Erlent

Þriðjungur trúir samsæriskenningum

Rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulögð af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum, að því er fram kemur í rannsókn háskólans í Ohio.

Flestir telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífum samlanda sinna fyrir tylliástæðu fyrir stríðið í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. Sé "911 conspiracy" slegið inn á leitarþjónustu Google birtist löng runa síðna sem útlista helstu atriði ýmissa samsæriskenninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×