Fleiri fréttir

Verðlaunin fólgin í brosi barnanna

Njörður P. Njarðvík hefur lyft grettistaki til hjálpar munaðarlausum börnum í Afríku. Þetta sagði Kári Stefánsson við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag þegar hann afhenti barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna í annað sinn. Heiðursverðlaunin hlýtur Njörður fyrir ómetanlegt starf í þágu munaðarlausra barna í Togo í Afríku, en þar hefur hann unnið að uppbyggingu barnaþorps og byggingu skóla.

Á fimmta hundrað manns taldir af

Óttast er að yfir 400 manns hafi farist þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gær. Við rætur eldfjallsins Mayon lentu heilu þorpin undir miklum aur- og grjótskriðum.

Hækkun áfengisgjalds yfirgengileg

Ísland og Noregur eru með hæstu áfengisgjöld í veröldinni, en ef frumvarp fjármálaráðherra um tæplega 60% hækkun áfengisgjalds gengur í gegn mun Ísland tróna eitt á toppnum. Hækkunin er yfirgengileg aðgerð að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna, og hefði í för með sér að minnsta kosti þriggja milljarða tekjuaukningu fyrir ríkissjóð.

Hundruð þúsunda mótmæltu

Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll.

Kíló af sykri í hverri viku

Fólk gæti rétt eins fengið sér prins póló og kók í morgunmat í stað sérstakra morgunkornsstykkja og ávaxtasafa sem auglýst eru sem hollustuvara, með tilliti til sykurinnihalds. Meðal Jón eða Gunna innbyrða nú kíló af sykri í hverri einustu viku.

Vígí Árna Johnsen heldur

Vígi Árna Johnsen er eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi milli mánaða. Árni fagnar niðurstöðunni og þakkar hana því að sunnlenskir Sjálfstæðismenn séu traustir.

Tómlegt í Háskóla Íslands í tilefni fullveldisdags

Í dag er fullveldisdagur Íslendinga en nú eru 88 ár frá því við urðum fullvalda þjóð. Það má spyrja sig hversu djúpt þjóðerniskenndin ristir, því í dag mættu innan við þrjátíu manns á málþing Stúdentaráðs Háskóla Íslands í hátíðarsal skólans í tilefni af fullveldisdeginum. Forseti Íslands lét ekki sitt eftir liggja, en það er ljóst að hin íslenska fornaldarfrægð hefur líklega fallið í skuggann af öðrum viðburðum á þessum degi, eins og alþjóða alnæmisdeginum og degi rauða nefsins.

Meirihluti sprakk í Árborg

Slitnað hefur upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sveitarfélaginu Árborg. Báðir aðilar segja að trúnaðarbrestur hafi verið viðvarandi frá kosningunum í vor. Meðal annars steytti á kröfu framsóknarmanna um að hækka laun bæjarfulltrúa.

Glæpamenn vegna heilagalla

Líffræðilegur galli í blóðflæði í heilanum, frekar en andlegt ástand, gæti útskýrt af hverju sumt fólk verður glæpasjúkt. Vísindamenn frá Kings College í London fylgdust með viðbrögðum sex síbrotamanna, sem höfðu framið morð, nauðganir og alvarlegar líkamsárásir, á meðan þeim voru sýndar myndir af hræddum andlitum.

Ólund í Frjálslyndum

Margrét Sverrisdóttir fullyrðir að gagnrýni hennar á rasísk ummæli Jóns Magnússonar hafi ráðið því að hún var rekin úr starfi framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins í gærkvöld. Þessu vísar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins á bug. Bæði vísa frá sér spurningum um klofning í flokknum.

Þrjátíu gefa kost á sér

Þrjátíu manns eru í framboði í forvali Vinstri grænna í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins sem fram fer á morgun. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu annað kvöld.

4 milljarðar í skaðabætur

Rómversk-kaþólska kirkjan í Los Angeles, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum, hefur sæst á að borga 60 milljónir dollara, eða um 4 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur í alls 45 kynferðisafbrotamálum sem höfðuð voru gegn prestum hennar.

Bein útsending á Vísir.is í kvöld

Bein útsending verður á Vísi.is í kvöld frá skemmtidagskrá Stöðvar tvö vegna dags rauða nefsins. Verður útsendingin í alls þrjá tíma og mun landslið grínara kitla hláturtaugar landsmanna.

Norðmenn að veiða 1.052 hvali á næsta ári

Norskir hvalveiðimenn fengu í dag leyfi til þess að veiða allt að 1.052 hvali á næsta ári sem er mesti kvóti undanfarna tvo áratugi. Greenpeace fordæmdi veiðarnar og sögðu kvótann tilgangslausann þar sem aðeins hefðu veiðst um 546 hrefnur á þessu ári.

Bush hittir leiðtoga síta í Írak

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudaginn halda fund með einum helsta leiðtoga síta múslima í Írak, Abdul Aziz al-Hakim. Munu viðræðurnar fara fram í Hvíta húsinu í Washington. Mikil spenna og átök hafa verið undanfarið á milli súnní og síta múslima í Írak og er þetta liður í átaki Bush varðandi ástandið í Írak.

Hundruð þúsunda mótmæla í Líbanon

Hundruð þúsunda Líbana fóru út á götur Beirút í dag til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn Fúad Siniora, sem nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og kröfðust afsagnar hans.

Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar

Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun.

Verulegir gallar á matarskattsfrumvarpi

Samtök iðnaðarins segja verulega galla á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um matarskatt. Engin rök séu fyrir því að sætindi og sælgæti beri áfram vörugjöld.

Reykingar eru á hægri en stöðugri niðurleið

Samvæmt samantekt Capacent Gallup fyrir Lýðheilsustöð er umfang reykinga á hægri en stöðugri niðurleið hér á landi. Helstu niðurstöðurnar í samntektinni eru, að 18,8% fólks á aldrinum 15-89 ára reykja daglega nú, miðað við 30% árið 1991. Kannað var umfang reykinga á Íslandi á árinu 2006.

Enginn sérstakur viðbúnaður í dómnum vegna strokufanga

Mál strokufangans Ívars Smára Guðmundssonar var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ívar afplánar nú tuttugu mánaða dóm á Litla Hrauni en síðast þegar farið var með hann í héraðsdóm náði hann að flýja frá fangavörðum.

Nýtt hönnunarsafn Íslands verður byggt í Garðabæ

Nýtt hönnunarsafn Íslands verður byggt í Garðabæ samkvæmt samningi sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálráðherra skrifuðu undir með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar í dag. Í samningnum um rekstur menntamálaráðuneytisins og Garðabæjar sem tekur gildi 1. janúar 2007 er kveðið á um að Garðabær taki við rekstri og stjórn Hönnunarsafns Íslands. Safnið mun starfa sem stofnun á vegum bæjarfélagsins.

Valgerður á ráðherrafundi EFTA

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat í dag ráðherrafund EFTA ríkjanna í Genf í Sviss. Á fundinum var rætt um fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og aukin samskipti við önnur ríki. Ráðherrarnir funduðu einnig með Kamal Nath, viðskiptaráðherra Indlands, en undirritað var samkomulag um sameiginlega hagkvæmnikönnun vegna mögulegs fríverslunarsamnings milli ríkjanna.

Snjóflóð féll á veginn í Súðavíkurhlíð

Lítið snjóflóð féll á veginn um Súðavíkurhlíð í dag. Engan sakaði. Búið er ryðja veginn þarna að sögn Vegagerðarinnar, en enn er þó talin snjóflóðahætta þarna. Vegagerðin vill biðja fólk að vera ekki á ferðinni þarna að óþörfu.

Rúmenar dæmdir fyrir hraðbankasvindl

Tveir Rúmenar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa sett upp leynilegan afritunarbúnað á hraðbanka til að afrita banka- og greiðslukortanúmera viðskiptavina. Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta.

FÍS: Verðhækkanir á víni afturför

Félag íslenskra stórkaupmanna segir verðhækkanir á áfengi í söluhæstu flokkunum óásættanlegar, þar sem verð er afgerandi þáttur þegar fólk velur vín. Félagið telur að hækkun áfengisgjalda virki verðbólguhvetjandi og að hún muni koma við pyngju hins almenna borgara.

Pólon finnst í líkama annars manns

Talsvert magn af póloni 210, efninu sem varð njósnaranum fyrrverandi Alexander Litvinenko að bana, hefur fundist í líkama Marios Scarabella, ítalsks fræðimanns sem þekkti Litvinenko. Þeir snæddu hádegisverð daginn sem Litvinenko var lagður inn á sjúkrahús með eitrunareinkenni.

Tekinn á 165 kílómetra hraða

Lögreglan á Akranesi stöðvaði í morgun ökumann á 165 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag, um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum, getur maðurinn átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði.

Landspítalinn sýknaður af skaðabótakröfu

Landspítali-Háskólasjúkrahús var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af skaðabótakröfu konu sem taldi sig hafa hlotið skaða við mistök lækna er gerðu á henni brjósklosaðgerð.

Aldrei fleiri fallið í Írak en nú í nóvember

Fjöldi látinna í Írak virðist hafa aukist um 44% í nóvembermánuði frá metmánuði í október. Fram kemur í upplýsingum frá íraska heilbrigðisráðuneytinu að 1.850 manns létust í átökum í Írak í nóvember, sem er þrisvar sinnum fleiri en í janúar.

Grímuklæddur maður stakk barn til bana

Grímuklæddur maður stakk grunnskólabarn til bana í skóla í Hollandi í dag. Lögregla neitar að svo stöddu að gefa nokkrar upplýsingar aðrar en þær að barnið hafi dáið eftir ofbeldisglæp og að árásarmaðurinn sé í varðhaldi. Íbúi nærri skólanum segir að maðurinn hafi verið faðir fórnarlambsins en það hefur ekki fengist staðfest.

Alnæmisfaraldur hefur lamað atvinnulíf ríkja

3,5 milljónir vinnufærra manna dóu úr alnæmi á síðasta ári en faraldurinn hefur lamað atvinnulíf fjölmargra ríkja. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

Ölgerðin varar við hugmyndum um hækkun áfengisgjalds

Fyrirhugaðar breytingar á áfengisgjaldi og virðisaukaskatti á áfengi munu hafa í för með sér stórfelldar verðhækkanir á áfengi að óbreyttu að mati Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Bendir fyrirtækið á að með fyrirhuguðum lagabreytingum standi tekjur ríkissjóðs ekki í stað heldur munu aukast sem sé öfugt við það sem haft hafi verið eftir fjármálaráðherra í fjölmiðlum.

Bolungarvík og Ísafjörður sameina tæknideildir

Bæjarstjórar Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar, þeir Grímur Atlason og Halldór Halldórsson, undirrita samning um sameiningu tæknideildanna bæjarfélaganna. Síðustu mánuði hafa staðið yfir viðræður milli um sameininguna eða samstarf um reksturinn.

Smíða á nýtt 4000 tonna varðskip

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ljúka samningum um smíði á nýju varðskipi. Skipið verður smíðað í Chile í Suður-Ameríku og er stefnt á að það komi hingað til lands um mitt árið 2009. Skipið verður um fjögur þúsund tonn og verður því mun stærra en Týr og Ægir, varðskipin sem Landhelgisgæslan á fyrir.

Óttast að 400 hafi látist á Filippseyjum vegna fellibyljar

Óttast er að allt að fjögur hundruð manns hafi látið lífið þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gærkvöld. Vindhraði fór upp í 62 metra á sekúndu enda rifnuðu tré upp með rótum og hús fuku um koll.

Segir uppsögn Margrétar fullkomlega eðlilega

Uppsögn Margrétar Sverrisdóttir, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, í gærkvöld var fullkomlega eðlileg, segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins. Hann vísar því á bug að uppsögnin tengist gagnrýni Margrétar á Jón Magnússon og innlegg hans um málefni innflytjenda. Margrét ætlar þrátt fyrir allt að taka sæti á lista flokksins ef hún nær því í forvali.

Aur rann milli húsa á Reyðarfirði

Björgunarsveitarmenn á Reyðarfirði kallaðir út til að veita vatni frá húsum þegar aurskriða féll milli húsa á Reyðarfirði um átta leytið í morgun. Skriðan lenti milli húsa í Vallargerði. Vatn hafði safnast saman úr læk ofan við götuna vegna stíflaðs niðurfalls, og það ýtti skriðunni af stað. Úrhellisrigning hefur verið á Reyðarfirði frá í gærmorgun.

Gamall fiskibátur strandar við bryggjuhverfið í Garðabæ

Fyrrverandi fiskibáturinn Stormur, slitnaði upp af bólfæri sínu út af Kópavogshöfn í storminum upp úr miðnætti og rak stjórnlaust undan ríkjandi vindi enda mannlaus. Hann rak inn á Arnarvoginn og strandaði loks undan nýja bryggjuhverfinu í Garðabæ.

Fernt játar á sig tilraun til hraðbankaþjófnaðar

Þrír ungir menn og stúlka hafa viðurkennt að hafa reynt að stela hraðbanka í útibúi Landsbankans við Klettháls í Reykjavík í fyrradag. Eftir því sem kemur fram á vef lögreglunnar fór mennirnir þrír inn í anddyri bankans og reyndu að fjarlægja hraðbankannen gáfust upp við hálfnað verk því bankinn reyndist þeim ofviða.

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja fyrir

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs liggja nú fyrir. Fulltrúar landanna í dómnefnd hafa tilnefnt 12 bækur eftir norræna höfunda. Í ár eru tilnefnd verk bæði frá Færeyjum og málsvæði Sama. Engar tilnefningar bárust frá Grænlandi. Handhafi Bókmenntaverðlaunanna 2007 verður valinn á fundi dómnefndarinnar á Íslandi í byrjun mars.

Njörður fær Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna

Njörður P. Njarðvík, rithöfundur og fyrrverandi prófessor, hlaut í morgun Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2006 fyrir ómetanlegt starf til hjálpar munaðarlausum börnum í Afríku í gegnum hugsjónafélagið SPES. Verðlaunin voru afhent í Iðnó nú klukkan ellefu.

Rauðu nefin að verða uppseld

Rauð nef eru að verða uppseld í landinu, samkvæmt upplýsingum frá Unicef á Íslandi. Tuttugu þúsund rauð nef voru framleidd vegna söfnunar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer í dag, og segir upplýsingafulltrúi samtakanna að þau hafi selst svo vel að nú sé orðið erfitt að fá þau. Margar aðrar leiðir eru til að styrkja átakið.

Nonnabátarnir á floti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna heitavatnsleka að Hafnarstræti 9, í nýju húsnæði veitingasölunnar Nonnabita. Að sögn starfsfólks Nonnabita brustu nýlagðar pípur í kjallaranum og flæddi mikið á stuttum tíma og má búast við talsverðum skemmdum. Með skjótum vinnubrögðum næst hins vegar að opna strax í dag á nýja staðnum.

Sjá næstu 50 fréttir