Fleiri fréttir Matarpokinn rúmlega helmingi dýrari í Reykjavík en í Danmörku Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. 11.10.2006 12:45 Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára Auðlindanefnd iðnaðarráðherra legggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. 11.10.2006 12:43 Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 11.10.2006 12:30 10 létust í lestarslysi í Frakklandi Að minnsta kosti 10 manns létust og tuttugu slösuðust í lestarslysi í Frakklandi í dag þegar farþegalest lenti í árekstri við vöruflutningalest sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð kl. 10.45 að íslenskum tíma í Zoufftgen í Norð-austurhluta landsins. Farþegalestin var á leið frá Lúxemborg til Nancy og hafði skipt um lestarteina, þar sem verið var að gera við teinana sem lestin átti að vera á. 11.10.2006 12:16 Anna and the Moods 11.10.2006 12:04 Önnur kjarnorkusprengja Japanskir fjölmiðlar segja frá því að hugsanlega hafi önnur kjarnasprengja verið sprengd í Norður Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang líta svo á að aukist þrýstingur Bandaríkjamanna jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hótað frekari kjarnatilraunum, en segjast einnig tilbúnir til bæði viðræðna og átaka. 11.10.2006 11:56 Icelanders to purchase West Ham 11.10.2006 11:50 40 bílbeltalausir ökumenn stöðvaðir í gær Lögreglan stöðvaði 40 ökumenn í gær þar sem þeir óku án bílbelta. Þeir eiga allir von á sekt fyrir athæfið. Einnig voru 25 árekstrar í borginni en í fimm þeirra varð slys á fólki. 11.10.2006 11:37 Alvarlegt lestarslys í Frakklandi Að minnsta kosti níu eru látnir og um tuttugu slasaðier eftir að farþegalest og flutningalest rákust saman í norðausturhluta Frakklands nú fyrir hádegið. Fregnir af slysinu eru enn óljósar og því gæti tala látinna átt eftir að hækka. 11.10.2006 11:33 Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. 11.10.2006 11:23 Gefur kost á sér í 2. sætið Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins síðan árið 2003. Áður var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, 2000-2003. 11.10.2006 11:04 Saddam Hussein mætir aftur í dómsal Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins. 11.10.2006 11:01 Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. 11.10.2006 10:52 Til foreldra ungra ökumanna 11.10.2006 10:47 Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. 11.10.2006 10:24 Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 11.10.2006 10:14 Hóta frekari tilraunasprengingum í N-Kóreu Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin halda herskárri stefnu sinni gagnvart landinu til streitu. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar og hafa eftir Kim-Yong-nam, næstráðanda við Kim Jong-il, forseta landsins, að ef Bandaríkin haldi áfram að beita Norður-Kóreu þrýstingi muni stjórnvöld í Pyongyang svara því með áþreifanlegum aðgerðum. 11.10.2006 10:06 Vilja refsiaðgerðir Fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma sér saman um aðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir tilraun þeirra síðarnefndu með kjarnorkusprengju aðfaranótt mánudags. Kínverjar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart Kim Jong-Il og eru reiðubúnir að samþykkja harðar refsiaðgerðir. Innrás kemur þó ekki til greina. 10.10.2006 19:13 Fjórir fórust Fjórir fórust þegar leiguflugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways rann út af flugbrautinni í Storð í Vestur-Noregi í morgun. Sextán voru um borð og náðu hinir tólf að komast sjálfir út úr flakinu, rétt áður en það varð alelda. 10.10.2006 19:11 Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. 10.10.2006 18:45 Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. 10.10.2006 18:45 Þögn ríkir meðal stjórnenda Alcan um alvarlega stöðu í starfsmannamálum Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, vill ekki tjá sig um starfsmannamál fyrirtækisins, þrátt fyrir alvarlega stöðu, eins og formaður Félags járniðnaðarmanna orðar það. Hann segir ennfremur að þögnin sýni að stjórnendur hafi ekki hreina samvisku. 10.10.2006 18:21 82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. 10.10.2006 17:47 Rifist um konu og hund 10.10.2006 17:08 Opnað aftur á Heathrow 10.10.2006 16:52 Ljósmyndasýning frá leiðtogafundi 10.10.2006 16:35 Mikhail Gorbatsjov in Háskólabíó 10.10.2006 16:30 Fjármálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins taldir vanhæfir 10.10.2006 16:30 Putin fordæmir morð á blaðakonu 10.10.2006 16:16 Baugsmenn kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu 10.10.2006 15:53 Playboykóngurinn minnkar við sig 10.10.2006 15:02 Vond eiginkona -og móðir 10.10.2006 14:49 Álma rýmd á Heathrow flugvelli 10.10.2006 14:36 Annað stóra flugslysið á Stord 10.10.2006 13:53 Múslimar ráðast á danskar vefsíður 10.10.2006 13:43 Útilokar ekki fleiri rannsóknaleyfi Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, útilokar ekki að rannsóknarleyfi vegna nýrra virkjana verði gefin út áður en kosið verður til alþingis næsta vor. 10.10.2006 13:10 Heimilid í fjáraukalögum Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum. Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri. 10.10.2006 13:06 Sími Jóns Baldvins hleraður meðan hann var utanríkisráðherra 10.10.2006 12:23 Neyðarástand vegna flóða í Grikklandi Miklar rigningar hafa orsakað skyndiflóð víða í Grikklandi síðasta sólarhringinn. Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi, en hundruð húsa hafa eyðilagst í flóðunum. Brýr og vegir í mörgum héruðum norður og miðhluta landsins hafa eyðilagst og járnbrautarteinar skolast burt og einangrað þannig fjölda íbúa við borgina Volos. 10.10.2006 11:57 Tímasetning orkar tvímælis Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu. 10.10.2006 11:56 Umhverfisstofnun er misheppnuð að mati Ríkisendurskoðunar 10.10.2006 11:36 Bandarískt flugmóðurskip til Reykjavíkur Fjörutíuþúsund tonna bandarískt flugmóðurskip kemur til Reykjavíkur í þessari viku, og segir í tilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu að það sé í samræmi við samkomulag landanna um að viðhalda og styrkja samstarf í öryggismálum, í kjölfar þess að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. 10.10.2006 11:21 Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir vegna ákvörðunar franskra stjórnvalda um að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í fyrradag að reykingar yrðu bannaðar í Frakklandi á flestum opinberum stöðum frá febrúar á þessu ári og á börum, veitingastöðum og næturklúbbum ellefu mánuðum síðar. 10.10.2006 11:00 Utanríkisráðherra Qatar og forseti Palestínu hittast Utanríkisráðherra Qatar fundaði með yfirvöldum í Palestínu í gær í von um að sætta andstæðar fylkingar í forystu stjórnarinnar. Sjeik Hamad Bin Jasseem hitti forseta Palestínu og yfirmann Fatah flokksins, Mahmoud Abbas, í þeirri von að með samvinnu verði aðstoð vesturlanda á Gaza og vesturbakkanum komið á aftur. 10.10.2006 10:45 Eldur í jeppa við Skúlagötu Eldur kom upp í mannlausum jeppa, sem stóð við Skúlagötu í Reykjavík undir morgun og var slökkvililðið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins. Jeppinn er nýlegur og kannar lögregla meðal annars hvort kveikt hafi verið í honum. 10.10.2006 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Matarpokinn rúmlega helmingi dýrari í Reykjavík en í Danmörku Matarpoki sem keyptur er í Reykjavík er rúmlega helmingi dýrari en ef hann væri keyptur í Danmörku. Ef fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru teknar með í reikningsdæmið er munurinn enn sláandi. 11.10.2006 12:45
Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára Auðlindanefnd iðnaðarráðherra legggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. 11.10.2006 12:43
Varnarsamningur undirritaður síðdegis í dag Stefnt er að því sídegis í dag að undirrita í Washington varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru í Bandaríkjunum vegna þessa viðburðar þau Geir Haarde, forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. 11.10.2006 12:30
10 létust í lestarslysi í Frakklandi Að minnsta kosti 10 manns létust og tuttugu slösuðust í lestarslysi í Frakklandi í dag þegar farþegalest lenti í árekstri við vöruflutningalest sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð kl. 10.45 að íslenskum tíma í Zoufftgen í Norð-austurhluta landsins. Farþegalestin var á leið frá Lúxemborg til Nancy og hafði skipt um lestarteina, þar sem verið var að gera við teinana sem lestin átti að vera á. 11.10.2006 12:16
Önnur kjarnorkusprengja Japanskir fjölmiðlar segja frá því að hugsanlega hafi önnur kjarnasprengja verið sprengd í Norður Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang líta svo á að aukist þrýstingur Bandaríkjamanna jafngildi það stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hótað frekari kjarnatilraunum, en segjast einnig tilbúnir til bæði viðræðna og átaka. 11.10.2006 11:56
40 bílbeltalausir ökumenn stöðvaðir í gær Lögreglan stöðvaði 40 ökumenn í gær þar sem þeir óku án bílbelta. Þeir eiga allir von á sekt fyrir athæfið. Einnig voru 25 árekstrar í borginni en í fimm þeirra varð slys á fólki. 11.10.2006 11:37
Alvarlegt lestarslys í Frakklandi Að minnsta kosti níu eru látnir og um tuttugu slasaðier eftir að farþegalest og flutningalest rákust saman í norðausturhluta Frakklands nú fyrir hádegið. Fregnir af slysinu eru enn óljósar og því gæti tala látinna átt eftir að hækka. 11.10.2006 11:33
Jagland í opinberri heimsókn hér á landi Thorbjørn Jagland, forseti norska Stórþingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt eiginkonu sinni frá og með deginum í dag til 15. október. 11.10.2006 11:23
Gefur kost á sér í 2. sætið Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, gefur kost á sér í 2. sæti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Birkir hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins síðan árið 2003. Áður var hann aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, 2000-2003. 11.10.2006 11:04
Saddam Hussein mætir aftur í dómsal Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sneri aftur í dómsalinn í Bagdad í dag en dómari henti honum þaðan út í gær fyrir háreysti. Hussein og sex fyrrverandi samstarfsmenn hans innan ríkisstjórnar Íraks sæta nú réttarhöldum vegna ákæru um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Kúrdum í valdatíð Husseins. 11.10.2006 11:01
Flugfélag Íslands hefur flug til Eyja á mánudag Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta mánudag eftir að samkomulag tókst við Vegagerðina um tíu mánaða samning. Hann verður undirritaður í dag að viðstöddum samgönguráðherra og í honum er gert ráð fyrir þrettán flugferðum milli Reykjavíkur og Eyja í viku. 11.10.2006 10:52
Endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn Umferðarstofa og Sjóvá Forvarnahúsið hafa ákveðið að endurvekja námskeið fyrir unga ökumenn sem Sjóvá hefur staðið fyrir síðastliðinu níu ár. Samstarfssamningur þar að lútandi var undirritaður í gær. 11.10.2006 10:24
Búist við mikilli umferð vegna landsleiks Búist er við mikilli umferð vegna landsleiks Íslendinga og Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglan í Reykjavík beinir því til knattspyrnuáhugamanna að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði, ekki síst eftir leikinn en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 11.10.2006 10:14
Hóta frekari tilraunasprengingum í N-Kóreu Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorkutilraunum ef Bandaríkin halda herskárri stefnu sinni gagnvart landinu til streitu. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar og hafa eftir Kim-Yong-nam, næstráðanda við Kim Jong-il, forseta landsins, að ef Bandaríkin haldi áfram að beita Norður-Kóreu þrýstingi muni stjórnvöld í Pyongyang svara því með áþreifanlegum aðgerðum. 11.10.2006 10:06
Vilja refsiaðgerðir Fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna reyna nú að koma sér saman um aðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir tilraun þeirra síðarnefndu með kjarnorkusprengju aðfaranótt mánudags. Kínverjar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart Kim Jong-Il og eru reiðubúnir að samþykkja harðar refsiaðgerðir. Innrás kemur þó ekki til greina. 10.10.2006 19:13
Fjórir fórust Fjórir fórust þegar leiguflugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways rann út af flugbrautinni í Storð í Vestur-Noregi í morgun. Sextán voru um borð og náðu hinir tólf að komast sjálfir út úr flakinu, rétt áður en það varð alelda. 10.10.2006 19:11
Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. 10.10.2006 18:45
Ráðherra vill þyngri refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni Maður sem skaut af haglabyssu í efri byggðum Reykjavíkur fyrir skömmu mundaði byssuna skammt frá lögreglumönnum sem náðu að yfirbuga hann. Þá var fíkniefnasali handtekinn á föstudag með fullhlaðna skammbyssu. Dómsmálaráðherra vill þyngja refsingar fyrir brot gegn lögreglumönnum. 10.10.2006 18:45
Þögn ríkir meðal stjórnenda Alcan um alvarlega stöðu í starfsmannamálum Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, vill ekki tjá sig um starfsmannamál fyrirtækisins, þrátt fyrir alvarlega stöðu, eins og formaður Félags járniðnaðarmanna orðar það. Hann segir ennfremur að þögnin sýni að stjórnendur hafi ekki hreina samvisku. 10.10.2006 18:21
82 nöfn á vitnalista ákæruvaldsins Áttatíu og tvö nöfn eru á vitnalista ákæruvaldsins, sem lagður var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fyrirtöku í Baugsmálinu, í dag. 10.10.2006 17:47
Útilokar ekki fleiri rannsóknaleyfi Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, útilokar ekki að rannsóknarleyfi vegna nýrra virkjana verði gefin út áður en kosið verður til alþingis næsta vor. 10.10.2006 13:10
Heimilid í fjáraukalögum Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum. Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri. 10.10.2006 13:06
Neyðarástand vegna flóða í Grikklandi Miklar rigningar hafa orsakað skyndiflóð víða í Grikklandi síðasta sólarhringinn. Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi, en hundruð húsa hafa eyðilagst í flóðunum. Brýr og vegir í mörgum héruðum norður og miðhluta landsins hafa eyðilagst og járnbrautarteinar skolast burt og einangrað þannig fjölda íbúa við borgina Volos. 10.10.2006 11:57
Tímasetning orkar tvímælis Tímasetning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð orkar tvímælis segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann er ekki bjartsýnn á að nógu hratt dragi úr þenslu. 10.10.2006 11:56
Bandarískt flugmóðurskip til Reykjavíkur Fjörutíuþúsund tonna bandarískt flugmóðurskip kemur til Reykjavíkur í þessari viku, og segir í tilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu að það sé í samræmi við samkomulag landanna um að viðhalda og styrkja samstarf í öryggismálum, í kjölfar þess að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli var lokað. 10.10.2006 11:21
Frakkar æfir vegna reykingarbanns Franskir reykingarmenn eru æfir vegna ákvörðunar franskra stjórnvalda um að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008. Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í fyrradag að reykingar yrðu bannaðar í Frakklandi á flestum opinberum stöðum frá febrúar á þessu ári og á börum, veitingastöðum og næturklúbbum ellefu mánuðum síðar. 10.10.2006 11:00
Utanríkisráðherra Qatar og forseti Palestínu hittast Utanríkisráðherra Qatar fundaði með yfirvöldum í Palestínu í gær í von um að sætta andstæðar fylkingar í forystu stjórnarinnar. Sjeik Hamad Bin Jasseem hitti forseta Palestínu og yfirmann Fatah flokksins, Mahmoud Abbas, í þeirri von að með samvinnu verði aðstoð vesturlanda á Gaza og vesturbakkanum komið á aftur. 10.10.2006 10:45
Eldur í jeppa við Skúlagötu Eldur kom upp í mannlausum jeppa, sem stóð við Skúlagötu í Reykjavík undir morgun og var slökkvililðið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins. Jeppinn er nýlegur og kannar lögregla meðal annars hvort kveikt hafi verið í honum. 10.10.2006 10:15