Fleiri fréttir

Sátt felur ekki í sér afsögn Guðna

Sátt sem formaður og varaformaður Framsóknarflokksins gerðu í gærkvöld felur ekki í sér að Guðni Ágústsson segi af sér æðstu embættum í flokknum. Flokksþing verður í þriðju viku ágústmánaðar.

Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara

Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög.

Vilja settan ríkissaksóknara í vitnastúku

Fyrirtaka hófst í Baugsmálinu í morgun en þar verður meðal annars tekin afstaða til þeirrar kröfu verjenda í málinu um að Sigurður Magnús Tómasson, settur ríkissaksóknari, og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði leiddir í vitnastúku í tengslum við skipan dómara í málinu.

Taka undir hugmyndir um Lyfjastofnun ríkisins

Neytendendasamtökin taka undir hugmyndir landlæknis um að nauðsynlegt geti reynst að stofna á nýjan leik Lyfjaverslun ríkisins til að ná niður lyfjaverði hér á landi. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að það sé óþolandi að íslensk lyfsölufyrirtæki geti ekki boðið neytendum upp á sambærilegt verð á lyfjum og í nágrannalöndunum og að íslensk stjórnvöld verði þess vegna að grípa til aðgerða.

Ökutækjabann í Bagdad

Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld.

Gripnir með stolna fartölvu

Tveir grunsamlegir menn vopru gripnir glóðvolglir með fartölvu í fórum sínum í vesturborginni undir morgun og taldi lögreglan sig vera búna að finna þjófa, sem skömmmu áður höfðu brotist inn i fasteignasölu í miðborginni og stolið þaðan fartölvu. Mennirnir reyndust hinsvegar blá saklausir af því, en þó ekki saklausir eftir allt, því tölvan reyndist vera úr íbúð í vesturborginni, þar sem þeir höfðu brotist inn og stolið henni.

Segir fullum sáttum náð í deilu innan Framsóknar

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við NFS að þeir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, hafi náð fullum sáttum á fundi þeirra í gærkvöld; handtakið sem sjá má á forsíðu Morgunblaðsins hafi verið traust.

Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann

Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu.

Fundu stolinn bíl við fíkniefnaleit

Glænýr pick up bíll fanst falinn inni í bílskúr þegar lögreglan í Keflavík var að gera húsleit í Garðinum í nótt vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þegar lögreglumenn höfðu fundið kannabis á ýmsum vinnslustigum og nokkrar kannabisplöntur á heimili hins gurnaða, datt þeim í hug að líta inn í bílskurinn, þar sem bíllinn fanst.

Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins.

Tekinn fyrir handrukkun vegna fasteignaviðskipta

Eins konar handrukkari var handtekinn á Akureyri í nótt eftir að fórnarlamb hans kallaði á lögreglu þegar rukkarinn var farinn af vettvangi. Það sem er óvenjulegt við þennan sjálfskipaða innheimtumann er að hann tengist ekki fíkniefnaheiminum heldur tengist málið fasteignaviðskiptum.

Bjargað úr sundlaug í Reykjanesi

Maður slasaðist í sundlauginni í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í nótt og lá meðvitundarlaus á laugarbotninum og farinn að blána þegar félagar hans fundu hann.

Íbúar við Merapi snúa aftur

Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil.

Urðu bensínlausir á sportbáti vestur af Engey

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjavík var kallað út laust fyrir miðnætti til að aðstoða tvo menn á bensínlausum sportbáti vestur af Engey. Bátinn rak stjórnlaust og kölluðu bátsverjar eftir hjálp.

Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni

Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003.

Aðsúgur gerður að lögreglu á Akureyri

Aðsúgur var gerður að lögreglumönnum i miðbæ Akureyrar í nótt, þegar þeir ætluðu að handtaka skemmdarvarg og urðu þeir að beita pipargasi, eða meis, til að verja sig.

Sættir hjá Guðna og Hallóri

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðhera og varaformaður flokksins, náðu fullum sáttum á heimili Halldórs í gærkvöldi, að því er Morgunblaðið greinir frá.

Efla á kennslu í fornleifafræði

Sveitarfélagið Skagafjörður og Hólaskóli ákváðu í dag að leggja til stöðu við skólann fyrir fornleifafræðing til að halda áfram Hólarannsókninni og efla kennslu í fornleifafræði.

Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu.

Gæsluvarðhald yfir grunuðum fíkniefnainnflytjendum

Hæstiréttur veitti í gær lögreglunni í Reykjavík gæsluvarðhald yfir þremur mönnum fram til 14. júlí. Mennirnir voru viðriðnir innflutning á fíkniefnum og tveir þeirra játuðu að nokkru leyti á sig brotin. Um var að ræða rúmlega 15 kíló af bæði amfetamíni og 10 kíló af hassi sem fundust í bifreið sem hafði verið flutt til landsins frá Hollandi. Héraðsdómur hafði synjað gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna en yfir hinum tveimur var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn staðfestur.

Stígamót minna öryggismál á útihátíðum

Stígamót vilja minna skipuleggjendur útihátíða sumarsins að huga að öryggismálum í tíma. Í fréttatilkynningu frá Stígamótum kemur fram að ellefu stúlkur hafai leitað samtakanna vegna nauðganna á útihátíðum en allar hjálparbeiðnirnar bárust löngu eftir að útihátíðunum lauk.

J og B meirihluti í Dalvíkurbyggð

Nýr meirihluti er kominn fram í Dalvíkurbyggð. J-listi óháðra og B-listi Framsóknarmanna hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Svanfríður Jónasdóttir verður bæjarstjóri fyrri hluta kjörtímabilsins en auglýst verður eftir bæjarstjóra fyrir seinna tímabilið í samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins. Ráðið verður í starfið samkvæmt tilnefningu B-listans.

LSH var ekki heimilt að víkja Tómasi Zoega úr starfi yfirlæknis

Ákvörðun Landspítala-Háskólasjúkrahúss að svipta Tómas Zoega yfirlæknisstöðu sinni var ólögmæt. Þetta var úrskurður hæstaréttar í dag. Tómas var yfirlæknir á geðsviði hjá Landspítalanum frá 1991. Eftir að spítalarnir voru sameinaðir ákvað stjórn spítalans árið 2001 að yfirlæknum yrði ekki leyft að reka eigin stofur samhliða vinnu á LSH. Tómasi var gert að hætta rekstri stofu sinnar og þegar hann gerði það ekki var honum tilkynnt árið 2005 að hann myndi ekki gegna áfram yfirlæknastöðunni.

Nokkuð um hraðakstur í Langadal

15 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi síðdegis í dag. Allir voru þeir stöðvaðir í Langadal. Sá sem ók hraðast mældist á 126 km hraða eða 36 kílómetra hraða yfir leyfilegum hámarkshraða.

Níu verk keppa í dansleikhús samkeppninni í ár

25 tíma dansleikhús samkeppni stendur nú yfir í Borgarleikhúsinu. Samkeppnin er nú haldin í fjórða sinn. Það eru Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn sem standa að samkeppninni og SPRON er einnhelsti styrktaraðili keppninnar.

Unnið verði að endurreisn þorskstofnsins

Þingflokkur Vinstri - grænna hvetur stjórnvöld til að vinna markvisst að endurreisn þorskstofnsins og annarra mikilvægra nytjastofna í hafinu kringum Ísland. Flokkurinn tekur líka undir það sem fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar þar sem segir meðal annars að nýting fiskistofnananna þurfi að lúta lögmálum sjálfbærrar þróunar.

Helmingaskipti á nefndaformönnum í borginni

Formennsku í lykilnefndum Reykjavíkurborgar verður skipt til helminga milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þrátt fyrir að stærðarhlutföll flokkanna í borgarstjórn séu sjö á móti einum. Þá er rætt um að Guðlaugur Þór Þórðarson verði stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur fyrri tvö árin en Björn Ingi Hrafnsson seinni tvö.

Má teljast heppinn að ekki fór verr

Brúarsmiður má teljast heppinn að ekki fór verr þegar átta tonn af steypustyrktarjárni féllu á hann á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar á tíunda tímanum í morgun.

Bolvíkingar fiska vel

Þrír aflahæstu smábátar landsins frá áramótum og til vertíðarloka ellefta maí, eru allir frá Bolungarvík. Á tímabilinu réru þeir um það bil hundrað róðra hver, fengu allir vel á sjötta hundrað tonn, eða samanlagt rúmlega sextán hundruð tonn, sem er rúmlega tólf tonn upp á hvern dag hjá bátunum í heild.

Og Vodafone forgangsraðar gögnum um Netið

Ný þjónusta sem Og Vodafone hefur tekið í gagnið gerir það að verkum að viðskiptavinir geta síður átt von á því að verða fyrir truflunum þegar þeir vafra um netið. Vefsíðum, póstþjónustu og gögnum vegna fjarvinnutenginga er forgangsraðað þannig að fólk verður minna vart við bilanir og aðrar truflanir á netinu.

Hundruð nýrra botndýrategunda hafa fundist við landið

Fjörutíu prósent af þeim botndýrum sem fundist hafa við Ísland í svokölluðu BIOICE-botndýraverkefni hafa ekki fundist áður hér við land. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar sem unnið hefur að verkefninu ásamt nokkrum aðilum.

Læknanemar mæta til vinnu á morgun

Samningar hafa náðst í kjaradeilu læknanema og yfirstjórnar Landspítalans. Á fundi fulltrúa spítalans og fulltrúa læknanema sem lauk fyrir stundu lagði spítalinn fram tilboð sem fulltrúar nema samþykktu, eftir að hafa borið tilboðið undir samnemendur sína.

Ný sveitarstjórn þarf að ákveða nafn

Ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði mun taka ákvörðun um nafn á sveitarfélagið eftir að kosning á sameiginilegum fundi fráfarandi sveitarstjórna féll á jöfnu.

Litlar líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi

Í vefriti fjármálaráðuneytisins í dag eru ræddar líkur á harðri lendingu efnahagslífsins. Hörð lending er skilgreind sem djúp niðursveifla sem einkennist af ört vaxandi atvinnuleysi og vanskilum heimila og fyrirtækja. Forsvarsmenn fjármálaráðuneytisins telja litlar líkur á harðri lendingu.

Sjá næstu 50 fréttir