sameiginlegt friðargæslulið SÞ og Afríkusambandsins til þess að vernda óbreytta borgara í Darfur héraði landsins. 26.12.2006 16:55
Íran þarf hugsanlega á kjarnorku að halda Íran gæti raunverulega þurft á kjarnorku að halda samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar Alþjóðlegu Vísinda Akademíunnar. Í henni segir að Íran gæti brátt orðið uppiskroppa með olíu til útflutnings og þurfi því að þróa aðra orkulind. 26.12.2006 16:45
Veðjað á hvað verður um Potter Eftir að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna gaf upp lokatitil seríunnar, Harry Potter og hinar heilögu vofur (e. Harry Potter and the Deathly Hallows) hafa veðmangar í Englandi tekið við mörgum veðmálum um hana. Flestir búast við því að Harry Potter láti lífið og að Voldemort verði á bak við það. 26.12.2006 16:15
Flóðbylgjan varð meters há Flóðbylgjan sem átti að skella á ströndum Filippseyja vegna jarðskjálftanna tveggja sem áttu sér stað suður af Taívan lét ekki á sér kræla. Japanska jarðmælingastofan hafði látið eftir sér hafa að búist væri við meters hárri flóðbylgju. Ekkert hættuástand er því vegna flóðbylgjunnar. 26.12.2006 15:57
Sex frambjóðendur valdir Allsherjarþingið í Túrkmenistan gaf settum forseta landsins, Gurbungali Berdymukhamedov, leyfi til þess að taka þátt í forsetakosningum landsins en samkvæmt stjórnarskrá þess mátti hann ekki gefa kost ár sér. 26.12.2006 15:53
Öryggisráðið heldur neyðarfund vegna Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að halda neyðarfund vegna bardaganna í Sómalíu undanfarna viku. 15 þjóða ráðið mun hittast klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma og mun sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu ávarpa samkomuna. 26.12.2006 15:32
Refaveiðimenn elta lyktina af ref Breskir refaveiðimenn fjölmenntu í dag til veiða þrátt fyrir að bannað hafi verið að hundar drepi refi. Var brugðið á það ráð að dreifa lykt um veiðisvæðið og hundarnir látnir elta manngerðar lyktarslóðir. Þeir sem tóku þátt voru ekki hrifnir af því að elta bara lyktina af ref í staðinn fyrir raunverulegan ref og sögðu að öll spenna væri farin úr veiðunum. 26.12.2006 15:20
15 farast í sprengingu í Írak Bílsprengja sprakk í Bagdag í dag og fórust 15 manns og 30 særðust. Sprengingin varð í Adhamiya hverfinu í Bagdad en í því búa mestmegnis súnníar. 26.12.2006 15:06
Dælubúnaður kominn um borð í Wilson Muuga Búið er að koma slöngum og dælubúnaði um borð skipið Wilson Muuga á strandstað til að dæla olíu úr skipinu. Níu menn eru um borð meðal annars frá Landhelgsigæslunni og olíudreifingu. 26.12.2006 14:54
Aserbaídsjan vill halda Ólympíuleikanna 2016 Forseti Aserbaídsjan, Ilham Aliyev, tilkynnti í dag að þjóð sín myndi gera tilboð um að halda Ólympíuleikanna árið 2016 en hann er jafnframt forseti Ólympíunefndar landsins. Sagði hann við þetta tækifæri að „Allir vissu að Aserar væru mikil íþróttaþjóð.“ og að ef boðið tækist ekki þá myndu þeir gera annað tilboð árið 2020. 26.12.2006 14:32
Abbas og Haniyeh til viðræðna í Jórdaníu Palestínski forsætisráðherrann og einn af leiðtogum Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, staðfesti í dag að honum hefði verið boðið til Jórdaníu en hann sagði að engin dagsetning hefði verið sett á hugsanlegar viðræður í konungsríkinu við palestínska forsetann, Mahmoud Abbas, um að enda átök innbyrðis. 26.12.2006 14:19
Áfrýjunardómstóll staðfestir dauðadóm yfir Saddam Hússein Áfrýjunardómstóll í máli Saddams Hússeins, fyrrum forseta Íraks, hefur staðfest dauðadóminn yfir honum. Talsmaður réttarins skýrði frá þessu fyrir stuttu en búist er við að fréttamannafundur verði haldinn á næsta klukkutímanum til þess að útskýra niðurstöðu dómstólsins. 26.12.2006 13:53
Pólsk lögregla flettir ofan af eiturlyfjahring Pólsk og sænsk lögregla flettu ofan af risaeiturlyfjahring sem var við það að smygla eityrlyfjum fyrir sjö milljarða íslenskra króna en pólska lögreglan skýrði frá þessu í dag. Eiturlyfin náðust þegar verið var að reyna að smygla einu og hálfu tonni af kókaíni beint frá Kólumbíu til Póllands. 26.12.2006 13:25
Jarðskjálfi 7,2 á Richter við Taívan Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar. 26.12.2006 13:16
Kastró á batavegi Spænski læknirinn sem kúbversk yfirvöld sendu eftir til þess að gera athuganir á heilsufari Fídels Kastró sagði í dag að Kastró væri á batavegi og að hann þarfnaðist ekki fleiri aðgerða. 26.12.2006 12:49
Fleyta kertum í Nauthólsvík í kvöld Hópur fólks frá Srí Lanka, sem missti ástvini í flóðbylgjunni við Indlandshaf fyrir tveimur árum, ætlar að minnast hinna látnu með því að fleyta kertum í Nauthólsvík í Reykjavík klukkan sjö í kvöld. 26.12.2006 12:20
Reyndu að halda jólabrennu í Grindavík Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið, handtók einn forsprakkann og leysti upp samkomuna. Veitingamaður, sem reyndi að hafa skemmtistað opinn á Jóladag, fékk bágt fyrir. 26.12.2006 12:04
Hættir öllu samstarfi Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. 26.12.2006 12:00
Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins. 26.12.2006 11:56
Hundruð manna láta lífið í sprengingu í Nígeríu Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu. 26.12.2006 11:49
Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi. 26.12.2006 11:15
25 farast í sprengjuárás í Bagdad Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar. 26.12.2006 11:06
Olíudælum komið fyrir í dag Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag. 26.12.2006 11:00
Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp. 26.12.2006 10:45
15 ára stalst til að aka bíl í Vogum Fimmtán ára piltur stalst til þess að aka bíl, þótt engin hefði hann ökuréttindin, í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Lögreglan stóð hann að verki en með honum í bílnum var 17 ára farþegi. Þeir voru báðir kærðir fyrir umferðarlagabrot. Sá yngri fyrir akstur án réttinda og sá eldri fyrir að fela þeim yngri aksturinn. 26.12.2006 10:43
Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni. 26.12.2006 10:30
Árleg jólabrenna fór út um þúfur Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í. 26.12.2006 10:30
Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar. 26.12.2006 10:15
Fjórir í Keflavík teknir með fíkniefni Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum. 26.12.2006 10:11
Lögregla óskar upplýsinga um skemmdarverk Bíll sem stóð í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir á Suðurnesjum var skemmdur í nótt, rúður brotnar og hurðir og vélarhlíf dælduð. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hafði staðið þar bilaður frá því á Þorláksmessu. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta gefið upplýsingar um þetta skemmdarverk að hafa samband. 26.12.2006 10:09
Líðan mannsins stöðug Flytja þurfti karlmann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir bruna á verkstæði í Mývatnssveit. Líðan mannsins er stöðug og er hann með meðvitund. Búið er að slökkva eldinn. 25.12.2006 20:15
Mikil ölvun á slysadeild aðfaranótt jóladags Mikið álag var á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Þrátt fyrir að allir skemmtistaðir hafi verið lokaðir minnti ástandið á laugardagskvöld þegar ölvun er mikil í miðbæ Reykjavíkur. Yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku segir mikla ölvun, þeirra sem þangað leituðu, hafa komið sér á óvart og benda til þess að áfengis- og vímuefnaneysla um jólin sé að aukast. 25.12.2006 19:46
Stríðsátök magnast í Sómalíu Stríðsátök mögnuðust enn í Sómalíu (IMK) í dag þegar Eþíópíuher gerði loftárásir á herflugvelli sem íslamistar halda. Eþíópíumenn styðja sómölsku ríkisstjórnina gegn árásum byssumanna sem taldir eru tengjast Al Kaída-samtökunum. 25.12.2006 19:39
Nokkrir dvöldu í athvörfum síðustu nótt Á annað hundrað manns snæddi jólamat hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi. Liðsmaður Hersins segir þá sem þangað leita oft einmana og ekki hafa í nein önnur hús að venda. Nokkrir eyddu nóttinni í athvörfum. 25.12.2006 19:25
Hungur á tímum allsnægta Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar. Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar. 25.12.2006 18:55
Reyna á að dæla olíunni úr Wilson Muuga á morgun Reyna á að dæla olíunni úr flutningaskipinu Wilson Muuga á morgun en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Veður hefur hamlað því að hægt hafi verið að dæla olíunni úr skipinu. 25.12.2006 18:49
Norðurljós og snjór heilla Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. 25.12.2006 18:34
Einn fluttur á sjúkrahús Mikill eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Mývatnssveit á fimmta tímanum. Einn maður var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík með brunasár en ekki er vitað hversu alvarlega slasaður hann er. Í húsinu er bæði vélaverkstæði og trésmíðaverkstæði. 25.12.2006 18:27
Kirkjusókn með mesta móti Kirkjusókn var með besta móti á landinu öllu í dag og í gær, enda veður með eindæmum gott og blakti varla logi á útikerti. Hjá Íslendingum er sterk hefð fyrir því að hefja jólahald með því að fara í aftansöng, en það færist í vöxt á tekið sé undir í sálmasöng. Almennt er kirkjusókn góð um land allt yfir jóladagana, en í gær er talið að veður hafi stuðlað að góðri aðsókn, en það var með eindæmum gott. 25.12.2006 18:20