Fleiri fréttir

Nýr meirihluti að myndast

Allt stefnir nú í að sjálfstæðismenn, sem voru ótvíræðir sigurvegarar síðustu bæjarstjórnarkosninga í Árborg, verði í minnihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir af kjörtímabilinu.

13 metra há jólageit

Í sænska bænum Gavle er sá siður á að fyrir jólin er reist 13 metra há geit sem gerð er úr hálmi og er hún síðan aðalsmerki bæjarins á meðan jólahátíðinni stendur. Hún hefur hinsvegar aðeins lifað af tíu sinnum af þeim 40 skiptum sem þetta hefur verið gert enda kitlar marga brunavarga í puttana þegar þeir sjá geitina.

Drengurinn á batavegi

Átta ára drengur sem slasaðist í árekstri á Sandskeiði á laugardaginn er á batavegi. Hann er enn á gjörgæsludeild en hann hlaut alvarlega áverka í slysinu. Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstrinum.

Leysti upp fíkniefnapartí í Hveragerði

Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í Hveragerði og færði í fangageymslu vegna fíknefnaneyslu aðfaranótt sunnudags. Lögreglu barst tilkynning um að mennirnir væru með fíkniefnapartí í húsi í Hveragerði og við leit þar fannst hass.

Verk eftir Matisse og Renoir sýnd í Listasafni Íslands

Listaverk eftir meðal annars Renoir og Matisse verða til sýnis á sýningunni Frelsun litarins í Listasafni Íslands sem opnuð verður föstudaginn 15. desember. Verkin eru fengin frá Fagurlistasafninu í Bordeaux (Musée des Beaux-Arts) en þau verða tekin upp úr kössunum í Listasafni Íslands á morgun.

EU og Kasakstan í samstarf

Evrópusambandið samþykkti í dag samning um að hefja samstarf við Kasakstan í kjarnorkumálum en landið er þriðji stærsti framleiðandi úrans. Samningurinn kveður á um samstarf á friðsamlegri nýtingu kjarnorku á sviðum eins og öryggismálum, rannsóknum og þróunum sem og viðskiptum með kjarnaefni hvers konar.

Um 70 talibanar felldir í Helmand-héraði í gær

Talsmenn herja Atlantshafsbandlagsins í Afganistan segjast hafa fellt um 70 uppreisnarmenn úr röðum talibana í kjölfar þess að hermönnunum var gerð fyrirsát nærri bænum Musa Qala í Helmand-héraði í suðurhluta landsins í gær.

Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu.

Starfsmannafélög Akraness og Reykjavíkurborgar sameinast

Starfsmannafélag Akraness og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sameinast að óbreyttu um áramótin eftir að félagar í fyrrnefnda félaginu samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu fyrir helgi. Fram kemur á vef BSRB að tæp níutíu prósent þeirra sem tóku þátt í kosningunni hafi samþykkt sameininguna.

Viljayfirlýsing um fríverslunarviðræður undirrituð

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Yu Guangzhou aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína í Peking. Á fundinum var síðan undirrituð viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli ríkjanna og var ákveðið að þær myndu hefjast þegar í upphafi árs 2007.

Djúpt á ástinni

Hvar myndir þú vilja gifta þig? Í kirkju, á fjallstoppi eða undir yfirborði jarðarinnar? 10 kínversk pör völdu það síðastnefnda og giftu sig í 300 metra djúpum námugöngum. "Að giftast manninum sem ég elska á vinnustað hans hefur mikla merkingu fyrir mér." sagði ein brúðurin aðspurð.

40 ára fangelsi fyrir nauðgun

Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað filippeyskri konu þann 1. nóvember síðastliðinn. Konan sagði að hún hefði verið ölvuð og að á meðan hefði maðurinn nauðgað henni en hann bar því við að kynmökin hefðu verið með hennar samþykki.

Tugir rússneskra njósnara starfa í Bretlandi -myrða og kúga

Rússneskir njósnarar, í Bretlandi, eru jafn virkir og þeir voru meðan kalda stríðið stóð sem hæst, að sögn bresku leyniþjónustunnar. Leyniþjónustan telur líklegast að launmorðingjar í þjónustu rússneskra stjórnvalda hafi myrt fyrrverandi KGB manninn Alexander Litvinov, sem lést í Lundúnum fyrir tíu dögum.

Flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp í Bretlandi

Að minnsta kosti tveir slökkviliðsmenn hafa farist og bæði slökkviliðsmenn og óbreyttir borgarar hafa slasast í gríðarlegum sprengingum í flugeldaverksmiðju í bæn um Lewes, í Englandi. Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Bush sammála Rumsfeld um slæmt gengi í Írak

George Bush er sammála Donald Rumsfeld um að hlutirnir gangi hvorki nógu fljótt né vel, í Írak, að sögn þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. Stephen Hadley sagði í samtali við ABC fréttastofuna að menn gerðu sér grein fyrir því að það yrði að breyta stefnunni í Írak og að því væri unnið.

Framsóknarþingmaður gagnrýnir niðurskurð vegaframkvæmda

Ríkisstjórnin hyggst skera fimmhundruð milljónir króna af vegaframlögum á Vestfjörðum og Norðausturlandi á næsta ári og færa yfir á þarnæsta ár. Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson gagnrýnir að enn eigi að seinka vegabótum hjá íbúum þeirra svæða sem búa við verstu vegi landsins.

Risaborar mætast á morgun

Framkvæmdamenn við Kárahnjúka bíða þess nú spenntir hvort tveir risaborar hitti hvor á annan, en þeim er ætlað að mætast undir Þrælahálsi á Fljótsdalsheiði eftir hádegi á morgun. Takist þeim að rjúfa síðasta haftið á morgun opnast fjörutíu kílómetra löng aðrennslisgöng sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir að stöðvarhúsi í Fljótsdal.

Gamli hafnarbakkinn í Reykjavík grafinn upp

Nú er verið að grafa fram gamla hafnarbakkann sem var bak við hús Rammagerðarinnar í Hafnarstræti, en minjarnar sem þar eru munu meðal annars víkja fyrir byggingu tónlistarhúss. Mikið af sýnilegum hleðslum hafa komið fram við uppgröftinn, en mestmegnis eru þetta kjallarar undan pakkhúsum kaupmanna sem stóðu við hafnarbakkann.

Ekki lengur síamstvíburar

Írösku tvíburasystrunum Zöruh og Fatimu heilsast vel eftir að læknar skildu þær að með skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu í gær.

Kveikt í húsi við Snorrabraut vegna æfingar

Tryggingarfélagið Sjóvá og forvarnarhúsið settu upp brunaæfingu í dag í samvinnu við slökkviliðið, og kveiktu í á ýmsum stöðum í húsi við Snorrabraut sem til stendur að rífa. Æfinguna á að nýta á fyrir kennslumyndband á vegum forvarnarhússins. Settir voru upp ýmsir algengir heimilisbrunar sem valda oft miklu tjóni, en auðvelt er að koma í veg fyrir.

Læknarnir björguðu Pinochet

Líf Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur hangið á bláþræði undanfarinn sólarhring en hann fékk alvarlegt hjartaáfall í nótt.

Vill ekki að Álfheiður víki fyrir sér

Óvíst er hvort reglur um kynjakvóta verði notaðar við uppröðun á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Kvótinn þýðir að kona þarf að víkja fyrir karli til að jafna kynjahlutfallið, eftir forval flokksins, í gær.

Stjórnmálamenn fá haturspóst

Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar.

Íslensk hitaveita gangsett í Kína

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gangsetti í dag fyrsta áfanga íslenskrar hitaveitu í borginni Xian Yang í Kína við hátíðlega athöfn. Í borginni búa um fimm milljónir íbúa. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi.

Bílasalar sem kunna ekki að keyra

Bílasalar sem kunna ekki að keyra yrðu líklega ekki eftirsóttir hér á landi. Í Saudi-Arabíu er hinsvegar talsvert af þeim. Þessir bílasalar eru konur. Og þær selja bílana konum sem ekki mega keyra þá.

Mannfall Bandaríkjanna í Írak nálgast þriðja þúsundið

Þrír bandarískir hermenn féllu í tveim sprengjuárásum, í Írak, í dag og er nú mannfall Bandaríkjanna í Írak nálgast nú þriðja þúsundið. Með þessu hafa tvöþúsund áttahundruð og níutíu hermenn fallið í landinu.

Pútin vildi að Blair þaggaði niður í njósnara

Rússar reiddust mjög og kvörtuðu yfir því við bresku ríkisstjórnina, að bréf sem KGB njósnarinn Alexander Litvinenko skrifaði á banabeði sínum skyldi gert opinbert eftir að hann lést. Í bréfinu sakaði Litvinenko Vladimir Putin um að hafa myrt sig.

Íranar þakka Rússum

Íranar fögnuðu því í dag að Rússar skuli vera andvígir þeim hörðu refsiaðgerðum sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið vilja beita landið vegna kjarnorkuáætlunar þess.

Pinochet veittar nábjargirnar

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er við dauðans dyr eftir alvarlegt hjartaáfall sem hann fékk í gær. Að sögn AP-fréttastofunnar hefur prestur veitt honum hinsta sakramentið.

Chavez sagður öruggur um sigur

Allt bendir til að Hugo Chavez verði endurkjörinn forseti Venesúela þegar landsmenn ganga að kjörborðinu í dag.

Rumsfeld hafði efasemdir

Nokkrum dögum áður en Donald Rumsfeld, fyrrverandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér embætti hafði hann lagt til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak við forsetaembættið.

Scaramella hinn hressasti

Mario Scaramella, trúnaðarvini KGB-mannsins sáluga, Alexander Litvinenko, heilsast vel þrátt fyrir að geislavirka efnið pólóníum 210 hafi fundist í líkama hans.

50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir

Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka tíðni sem hann notar til þess að láta æðstu embættismenn vita ef eitthvað er í uppsiglingu.

Mótmælin halda áfram

Mótmælendur í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, láta engan bilbug á sér finna en þeir eyddu annarri í nótt í tjaldborg við stjórnarráðið til að þrýsta á ríkisstjórnina að segja af sér.

Tveir létust

Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstri á Sandskeiði síðdegis í gær. Þrír aðrir voru í bílunum tveimur og voru þeir fluttir á slysadeild.

Ögmundur, Katrín og Kolbrún í fyrsta sæti eftir 700 atkvæði

Ögmundur Jónasson er með flest atkvæði í fyrsta sæti hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningar í vor eftir að 700 atkvæði hafa verið talin. Forval fór fram í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ í dag. Katrín Júlíusdóttir hlaut næstflest atkvæði í fyrsta sæti og Kolbrún Halldórsdóttir var þriðja inn í fyrsta sæti í kjördæmunum þremur.

Rumsfeld lagði til stórfelldar breytingar í Írak

Donald Rumsfeld, lagði til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak rétt áður en hann lét af embætti, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Hann sagði ljóst að það sem Bandaríkin væru að gera í Írak gengi ekki nógu vel.

Sjá næstu 50 fréttir