Innlent

Vígí Árna Johnsen heldur

Vígi Árna Johnsen er eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig fylgi milli mánaða. Árni fagnar niðurstöðunni og þakkar hana því að sunnlenskir Sjálfstæðismenn séu traustir.

Suðurkjördæmi er eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn missir ekki fylgi milli mánaða samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Í Suðvesturkjördæmi fellur það um heil 10% en í Norðvesturkjördæmi stendur það í stað.

Velgengni Árna Johnsen sem stóð uppi sem sigurvegari í prófkjörinu í Suðurkjördæmi á dögunum fór misvel í menn og því má velta því fyrir sér hvort fylgishrun á landsvísu megi rekja til glæsilegs árangurs Árna, nú eða hvort styrk flokksins í Suðurkjördæmi megi einmitt rekja til þessa. Þar bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig 2 prósentum milli mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×