Fleiri fréttir Midway through Airwaves 20.10.2006 17:00 Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. 20.10.2006 16:55 Samveldið samþykkir niðurstöðu kosninga í Gambíu Kosningaeftirlitsmenn breska samveldisins hafa samþykkt niðurstöður forsetakosninga í Gambíu sem fram fóru 22. september síðastliðinn. 20.10.2006 16:55 Telja sig hafa fundið líkamsleifar fórnarlamba Líkamsleifar sem taldar eru vera af fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna á Tvíburarturnana þann 11. september 2001 hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð. 20.10.2006 16:47 Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. 20.10.2006 16:41 Evrópusambandið að miðla málum milli Rússa og Georgíumanna Evrópusambandið (ESB) er sem stendur að reyna að koma á sáttum á milli Rússlands og Georgíu. Samskipti ríkjanna hafa versnað til muna undanfarið vegna áhuga forseta Georgíu á því að ganga í ESB. Javier Solana, utanríkisráðherra ESB, hefur verið í samningaviðræðum við forseta landanna tveggja síðustu daga en með litlum árangri. 20.10.2006 16:34 Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. 20.10.2006 16:30 Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. 20.10.2006 16:16 Þórhildur sækist eftir 6.-8. sæti í prófkjöri í Reykjavík Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingkona, sækist eftir sjötta til áttunda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi þingkosninga. 20.10.2006 16:15 Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk. 20.10.2006 16:05 Ákærður fyrir sprengjugabb á íþróttavöllum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að sækja tvítugan mann í Milwaukee til saka fyrir að hafa birt falsaða hótun á Netinu um að hryðjuverkamenn hygðust sprengja svokallaðar skítugar sprengjur á sjö stórum fótboltavöllum í landinu. 20.10.2006 16:01 Jóhanna sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir þingkona hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. 20.10.2006 15:54 Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna. 20.10.2006 15:41 Ryan Air reynir að stækka við sig Fyrir tveimur vikum ákvað lággjaldaflugfélagið Ryan Air að bjóða í írska flugfélagið Aer Lingus. Á fréttamannafundi sem Ryan Air hélt í dag kom síðan fram að ef að kaupunum yrði myndi starfsmönnum hjá Aer Lingus fækkað þar sem það væri ein af leiðunum til þess að lækka rekstrarkostnað flugfélagsins. 20.10.2006 15:11 Segir verulegan árangur hafa náðst með átaki Umferðarstofa segir að verulegur árangur hafi náðst nú þegar með umferðarátakinu „Nú segjum við stopp!“ sem hófst um miðjan síðasta mánuð. 20.10.2006 15:05 Forsætisráðherra segir tækifæri í hvalaskoðun Tækifæri í sjávarútvegi á Íslandi eru mörg, svo sem hvalaskoðun sem nú dafnar víða vel, sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðu sinni á landsfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í dag. 20.10.2006 14:55 None sucked: Airwaves Day 2 20.10.2006 14:43 Vígamenn sækja í sig veðrið í Írak Alls hafa um 15 manns látist og 91 slasast í bardögum á milli öryggissveita og vígamannanna í Írak í dag. Vígamenn sjía, sem eru hliðhollir Muqtada al-Sadr, gerðu áhlaup á bæinn Amara í Suður-Írak. 20.10.2006 14:23 Pútín í vandræðum eftir misheppnaðan brandara Valdímír Pútín, forseti Rússlands, virðist í slæmum málum í heimalandinu eftir heldur misheppnaðan brandara sem fréttamenn áttu ekki að heyra. Pútín var á blaðamannafundi með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á dögunum og í lok hans mátti heyra Pútín biðja Olmert fyrir kveðju til forseta Ísraels, Moshe Katsav. 20.10.2006 14:20 Starfshópur á að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að stofna starfshóp til að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar á úthöfum. 20.10.2006 14:19 Vilja stofna sérstakt Loftlagsráð Þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót Loftslagsráði sem meðal annars hafi það verkefni að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna og meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á þjóðarhag og þjóðaröryggi. 20.10.2006 13:51 Varað við sandfoki á Mýrdalssandi Vegagerðin varar við sandfoki á Mýrdalssandi og á minnir á að hálkublettir eru víða á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðvesturlandi. Hálka er á Lágheiði. Þá er hálka og hálkublettir víða á Norðaustur-og Austurlandi. 20.10.2006 13:28 ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum. 20.10.2006 13:17 Óeðlilegur munur á fé til boltaleikja og íslenskrar menningar Óeðlilega mikill munur er á þeim upphæðum sem Ríkissjónvarpið ver í kaup á íþróttakappleikjum annars vegar og í innlenda dagskrárgerð hins vegar. Á þetta bendir formaður Bandalags íslenskra listamanna. 20.10.2006 12:36 Ráðist á bílalest Haniyehs Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, slapp ómeiddur þegar ráðist var á bílalest hans þegar hann var á leið frá föstudagsbænum í mosku á Gaza-ströndinni í dag. Heimildarmenn innan Hamas segja að skotið hafi verið á bílalestina auk þess sem ein bifreið hafi verið brennd. 20.10.2006 12:35 Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. 20.10.2006 12:34 Fjarlægja æxli með hátíðnihljóði Læknum hefur tekist að þróa aðferð til að fjarlægja æxli með hátíðnihljóði. Uppskurðir gætu því heyrt sögunni til. Verið er að gera tilraunir með aðferðina á konum með bandvefsæxli, sem hefðu annars þurft að gangast undir legnám. Aðferðin felst í því að beina sterkum ómsjárgeisla að sýktum vefjum og hún skilur ekki eftir ör. 20.10.2006 12:14 26 þúsund milljarðar tapaðir vegna spillingar Rannsóknarstofnun vegna spillingar í Nígeríu áætlar að 26 þúsund milljarðar af nígerísku almannafé hafi tapast þar síðan 1960 vegna spillingar stjórnmálamanna. Fénu hafi ýmist verið stolið eða sólundað. Nuhu Ribadu, framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að níundi og tíundi áratugurinn hafi verið verstir en enn í dag lendir landið í efstu sætum lista yfir spilltustu lönd heims. 20.10.2006 12:12 Paul Watson siglir gegn hvalveiðiskipunum Paul Watson, formaður umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd og einhver stórtækasti skemmdarverkamaður Íslandssögunnar, segist ætla að senda tvö skip á Íslandsmið til að koma í veg fyrir hvalveiðar hér. 20.10.2006 11:57 Utanríkisráðuneytið greiðir götu alþjóðabjörgunarsveitarinnar Utanríkisráðuneytið og Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) skrifuðu í dag undir samstarfssamning þess efnis að utanríkisráðuneytið beri kostnað af útköllum alþjóðabjörgunarsveitarinnar auk þess að styrkja fulltrúa sveitarinnar til að fara á samráðsfundi alþjóðlegu leitar- og björgunarnefndarinnar sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. 20.10.2006 11:38 Þúsundir fjölmenntu á götu Tehran Þúsundir Írana fjölmenntu á götum úti í Tehran í morgun til að sýna stuðning sinn við Palestínu. Mótmælendur vildu með aðgerðum sínum ítreka andstöðu sína við Ísraelsríki. 20.10.2006 11:22 Óþekktarormaleitartæki í skólanum í Bolungarvík Starfsmenn áhaldahúss Bolungarvíkurbæjar kynntu skólabörnum nýjung í tækjaflóru bæjarins í heimsókn sinni í skólann í fyrradag: tæki sem getur greint hvaða börn eru þæg og hverjir eru óþekktarormar. "Óþekktarormaleitartækið" sem starfsmenn áhaldahússins höfðu meðferðis var reyndar tæki sem leitar að gömlum lögnum í jarðvegi, að sögn fréttavefs Bæjarins besta. 20.10.2006 11:22 Tvö íslensk fyrirtæki meðal þeirra efstu á Europe´s 500 Tvö íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra tíu efstu á lista samtakanna Europe's 500 yfir framsæknustu fyrirtæki í Evrópu fyrir árið 2006. Alls eru fimm íslensk fyrirtæki á listanum og hefur störfum hjá þeim fjölgað hraðast að meðaltali í þeim 25 Evrópulöndum sem listinn nær til. 20.10.2006 11:12 Ekki fleiri kjarnorkusprengingar í Norður-Kóreu Kim Jong-il sagði kínverskum sendierindreka á fundi þeirra fyrr í vikunni að Norður-Kóreumenn myndu ekki gera tilraunir með fleiri kjarnorkusprengjur. Yonhap fréttastofan suðurkóreska hefur þetta eftir kínverskum embættismanni. Kínverski embættismaðurinn Tang Jiaxuan ræddi við Kim Jong-il á miðvikudaginn og kom bjartsýnn til baka. 20.10.2006 11:02 Setning Kirkjuþings á morgun Kirkjuþing verður sett á morgun en í ár sitja um sextíu prósent fulltrúa á þinginu Kirkjuþing í fyrsta sinn. 20.10.2006 10:43 Hamas verði ekki bolað út Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, sagði í dag að flokkur hans Hamas, myndi koma í veg fyrir tilraunir Abbas forseta og Fatah-hreyfingar hans til að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eða fella ríkisstjórn Hamas til þess að binda enda á stjórnmálakrísu í Palestínu. 20.10.2006 10:27 Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila. 20.10.2006 10:09 Aldrei fleiri útskrifast af framhaldsskólastigi en 2004-2005 Aldrei hafa fleiri nemendur úrskrifast af framhaldsskólastigi en skólaárið 2004-2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Alls brautskráðust rétt rúmlega 4.800 nemendur af framhaldsskólastigi með hátt í 5300 próf en í þeim hópi voru konur nokkru fleiri en karlar. 20.10.2006 10:00 Tjónið líklega í kringum 600-900 milljónir Bráðabirgðamat á stórbruna í verksmiðju íslenska fyrirtækisins Fram Foods SA í Saran í Frakklandi í síðustu viku bendir til að tjónið nemi á bilinu 600-900 milljónum íslenskra króna. Fram Foods er vátryggt fyrir eignatjóni og tapi af framleiðslustöðvun. Starfsemin er þegar komin í gang í hluta af verksmiðjunni sem var í öðrum húsum en því sem brann. 20.10.2006 10:00 Vopnahléð lítils virði í Balad í Írak Nýumsamið vopnahlé í Balad, um 130 km norður af Bagdad, sem héraðshöfðingjar samþykktu á miðvikudaginn virðist ekki hafa mikil áhrif. Í gær létust níu manns þegar 15 sprengjum var varpað í árás á þorp súnnímúslima í nágrenni Balad-borgar. Borgin Balad er nokkurs konar eyja sjíamúslima á svæði sem er að mestu byggt súnnímúslimum. 20.10.2006 10:00 Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. 20.10.2006 09:50 Hald lagt á 8,5 tonn af kókaíni Lögregla í Kólumbíu lagði í dag hald á 8,5 tonn af kókaíni sem var verið að flytja með þremur hraðbátum til Bandaríkjanna frá bænum tocordo í Choco-héraði. Götuverðmæti efnisins er sagt rúmir ellefu milljarðar íslenskra króna. 19.10.2006 23:43 Fatah- og Hamas-liðar ræðast við Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. 19.10.2006 23:32 Svipti sig lífi skömmu fyrir aftöku Fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum svipti sig lífi í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en að það átti að taka hann af lífi. Maðurinn skrifaði skilaboð í eigin blóði í fangaklefa sínum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. 19.10.2006 23:02 Minnst 77 súdanskir hermenn druknuðu Að minnsta kosti 77 súdanskir hermenn drukknuðu þegar gufubátur þeirra sökk eftir árekstur við farþgaferju á ánni Níl í Suður-Súdan í dag. Hermennirnir eru allir liðsmenn í ferlsisher fólksins í Súdan, eins og hann er kallaður, og fyrrverandi uppreisnarmenn. Einn hermaður til viðbótar týndi lífi þegar tveir björgunarbátar skullu saman nær slysstaðnum skömmu eftir að bátur hermannanna tók að sökkva. 19.10.2006 22:47 Sjá næstu 50 fréttir
Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. 20.10.2006 16:55
Samveldið samþykkir niðurstöðu kosninga í Gambíu Kosningaeftirlitsmenn breska samveldisins hafa samþykkt niðurstöður forsetakosninga í Gambíu sem fram fóru 22. september síðastliðinn. 20.10.2006 16:55
Telja sig hafa fundið líkamsleifar fórnarlamba Líkamsleifar sem taldar eru vera af fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna á Tvíburarturnana þann 11. september 2001 hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð. 20.10.2006 16:47
Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. 20.10.2006 16:41
Evrópusambandið að miðla málum milli Rússa og Georgíumanna Evrópusambandið (ESB) er sem stendur að reyna að koma á sáttum á milli Rússlands og Georgíu. Samskipti ríkjanna hafa versnað til muna undanfarið vegna áhuga forseta Georgíu á því að ganga í ESB. Javier Solana, utanríkisráðherra ESB, hefur verið í samningaviðræðum við forseta landanna tveggja síðustu daga en með litlum árangri. 20.10.2006 16:34
Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. 20.10.2006 16:30
Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. 20.10.2006 16:16
Þórhildur sækist eftir 6.-8. sæti í prófkjöri í Reykjavík Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingkona, sækist eftir sjötta til áttunda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi þingkosninga. 20.10.2006 16:15
Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk. 20.10.2006 16:05
Ákærður fyrir sprengjugabb á íþróttavöllum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að sækja tvítugan mann í Milwaukee til saka fyrir að hafa birt falsaða hótun á Netinu um að hryðjuverkamenn hygðust sprengja svokallaðar skítugar sprengjur á sjö stórum fótboltavöllum í landinu. 20.10.2006 16:01
Jóhanna sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir þingkona hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. 20.10.2006 15:54
Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna. 20.10.2006 15:41
Ryan Air reynir að stækka við sig Fyrir tveimur vikum ákvað lággjaldaflugfélagið Ryan Air að bjóða í írska flugfélagið Aer Lingus. Á fréttamannafundi sem Ryan Air hélt í dag kom síðan fram að ef að kaupunum yrði myndi starfsmönnum hjá Aer Lingus fækkað þar sem það væri ein af leiðunum til þess að lækka rekstrarkostnað flugfélagsins. 20.10.2006 15:11
Segir verulegan árangur hafa náðst með átaki Umferðarstofa segir að verulegur árangur hafi náðst nú þegar með umferðarátakinu „Nú segjum við stopp!“ sem hófst um miðjan síðasta mánuð. 20.10.2006 15:05
Forsætisráðherra segir tækifæri í hvalaskoðun Tækifæri í sjávarútvegi á Íslandi eru mörg, svo sem hvalaskoðun sem nú dafnar víða vel, sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðu sinni á landsfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í dag. 20.10.2006 14:55
Vígamenn sækja í sig veðrið í Írak Alls hafa um 15 manns látist og 91 slasast í bardögum á milli öryggissveita og vígamannanna í Írak í dag. Vígamenn sjía, sem eru hliðhollir Muqtada al-Sadr, gerðu áhlaup á bæinn Amara í Suður-Írak. 20.10.2006 14:23
Pútín í vandræðum eftir misheppnaðan brandara Valdímír Pútín, forseti Rússlands, virðist í slæmum málum í heimalandinu eftir heldur misheppnaðan brandara sem fréttamenn áttu ekki að heyra. Pútín var á blaðamannafundi með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á dögunum og í lok hans mátti heyra Pútín biðja Olmert fyrir kveðju til forseta Ísraels, Moshe Katsav. 20.10.2006 14:20
Starfshópur á að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að stofna starfshóp til að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar á úthöfum. 20.10.2006 14:19
Vilja stofna sérstakt Loftlagsráð Þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót Loftslagsráði sem meðal annars hafi það verkefni að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna og meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á þjóðarhag og þjóðaröryggi. 20.10.2006 13:51
Varað við sandfoki á Mýrdalssandi Vegagerðin varar við sandfoki á Mýrdalssandi og á minnir á að hálkublettir eru víða á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðvesturlandi. Hálka er á Lágheiði. Þá er hálka og hálkublettir víða á Norðaustur-og Austurlandi. 20.10.2006 13:28
ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum. 20.10.2006 13:17
Óeðlilegur munur á fé til boltaleikja og íslenskrar menningar Óeðlilega mikill munur er á þeim upphæðum sem Ríkissjónvarpið ver í kaup á íþróttakappleikjum annars vegar og í innlenda dagskrárgerð hins vegar. Á þetta bendir formaður Bandalags íslenskra listamanna. 20.10.2006 12:36
Ráðist á bílalest Haniyehs Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, slapp ómeiddur þegar ráðist var á bílalest hans þegar hann var á leið frá föstudagsbænum í mosku á Gaza-ströndinni í dag. Heimildarmenn innan Hamas segja að skotið hafi verið á bílalestina auk þess sem ein bifreið hafi verið brennd. 20.10.2006 12:35
Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. 20.10.2006 12:34
Fjarlægja æxli með hátíðnihljóði Læknum hefur tekist að þróa aðferð til að fjarlægja æxli með hátíðnihljóði. Uppskurðir gætu því heyrt sögunni til. Verið er að gera tilraunir með aðferðina á konum með bandvefsæxli, sem hefðu annars þurft að gangast undir legnám. Aðferðin felst í því að beina sterkum ómsjárgeisla að sýktum vefjum og hún skilur ekki eftir ör. 20.10.2006 12:14
26 þúsund milljarðar tapaðir vegna spillingar Rannsóknarstofnun vegna spillingar í Nígeríu áætlar að 26 þúsund milljarðar af nígerísku almannafé hafi tapast þar síðan 1960 vegna spillingar stjórnmálamanna. Fénu hafi ýmist verið stolið eða sólundað. Nuhu Ribadu, framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að níundi og tíundi áratugurinn hafi verið verstir en enn í dag lendir landið í efstu sætum lista yfir spilltustu lönd heims. 20.10.2006 12:12
Paul Watson siglir gegn hvalveiðiskipunum Paul Watson, formaður umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd og einhver stórtækasti skemmdarverkamaður Íslandssögunnar, segist ætla að senda tvö skip á Íslandsmið til að koma í veg fyrir hvalveiðar hér. 20.10.2006 11:57
Utanríkisráðuneytið greiðir götu alþjóðabjörgunarsveitarinnar Utanríkisráðuneytið og Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) skrifuðu í dag undir samstarfssamning þess efnis að utanríkisráðuneytið beri kostnað af útköllum alþjóðabjörgunarsveitarinnar auk þess að styrkja fulltrúa sveitarinnar til að fara á samráðsfundi alþjóðlegu leitar- og björgunarnefndarinnar sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. 20.10.2006 11:38
Þúsundir fjölmenntu á götu Tehran Þúsundir Írana fjölmenntu á götum úti í Tehran í morgun til að sýna stuðning sinn við Palestínu. Mótmælendur vildu með aðgerðum sínum ítreka andstöðu sína við Ísraelsríki. 20.10.2006 11:22
Óþekktarormaleitartæki í skólanum í Bolungarvík Starfsmenn áhaldahúss Bolungarvíkurbæjar kynntu skólabörnum nýjung í tækjaflóru bæjarins í heimsókn sinni í skólann í fyrradag: tæki sem getur greint hvaða börn eru þæg og hverjir eru óþekktarormar. "Óþekktarormaleitartækið" sem starfsmenn áhaldahússins höfðu meðferðis var reyndar tæki sem leitar að gömlum lögnum í jarðvegi, að sögn fréttavefs Bæjarins besta. 20.10.2006 11:22
Tvö íslensk fyrirtæki meðal þeirra efstu á Europe´s 500 Tvö íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra tíu efstu á lista samtakanna Europe's 500 yfir framsæknustu fyrirtæki í Evrópu fyrir árið 2006. Alls eru fimm íslensk fyrirtæki á listanum og hefur störfum hjá þeim fjölgað hraðast að meðaltali í þeim 25 Evrópulöndum sem listinn nær til. 20.10.2006 11:12
Ekki fleiri kjarnorkusprengingar í Norður-Kóreu Kim Jong-il sagði kínverskum sendierindreka á fundi þeirra fyrr í vikunni að Norður-Kóreumenn myndu ekki gera tilraunir með fleiri kjarnorkusprengjur. Yonhap fréttastofan suðurkóreska hefur þetta eftir kínverskum embættismanni. Kínverski embættismaðurinn Tang Jiaxuan ræddi við Kim Jong-il á miðvikudaginn og kom bjartsýnn til baka. 20.10.2006 11:02
Setning Kirkjuþings á morgun Kirkjuþing verður sett á morgun en í ár sitja um sextíu prósent fulltrúa á þinginu Kirkjuþing í fyrsta sinn. 20.10.2006 10:43
Hamas verði ekki bolað út Forsætisráðherra Palestínu, Ismail Haniyeh, sagði í dag að flokkur hans Hamas, myndi koma í veg fyrir tilraunir Abbas forseta og Fatah-hreyfingar hans til að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eða fella ríkisstjórn Hamas til þess að binda enda á stjórnmálakrísu í Palestínu. 20.10.2006 10:27
Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila. 20.10.2006 10:09
Aldrei fleiri útskrifast af framhaldsskólastigi en 2004-2005 Aldrei hafa fleiri nemendur úrskrifast af framhaldsskólastigi en skólaárið 2004-2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Alls brautskráðust rétt rúmlega 4.800 nemendur af framhaldsskólastigi með hátt í 5300 próf en í þeim hópi voru konur nokkru fleiri en karlar. 20.10.2006 10:00
Tjónið líklega í kringum 600-900 milljónir Bráðabirgðamat á stórbruna í verksmiðju íslenska fyrirtækisins Fram Foods SA í Saran í Frakklandi í síðustu viku bendir til að tjónið nemi á bilinu 600-900 milljónum íslenskra króna. Fram Foods er vátryggt fyrir eignatjóni og tapi af framleiðslustöðvun. Starfsemin er þegar komin í gang í hluta af verksmiðjunni sem var í öðrum húsum en því sem brann. 20.10.2006 10:00
Vopnahléð lítils virði í Balad í Írak Nýumsamið vopnahlé í Balad, um 130 km norður af Bagdad, sem héraðshöfðingjar samþykktu á miðvikudaginn virðist ekki hafa mikil áhrif. Í gær létust níu manns þegar 15 sprengjum var varpað í árás á þorp súnnímúslima í nágrenni Balad-borgar. Borgin Balad er nokkurs konar eyja sjíamúslima á svæði sem er að mestu byggt súnnímúslimum. 20.10.2006 10:00
Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. 20.10.2006 09:50
Hald lagt á 8,5 tonn af kókaíni Lögregla í Kólumbíu lagði í dag hald á 8,5 tonn af kókaíni sem var verið að flytja með þremur hraðbátum til Bandaríkjanna frá bænum tocordo í Choco-héraði. Götuverðmæti efnisins er sagt rúmir ellefu milljarðar íslenskra króna. 19.10.2006 23:43
Fatah- og Hamas-liðar ræðast við Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. 19.10.2006 23:32
Svipti sig lífi skömmu fyrir aftöku Fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum svipti sig lífi í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en að það átti að taka hann af lífi. Maðurinn skrifaði skilaboð í eigin blóði í fangaklefa sínum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. 19.10.2006 23:02
Minnst 77 súdanskir hermenn druknuðu Að minnsta kosti 77 súdanskir hermenn drukknuðu þegar gufubátur þeirra sökk eftir árekstur við farþgaferju á ánni Níl í Suður-Súdan í dag. Hermennirnir eru allir liðsmenn í ferlsisher fólksins í Súdan, eins og hann er kallaður, og fyrrverandi uppreisnarmenn. Einn hermaður til viðbótar týndi lífi þegar tveir björgunarbátar skullu saman nær slysstaðnum skömmu eftir að bátur hermannanna tók að sökkva. 19.10.2006 22:47