Fleiri fréttir

Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu

Flugumferðarstjórn hefur ekki orðið fyrir neinum áhrifum þó að herinn hafi hætt eftirliti með flugumferð. Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitshlutverkinu, að mati flugmálastjóra. Varaformaður Samfylkingarinnar vill að Nató borgi.

Hræðsla við íslamska trú

Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárárunum á Bandaríkin þann 11. september árið 2001 að sögn Mohammads Khatami, fyrrverandi Íransforseta. Þúsundir almennra borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar.

Ekki rof á skyldum gagnvart NATO

Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót.

Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða

Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili.

Haftið rofið

Stærsti jarðborinn lauk hlutverki sínu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í morgun. Herdís Sigurgrímsdóttir var fyrir austan og fylgdist með ferlíkinu brjóta niður síðasta berghaftið.

Brýnt að bregðast við misskiptingu

Rúmlega 2500 manns gengu til góðs í dag og söfnuðu fé handa börnum í suðurhluta Afríku. Einn göngumanna var forseti Íslands sem telur einnig brýnt að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur hrindi af stað þjóðarátaki til að jafna lífskjörin á Íslandi.

Tveir glæpir framdir 11. september 2001

Tveir glæpir voru framdir með hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin þann 11. september 2001. Mörg þúsund almennir borgarar voru myrtir og glæpurinn síðan sagður framinn í nafni múhameðstrúar. Þetta segir Mohammad Khatami, fyrrverandi Íransforseti, sem er í heimsókn í Bandaríkjunum.

Kjarnakljúf í Noregi lokað vegna leka

Loka þurfti litlum kjarnakljúf í Noregi vegna leka sem vart varð við í dag. Kjarnakljúfurinn er notaður til rannsókna og því ekki bannaður samkvæmt lögum.

Fjögurra námamanna enn saknað

Átta rússneskir námamenn voru fegnir frelsinu þegar þeim var bjargað úr prísund sinni, tæplega fimm hundruð metrum ofan í gullnámu í Síberíu. Þar festust þeir þegar eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn. Tuttugu og einn vinnufélagi þeirra eru látinn og fjögurra er enn saknað.

Olmert vill ræða við Abbas

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, er tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Ísraelskir fjölmiðlar segja Olmert hafa greint frá þessu á fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Jerúsalem síðdegis.

Blair í Ísrael

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins.

Hestamenn og vegfarendur verði á varðbergi

Svokallaður Grafarvogsdagur stendur nú yfir en honum lýkur með flugeldasýningu klukkan 22:00 í kvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að vitað sé að hross geti fælst við flugelda og því biður lögreglan í Reykjavík bæði hestamenn og vegfarendur að vera á varðbergi.

Lögreglustjórafélag Íslands stofnað

Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn á Hvolsvelli í dag. Félagið er stofnað vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi lögreglunnar og eru félagar allir lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar sem sinna mun þeim störfum eftir 1. janúar 2007.

Atlantis skotið á loft

Geimferjunni Atlantis var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hafði frestað geimskotinu nokkrum sinnum. Hefði ekki verið hægt að skjóta Atlantis á loft í dag hefði þurft að bíða fram í október.

Missa tökin á raunveruleikanum

Ofbeldisfullir tölvuleikir og sjónvarpsefni hafa áhrif á þau ungmenni sem veik eru fyrir og geta orðið til þess að þau missi tökin á raunveruleikanum. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessari þróun hérlendis fremur en annars staðar, segir Hugo Þórisson, barnasálfræðingur, en mál sextán ára pilts sem leitaði uppi mann til að drepa í gegnum netið, hefur vakið mikinn óhug.

Vill taka málið upp við yfirstjórn NATO

Varaformaður Samfylkingarinnar vill taka það upp við yfirstjórn NATO að ekkert eftirlit sé með ómerktum flugvélum sem hugsanlega reyna að komast inn í íslenska lofthelgi.

Gengið til góðs

Söfnun Rauða Krossins, Göngum til góðs hófst í morgun. Að þessu sinni er safnað fyrir börn í sunnanverðri Afríku sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi.

Sífellt fleiri börn metin í sjálfsvígshættu

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Blair hvetur til einingar

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan fundarstað í Lundúnum í morgun. Þar inni flutti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sína fyrstu ræðu eftir að hann tilkynnti fyrir helgi að hann myndi víkja sem formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra innan árs.

Fremur róleg nótt um allt land

Fremur rólegt var hjá lögreglu um allt land í nótt. Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru þó fullsetnar í morgunsárið en að sögn varðstjóra á vakt höfðu þeir sem þar gistu unnið sér það eitt til saka að vera ofurölvi. Þrír voru teknir fyrir ölvuanarakstur í höfuðborginni í nótt.

Ringulreið í Írak

Töluverð ringulreið skapaðist þegar bílsprengja sprakk nálægt mosku sjía í Haswan, fimmtíu kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Engan sakaði í sprengingunni sjálfri en þegar vegfarendur þustu að skall sprengja úr sprengjuvörpu nærri mannfjöldanum.

50 börn á bráðamóttöku BUGL fyrstu 5 mánuði 2006

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Einstakt mál hérlendis

Mál sextán ára pilts sem segist hafa leitað sér fórnarlambs á netinu til að ráða af dögum, er algerlega einstakt hérlendis. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir piltinum í gær, fyrir að hafa stungið 25 ára mann í bakið með hnífi. Pilturinn ber að hann hafi langað til að drepa mann og því hafi hann lagt til þessa netkunningja síns með hnífi þegar hann fékk tækifæri til.

Eldur í plastkari læsti sig í klæðningu húss

Kveikt var í plastkari í Skeifunni um hálffimmleytið í nótt. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði talsvert í karinu og hafði eldurinn náð að læsa sig í klæðningu á húsi sem karið stóð við. Slökkviliðið var þó fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Brennuvargurinn er ófundinn.

Eldur kviknaði í kjallaraíbúð

Eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss við Hlíðarveg í Kópavogi um sexleytið í morgun. Tveir voru í íbúðinni og komust þeir út af sjálfsdáðum, auk fjögurra manna fjölskyldu sem býr á efri hæð hússins.

Varð sem lömuð þegar hún reyndi að flýja

Tvær og hálf vika eru nú liðnar frá því Natascha Kampusch strauk frá ræningja sínum, Wolfgang Priklopil, eftir átta og hálft ár í nánast algerri einangrun. Viðtölin sem birtust nú í vikunni, bæði í austurríska ríkissjónvarpinu og tveimur austurrískum blöðum, hafa vakið gríðarmikla athygli um heim allan.

Flug- og hafnbanni aflétt

Ísraelar hafa aflétt bæði flug- og hafnbanni í Líbanon en það hefur verið í gildi frá því átök milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah hófust í suðurhluta landsins í júlí. Flugbanninu var aflétt í gær en Ísraelar vildu bíða með að aflétta hafnbanninu þar til floti á vegum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna væri kominn á svæðið.

Mannskæð árás í Kabúl

Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan.

Friðhelgi aflétt af Pinochet

Hæstiréttur í Chile hefur aflétt friðhelgi af Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, þannig að hægt verður að ákæra hann fyrir morð, pyntingar og mannréttindabrot í einu alræmdasta fangelsi landsins á valdatíð hans. Um er að ræða Villa Grimaldi fangelsið þar sem margir máttu sæta pyntingum á árunum 1974 til 1977, þar á meðal Michelle Bachelet, núverandi forseti Chile.

Engin tengsl við al Qaeda

Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaed hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag.

Ólæti í Þessalóníku

Stuðningsmenn nær gjaldþrota knattspyrnuliðs á Grikklandi ruddust inn á leikvöll liðsins í Þessaloníku í kvöld þar sem forsætisráðherra landsins var að flytja árlega ræðu sínum um efnahagsástandið í landinu.

Grunaðir um undirbúning hryðjuverka

Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista.

Útgöngubann eftir sprengingar

Minnst þrjátíu týndu lífi og rúmlega eitt hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu.

Vildi finna einhvern til að drepa

Sextán ára piltur, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald fyrir að hafa stungið tuttuguogfimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi, sagðist við handtöku hafa kynnst manninum í gegnum internetið með það í huga að finna einhvern til að drepa.

Engin gögn um tengsli milli Saddams og al Kaída

Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl hafi verið á milli Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og al Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003.

Verða að semja fyrirfram

Ef stjórnarandstöðunni er einhver alvara með að stilla upp valkosti við núverandi ríkisstjórn í næstu kosningum, þá verður að semja stjórnarsáttmálann fyrirfram, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Samfylkingin myndi líklega tapa meiru á því en vinstri grænir og er því tregari til að lofa nokkru um framtíðarsamstarf.

Ungt fólk skortir fræðslu og hræðslu

Fjöldi alnæmissmitaðra hefur rokið upp á Norðurlöndunum undanfarin ár. Enn sjást engin merki um þessa þróun hérlendis, að sögn sóttvarnalæknis, en smitleiðirnar eru greinilega opnar þar sem lekandatilfellum hefur fjölgað mjög. Kæruleysi og kynlífsvæðingu er um að kenna, segir formaður alnæmissamtakanna.

Bað ekki um að þyrlurnar yrðu lengur

Björn Bjarnason segist ekki hafa beðið Bandaríkjamenn um að halda björgunarþyrlum sínum þar til aðrar þyrlur kæmu í þeirra stað í október en þyrlur hersins fara í næstu viku. Formaður Sjómannasambands Ísland segir það setja sjómenn í hættu að bilið þarna á milli sé ekki brúað því slysin geri ekki boð á undan sér.

Segist vilja að fylgst sé með lofhelginni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið.

Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera

Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.

Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA

Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA. Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram.

FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna

Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi.

Sjá næstu 50 fréttir