Fleiri fréttir Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. 11.9.2006 14:15 Eldur í rafmagnstöflu í Máli og menningu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var nú eftir hádegið kallað að verslun Máls og menningar á Laugavegi vegna elds í húsinu. Í ljós kom að rofi í rafmagnstöflu á annnarri hæð hússins hafði brunnið yfir og eldur komið upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir af völdum hans litlar en reykræsta þurfti rýmið þar sem eldurinn kom upp. 11.9.2006 14:09 Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. 11.9.2006 13:45 Hægt að lækka matarverð á morgun Hægt væri að lækka matarverð á morgun með lækkun vörugjalda og tolla, að mati Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Viljaleysi til breytinga á landbúnaðarkerfinu, meðal annars af hálfu Framsóknarflokksins, sé ástæða þess að matarverð hafi ekki lækkað fyrr. 11.9.2006 13:30 Sex látnir eftir sprengingu í jarðarför í Afganistan Að minnsta kosti sex lögreglumenn týndu lífi og sextán særðust í sjálfsvígssprengjuárás á syrgjendur við jarðarför í Suðvestur-Afganistan í dag. Verið var að bera heraðsstjóra til grafar en hann féll í annarri sjálfsvígssprengjuárás í gær. 11.9.2006 13:15 Hvatt til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag. 11.9.2006 13:00 Veiðist vel í Síldarsmugunni Togaraskipstjóri sem er á karfaveiðum í Síldarsmugunni segir í samtali við Fiskifréttir, að talsvert sé af fiski og að skipin séu að fá um eitt til þrjú tonn á togtímann. Íslendingar eru nú í fyrsta skipti við karfaveiðar í Síldarsmugunni en svæðið er alþjóðlegt hafsvæði. Fiskifræðingar hafa haft af því áhyggjur að ekki sé vitað hvaða stofni karfinn tilheyrir. 11.9.2006 12:45 Hryðjuverk kostuðu 300 manns vinnuna hjá Icelandair Hryðjuverkin 11. september 2001 kostuðu tæplega þrjú hundruð manns sem störfuðu hjá Icelandair atvinnuna. Þetta kom fram í viðtali við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, á Fréttavaktinni í morgun. Guðjón segir flugstarfsemi í heiminum ekki enn komna í sama horf og hún var fyrir árásirnar. 11.9.2006 12:30 Record Number of Icelanders 11.9.2006 12:15 Eftirlitslaus lofthelgi ekki veikasti hlekkurinn Tollstjórinn í Reykjavík segir eftirlitslausa lofthelgi ekki veikasta hlekkinn í smygleftirliti Íslendinga, vanræksla ratsjárstöðvanna bjóði ekki upp á neina möguleika sem ekki hafi verið fyrir. Flugmálastjóri sagði í fréttum NFS í gær að eftir að Bandaríkjaher hætti að vinna úr upplýsingum frá ratsjárstöðvum sé greið leið fyrir smyglara að fljúga óséðir inn í lofthelgi Íslands með ólöglegan varning. 11.9.2006 12:15 Fórnarlamba hryðjuverka minnst með einnar mínútu þögn Þeirra sem fórust í hryðjuverkunum 11. september 2001 verður minnnst með einnar mínútu þögn klukkan 12.46 að íslenskum tíma í sendiráði Bandaríkjanna. 11.9.2006 12:00 Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. 11.9.2006 11:45 Flugvél BA nauðlent í Brussel vegna gruns um eld Nauðlenda varð flugvél British Airways flugfélagsins, sem var á leið frá Lundúnum til Frankfurt í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu í gærkvöldi þar sem grunur lék á að eldur hefði kviknað um borð. 11.9.2006 11:30 Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. 11.9.2006 11:15 Önnur réttarhöld yfir Hussein hafin Önnur réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust á ný í Bagdad í morgun. Í þessu máli er Hussein, ásamt sex öðrum, ákærður fyrir þjóðarmorð á Kúrdum í Norður-Írak á níunda áratug síðustu aldar. 11.9.2006 11:00 Útlit fyrir metfjölgun landsmanna á árinu Útlit er fyrir metfjölgun landsmanna á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar fólksflutninga frá útlöndum. Samkvæmt þjóðskrár voru landsmenn ríflega 304.300 1. júlí síðastliðinni og hafði þeim fjölgað um eitt og hálft prósent frá áramótum. 11.9.2006 10:45 Vonir um skipan samsteypustjórnar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann gerði sér vonir um að innan skamms yrði hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Sú stjórn yrði skipuð bæði Hamas-liðum og fulltrúum Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. 11.9.2006 10:30 Mótmælendur gripu til ofbeldis í Santiago Lögregla í Chile þurfti að grípa til táragass til að dreyfa hópi mótmælenda í höfuðborginni Santiago í gær. Fólk hafði safnast þar saman til að minnast þess að í gær voru 33 ár liðin frá valdatöku einræðisherrans Augusto Pinochets. 11.9.2006 10:15 Could You Be, Could You Be Squeaky Clean? 11.9.2006 10:05 Háskólakennurum fjölgar um 101 milli ára Háskólakennurum fjölgaði um hundrað og einn á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þeir um 1731 í 1158 stöðugildum en þeir voru 1832 í 1247 stöðugildum í nóvember í fyrra. Meirihluti starfsmanna við kennslu á háskólastigi, eða 60 prósent, er í hlutastarfi samkvæmt tölunum. 11.9.2006 10:00 Blair kominn til Líbanons Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Líbanons. Þar átti hann fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Þingforseti landsins, sem er náinn bandamaður Hizbollah, átti að funda með Blair, en fór frá Beirút skömmu áður, að því er virðist til að snupra Blair. 11.9.2006 09:47 Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. 11.9.2006 09:32 Nýtt myndband frá al Qaeda Tvær myndbandsupptökur sem birtar voru á netinu í gærkvöldi eru sagðar sýna Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar sem hann hittir aðra stjórnendur í fjallahéraði í óþekktu landi. Svo virðist sem verið sé að leggja á ráðin um árásirnar á New York og Washington fyrir fimm árum. 11.9.2006 09:30 Ferjuslys í Helsingør Fjórir slösuðust lítils háttar þegar tvær ferjur rákust saman í höfninni í Helsingør í Danmörku í morgun. Þétt þoka lá yfir höfninni í morgun og sáu skipstjórar ferjanna hvorugur hina ferjuna. Ferjurnar sigla báðar milli Danmerkur og Svíþjóðar en minni ferjan er mikið skemmd. 11.9.2006 09:30 Með augun á kerrunni Þrennt slapp með minniháttar meiðsl þegar jeppi sem fólkið var í valt út af Eyjafjarðarbraut skammt frá flugvellinum á Akureyri um hálftíu í gærkvöldi. Bílstjórinn var á ferð með kerru og vandaði sig mjög við að aka með hana, á kostnað þess að fylgjast nógu grannt með því hvort bíllinn sjálfur væri á veginum. 11.9.2006 09:15 Þjófurinn stakk af fullur undir stýri Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt þrjá ökumenn sem grunaðir voru um ölvun við akstur. Einn þeirra var staðinn að verki við að brjótast inn í bíla í Mosfellsbæ. Hann hafði stolið einu útvarpstæki og reyndi að flýja lögreglumenn akandi. En lögreglumennirnir náðu honum skjótt og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum, færður í fangageymslur og verður hann yfirheyrður í dag. 11.9.2006 09:15 Staðfest sprengiefni í Vollsmose Efnafræðirannsókn hefur staðfest að efni sem fannst við húsleit í Vollsmose í Danmörku, þegar níu menn voru handteknir, er heimatilbúið sprengiefni. Berlingske Tidende segir frá því í dag að skýrsla dönsku Efnafræðirannsóknastofnunarinnar um sprengiefnið hafi fundist á fjúki í Háskólagarðinum fyrir utan stofnunina. 11.9.2006 09:00 Bráðabirgðastjórnin sögð hafa haldið velli Milo Djukanovic, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Svartfjallalands, lýsti í gærkvöldi yfir sigri í þingkosningum sem fóru fram í landinu í gær, þeim fyrstu frá því landið hlaut sjálfstæði fyrr í sumar. 11.9.2006 08:45 Leitar enn árásarmannanna Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem stungu öryggisvörð með hnífi og börðu starfsmann Select í höfuðið á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfinu í Breiðholti í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra sýna upptökur öryggismyndavéla ágætar myndir af árásarmönnunum og er vonast til að þær leiði til handtöku mannanna. 11.9.2006 08:30 Þriðjungur trúir samsæriskenningum Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulögð af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum, að því er fram kemur í rannsókn háskólans í Ohio. 11.9.2006 08:15 Fimm ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær. 11.9.2006 08:00 Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær. Þessi upphæð á eftir að hækka þar sem enn hefur ekki verið talið í nokkrum deildum Rauða krossins úti á landi, og tvær deildir munu ganga til góðs í dag. 10.9.2006 20:37 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Stjórnarandstaðan myndi frjálslynda jafnaðarstjórn Formaður Samfylkingarinnar vill að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi frjálslynda jafnaðarstjórn að loknum næstu kosningum. Útilokað virðist að Samfylkingin muni sitja í stjórn með Framsókn eða Sjálfstæðisflokki samkvæmt orðum formannsins. 10.9.2006 20:34 Hugmyndir uppi um að leggja Konukot niður Hugmyndir eru uppi hjá formanni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um að leggja Konukot niður í núverandi mynd og sameina það Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Þetta stangast á við reynslu starfsfólks í athvarfinu og kvennanna sem þar gista. Önnur úrræði fyrir heimilislausa, líkt og Kaffistofa Samhjálpar, eru líka í uppnámi. 10.9.2006 20:20 Blair ræðir ekki við Haniyeh Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, eru báðir tilbúnir til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, forsætisráðherra, hefur á tæpum sólarhring fundað með helstu leiðtogum Ísraela og Palestínumanna og reynt að miðla málum. Hann mun þó ekki funda með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas-liða. 10.9.2006 19:45 Óttast árásir á Bandaríkin Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. 10.9.2006 19:30 Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 10.9.2006 19:07 Auðveldara að smygla Greið leið er fyrir þá sem vilja smygla fíkniefnum, fólki eða öðrum ólöglegum farmi hingað til lands, eftir að hætt var að vinna úr upplýsingum frá frumratsjám í vor. Hægt er að fljúga hingað litlum vélum og lenda þeim utan alfaraleiðar án þess að nokkur verði þess var. 10.9.2006 19:00 Viðræðum þokar áfram Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 10.9.2006 15:05 Mikið um slagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð. 10.9.2006 14:01 Árásarmennirnir enn ófundnir Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir. 10.9.2006 13:00 Sjö á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut Sjö voru fluttir á slysadeild í nótt lítið meiddir eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut nærri Rauðarárstíg. Bifreiðin reif niður 25 metra af járngirðingu á umferðareyju sem þar er og lenti svo framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. 10.9.2006 12:30 Kosið í Svartfjallalandi Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári. 10.9.2006 12:00 Páfi messar í München Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi. 10.9.2006 11:30 Ekki fleirum bjargað úr gullnámu í Síberíu 25 námamenn hafa nú fundist látnir í gullnámu í Síberíu. Eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn og við það losnuðu eiturgufur. Eldurinn var slökktur nokkrum klukkustundum eftir að hann kviknaði en þá sátu 33 námamenn fastir í námunni. 8 var bjargað í gær. 10.9.2006 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. 11.9.2006 14:15
Eldur í rafmagnstöflu í Máli og menningu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var nú eftir hádegið kallað að verslun Máls og menningar á Laugavegi vegna elds í húsinu. Í ljós kom að rofi í rafmagnstöflu á annnarri hæð hússins hafði brunnið yfir og eldur komið upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir af völdum hans litlar en reykræsta þurfti rýmið þar sem eldurinn kom upp. 11.9.2006 14:09
Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. 11.9.2006 13:45
Hægt að lækka matarverð á morgun Hægt væri að lækka matarverð á morgun með lækkun vörugjalda og tolla, að mati Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Viljaleysi til breytinga á landbúnaðarkerfinu, meðal annars af hálfu Framsóknarflokksins, sé ástæða þess að matarverð hafi ekki lækkað fyrr. 11.9.2006 13:30
Sex látnir eftir sprengingu í jarðarför í Afganistan Að minnsta kosti sex lögreglumenn týndu lífi og sextán særðust í sjálfsvígssprengjuárás á syrgjendur við jarðarför í Suðvestur-Afganistan í dag. Verið var að bera heraðsstjóra til grafar en hann féll í annarri sjálfsvígssprengjuárás í gær. 11.9.2006 13:15
Hvatt til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag. 11.9.2006 13:00
Veiðist vel í Síldarsmugunni Togaraskipstjóri sem er á karfaveiðum í Síldarsmugunni segir í samtali við Fiskifréttir, að talsvert sé af fiski og að skipin séu að fá um eitt til þrjú tonn á togtímann. Íslendingar eru nú í fyrsta skipti við karfaveiðar í Síldarsmugunni en svæðið er alþjóðlegt hafsvæði. Fiskifræðingar hafa haft af því áhyggjur að ekki sé vitað hvaða stofni karfinn tilheyrir. 11.9.2006 12:45
Hryðjuverk kostuðu 300 manns vinnuna hjá Icelandair Hryðjuverkin 11. september 2001 kostuðu tæplega þrjú hundruð manns sem störfuðu hjá Icelandair atvinnuna. Þetta kom fram í viðtali við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, á Fréttavaktinni í morgun. Guðjón segir flugstarfsemi í heiminum ekki enn komna í sama horf og hún var fyrir árásirnar. 11.9.2006 12:30
Eftirlitslaus lofthelgi ekki veikasti hlekkurinn Tollstjórinn í Reykjavík segir eftirlitslausa lofthelgi ekki veikasta hlekkinn í smygleftirliti Íslendinga, vanræksla ratsjárstöðvanna bjóði ekki upp á neina möguleika sem ekki hafi verið fyrir. Flugmálastjóri sagði í fréttum NFS í gær að eftir að Bandaríkjaher hætti að vinna úr upplýsingum frá ratsjárstöðvum sé greið leið fyrir smyglara að fljúga óséðir inn í lofthelgi Íslands með ólöglegan varning. 11.9.2006 12:15
Fórnarlamba hryðjuverka minnst með einnar mínútu þögn Þeirra sem fórust í hryðjuverkunum 11. september 2001 verður minnnst með einnar mínútu þögn klukkan 12.46 að íslenskum tíma í sendiráði Bandaríkjanna. 11.9.2006 12:00
Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. 11.9.2006 11:45
Flugvél BA nauðlent í Brussel vegna gruns um eld Nauðlenda varð flugvél British Airways flugfélagsins, sem var á leið frá Lundúnum til Frankfurt í Þýskalandi, í Brussel í Belgíu í gærkvöldi þar sem grunur lék á að eldur hefði kviknað um borð. 11.9.2006 11:30
Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. 11.9.2006 11:15
Önnur réttarhöld yfir Hussein hafin Önnur réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust á ný í Bagdad í morgun. Í þessu máli er Hussein, ásamt sex öðrum, ákærður fyrir þjóðarmorð á Kúrdum í Norður-Írak á níunda áratug síðustu aldar. 11.9.2006 11:00
Útlit fyrir metfjölgun landsmanna á árinu Útlit er fyrir metfjölgun landsmanna á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar fólksflutninga frá útlöndum. Samkvæmt þjóðskrár voru landsmenn ríflega 304.300 1. júlí síðastliðinni og hafði þeim fjölgað um eitt og hálft prósent frá áramótum. 11.9.2006 10:45
Vonir um skipan samsteypustjórnar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann gerði sér vonir um að innan skamms yrði hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Sú stjórn yrði skipuð bæði Hamas-liðum og fulltrúum Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. 11.9.2006 10:30
Mótmælendur gripu til ofbeldis í Santiago Lögregla í Chile þurfti að grípa til táragass til að dreyfa hópi mótmælenda í höfuðborginni Santiago í gær. Fólk hafði safnast þar saman til að minnast þess að í gær voru 33 ár liðin frá valdatöku einræðisherrans Augusto Pinochets. 11.9.2006 10:15
Háskólakennurum fjölgar um 101 milli ára Háskólakennurum fjölgaði um hundrað og einn á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þeir um 1731 í 1158 stöðugildum en þeir voru 1832 í 1247 stöðugildum í nóvember í fyrra. Meirihluti starfsmanna við kennslu á háskólastigi, eða 60 prósent, er í hlutastarfi samkvæmt tölunum. 11.9.2006 10:00
Blair kominn til Líbanons Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Líbanons. Þar átti hann fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Þingforseti landsins, sem er náinn bandamaður Hizbollah, átti að funda með Blair, en fór frá Beirút skömmu áður, að því er virðist til að snupra Blair. 11.9.2006 09:47
Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. 11.9.2006 09:32
Nýtt myndband frá al Qaeda Tvær myndbandsupptökur sem birtar voru á netinu í gærkvöldi eru sagðar sýna Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar sem hann hittir aðra stjórnendur í fjallahéraði í óþekktu landi. Svo virðist sem verið sé að leggja á ráðin um árásirnar á New York og Washington fyrir fimm árum. 11.9.2006 09:30
Ferjuslys í Helsingør Fjórir slösuðust lítils háttar þegar tvær ferjur rákust saman í höfninni í Helsingør í Danmörku í morgun. Þétt þoka lá yfir höfninni í morgun og sáu skipstjórar ferjanna hvorugur hina ferjuna. Ferjurnar sigla báðar milli Danmerkur og Svíþjóðar en minni ferjan er mikið skemmd. 11.9.2006 09:30
Með augun á kerrunni Þrennt slapp með minniháttar meiðsl þegar jeppi sem fólkið var í valt út af Eyjafjarðarbraut skammt frá flugvellinum á Akureyri um hálftíu í gærkvöldi. Bílstjórinn var á ferð með kerru og vandaði sig mjög við að aka með hana, á kostnað þess að fylgjast nógu grannt með því hvort bíllinn sjálfur væri á veginum. 11.9.2006 09:15
Þjófurinn stakk af fullur undir stýri Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt þrjá ökumenn sem grunaðir voru um ölvun við akstur. Einn þeirra var staðinn að verki við að brjótast inn í bíla í Mosfellsbæ. Hann hafði stolið einu útvarpstæki og reyndi að flýja lögreglumenn akandi. En lögreglumennirnir náðu honum skjótt og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum, færður í fangageymslur og verður hann yfirheyrður í dag. 11.9.2006 09:15
Staðfest sprengiefni í Vollsmose Efnafræðirannsókn hefur staðfest að efni sem fannst við húsleit í Vollsmose í Danmörku, þegar níu menn voru handteknir, er heimatilbúið sprengiefni. Berlingske Tidende segir frá því í dag að skýrsla dönsku Efnafræðirannsóknastofnunarinnar um sprengiefnið hafi fundist á fjúki í Háskólagarðinum fyrir utan stofnunina. 11.9.2006 09:00
Bráðabirgðastjórnin sögð hafa haldið velli Milo Djukanovic, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Svartfjallalands, lýsti í gærkvöldi yfir sigri í þingkosningum sem fóru fram í landinu í gær, þeim fyrstu frá því landið hlaut sjálfstæði fyrr í sumar. 11.9.2006 08:45
Leitar enn árásarmannanna Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem stungu öryggisvörð með hnífi og börðu starfsmann Select í höfuðið á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfinu í Breiðholti í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra sýna upptökur öryggismyndavéla ágætar myndir af árásarmönnunum og er vonast til að þær leiði til handtöku mannanna. 11.9.2006 08:30
Þriðjungur trúir samsæriskenningum Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulögð af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum, að því er fram kemur í rannsókn háskólans í Ohio. 11.9.2006 08:15
Fimm ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær. 11.9.2006 08:00
Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær. Þessi upphæð á eftir að hækka þar sem enn hefur ekki verið talið í nokkrum deildum Rauða krossins úti á landi, og tvær deildir munu ganga til góðs í dag. 10.9.2006 20:37
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Stjórnarandstaðan myndi frjálslynda jafnaðarstjórn Formaður Samfylkingarinnar vill að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi frjálslynda jafnaðarstjórn að loknum næstu kosningum. Útilokað virðist að Samfylkingin muni sitja í stjórn með Framsókn eða Sjálfstæðisflokki samkvæmt orðum formannsins. 10.9.2006 20:34
Hugmyndir uppi um að leggja Konukot niður Hugmyndir eru uppi hjá formanni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um að leggja Konukot niður í núverandi mynd og sameina það Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Þetta stangast á við reynslu starfsfólks í athvarfinu og kvennanna sem þar gista. Önnur úrræði fyrir heimilislausa, líkt og Kaffistofa Samhjálpar, eru líka í uppnámi. 10.9.2006 20:20
Blair ræðir ekki við Haniyeh Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, eru báðir tilbúnir til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, forsætisráðherra, hefur á tæpum sólarhring fundað með helstu leiðtogum Ísraela og Palestínumanna og reynt að miðla málum. Hann mun þó ekki funda með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas-liða. 10.9.2006 19:45
Óttast árásir á Bandaríkin Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. 10.9.2006 19:30
Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 10.9.2006 19:07
Auðveldara að smygla Greið leið er fyrir þá sem vilja smygla fíkniefnum, fólki eða öðrum ólöglegum farmi hingað til lands, eftir að hætt var að vinna úr upplýsingum frá frumratsjám í vor. Hægt er að fljúga hingað litlum vélum og lenda þeim utan alfaraleiðar án þess að nokkur verði þess var. 10.9.2006 19:00
Viðræðum þokar áfram Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 10.9.2006 15:05
Mikið um slagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð. 10.9.2006 14:01
Árásarmennirnir enn ófundnir Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir. 10.9.2006 13:00
Sjö á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut Sjö voru fluttir á slysadeild í nótt lítið meiddir eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut nærri Rauðarárstíg. Bifreiðin reif niður 25 metra af járngirðingu á umferðareyju sem þar er og lenti svo framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. 10.9.2006 12:30
Kosið í Svartfjallalandi Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári. 10.9.2006 12:00
Páfi messar í München Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi. 10.9.2006 11:30
Ekki fleirum bjargað úr gullnámu í Síberíu 25 námamenn hafa nú fundist látnir í gullnámu í Síberíu. Eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn og við það losnuðu eiturgufur. Eldurinn var slökktur nokkrum klukkustundum eftir að hann kviknaði en þá sátu 33 námamenn fastir í námunni. 8 var bjargað í gær. 10.9.2006 11:00